Morgunblaðið - 29.05.1971, Page 2

Morgunblaðið - 29.05.1971, Page 2
- 2 MORG Lí NBL, AÐ Œ) næstu helgi yrði varið til ró- legra og frjálsra umræðna — á laugardag í Downing Street og á sunnudag að Chequers.. En öllum fannst einn dagur nægja, og við ákváðum að hitt- ast á sunnudaginn að Chequ- ers. Fundurinn var jákvæður. Enginn vafi lék á þvi, að ákveð ið yrði að sækja um aðild, en ég tók skýrt frám, að við skyld um ekki taka ákvörðun að svo stöddu. Ég sagði, að ég gerði mér grein fyrir aimennri af- stöðu stjórnarinnar. Á formleg um fundi okkar á þriðjudag rhundi ég bera fram áþreifan- lega tillögu, sem yrði felld eða samþykkt, ásamt uþpkasti að yfirlýsingu, er ég mundi gefa þinginu. Hvort tveggja var fljótlega samþykkt 2. maí, og ég gaf Neðri málstofunni skýrslu, sem ég kvaðst leggja fram sem „Hvfta bók". Hvíta bókin var samþykkt með 488 atkvæðum gegn 62, með meiri meirihluta en nokkur önnur til laga í umdeildu stefnumáli rík isstjórnar í næstum eina öld. ----O----- (Skömmu fyrir atkvæða- greiðsluna i Neðri málstof- ^ unni hitti Wilson de Gaulle aftur við útför Konrad Aden- auers. Nokkrum mánuðum síðar hittust þelr í síðasta sinn.) Eins og jafnan tók de Gaulle mér afar hlýlega í Bonn. Ég benti honurn á, að þegar við hefðum hitzt í Elysée í janúar, hefðu viðræður okkar einskorð azt við Bretland og EBE. Við þyrftum að ræða mörg önn- ur mál. Hann sagði, að við gæt- um hitzt hvenær sem væri, en mundi allt í einu eftir blaða- mannafundinum, sem hann hélt venjulega um miðjan maí, og sagði, að bezt væri að ég kæmi, þegar honum væri lokið. Hann tók undir það, að við þyrftum að ræða mörg mál. Ég sagði, að við fengjum tækifæri til að velta fyrir okkur vanda- málum Evrópu og ennþá víð- tækari málum tíu ár fram i tím- ann. „En eftir tíu ár verð ég ekki hér,“ sagði hann. Sunnudagskvöldið 18. júní fór ég til Parísar og hélt það- an til Versala og var gestur forsetans í Petit Trianon. Við byrjuðum strax að ræða ástandið í Miðausturlöndum í kjölfar sex daga stríðsins. Ég hafði aldrei séð forsetann eins niðurdreginn. Ég held það hafi sumpart stafað af þvi, að Kosygin hafði eiginlega snið gengið hann; heimsókn sovézka forsætisráðherrans nokkrum dögum áður hafði greinilega ekki verið árangursrík. De Gaulle forseta fannst, að sér hefði verið hafnað með fyr- irlitningu, og ef svo var, þá voru þetta raunaleg endalok þeirra vona, sem hann hafði bundið við samskipti Frakka og Rússa. En hér bjó meira á bak við. Honum fannst við vera að nálgast hættuástand, að strið, heimsstyrjöld, gæti verið á næsta leiti og að enginn vildi hlusta á hann. De Gaulle hershöfðingi gerði grein fyrir örvæntingarfullu viðhorfi sínu til heimsástands- ins. Vandamál ísraels skiptu nú orðið minna máli en það aí- þjóðlega samhengi, sem við yirð um að skoða ástandið I Mið- austurlöndum í. í þessu sam- hengi yrði að skoða stríðið í Víetnam, tilraun þá sem Kin- verjar höfðu nýverið gert með vetnissprengju og margt annað. Enginn okkar — hvorki Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn né Rússar, gat lengur tekið í taum ana, og ekki var líklegt að okk ur tækist það síðar. Enginn gat sagt, hve lengi þetta ástand gæti haldizt, því síður hvernig þvi mundi lykta. Eng- inn fengi neitt við ástandið ráðið. Við skulum athuga Miðaust- urlönd fyrst, sagði hann, og síð an alþjóðaástandið í heild. Al- menningsálitið í Frakklandi — og áreiðanlega Bretlandi lika — hefði samúð með Israel, það væri skiljanlegt eftir 2000 ára píslarsögu Gyðingaþjóðarinnar og fjöldamorðin í síðasta stríði. En ástandið hefði breytzt: Al- sírstríðinu væri lokið, sambúð Frakka við Arabaríkin hafði batnað og Frakkar hefðu enga ástæðu til að eyðileggja sam- skiptin við Araba einungis * GENERAL ELECTRIC Rafmagnsvekjaraklukkur li**»«@u»tiw Hún vekur yður rólega af blíðum blundi með þægilegri hringingu — og þér getið dottað aftur í 10 mín- útur — en þá hringir hún — og enn getið þér blundað örlitla stund, —- en eftir það gefur hún engan grið — hún hringir og hringir þar til þér glaðvaknið. Frábær vekjaraklukka fyrir hina morgunsvæfu, — og svo er hún falleg og fyrirferðarlítil — og þér getið valið úr mörgum gerðum — já og verðið — það er einmitt við yðar hæfi. UTSOLUST ADIR: Heimilistæki s.f., Hafnarstr. 