Morgunblaðið - 29.05.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ,
15
Kristinn Gíslason, kennari:
Stærðfræðikennsla í
barnaskólum
BREYTINGAR þær, sem
hafa verið gerðar og er verið
að gera á stærðfræðikennslu
skólanna, hafa vakið athygli
o.g umtaL
Morgunblaðið birtir hér
fróðlega grein um þessi mál
eftir Kristin Gíslason, kenn-
ara, sem er öUum hnútum
kunnugur í þessu sambandi.
Kristinn lauk kennaraprófi
árið 1940, kenndi næsta ár
við héraðsskólann í Reykja-
nesi, en varð svo kennari við
Laugamesskólann í Reykja-
vík haustið 1941.
Árið 1967 stundaði hann
nám í stærðfræði við Kenn-
araháskólann í Kaupmanna-
höfn.
Á árunum 1965—1970 var
Kristinn eftirlitskennari í
reikningi í bamaskólum
Reykjavíkur og á sama tima
hafði hann einnig með hönd-
um leiðbeiningar fyrir reikn-
ingskennara vegna breytinga
á kennsluháttum,
Si. haust var hann svo
skipaður æfingakennari v>ð
Kennaraskóla íslands.
G. M.
ÞAÐ hefur varla farið fram hjá
neinum, sem einhver kynni hef-
ur af skólastarfi og kennslu, að
verulegra breytinga hefur orðið
vart á reikningskennslu í barna
skólum hér á landi hin síðari ár
in. Hitt getur verið vafamál,
hvort mönnum er almennt ljóst
eðli þessara breytinga eða or-
sakir þeirra.
Við því er reyndar ekki að
búast, því að fátt hefur verið
rætt eða ritað um þetta efni á
opinberum vettvangi. Það telst
því naumast að bera í bakka-
fullan læk, þó að hér verði að
þVí vikið nokkrum orðum.
Þegar velja skal námsefni í
einhverri grein til kennslu í
skólum, verður naumast hjá því
komizt, að gera sér grein fyrir,
hvert vera skuli markmið
kennslunnar. Skilgreining mark-
miðsins er þó oftlega vandkvæð
um háð, því að gildi námsgrein-
ar er einatt fjölþætt. Margir
munu telja, að hjá flesum náms
greinum megi greina á milli
tveggja höfuðmarkmiða:
1. Kennsla í námsgreininni á
að gera nemandann hæfari til
að lifa og starfa í mannlegu
þjóðfélagi án tillits til starfs
eða stöðu.
2. Með kennslu í námsgrein-
inni skal leggja grundvöll að
framhaldsnámi nemandans.
Við nánari íhugun kemur þó
í ljós, að þessi aðgreining mark
miða er engan veginn skýr. En
hér skal ekki farið lengra inn á
þær brautir.
Þegar litið er til reiknings-
kennslu í barnaskólum, bland-
ast víst fæstum hugur um, að
sú skilgreining markmiða, sem
að ofan getur, nái einnig til
þeirrar námsgreinar. Að því er
síðar talda markmiðið snertir,
ert rétt að benda á, að kunnátta
í reikningi er nauðsynlegt skil-
yrði framhaldsnáms ekki ein-
ungis í þeirri grein, heldur einn-
ig í mörgum öðrum greinum.
En hvernig má nú skólinn
rækja sitt hlutverk á þessu
sviðí?
Hvert er það veganesi, sem
honum ber að fá nemendum
sínum í hendur, svo að mark-
miðum reikingskennslunnar
verði náð?
Þessar og því líkar spurningar
reynast eflaust mörgum erfiðar
úrlausnar.
En hér er þó komið að kjarna
málsiriis: Hvaða námsefni skal
velja?
Hvernig skal það búið í hend
ur nemendum?
Nimsefni barnaskólanna í
reikningi og kennsluhættir hafa
ekki tekið neinum umtalsverð-
um brevtingum þá þrjá tugi ára
sem ég hef fengizt við kennslu-
störf, þegar frá er talin sú ný-
breytni, sem vikið var að í upp
hafi þessa máls. Stefnt hefur
verið að því að temja nemend-
um nokkra leikni í meðferð nátt
úrulegra talna ásamt núlli svo
og pósitífra brota.
Jafnframt er leHrzi við að
e?igja reikningsaðgtrðir með
þcssum tölum verktínum úr um
hverfi barnanna og ctsglegu Ufi
fuliorðna fólksins.
Ef litið er á eriendar kennslu-
bækur í reikningi, verður ljóst,
að þar hefur víða verið fylgt
slíkri stefnu, enda virðist hún
í allgóðu samræmi við þau höf
uðmarkmið, sem að framan eru
talin.
SKOLA-
MÁL...
Klœðskeri
Kristinn Gíslason
Gagnrýni á þessa stefnu eða
öllu heldur framkvæmd hennar
er þó ekki alveg ný af nálinni
með öðrum þjóðum. Brautryðj-
endur nýrrar stefnu halda því
fram, að hefðbundið form reikn
ingskennslunnar fuilnægi ekki
kröfum nýrra tíma. Þeir benda
m.a. á, að stórstígar framfarir á
fjölmörgum sviðum vísinda og
tækni valda tíðum breytingum
á lífsháttum manna.
