Morgunblaðið - 17.02.1971, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1971
. . 15 . .
hörunds. Bara hún vildi nú
hætta þessum bölvuðum hávaða.
Heyrið þér, frú Horning, það er
ekkert gagn í því að láta svona.
En það var ekki fyrr en rödd-
in bilaði, að hún þagnaði
og tók svuntuna frá andlitinu.
— Og hver á að sakna hans, ef
ekki ég, sagði hún, hás. Ég sem
var eini vinurinn hans siðan
móðir hans fæddi hann. Ef ekki
væri ég yrði ekkert tár fellt á
kistuna hans.
— Hann á nú bæði föður og
bróður, sagði Appleyard. En
svo datt honum nýtt í hug:
— Að maður ekki nefni hana
ungfrú Blackbrook.
— Faðir hans, þó þó! öskraði
frú Horning með óhugnanlegum
hlátri, sem stakk mjög i stúf við
kvalaveinin áður. — Hann
Simon gamli, sem situr alltaf í
stólnum sínum og hugsar út allt
það illt, sem hann gæti gert af
sér! Hann ætti kannski að fara
að syrgja soninn, sem hann hef-
ur hatað, síðan hann var reifa-
barn! Og hann Benjamín með
alla sérvizkuna sína, sem þykist
of góður tii að vera heima, en
þarf að vera að flækjast um öll
heimsins höf. Trúiegt, að hann
fari að syrgja Caleb, nú þegar
hann er orðinn erfinginn að
Farningcote. Og hvað snert-
ir Blackwoodstelpuna, þá er
hún ekki annað en dækja, og
þið megið gjarna segja henni
það frá mér. Nei, það verð-
ur enginn til að syrgja hann
Caleb nema hún Mary gamla
Horning, sem ruggaði honum í
vöggunni hans.
Hún virtist ætla að fara að fá
annað kast, en Appleyard flýtti
sér að grípa fram í: — Ég virði
alveg sorg yðar, frú Horning,
sagði hann, — en okkur væri
þökk í, ef þér vilduð segja
manninum yðar, að okkur langi
að tala við hann.
— Ef þið viljið tala við hann,
verðið þið að bíða, svaraði hún
ug. Hann er önnum kafinn við að
klæða hann Símon gamla
og koma honum í stólinn. Og ég
ætla mér ekki að gera mér það
ómak að fara að kalla á hann.
Nú virtist hún allt í einu taka
eftir skaftpottinum, sem hún
hafði misst niður og pollinum,
sem fór sístækkandi við fætur
hennar. — Hananú! sagði hún.
— Þarna hafið þið látið mig
missa niður súpuna, sem hann
Símon gamli átti að fá í hádeg-
isverð. Nú verð ég að skafa
hana upp eins og ég bezt get og
koma henni upp í pottinn aft-
ur. Og þið getið fært ykkur til
hliðar þangað til maðurinn minn
kemur.
Hún kinkaði kolli í áttina að
hálfopnum dyrunum, og Appley-
ard og Jimmy tóku bendingunni
og gengu inn í næsta herbergi.
Þar var hellugólf, berir sagga-
blautir veggir og loft, sem mest-
allt gipsið var dottið úr. Engin
húsgögn voru þarna, nema
brotnir trékassar, og svo var
gluggi hátt uppi með járngrind-
um fyrir, svo að mest minnti á
fangaklefa. Liklega hafði húsa-
meistarinn ætlað þetta fyrir
vistarveru þjónustufólksins.
Varla voru þeir komnir
þarna inn, þegar frú Horning,
sem nú hafði tekið upp skaft-
pottinn, kom á eftir þeim. Hún
gekk að Jimmy, sem hún virtist
tortryggja heldur minna en
Appleyard. Hún lagði andlitið
fast að eyra hans, svo að hann
gat fundið velgjulegan andar-
drátt hennar á hálsinum. — Þér
hafið víst ekki einhverja hress-
ingu i vasanum? hvíslaði hún
hásum rómi.
Jimmy hristi höfuðið. — Þvi
miður, frú Homing, það er ég
hræddur um að ég hafi ekki.
Hún hopaði á hæl með reiði-
svip. — Nei, ég átti von á því,
sagði hún og vonzkan sauð niðri
í henni. •— Þið hafið víst hvor-
ugur hugsun á því að hafa með
ykkur einhverja hressingu
handa veslings konu til að
hugga hana í hörmum hennar.
Svo þaut hún út og skellti á eft-
ir sér hurðinni, svo að glumdi í.
— Húh! sagði Appleyard um
leið og hann settist niður á
þann kassann, sem honum þótti
liklegri. — Bærileg húsmóðir
þetta! Nú er hún aftur byrjuð á
sálmalaginu sinu.
Og þetta stóð heima. Sónninn
barst til þeirra með nokkr-
um þögnum í milli.
Jimmy hló: — Þetta er þó
skárra en öskrin i henni. Eigum
við að bíða hérna, eða eigum við
að leita í húsinu að Horning?
— Betra að doka hérna svo-
lítið, sagði Appleyard. — Ég vil
heldur ná í hann einan og tala
við hann. Við heyrum fótatakið
hans undir eins og hann nálg-
ast.
Það liðu einar fimm minútur
áður en Jimmy gat greint óstöð-
ugt fótatak á hellugólfinu.
— Þarna kemur hann, sagði
hann. — Ég skal koma með
hann hingað.
Nokkrum minútum siðar kom
hann með Horning inn í
herbergið. Brytinn skalf á bein-
unum, hvort sem það nú var af
veikindum eða hræðslu, og
horfði hræddur á rannsóknar-
dómara sína á vixl.
— Þið herrarnir eru sjálfsagt
komnir til að tala við hr. Glap-
thome? sagði hann, stamandi.
— Ekki núna, Homing, svar-
aði Appleyard vingjarnlega, og
stóð upp af kassanum, sem
hann hafði setið á. — Sannast að
segja áttum við erindið við þig.
Seztu nú bara niður og svaraðu
spurningunum, sem ég legg fyr-
ir þig, — og sannleikanum sam-
kvæmt fyrst og fremst.
Hann lagði höndina á öxl
Hornings og brytinn hneig nið-
ur á kassann, sem hinn hafði
rýmt. Lögreglumennirnir tveir
gnæfðu þarna yfir hann, rétt
eins og ákærendur.
Appleyard gerði nokkra
þögn áður en hann hóf máls
aftur. Og þá var hann álika
hátíðlegur og dómari, sem kveð-
Ráðskonustarf
Ung kona með 2 drengi, 4ra og 6 ára viil taka að sér að
sjá um heimili.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Friðbergsdóttir Framnesi,
Reyðarfirði.
Vön
skrifstofustúlka
óskast til almennrar skrifstofuvinnu, vél-
ritunar, símavörzlu o. fl.
Upplýsingar í síma 18592.
Vinnuveitendasamband íslands