Morgunblaðið - 17.02.1971, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FIEBRÚAR 1971
17
mmm *■
I !
Ný flugvél í
til Keflavíkur
Ný Vanguardflugvél flufffé-
lag’sins Þórs í Keflavík leuti _
á Keflavikurflugrvelli á laug- 4
ardag. Flugvélin ber nafnið ■
’ Þuríður sundafyllir.
(Ljósm. H. St.K
— Mér er spurn?
Framhald af bls. 12.
í úrvali T. S. Eliota voru
nokkur ljóð, .sem ég gat alls
ekki notið, og kerundi ég það
því, að ég væri ekki nægilega
að mér í ensku tiil þess að vera
skyggn á ýmis mjög hndtmiðuð
blæbrigði máls og stíls, en auk
þeas ollu mér erfiðleikum í
sumum ljóðunum svo fornleg
orð og torræð, að ég taldi jafn-
vel notkun þeirra vera af-
sprengi þeirrar séryizku, sem
gætir stundum að nokkru hjá
ýmsum sérlega frumlegum lista
mönnum í öllum lilstgreinum, en
hún verður oft eftiröpunaraul-
um háskalegt fótakefli.
Kristinn Bjömsson er auðvit-
að mjög heillaður af ljóðum
Pounds, og auðsætt er, bæði af
þýðingum og eftirmálanum, að
hann er með afhrigðum vand-
virkur, hefur til dæmis ekki
talið eftir sér að fara í smiðju
til mamna, sem eiru svolítið
meira en banghagir á ljóð, þar
sem eru þeir Tómas Guðmunds-
son, Helgi Hálfdanarson og
Snonni Hjartarson, og hann
kvaðst háfa lagt sig fram um
að halda háttum og hrynjandi
Pounds, en hins vegar segir
hanm þó, að hann hafi ekki
treyst sér til að þýða í bundnu
máli tvö af kvæðunum, sem
skáldið hefur rímað.
Ég hef lesið þessi ljóð aftur
og aftur, og þau hafa unnið við
hvem lestur, orðið mér æ gjöf-
ulli og þekkari og ég þeim sam
rýmdarii, því að hið ósagða flýg-
uir þar að lokum upp í fangið á
mammi, ef nógu vel er eftir því
leiltað, — og þá hefur vel tekizt
til hjá skáldi eða þýðanda, þeg-
ar sú verður raunin . . . En
samt fanin'st mér ekfei eins ýkja-
mikið til um sum kvæði og
hluta úr kvæðum og ég hafði
búizt við. Og svo er mér þá
spurn: Er þetta því að kemna,
að ég sé of sljór á mjög hmitmið
uð blæbrigði? Ég get ekki feng
ið mig til að viðurkemna það,
svo mjög sem ég hef lagt mig
fram við lestur kvæðanna, held
ur dettur mér í hug, að þarna
rekizt ég á þann gamla og
beizka raunveruleika, að vart
verði náð í þýðingu öllum hin-
um ósegjanlega mikilvægu og
álilt að því dularfullu og undur
viðkvæmu tilbrigðum í máli og
stíl, sem einmitt hjá hinum sér-
stæðu snillingum birta í fylli-
lega samruna einingu — mér
iiggur við að segja: bæði lík-
ama og sál ljóðsins, en þetta er
sízt auðveldara viðfangs í þýð-
ingu óbundinma ljóða en rím-
aðra, þvx að hrynjandina, sem
þaraa er mikilvæg, er vissulega
hægra að höndla, þar sem rím-
aður háttur veitir ákveðið að-
hald og staðgóða leiðbeiniingu.
En án þess að ég vilji draga úr
verðleikum Kristins Bjömsson-
ar sem þýðanda, dettur mér í
hug, að hanin kunni ef til vill
stundum að hafa lagt of mikla
áherzlu á að þýða sem allra ná-
kvæmast, ekki aðeins að því er
tiil tekur háttar og hrynjandi,
heldur einnig sjálfra orðanna.