Enginn fær séð með fullri
vissu, hvers konar viðfangsefni
bíða þeirrar kynslóðar, sem nú
situr á skóUbekk. Það er því
vonlaust ' .rrk að ætla sér að
birgja skólanemendur að til-
teknu magni þekkingarforða,
sem verði þeim haldgott vega-
nesti ævina á enda. Skólinn ræk
ir betur skyldur sínar við nem
andann, ef hann býr hann undir
að auka síðar við þá þekkingu,
sem skólinn lét í té, og leita
nýrrar. Hitt er þó ekki síður
mikilvægt, að skólinn þroski
hæfileika nemandans til lífs og
starfa við breytilegar aðstæður
í mannlegu samfélagi, temji
honum þau viðhorf til viðfangs
efna, sem gera hann hæfan til að
mæta breyttum aðstæðum með
opnum huga og taka afstöðu að
íhuguðu máli. Ofangreindar at-
hugasemdir eiga reyndar engu
síður við fjölmargar námsgrein-
ar aðrar en reikning eða stærð-
fræði, enda er það kunnara en
frá þurfi að segja, að miklar
breytingar eru víða á döfinni.
Víða erlendis hafa ný viðhorf
til stærðfræðikennslu rutt sér
svo til rúms á síðasta áratug, að
um grundvallarstefnubreytingu
er að ræða.
Nýbreytnin tekur að nokkru
leyti til námsefnisins sjálfs, en
þó fyrst og fremst til þeirra við
horfa, sem móta kennslustarfið.
Þessi stefna, sem á entsku er
nefnd Modern Mathematics og
mætti e.t.v. kalla nýstærðfræði á
íslenzku, á ört vaxandi fylgi að
fagna víða um lönd. Áhrifa' henn
ar gætir á öllum skólastigum,
allt frá barnaskóla til háskóla.
Hér verður ekki reynt að gera
neina fullnaðargrein fyrir þess-
ari stefniu, einungis bent á höf-
uðeinkenni:
1. Megináherzla er hvarvetna
lögð á að skýra eðli viðfangs-
efna, svo að nemandanum verði
Ijós grundvöllur þeirra vinnu-
bragða, sem úrlausnin byggist á.
2. Verkefni eru gerð þannig
úr garði, að nemendur fá tæki-
færi til sjálfstæðra athugana við
sitt hæfi. Sumar staðreyndir
stærðfræðinnar geta nemendur
uppgötvað þannig á eigin spýt-'
ur.
3. Stefnt er að því, að nemend
um verði sem ljósust tengsl og
skyldleiki hinna ýmsu þátta
stærðfræðinnar, en forðazt að
greina þá þannig sundur, að
skyldleikinn hverfi nemandan-
um sýnum.
Það er rökrétt afleiðing af því
sjónarmiði, sem hér var síðast
talið, að talsmenn nýstærðfræð-
innar ræða um stærðfræði-
kennslu á öllum skólastigum, í
barnaskólum engu síður en í
framhaldsskólum. Að sjálfsögðu
eru einfaldir talnareikningar
höfuðviðfangsefnið í bardnaskól
um, eins og verið hefur.
En reikingur er óneitanlega
einn af mörgum þáttum stærð-
fræðinnar, enda byggjast allir
talnareikningar á stærðfræðileg
um lögmálum. Auk þess ber svo
aðrar greinar etærðfræðinnar
einnig á góma í barnaskólum. —
Það er því eðlileg málnotkun
að tala um stærðfræði á því
skólastigi eins og öðrum fremur
en reikning einvörðungu.
Hérlendis varð þessarar nýju
stefnu fyrst vart í menntaskól-
um og öðrum framhaldsskólum.
En skólaárið 1966—67 voru
kennsluverkefni af nýrri gerð
Framh. á bls, 16
Húseignin Bankastræti 9
er til leigu.
Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson, hri., Austurstræti 14,
símar 21750 og 22870.
Karl eða kona getur fengið framtíðaratvinnu hjá þekktri fata-
verksmiðju.
Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist blaðinu
fyrir 1. júní merkt: „Trúnaðarmál — 7535".
Forið í norrænan
lýðhóskóla í Donmörkn
Snoghþj norrænn lýðháskóli býður 6 mánaða ókeypis tilsögn
frá nóvember. Með umsóknum fyrir 1. júlí fást góðir styrkir.
Poul Engberg
Nordisk folkehþjskole
Snoghþj 7000, Fredericia
Danmark.
Okukennsla
Nú er rétti tíminn til að læra á bifreið. Þér getið valið hvort
þér viljið læra á Rambler Javeline sportbifreið eða Ford Cort-
inu 1971. Lærið þar sem þér fáið menntun, þjálfun og öryggi.;
ökukennsla
Guðm. G. Péturssonar,
sími 34590.
sem
er
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON