Morgunblaðið - 17.02.1971, Page 16

Morgunblaðið - 17.02.1971, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1971 ^%%%4tj%%%%%%4tj4ttttrttt%%%%%%%%%%%%%4tit%4tr4ijt%%%^í 9 Í»i_VEROLAG I ✓ i\ BRENNIDEPLI Barnamjöl TIL hverra rennur það verð, sem hús- mæður greiða íyrir barnamjöi? Eins og sésit á hjálagðri mynd, er inn- kaupsverðið, sem fer til erlenda fram- leiðandans stærstur hluti vöruverðsins eða 34.8%. En ýmis kostnaður, sem fell- ur sérsfaklega á hverja vörusendingu, eins og flutningskostnaður, vátrygging og bankakostnaður 6.3%. Rikið tekur með tollum og sköttum næst stærsta hluta vöruverðs eða 29%. Eru þar í innflutningstollar og sölu- skaíbtur. Til verzlunarstarfseminnar rennur 6.6% og 23.3%. Fyrri prósentan 6.6% gengur til heildverzlunarstarfseminnar, sem er fólgin í innkaupsstarfi, fjár- magnsbindingu, sölu og dreifingu. Sið- ari prósentam gengur til smásölunnar fyrir þá þjónustu að hafa birgðir af vörunni á boðstólum fyrir neytendur sem næst heimili þeirra. Helztu kostnaðarliðir verzlunarstarf- seminnar, sem álagnimgu er ætlað að standa undir, eru: laun og launatengd gjöld einis og launaskattur og Mfeyris- sjóðsgjald, akstur, símakostnaður, burð- argjöld, auglýsingar og annar sölukostn- aður, pappír, prenitun, ritföng, hiti, raf- orka, ýmis'leg tryggingariðgjöld, félags- gjöld, hreinilætisvörur, viðhald áhalda, vextir, afskriftir af vélum, tækjum og byggingum, skat.tar (eignaskattur, eigna útsvar, aðstöðugjald, tekjuskattur og tekjuútsvar). Álagning verzlunarinnar er þannig bundin fastri prósentu, sem leggst ofan á kostnaðarverð vörunnar í samræmi við ákvarðanir opinbers aðila — verð- lagsnefndar. I>að eru hin svonefndu op- inberu verðlagsákvæði. Er slík tilhögun neytendum ávaRt í hag? Nei, því miður. Við fasta prósentu- álagnimgu bera þeir, sem gera hagstæð innkaup minna úr býtum i krónutölu en þeir, sem gera óhagstæð innkaup. Opinber verðlagsákvæði geta þvi dregið úr viðleitni til hagstæðra innkaupa. Frá fræðslunefnd Félags ísl. stórkaupmanna. '%%%% — íslenzkir verkfræðinemar Framhald af bls. 15. — 1 Reykjavík lækkar í öll- um borholunum á vetrum, þegar dælt er upp úr þeim, en á sumr- in þegar hætt er að dæla vegna minni notkunar, þá hækkar í þeim öllum. Þorsteinn Þorsteins- son, verkfræðingur hjá Orku- stofnun hefur gert mjög ná- kvæmar mælingar á vatnsstöðu í borholum í Reykjavik á fjög- urra ára tímabili og er vatns- staðan mjög regluleg, lækkar í öllum borholum á vetrum, með- an dælt er upp meiru en kem- ur í staðinn, en hækkar aftur á sumrum. Slikar hreyfingar er ég að reyna að finna, í þeim til- gangi að hægt verði að sjá fyrir hve hröð hreyfingin verð- ur í borholu, sem maður vill virkja. — Nýtt? Já, þetta hefur ekki verið gert fyrr en Þorsteinn fór að mæla þetta. Ég kom svo 1968 inn í þessa útreikninga. En um Matreiðslumaður Ungur matreiðslumaður óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „6855" sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. Viljum kaupa felgunurvél Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Til sölu þriggja herbergja íbúð 4. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúð þess- ari, sendi umsóknir sínár til skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 23. febrúar n.k. Félagsstjórnin. geymslu jarðlaganna í Reykja- vik skrifuðum við grein. Mjög víða í heiminum er not fyrir það, ef hægt er að segja fyrir um hvernig járðlögin gefa frá sér vatn, geyma það og skammta það út. Það gildir jafnt um heitt vatn og kalt. — Geymsla vatnsins verður á tvennan hátt, útskýrir Jónas. 