Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 14

Morgunblaðið - 29.05.1971, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, . Xeikningar í Kársnesskóla. BrLmaborgarsöngrvararnir. Skólahljómsveit Kópavogs. Lúðrasveit leikur við Árbæjarskóla Flestir kannast við vett'ling- ana og þvottapoka, svo að nokk uð sé nefnt — en síðan kemur listprjón og hekl, sniðkennsla eftir tveimur kerfum, aðallega sænsku og ýmsir fagrir munir fleiri eru sýndir svo sem vefn aður, sem stúlkrurnar höfðu ofið á grindur. Piltarnir höfðu aftur á móti smíðað og teiknað mikið á sýn- ingunni og var smelti þar áber andi. Eðlisfræðiáhöld þeirra voru og sýnd og jafnvel rokkar og húsgögn. Gagnfræðapróf eða önnur til- skilin próf hafa nemendur að sjálfsögðu þurft að standast til að fá inngöngu í skólamn og reynt hefur verið að undirbúa nemendur sem bezt, svo að þeir geti kennt á hvaða stigi sem vera skal, allt upp í húsmæðra- skóla. Barnadeild Æfingadeildar K.f. hefur lengi vakið athygli af ýma um ástæðum. Á sýningunni, sem haldin var um síðustu helgi við Háteigsveg sýndu 6—12 ára börn vinnu sína og var sjón sögu rikari eins og reyndar í hin um barnaskólunum. Vinna bam- anna var að miklu leyti hópstarf og var þar um að ræða vinnu 2ja til 4ra barna í senn. Ein myndin, stór veggmynd í gangi á annarri hæð var gerð af fleiri börnum, eftir ævintýrinu Brima borgarsöngvararnir, sem er I Grimmsævintýrum. Mikil tilþrif eru áberandi í þessum nýja skóla og vilji nem enda ótvírætt sá að efla hag skólans. Má m.a. nefna það framtak þeirra að halda leiksýningu und ir stjórn kennara síns og verja ágóða af henni til kaupa á nátt úrugripum í safn skólans. Sömu leiðis höfðu ýmsir nemendur komið með forvitnilega hluti heim úr sveitinni og skenkt skól anum, svo sem trjádrumb sjó rekinn, úr Borgarfirði eystra. Handritin í Öldutunsskola. íþróttasýning og útifimleikar við Hlíðaskóla og vorsýmngar BARNASKÓLUM höfuðborgar- svæðisins hefur nú verið slitið, og voru sýningar á verkum nem endanna í tilefni af því um síð ustu helgi. Kenndi þar margra grasa að vanda og var t.d. skemmtidagskrá, þar sem söng- ur og leiklist voru viðhöfð og í Hlíðaskóla var útifimleikasýn- ing; Árbæjarskóli bauð upp á hornaflokk og sama var gert í Kópavogi og handavinna var alls staðar sýnd, ásamt vinnubók um og ýmsu námsefni og afköst um nemenda á skólaárinu. Öldutúnsskóli í Hafnar- firði varð 10 ára og svo má lengi telja. í einum skólanna, Æfinga- deild Kennaraskóla íslands, héldu 2 aðilar, kennaraefni og nemendur sýningar saman, þ.e. það voru kennaraefnin úr handa vinnudeildinni, sem sýndu með nemendum yngri deildanna frá 6—12 ára. Deildarkennari þar er Hólmfríður Ámadóttir. Sagði hún Mbl. að piltar og stúlbur úr deildinni stunduðu öll nám í skólanum við Laufásveg í sér námi sínu, sem tekur tvö ár, að undangengnu undirbúningsnámi sínu í Stakkahlíðarskóla, sem einnig er tveggja ára nám. Úr valdeildum listgreina (handavinnu, keramik og smelti vinnu) sýna nemendur líka. Skylduhandavinna er í 2. bekk skólans, og upp úr honum velja nemendur sér einhverja þessara valgreina, sem þau stunda næstu tvö árin, ásamt allri almennri handavinnu. 19 stúlkur sýndu þarna ýmiss konar handavinnu og 8 piltar. Sýningagripir stúlknanna voru allt frá tóvinnu (þær spinna sjálfar ullina) upp í fullgerðar flíkur og var tízkufatnaður mjög áberandi á sýningunni. Almenn handavinnukennsla er allt frá barnaskóla og upp úr. Handavinna kennaraefna Æfingadeildar, Skólaslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.