3, Lampinn, Laugavegi 87. KRON, Laugavegi 91, Liverpool, Laugavegi 18A, Rafiðjan hf., Vesturgðtu 11, Rafmagn hf., Vesturgötu 10, Fönix sf., Suðurgötu 10, Rafröst sf., Ingóifsstraeti 8, Rafbúð, Domus Medica, Ljós hf., Laugavegi 20. Raftorg hf., Kirkjustræti. Dráttarvélar hf., Hafnarstr. 2, Raftækjaverksmiðjan hf., Óðinstorgi 7, Raforka hf., Austurstræti 8, Kaupfélag Árnesinga, Selfossi, Raforka, Akureyri, Haraldur Eiríksson, Vestmannaeyjum, KEA, Akureyri, Grimur og Árni, Húsavík, Valfell, Akranesi, Stapafell, Keflavík. Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi, TÚHCÖTU 6 SÍMf 15355 ELECTRIC M. GENERAL ELECTRIC Fréttir sem síiiðnst til blaða nm fund de Gaulles og Soames ollu mestum erfiðleikum í sambúð Breta og; Frakka frá því de Gaulle beitti neitunarvaldi g-eg-n umsókn Breta um aðild að EBE 1963. vegna þess, að almenningsálit- ið hefði „yfirborðslega samúð“ með Israel af því ísrael væri smáríki með gæfusnauða sögu að baki. Frakkar hefðu vonað, að um leið og þeir sæju Israel fyrir vopnum, gætu þeir bætt samskiptin við Araba. 1 þeim deilum, sem nú stæðu yfir, reyndu Frakkar að láta ekki tilfinningarnar ráða og segðu, að hver sá, sem yrði fyrri ti'l að gera árás, væri seki aöil- inn. Og það væri Israel. Vel gæti svo farið, að enginn við- varandi lausn fyndist í aldar- fjórðung. Hann vék siðan talinu að heimsástandinu í heild. Franska stjórnin hefði hvað eftir ann- að tekið skýrt fram, að Banda- rikjamenn ættu að fara frá Víetnam. En því lengur sem þeir héldu þar kyrru fyrir, þeim mun áþreifanlegri yrðu horfurnar á allsherjarstyrjöld. Meðal annars af þessum sök- um hefðu Frakkar dregið sig út úr Nato. Þeir ætluðu ekki að dragast inn í annarra stríð. Stjórn Norður-Víetnam, allra sízt Ho Chi Minh, mundi ekki láta í minni pokann. Framtíð landsins væri í veði. Meðan stríðið héldi áfram með sama ofsa og nú, gætu þeir haldið áfram að berjast í óákveðinn tima. Þeir gætu alis ekki sam- ið að svo stöddu. Þannig væri nú komið fram við landið, að hvers konar samningaviðræð ur gætu ekki talizt betra en uppgjöf. Hvað sem því liði, mundu Kínverjar aldrei fallast á að Norður-Víetnam settist að samningaborði. Ljóst væri, að Bandaríkjamenn væru ekki reiðubúnir að hætta sprengju- árásum á Norður-Víetnam. Þar af leiðandi mundi stríðið halda áfram, jafnvel þótt Bandaríjka menn sendu meira herlið tit Víetnam. Hann gæti ekki ann- að sagt en að striðið væri mesta fjarstæða tuttugustu ald arinnar. Hann, de Gaulle, gæti ekkert svar séð við þessu vandamáli. Hann benti á, að við ætluð- um að hörfa frá Aden og því bæri að fagna. Franska stjóm- in viðurkenndi skuldbindingar okkar i Hong Kong og Singa- pore. En alitaf þegar einhverj- ar viðsjár yrðu í heimsmálun- um og við yrðum að taka af- stöðu, tækjum við alltaf af- stöðu með sama aðilanum. Þetta væri honum óskiljanlegt. Okk- ur væri enginn akkur í þvi. Eina raunhæfa lausnin hvað Breta snerti væri að fara að dæmi Frakka og hafa eng- ar skuldbindingar í utanríkis- málum. Ég svaraði honurn aftur í löngu máli, ekki endilega til að útskýra afstöðu okkar, heldur til að hressa hann og fá hann til að fallast á, að heimsstyrj- öld væri kannski ekki eftir allt saman á næsta leiti. Það var gersamlega þýðingarlaust; hann kvaðst halda, að við gæt- um vel dregizt inn í heims- styrjöld í september. Ég hafði orð á því við rit- ara forsetans, að mér fyndist hann vera raunamæddur. „En hershöfðinginn er sjötíu og sex CRAFIK - GRAFIK Við munum framvegis hafa til sölu íslenzkar grafik-myndir. íslenzkur hcimilisiðnaður., Hafnarstræti 3. ALLIR ÞEKKJA ARABIA HREINLÆTISTÆKIN VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST - OG KJÖRIN BEZT JÓN LOFTSSON HF Hringbraut 121® 10 600 >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.