Um þetta get ég ekki dæmt,
því að ég hef ekki við höndina
frumtextana, ekki heldur það
fyrsta, sem ég las eftiir Pound,
en það voru þýðiingar á nokkr-
um kvæðum eftir hin sænsku
Ijóðskáld Erik Blomberg og
Johannes Edfelt.
Út af þessu fór ég að hugsa
um Ijóðaþýðingar yfirleitt, og
þá kom mér til hugar, hve illa
hefur til tekizt hjá ýmsum, sem
hafa lagt sig mjög í framkróka
um nákvæma þýðingu orðanna,
— stundum mönnum, sem eru
mjög vel að sér í móðurmáli
skáldsins, — en árangurinn aft-
ur á móti stundum orðið frá-
bær og okkur bókmenntalega
mikilvægur hjá öðrum, sem
hafa leyft sér frjálsari vinmu-
brögð, er raunar geta verið all-
varhugaverð, nema þýðandinn
sé gæddur skáldlegri ininsýn í
anda ljóðamna, mikilli hug-
kvæmni, leikni í meðferð máls
og hrynjandi og loks þjálfaðri
smekkvísi og vökulli samvizku-
semi. Hinn spakvitri Stephan
G. Stephansson sagði m. a. í
bréfi, sem dr. Richard Beck
skírskotar til í grein í Eimreið-
inni í fyrra um þýðingu Guð-
mundar skálds Böðvarssonar á
Tólf kviðum úr Divixxa komedia
Dantes:
„Því meíri vandi, sem á er,
þeim meiri virðing er að gera
gott kvæði. En allt verður samt
að víkja fyrir hinu eina nauð-
synlega í þýðingu: að hún falli
um farveg hiris sama andlega
straumfalls og í frumkvæðinu."
Og í öðru bréfi segir hann:
„Mér stendur stuggur ar
gálgum, þar sem skáldskapurinn
hangir hengdur í orðabókaról-
inni.“
Ég bar saman við frumkvæð-
in allmörg af Ijóðunum í fyrstu
bókunum tveimur, sem færðu
okkur þýðingar Magnúsar Ás-
geirssonar, og ég komist að
þeirri niðurstöðu, að engum ís-
lenzkum þýðanda hefði tekizt
jafn vel í kvæði eftir kvæði að
samræma nákvæma þýðingu
orða og anda, en einnig varð
ég þess vís, að sæi hann sér
þetta ekki fært, lagði hann
óhikað aðaláherzluna á, að þýð-
ingin félli „um farveg ins sama
andlega straumfalls eins og er
í frumkvæðinu.“ Ég minnist
þess og glögglega, að fyrsta
Safnið af ljóðaþýðingum Helga
Hálfdanarsonar orkaði á mig
sem lyf gleði og jafnvel unaðar,
og þannig hefur jafnan farið,
síðan, þegar ég hef tekið mér
í hönd þýðingar hans. Svo hef-
ur mér þá aldrei orðið fyrir að
bera þær saman við frumtexta,
en ég hef glöggiega fundið
ólík sérkenni hinina ýmsu
fi'umhöfunda, sem ég hef á ann-
að borð áður haft af nokkur
veruleg kynni. Fleii'i þýðendur
hafa nú á síðustu áratugum
lagt rækt við ljóðaþýðxngar og
sumum tekizt allvel. Stórvirk-
astur þeii'ra hefur verið fram
að síðustu árum hins sjöunda
áratugar Þóroddur Guðmunds-
son, sem auðsjáanlega legguir
mikla rækt við að fylgja af
slíkri samvizkusemi orðum
frumkvæðisins, að það er hon-
um stundum fjötur um fót. . . .
