Morgunblaðið - 17.02.1971, Side 13

Morgunblaðið - 17.02.1971, Side 13
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1971 13 Úlfar Þórdarson; TRIMM — af sjónarhóli læknis Margir munu hafa séð ísbjörn í dýragarði og sennilega fund- hvemig dýrið gengur fram og aftur í búrinu somu förin æ of an í æ og það svo klukkutím- um skiptir. Mörgum hefur orðið starsýnt á, að því er virðist, þetta tilgangslausa ráp dýrsins fram og aftur, veifandi höfðinu í allar áttir og skimandi í kring- um sig. Ýmsir álykta vafalaust að dýrið sé að vonast eftir freisinu sem fyrir utan búrið er. Samt er það svo, að mörg þess- ara dýra hafa aldrei út úr búri komið og eru fædd í dýragarði, og þekkja þvi ekki annað en það sem þar er. Nei, það mun vera staðreynd, að þessi dýr ráfa ekki fram og aftur eirðar- laust i sifellu eins og raun ber vitni af því að þeim leiðist eða að þau þrái lífið sem er fyrir utan búrið. Það sem fær þau til að hlaupa svona fram og aftur er eðlisávisun. í frjálsu lifi á norðurhjara heims, þar sem þau lifa á ísbreiðunni, verða þau að hlaupa marga kílómetra á dag, oft svo tugum skiptir, leitandi að bráð þar sem hana er líklegast að finna, sér til viðurværis og stofninum til viðhalds. Þau eru m.ö.o. upp á það komin að vera í stöðugri þjálfun við það að veiða og bjarga sér. Þess vegna er það að dýrin i búrinu gera það nákvæm lega sama, þó að þau hafi aldrei kynnzt lífinu á norðurslóðum. Hið sama má sjá, ef við lítum t.d. á úlfana í úlfabúrinu, þar sem þeir hlaupa fram og aftur, snuðrandi, geltandi og horfandi í a'llar áttir með mjög líkum haetti og ísbjöminn, þó að þeirra tilburðir séu með nokkuð öðrum hætti, þvi að þeir eru yfirleitt saman í smáhópum og elta hver annan. Ég nefni þessi tvö dýr hér af því að þau búa í norðurhluta heimsins, norður undir Ishaf- inu, á svipuðum slóðum og við íslendingar. Þau búa í svipuðu loftslagi og við Iík skilyrði. Þau eru ekki eins og mörg önn ur rándýr, næturveiðidýr, held- ur hafa þau orðið að venja sig á það að veiða líka að deginum til, vegna hins langa sumardags, þegar sólin fer ekki niður fyrir sjóndeildarhringinn og dagurinn er sibjartur eins og við þekkj- um svo mætavel í okkar eigin föðurlandi. Þau eru þvi á ferð- inni ekki siður að deginum en á nóttunni og því sjáum við þau hreyfa sig svo mikið í dýragörð ixnum. Manninum er sjálfsagt, ekki Siður en dýrunum, eiginlegt að hreyfa sig og líta kringum sig éftir björg í bú, en vegna menningarinnar, breyttra við horfa, vegna húsanna, vegna tækninnar og aflvélanna og alls þess sem við köllum menningu og tækni, þá er hann búinn að missa sína eðlisávisun, sem is- björninn hefur haldið. Maður- inn sezt í stól þegar hann get- ur og situr kannski í stól allan daginn og hann finnur ekki á sér að hann þurfi að hreyfa sig. Hann heldur heim til sín, þar sem hann heldur áfram að sitja, horfa á sjónvarp eða þvi um líkt og hann fer á mis við þá hreyfingu sem náttúran hefur gert ráð fyrir að hann hefði. Það er talið að maðurinn hafi upphaflega komið fram í út- jöðrum hinna stóru skóga, í hin um ýmsu álfum og yfirleitt ver- ið ,,dýr“ eða vera, sem lifði á mörkum skógar og merkur, þar sem hann gat forðað sér inn í myrkviðinn þegar þess þurfti, en leitað út á opnu svæðin