Morgunblaðið - 29.05.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.05.1971, Qupperneq 12
Mikill listamaður er sífellt að finna sjálfan sig... „Listamaður á að htigsa um s.jálfiwi sík fins off iðnaðar- mann — mann, sem býr til hluti, <mi okki sem innblásinn snilling:. Þrgar við töium um að verk, hvers eðlis sem það er, sé listaverk, eigum við i rauninni aðeins við, að það sé betra og fegurra on við áttum von á. .. “ „Listamaðurinn á ekki að kveða upp dtim um smilli verka sinna, heldur almenningur, — þeir sem sjá þau eða heyra, veita þeim viðtöku. . . “ „Vissulega hafa verið lista- menn, sem eingöngti gátu gert iistaverk í alveg sérstöku hug arástandi, — til dæmis Hugo Wolf — en slíkt er óvenju- legt. Venjulega er geðheilsu sUkra manna áhótavant og ástand þeirra ræður engu um gæði verka þeirra. Þegar memi eru í „manísku" ástandi halda þeir oftast, að hinn mikli andi hafi komið yfir þá en aðeins sárafáir fæða af sér verk sem haf'a listrænt giidi.“ Ofangreind ummælí hefur brezka ljóðskáidið W. H. Auden eftir Igor Stravinsky, einum mesta tónsmið þessarar aldar, í grein, er hann skrifaði um hann sem listamann, skömmu eftir andlát hans í apríl sl. í þessari grein tiltók Auden ýmislegt eftir Strav- insky, sem hann taldi lýsa vel afstöðu hans til listar sinnar og annarra. Þeir voru góðir kunningjar og unnu m.a. sam- an að óperunni „The Rake’s Progress“. Auden metur mikils þá afstöðu Stravinskys, að listamaðurinn eigi að vera eins og hver annar starfandi mað- ur, gera til sjálfs sín strangar kröfur og láta ekki ríkjandi tízkustefnur í listum svipta sig sjálfstæði í listsköpun. „Þessi afstaða,“ segir Auden, „kemur glöggt fram í því, er Igor sagði: „Hæfileikar án snilligáfu eru Igor Stravinsky ekki líklegir til mikilla afreka en snilligáfa án hæfileika er ennþá minna virði. Munurinn á hreinni iðn, svo sem trésmíði og list er fyrst og fremst sá, að trésmiðurinn veit nákvæm- lega hvað hann ætlar að búa til, þegar hann hefur starf sitt — hann sér fyrir árangurinn af verki sínu. Listamaðurinn veit hins vegar ekki, hvað hann ætlast fyrir fyrr en hann er búinn að því; hann veit ekki hver árangurinn verður fyrr en verkinu er íullkomlega lok- ið. En bæði trésmiðnum og lista manninum ber að hugsa um það fyrst og síðast að vinna verk sitt eins vel og fuMkomlega og kostur er á, til þess að það verði varanlegt." “ • ÁSTÆÐULAUS UGGUB Auden segir frá reynslu sinni af samstarfinu við Strav- insky, þegar þeir unnu saman að fyrrgreindri óperu. „Þegar okkur Chester Kall- man var boðið að skrifa text- ann að óperunni fannst okkur að sjálfsögðu, að okkur hefði verið mikill heiður sýndur en jafnframt vorum við uggandi. Við höfðum heyrt, að orðið hefðu miklir árekstrar við gerð Persefónu milli tónskáldsins og textahöfundarins, André Gide’s um það hvernig tónlist- in skyldi falla að franska text- anum. Þar að auki vissum við, að Stravinsky hafði oftar en einu sinni látið þá skoðun sína í ljós, að texti við tónlist skipti í sjálfu sér engu máli, aðeins einstakar samstöfur. Við vorum báðir tónlistarunnendur og vissum, að aldrei getur orðið fullkomið samræmi milli hrynj andi orða og tóna, en við ótt- uðumst, að Stravinsky, sem aldrei hafði gert tónlist við enskan texta, mundi afbaka svo orð okkar, að þau yrðu óskiljanleg með öllu. En um leið og við byrjuðum að vinna með honum sáum við, að ótti okkar var ástæðulaus. Þegar við fórum yfir textann, spurði Stravinsky um og skrifaði hjá sér hljóðfail hvers einasta orðs. Aðeins einu sinni urðu honum á mistök, þ.e. þegar hann hélt, að i orðinu „sedan“ kæmi áherzla á fyrri samstöf- una í stað hinnar síðari. Og þessu breytti hann samst-undis, er við bentum honum á það. • MEÐALMAÐUBINN OG AFBUBHAMAÐUBINN „Líf Stravinskys sem tón- skálds," heldur Auden áfram, „er eitt bezta dæmi, sem ég þekki um muninn á miklum listamanni og meðalmanninum í list. Tökum sem dæmi um minni háttar listamann eða með