1 fyrsta lagi hækkar grunnvatns- borðið og lækkar og veldur breytingu á grunnvatnsforðan- um. 1 öðru lagi getur grunn- vatnsforðinn breytzt þannig, að jörðin pressast saman og gefur frá sér vatn. Holrúmið minnkar. Það vex líka aftur og jörðin tekur i sig vatn. Þetta er sem sagt viðfangs- efni Jónasar, sem hann er að vinna að 1 Kaupmannahöfn, og mun leggja fram sem doktors- ritgerð við verkfræðideild Kaupmannahafnarháskóla eftir tveggja ára rannsókn, reiknar hann með. Þarna hefur hann góða vinnuaðstöðu, skrifstofu í skólanum og aðgang að tækjum og einni stærstu tölvu Danmerk ur — og síðast en ekki sízt laun hjá skólanum. En Verkfræðiskól inn hefur áhuga á viðfangsefni, sem svo ótvírætt hefur vísinda- lega þýðingu. Á næsta sumri flytja síðustu deildir Verkfræðiskólans í nýju byggingarnar í Lyngby, en þang að er mestur hluti skólans þeg- ar kominn. Á um 100 hektara svæði eru þar fallegar stórar byggingar, þar sem ekkert er til sparað, að því er virðist, til að gera líf stúdenta og prófessora, sem þægilegast og ánægjulegast. Og var reglulega gaman að fá að líta þangað með þeim Jónasi og Júlíusi, sem auðvitað sýndu fréttamanni fyrst stærstu tölvu í Evrópu er þeim notast svo nijög að, en hún tekur upp stóran sal. — Hún er ekki ólik tölvunni í raunvísindadeildinni heima, segja þeir, sama kerfið, bara 30 sinnum stærri. Þessi geymir auðveldlega i sér milljón tölur. Það hlýtur að vera mikill munur fyrir vísinda mann að hafa aðgang að svona hjálpargögnum, þó leikmaður geti varla áttað sig á slíku apparati. — E.Pá. - TRIMM Framhald af bls. 13. nágrannar aka þeim til skólans. Of hættulegt er fyrir þau að ganga í umferðinni, viða er veð- urfarið slæmt o.s.frv. Mestan hluta skóladagsins situr barnið við kennsluborðið og fer svo heim i strætó, I bíl eða skóla- bílnum. Það situr meðan það matast, situr meðan það les lex- iumar, og svo er það sjónvarp- ið og myndablöðin, sem setið er við. Að kvöldi dags er barnið orðið þreytt, en kemst þó sjald- an nógu snemma í svefn. Það er ekki að furða þótt mörg börn verði þannig eirðarlaus, baldin og jafnvel taugabiluð á þessum timamótum. Ekki er ólíklegt, að námsleiði barna eigi rót sína að rekja til þessa. Það er þvi ákaf- lega mikilvægt, að TRIMM- hreyfingin nái til barnanna þegar á þessu aldursstigi, áður en námsleiðinn segir til sín. TRIMM hefur engan eða svo til engan kostnað í för með sér. Og einn höfuðkostur TRIMM er, að hreyfingin nær til alls fólks, á hvaða aldri sem er, —- til- gangur hennar er, að menn við- haldi svokölluðum „normal" líkamshreyfingum. Lítum nán- ar á þetta atriði: Siðustu 30-40 árin hefur hlut- fallsleg tíðni dánarorsaka breytzt gífurlega, jafnvel í há- þróuðu löndunum. Smitsjúk- dómar, þar með taldir berklar, sem áður voru helztu dánaror- sakirnar, eru nú komnir neðar á listann, en efstir á listanum eru hjartasjúkdómar, kransæða- stífla, æðasjúkdómar. Númer 2 er nú i flestum löndum: illkynj- uð æxli, og númer 3: dauðaslys á heimilinu, í fríum, í umferðinni og í iðnaðinum. Mest ber nú á hjartaæðasjúk- dómum, en þessum sjúkdómum fylgir aukin kviðatilfinning. Af löndunum í Vestur-Evrópu hefur Noregur einna lægsta dánartölu af völdum hjartasjúk- dóma. Einn af helztu sérfræð- ingum Stóra-Bretlands á þessu sviði, próf. Norris, ferðaðist fyr- ir u.þ.b. 15 árum um Noreg til þess að komast að því, hvers vegna blóðtappi væri tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur í Noregi. Hugði hann að það myndi einna helzt stafa af mataræði Norð- manna. Máski var of lítið fitu- magn í fæðunni. En þegar hlut- fallstölur fitumagns í mataræði þjóðarinnar voru birtar honum, blöskraði honum. Það hlutu því að vera aðrar orsakir, og það eina, sem hann fann, sem ekki samræmdist rannsóknum hans í eigin iandi og öðrum löndum Vestur-Evrópu, var hin mikla almenna líkamshreyfing Norð- manna. Þó er ekki vitað með vissu ennþá, hve mikla þýðingu þetta hefur. Noregur er nú far- inn að ná hinum löndunum í tíðni hjartasjúkdóma, og síðast- liðið ár var kransæðastífla helmingur dánarorsaka allra karlmanna í Noregi yfir 45 ára aldri og sýna þær tölur, að meðalaldur karlmanna í Noregi er að lækka. Og áhrifa- mesta ráðleggingin til þess að fyrirbyggja kransæðastíflu er sú, að hreyfa sig meir, reyna meira á sig. Af hreyfingarleys- inu leiðir offita, þ.e.a.s. að lík- aminn burðast með of mikla fitu, og afleiðingin af því er of hár