sér til bjargar þess á milli. Honum hefur þvi vafalaust verið full þörf á þvi, að vera bæði fót- hvatur, fimur og æfður til handa og augna, ef hann átti að bjarga sér og sínvm og halda við stofninum og mannkyninu. Hann átti sér enga fasta bú- staði er hér var komið sögu, heldur reikaði um svæð- in frá einum stað á ann- an. Smám saman lagði hann þessa lifnaðarháttu sína niður, fór að flytja sig saman í smá- hópa og setja sig niður á fasta dvalarstaði, í hellum og hreys- um sem hann kom sér upp. Til þess að fara fljótt yfir sögu, þá hefur maðurinn fyrir löngu yf- irgefið sína upprunalegu lifn- aðarháttu, hann hefur lært að koma í veg fyrir drepsóttir og sj.úkdóma, sem áður geisuðu alltaf þegar þéttbýlið óx. Þá komu jafnan upp drepsóttir sem splundruðu þvi aftur, en smám saman náði maðurinn valdi á þessum vágest- um mannkynsins og honum tókst að koma upp þéttbýli án þess að eiga á hættu að hrynja nið- ur úr skyndilegum drepsóttum. Síðasta þeirra má nefna Svarta dauða, sem einnig geisaði hér á landi, hann var dæmigerður um það, hvernig hann eyddi sér- staklega borgunum í Evrópu. Maðurinn heldur áfram sinni þróun, bæimir stækka, borgim ar vaxa, mennirnir verða fleiri og fleiri saman, tæknin heldur innreið sína, vélarnar verða upp fundnar og maðurinn tekur fyrst gufuvélina, síðan hreyfilinn og síðast þotuna í sina þjónustu. Afleiðingin af þessu öllu saman verður sú, að maðurinn fær hendur sem lyfta honum, og hjól sem flytja hann, tæki, sem taka af honum allt erfiði. Ef við lit- um yfir það, hvernig skólabörn- in eru nú á tímum flutt fram og aftur frá skólanum, þó að hann sé oft ekki langt í burtu, þá er það ekki lagt á þau að fara gangandi í skólann, þau eru flutt í bíl og síðan sitja þau mest allan dagirni, leika sér að- eins í frímínútum, og sitja oft í skólanum til að búa sig undir næsta dag. Siðan eru þau flutt heim aftur og fara oft ekki út fyrir hxxsið nema að litlu leyti allan skólatímann, sem í mörg- um löndum er orðinn meginn partur ársins. Svo það sem ung ur nemur, sér gamall temur. Þeg ar börnin vaxa upp, þá eru þau orðin afvön þvi að hreyfa sig sjálf og það þarf beinlinis skipu lagða starfsemi til að koma þeim í þá hreyfingu, sem ætti að vera þeim eðlileg. Það eru haldin námskeið fyrir þau, þeim er sýnt Úlfar Þórðarson hvernig þau eiga að hlaupa til að ná sem beztum árangri og ýmsar aðrar hreyfingar sem ætti ekki að þurfa að kenna þeim. Á þessu sviði eiga iþróttirnar mjög miklu hlutverki að gegna og gera það líka, þær vinna ötullega að því að koma sem flestum í íþróttahreyfinguna og gera sitt bezta til þess að ná sem beztum tökum á þjálfun og auknum þroska þeirra, sem þang að leita. En þegar út í lífið er komið, þá verður það hlutverk margra að sitja á skrifstofum, hreyfingarlitlir allan daginn, þeir eru oft, þegar þeir hafa verið á skrifstofunni allan dag- inn, ekki sérstaklega upplagðir til að fara að fást við eitthvað annað, það hefur kannski geng- ið illa verkefnið sem verið var að vinna, og þá jafnvel að þeir hafi orðið að taka með sér heim verkefni til að vinna, sem kall- ar á 1—2 tíma vinnu og þar fram eftir götunum. Það miðar því allt að þvi að skrifstofufólkið fer á mis við líkamlega og eðlilega hreyfingu. Um skólana