almann, ljóðskáldið Housman. Éf við athugum tvö ljóð eftir hann, svipuð að listrænu gildi, verður ekki af þeim einum séð, hvort samið er á undan. Það er að segja: List meðalmannsins hættir að eiga sér þróunarsögu eftir að hún hefur komizt á ákveðið stig, hann hefur fund ið sjálfan sig og náð ákveðnum þroska, e.t.v. fundið sér ákveð inn sess og þaðan hreyfir hann sig ekki. Mikill listamaður er á hinn bóginn sífellt að finna sjálfan sig, með þeim árangri, að þróunarsaga verka hans verður sem spegill listasögunn- ar. Þegar hann hefur gert eitt- hvað, sem hann er ánægður með, gleymir hann því og fer að takast á við eitthvað nýtt, eitthvað, sem hann hefur aldrei gert áður. Það er ekki fyrr en að honum látnum, sem við sjá- um, að einstök verk hans mynda i rauninni ákveðna heild, eru eitt stórt listaverk. Við öðlumst jafnframt fyrst fullan skilning á fyrri verkum hins mikla listamanns, þegar við sjáum og heyrum hin sið- ustu.“ Um þetta atriði sagði Strav- insky sjálfur fyrir hokkrum ár Stravinsky var bæði mikilhæfur píanóleikari og hljómsveitar stjóri og stjórnaði vírta nm heim síniim eigin verkiim. VV. II. Auden um. „Eínn helzti annmarkinn á að verða 85 ára er sá, að lista- maður er búinn að gera sér grein fyrir því, að honum er e.t.v. um megn að breyta verk- um sínum. Það má auka magn þeirra, jafnvel eftir 85 ára ald- ur, en er hægt að breyta heild armynd þeirra? Ég er þess að minnsta kosti fuliviss, að síð- ari verk mín svo sem „Varia- tions“ og „Requiem Canticles“ hafa gerbreytt heildarmynd verka minna.“ „1 viðhorfum sinum til fortíð ar og nútíðar, nýjunga og eríðavenja hefur Stravinsky sett fordæmi, sem allir lista- menn ættu að fylgja,“ segir Auden. „Þegar ég lít yfir svið lista og listamanna nú á dög- um verður mér ljóst, hversu lánsamir þeir menn voru, sem við tölum um sem upphafs menn nútímalista, — t.d. Strav- insky, Picasso, Eliot og Joyce — að ná fuillorðinsaldri fyrir 1914. Fram að heimsstyrjöld inni fyrri voru þjóðfélög Evrópu í öl'lum aðalatriðum hin sömu og þau höfðu verið á 19. öld. Því var það einung is af listrænum hvötum en ekki „sögulegum", sem þessir menn töldu sér nauðsyn að gera upp reisn gegn fortíðinni. Enginn þeirra hefði hugsað sem svo „hvernig list skyldi verða viður kennd árið 1972“. Enginn þeirra bugsaði um að fylgja hópi framúrstefnumanna. Ég gæti fremur ímyndað mér, að þeir hafi hugsað á þessa leið: „Það er einungis með þvi að skapa eitthvað nýtt, sem ég get gert mér vonir um að skapa verk, er einhverntíma hlýtur sinn sess í þróunarsögu list- greinar minnar.“ Það var lika þeirra gæfa, að skapa fyrir fól'k, sem var nægi lega heiðarlegt til þess að láta hneykslast af því sem því mis líkaði. Við segjum ef til vill nú, að þeir, sem i fyrstu hneyksluðust á „Vorblóti" hafi verið ihaldssamir, en viðbrögð þeirra og skoðanir voru heiðar leg; þeir sögðu ekki við sjálfa sig „timarnir hafa breytzt, við verðum líka að breytast til þess að fylgjast með. . . “ Loks segir Auden: „Á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga og stjórnmálaátaka er sú hætta alltaf fyrir hendi, að ruglað sé saman grundvallarhugmynduim stjórnmála og l'ista. Plato, sem óttaðist stjórnmálaglundroð- ann í Aþenu á sínum tíma, reyndi að leggja hugmyndir list sköpunar til grundvallar þjóð- félagshugmyndum. Sílkar kenn ingar geta, eins og við höfurn séð, leitt til einræðis, sem m.a. hefur í för með sér strangt eft irlit opinberra aðila með list- um. I vestrænum nútimaþjóð- félögum ríkja nú hugmynd- ir gagnstæðar Plato, þ.e.a.s., að listsköpun eigi að fylgja sömu grundvallarhugmyndum og stjórnmálastarfsemi. En með því eru listir dregnar niður á svið endalausra stundarfyrir brigða og bæði listskapendur og listneytendur láta lagast. að og beygja sig fyrir ráðandi tízkustefnum hvers augnabliks — slikt getur verið miklu hættuiegra en hugsunarlaus endurtekning hins liðna. . . “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.