blóðþrýstingur, eins og sjúkra- skýrslur sýna. Offitunni fylgir stóraukin matarþörf, og af mat- arþörfinni leiðir stress-tilfinn- ing, sem m.a. veldur stóraukn- um sígarettureykingum Margir hafa velt fyrir sér, þá ekki sízt læknar, hvemig á því standi, að eftir leik eða hlaup eða einhverja aðra teg- und íþrótta þá er öruggt, að manni líður betur en fyrir áreynsluna, og það þótt komið sé langt fram á kvöld. Hvað er það, sem gerist í líkama og sál við slík tækifæri? Við vitum það ekki ennþá. Framtíðin mun örugglega skera úr um það, hvers vegna líkamleg hreyfing við þessar aðstæður hressir svo mjög andlega og líkamlega. Við getum auðvitað rekið upp stór augu út af því, hvers vegna rann sóknir á áhrifum af líkamlegri áreynslu hafa verið hafðar út- undan í öðrum rannsóknum. Á öðrum sviðum getum við skilið þessa afstöðu. Á sama hátt hef- ur fjölgun mannkynsins verið höfð útundan og vandamál, sem þvi fylgja, sitja á hakan- um. Margs ber hér að gæta á sviði tilfinningalífsins og t.d. trúmála, en við ættum ekki að þurfa að vera að bollaleggja um það í sambandi við TRIMM. Iþróttastjörnur geta verið for- dæmi, en ættu ekki að vera ann- að og meira. 1 dag eru beztu íþróttamannsefni okkar tind út úr, og við reynum að gera úr þeim afburðamenn. En hverjir eru það, sem reyna þetta? Eru það vísindamenn? Nei, ósjaldan er það þjálfari eða sjálflærður stjórnandi, sem með sitt eigið heimatilbúna þjálfunarkeifi leiðbeinir og skipuleggur æfing- ar og stjórnar íþróttamanninum. Veit hann hvað hann er að gera? Veit hann hvort hann getur fengið íþróttamann í há- punktsæfingu á vissum degi eoa viku á árinu? Vafalaust ekki. Hann vonar bara að honum tak- ist það. Reynslan hefur sýnt, að við og við kemur það fyrir, að þjálfunin verkar öfugt að því er virðist, og allt í einu er maðurinn langt fyrir neðan sitt bezta. Einn dag er allt í hámarki, næsta dag getur allt verið gjörbreytt. Við höfum alltaf einhverjar aðferðir til að skýra það óskýranlega, og þeg- ar íþróttamaður, sem eftir guðs og manna lögum ætti að ná ör- uggum árangri, er skyndilega langt frá honum, þá búum við til ný orð. Við tölum um tima- bundinn árangur eða að einhver sé langt frá sínu bezta, og liggja þá alls konar ótúlkaðar hug- myndir undir yfirborðinu. Hvað er það sem veldur? Eru það hvatir eða hormónar, eða er þetta andlegs eðlis, vilja- atriði? Aftur eru þetta bara orðin tóm, því vafalítið byggist allt slíkt á lífsefnafræði. En þó að kransæðastíflan sé enn alvarlegur sjúkdómur, þá lifa þó fleiri og fleiri af eftir fyrstu áföllin. Þegar þetta fólk fer að ná sér, langar það auð- vitað aftur til vinnu og venju- legs lífs. Þar til fyrir skömmu var það talið útilokað að slikt væri æskilegt. Kyrrð og ró var læknisráðið, og mér er enn minnisstætt, hve hneykslað- ur einn góður hjartalæknir var fyrir nokkrum árum þegar ég sagði honum að nú hefði ég góð tíðindi að færa honum, því að ég hefði séð að nú hefðu hjarta- læknar i Melbourne í Ástralíu fallizt á að leyfa sjúklingum sínum að stofna róðraklúbb í því skyni að endurheimta heilsu sína og sjálfstraust. Nú er víða ritað og rætt um endurhæfingu sjúkra, og hér á TRIMM vafa- laust miklu hlutverki að gegna á ókomnum árum. Það er gott til þess að vita, að íslenzk lækna- stétt með prófessor Sigurð Samúelsson í broddi fylkingar, hefur lagt áherzlu á gildi TRIMM til að koma í veg fyrir heilsutjón af kransæðastíflu, og einnig bent á gildi TRIMMS til endurhæfingar þeirra sem hafa veikzt en lifað það af. Við get- um sagt í sem stytztu máli að TRIMM geti verið í senn fyrir- byggjandi og læknandi hvað snertir hjarta- og æðasjúkdóma. En hvort sem það eru heilbrigð- ir eða sjúkir, sem taka upp TRIMM á skynsamlegan hátt, án öfstækis, en ákveðnir í því að láta ekki þátttöku sinni lok- ið eftir nokkrar vikur eða mán- uði, en gera TRIMM að föstum lífsþætti, verður það eins ómiss- andi þáttur i vellíðan hvers og eins og tært vatn og hreint loft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.