höfum við þegar rætt. Að vtsu hafa skólar á síð- ustu árum reynt að koma sér upp iþróttafélögum til að fá unglinga til að hreyfa sig meira. Sums staðar eriendis eru menn beinlínis skyldaðir eða hvattir til að leggja stund á íþróttir og ef þeir ná árangri á íþróttasvið inu er það látið gilda þeim til gagns í sambandi við námið. Ég get þessa aðeins til að sýna fram á, hvaða framkróka menn verða að leggja á sig til að fá menn til að gera hluti sem í sjálfu sér ættu að vera sjálfsagð ir. Það eru helzt verkamenn og sjómenn og náttúrulega bændur, sem við getum sagt að hafi nokkra hreyfingu og hafi skil- yrði til að fá líkamlega áreynsiu á sínum starfsdegi. En þetta er óðum að minnka á öll um sviðum. Ef við tökum fyrst verka- manninn, hvort sem það er við höfn, byggingarvinnu eða önn- ur þau verkamannastörf, sem \dnna þarf í nútimaþjóðfélagi, þá má segja að víðast hvar er vélin komin til að taka lang- mesta erfiðið af verkamannin- um. Hann hefur ekki nærri því þá líkamlegu áreynslu sem hann hafði fyrir t.d. 30-40 árum, þeg- ar dagur hans leið kannski við að beita skóflu og haka eða lyfta upp pokum og ýmsu öðru sem til þurfti og hann var kannski oft að vinna, þó hann væri i raun og veru alveg út- keyrður. Sjómenn hafa enn töluvert mikla líkamlega áreynslu enda nær sú hugmynd að þeir fari í þjálfun eða TRIMM, ekki til þeirra nema að Iitlu leyti, það er helzt til farmanna, sem þetta mundi ná, þar sem á hinum stærri skipum er hægt að koma fyrir ýmiss konar TRIMM-að- stöðu. Bændur hafa einnig í vaxandi mæli minni líkamlega áreynslu, þeir hafa traktara, áburðar- vélar, mjaltavéltar, fóðurvél- ar, sjálfvirk brynningartæki eru í gripahúsum og þar fram eftir götunum. Sama er að segja um hús- mæður, þær hafa þvottavélarn- ar og aðrar þær vélar sem taka af þeim líkamlegt erfiði, þó að þessu sé misjafnlega varið hjá þeim, og húsmæður ganga ábyggilega miklu meiri vega- lengd en menn gera sér grein fyrir. En það er ekki þar með sagt, að þó menn hafi vissa lík- amlega hreyfingu, að þeir hafi ekki einnig þörf fyrir það sem við köllum TRIMM' HVAö ER TRIMM? TRIMM er kerfisbundnar lík- amsæfingar, sem iðkaðar eru í sambandi við vanastörf hvers- dagsins og við hæfi hvers og eins. TRIM er ekki aðeins þjálfun vöðvakerfisins heldur og taugakerfisins, þvi að eitt starfar ekki án hins. Og þegar talað er um taugakerfið, er einnig átt við yfirvitund og und- irvitund. Og enn: Við get- um ekki notað vöðvana án þess að nota um leið öndunarfærin, þ.e. lungun, brjósthol, þind, svo ekki sé talað um æðakerfið, hjartað, slagæðamar og líkams- vessa. Einnig verðum við að taka með hormónana og efnaskiptin. í stuttu máli, við getum ekki notað vöðvana án þess að bæði likami og hugur fylgist að, og þar með hinn svo- kallaði persónuleiki okkar. Það mun taka menn langan tíma að gera sér grein fyrir þessu, og því er TRIMM framtíðaráætlun. Það er erfitt að spá hvað úr TRIMM verður. Er skynsamleg- ur grundvöllur fyrir að bæta þessu ofan á dagleg störf og gera það jafn hversdagslegt og að þvo sér um hendumar og bursta tennurnar? Við vitum öll, að enda þótt slíkur grund- völlur væri fyrir hendi, þ.e. að við hefðum óhrekjandi rök fyrir nauðsyn þessarar hreyfingar, er alls ekki víst, að allir