Svo hverf ég frá til eldri tíma
Oft dettur mér í hug séra Jón
Þorláksson, þegar ég les þýð-
ingar á íslenzka tungu. Svo sem
kunnugt er, þýddi hann Para-
dísarmissi Miltons úr þýzku, og
í stað þess að halda bragar
hætti höfundarins, valdi hann
þessum vandþýdda og geysi-
stóra kvæðaflokki eldfoman
bragarhátt Eddukvæðanna, ein-
faldan og sviptíginn, hafði hlið-
sjón af dulfögru orðalagi þeirra
og yfiirbragði, en notaði yfirleitt
biæbrigðaríkt alþýðumál, sem
efnivið síns auðga og mynd-
ríka orðfæris — og olli svo með
þýðingum sínum aldahvörfum í
íslenzkri málfegrun. Jónas Hall-
grímsson nam af hon-um og fet-
aði í fótspor hans, þýddi undir
fornyrði'slagi ljóð eftir Hora-
tíus, Ossian, Schiller og Heine,
og mér hefur virzt, að hinn
annar mikli meistari Jónasar,
Sveinbjöm Egilsson, hafi einnig
lært sitthvað af séra Jóni, orð-
myndunum hans og þokkafullri
notkun foryrðislagsins. En báð
ir þýddu þeir undir þeim hætti
Ijóð á svo dásamlega fagurt og
blæhreint mál, að þau munu
um aldir glóa sem gimsteinar í
§i!l
af hendi ungs erlends fræði-
manns í Skimi, tímariti Hirus
íslenzka bókmenntafélags, en
5Ó að sá maður hafi rétt fyrir
sér í öllum atriðum, svo langt
sem það nær, breytir það engu
um þá staðreynd, að stórhugur,
elja, skáldleg inmlifun, orð-
snilli og hagmælska Guðmund-
ar Böðvarssonar hefur þarna
skilað á íslenzkri tungu verki,
sem er gætt andagift og krafti
tónskálds — og málfegurð og
orðauðgi, sem er slíku skáldi
samboðin, — og vonandi endist
Guðmundi orka og líf til að
ljúka við að .færa allan Gleði-
leikinn guðdómlega í íslenzkan
bún.ing. Og enn er mér spum:
Getum við ekki með fyllsta
rétti verið stolt af hinum borg-
firzka bónda, sem vann myrkr-
anina á milli við búskap í fulla
fimm áratugi og orti þá fjölda
fagurra Ijóða, en réðst síðan í
að þýða á móðurmál sitt eitt af
stórbrotnustu skáldverkum
heimsbokmenntanna og hefur
þegar sýnt að þetta hefur tekizt
með ólíkindum vel.
Að síðustu þakka ég Kristni
Bjömssyni, að hann skuLi hafa
færzt í fang þann vanda og lagt
við eimstaka alúð, þrátt fyrir
erilisöm og ábyrgðarrík störf, að
kynna ljóð Ezra Pounds, eins
hin-s áhrifaríkasta og umdeild-
asta skálds og persónuleika siinn
ar tíðar í bókmenntum Vestur-
landa. Kristinn Björnsson segir
í upphafi eftirmála sínis, að sér
finnist Pound „eiga eriindi við
íslenzk ljóðskáld til ögunar og
örvunar." Hvons tveggja er æv-
inlega brýn þörf. En ekki er ég
viss um, að ungum skáldum og
ennþá lítt mótuðum reynist
Pound heillavænlegur leiðtogi,
svo mjög sem hann leggur oft-
ast leiðir sínar utan við allar
þjóðbrautir og fetar brattgeng
ur þá þræðinga, sem fáum
munu reynast færir, þó að
hvorugur hinna frægustu læri-
sveina hans í engilsaxneskum
bókmenntum, T. S. Eliot eða
Archibald MacLeish, hafi farið
sér að voða, enda reyndist Eli
ot ennþá brattgengari og Mac
Leish vék tiltölulega fljótlega
inn á aðrar leiðir, bæði í skáld-
skap s’ínum og viðhorfum við
samtíð sinni, varð einn af holl-
ráðustu trúnaðarmönnum Roose-
velts á styr j aldarárunum og
áhrifamestu stjórnendum amer-
, ísks áróðurs gegn nasisma og
fasisma.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
— Ef __________
Framhald af bls. 12.
mynd eru líka altént áhrifa-
meiri, ef þeir eru aðeins notaðír
á köflum. Hvað viðkemur
kviðafullu blaðri um skiptingu
úr raunveruleika yfir i fantasíu,
þá ætti það ekki að valda
neinum verulegum höfuðverk.