væru sammála okkur: Það væri ekki i fyrsta sinn í sögunni sem menn- irnir höguðu sér þvert ofan i alla skynsemi. En ef þessi grund völlur er fyrir hendi, þá er að minnsta kosti möguleiki fyrir því, að hreyfingin geti dafnað. Án þessa grundvallar mun TRIMM vera dauðadæmt í nán- ustu framtíð. Það gæti tór- að smátíma af því það er nýj- ung, fjölmiðlamir hafa áhuga á æsifréttum og nýjungum án til- hts til sannleiksgildis þeiira eða nytsemi. Þeir láta sig litlu skipta mikilvæg atriði ef þau, eins og sagt hefur verið, em ekki æsifréttir eða nýjung. At- hugum þá aftur grundvöllinn fyrir TRIMM. Enn sem komið er getum við ekki bent á óhrekjandi staðreyndir, byggð- ar á vísindalegum rannsóknum, sem byggja má á í framtíðinni gmndvöll fyrir TRIMM, en við höfum þó staðrevndir, sem gefa okkur ástæðu til að trúa því, að við berjumst fyrir góðu mál- efni. Minnumst nú aftur á börnin og barnæskuna. Skipulagssérfræðingar og arkitektar vinna að því í bezta tilgangi, að reyna að sameina það tvennt, að skapa á sem ódýrasta, og beztan hátt að- stæður i nútímaborgum i þvi skyni, að fólk geti lifað þar sem eðlilegustu lífi. En þrátt fyrir þessa viðleitni i borgum eins og Tokyo, New York, London, París o.s.frv. virðist það vera ljóst, að útilokað er fyrir fólk, sem þar býr að lifa í samræmi við kröfur tímans um hreyfingu í góðu andrúmslofti og heilbrigðu umhverfi. Það hlýtur að vera hlutverk TRIMM-hreyfingarinnar að koma í veg fyrir, að slík vanda- mál komi til hér á landi, en þó fyrst og fremst að vinna að því að nýta þá möguleika, sem við höfum hér á landi umfram það fólk, sem í stórborgum býr. Við skulum líta aðeins á vandamál barnaxina. Fram að skólaaldri er bamið frjálst ferða sinna og sífellt á hreyf- ingu. Allir, sem hafa reynt að fylgja 5-6 ára bami eftir vita, að það er enginn bamaleikur sökum þess, að barnið er á lát- lausri ferð. Jafnvel vanur og þjálfaður íþróttamaður, sem lát- inn var fara í spor 3 ára barns, varð að gefast upp eftir 3-4 klst. Þessar niðuratöður eru byggðar á tilraunum, sem voru gerðar þótt þær væru erfiðar í framkvæmd. En það markar tímamót í lifi barnsins, þegar það byrjar i skólanum. Fram til þess tíma, hafa bæði telpur og drengir haft mjög mikla líkam- lega hreyfingu, en svo texur skyndilega við gjörólxkur heim- ur. Við getum kallað það heim, þar sem skorður eru reistar. Á morgnana, áður en bamið hefur fengið nokkra hreyfingu, er barninu ekið i skólabil, ef um einhverjar fjarlægðir er að ræða, eða þá að foreldrar eða Framhald á bls. 16. Frystihúsavinna Okkur vantar fólk til starfa baeði kvenfólk og karlmenn. Uppiýsingar i síma 93-6624 og 93-6663. Hraðfrystíhús Hellissands h.f. Atvinna Heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða mann til almennra afgreiðslu og lagerstarfa. Ökuréttindi nauðsynleg. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf óskast sendar afgr. Morgunblaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: ,,Góð atvinna — 6862". Verzlunarmannofélag Hafncrfjurðar hefur opnað skrifstofu að Strandgötu 11, 3. hæð. Skrifstofan vcrður fyrst um sinn opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.30 — 19.30 — Símanúmerið er 5 11 97. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.