Hvaða barn hefur nokkurn tíma
verið svo heimskt, að spyrja
þegar graskerinu hennar Ösku-
busku er breytt í gullinn vagn,
hvar raunveruleikinn endi og
fantasían byrji? Þetta er allt
raunverulegt."
En því miður er það einnig
raunverulegt, að kópían, sem
Háskólabíó heifuir undir hönd-
um, er illa farin á mörgum stöð-
um, bæði rispuð og slitin. Auk
þess hefur verið klippt eltt at-
riði úr henni, og er eiginlega
óskiljanlegt hvers vegna. Þegar
drengirnir halda í „stríðið“ (i
litj sjáum við nokkrar myndiir
iininan úr ákólaraum (í svart/
hvítu) m. a. stólsetu, fata-
hrúgu á gólfinu og auðan skóla-
gang. Siðan ekki söguna meir í
þessari kópíu. 1 upprunalegu
myndinni birtist nakinn kven-
maður í þessum gangi og reynd-
ist það vera kona yfirkennar-
ans, sú sem sat uppi í rúml á
kvöldin og spilaði ættjarðarlög
á flautu. Með þvi að klippa
þetta úr, eru hinar myndirnar
orðnar marklausar, og eins gott
hefði verið að feippa þeim úr í
leiðinni. Annars hélt ég að hætt
væri að amast við beru kven-
fólki I kvikmyndum, sér í lagi
þegar það gerði nú ekki annað
en labba um.
En þrátt fyrir þessa galla 1
kópíunni ráðlegg ég þeim, sem
raunverulegan áhuga hafa á
kvikmyndum, að sjá þessa
mynd. Fyrir þá, sem kunna að
meta hana, er hún gróðrarstía
ferskra hugsana.
Sigurður Sverrir Pálssomu
lEsm
DflCLECn
Ezra Pound
óforgengilegu djásnasafni ís-
lenzkra bókmennta. Þeir urðu
síðan margir á' 19. öldinni, sem
unnu íslenzkum bókmenntum
ómetanlegt gagn með þýðingum
sínum, en sá, sem mest fór fyr-
ir, var séra Matthías. Honum
var það beinlínis lögmál að
láta orðanna hljóðan frumtext-
ans víkja fyrir andanum, ef
honum virtist þess þörf, og þeg-
ar bezt lét, féll ljóðið í þýðing-
unni af stórum aukinni fyllingu
„í farveg inis sama andlega
straumfalls eins og er í frum-
kvæðimiu.“
Loks get ég ekki stillt mig
um að minnast í þessu sam-
hengi hins nýjasta íslenzka
þýðanda, og á ég þar við hinn
sjálfmenntaða bónda á Kirkju-
bóli á Hvítársíðu. Hann hreifst
svo af hinu hartnær sjö alda
gamla snilldarverki Dantes,
Divina komedia, í erlendri þýð-
ingu, að hann fékk ekki stillt
sig um að freista þess að þýða
þetta stórbrotna og að því er
virðist óforgengilega skáldverk.
Hann varð að sæta sama kosti
og séra Jón Þorláksson, gat
ekki farið eftir frumtextanum,
en breytti ekki bragarhættin-
um. Fyrir þær tólf kviður hina
magnaða skáldrits, sem út
komu í hitteðfyrra á íslenzku
hlaut hann strangar aðfinnalur
200-300 fan. iðnaðorhúsnæði
óskast á 1. hæð. Símar 13896 og 24736.
NotaBar gröfur
1
>0^
Höfum til sölu notaðar JOHX DKEItE
skurðgröfusanistæður árgerð ’67 og ’65.
Til sýnis á staðnum.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.