Alþýðublaðið - 03.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBL AÐIÐ Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. lætistiihneygingin kennir óvinum jafnaðarstefnunnar að stagast eins og páfagaukar á þeirri villandi og hatursfúliu kenningu, að aðal mark- mið jafnaðarstefnunnar sé það, að taka alt frá efnamanninum og skifta þvf milli öreiganna, og er slikt ein undraverð fjarstæða. Það er eins og margir þéir er hlotið haia auð og völd séu sí- hræddir um sig og sitt kærasta fyrir árásum réttiætisins, en rétt- lætið þarf enginn sá að óttast sem ekki hefir vfsvitandi rangiega breytt. Hugtakið eða orðið bolsi- vismi er nákvæmlega eitt og hið sama sem sociaiismi eða jafnaðar- stefna; orðið bolsivisnti hafa óvin- ir jafnaðarins gert að einu ægi- iegu skrfmsli eða hræðilegustu mannætu f augum allra þeirra sem ekki þekkja grund vallarhugmynd- ir þessarar stefnu, og vil eg ráð- leggja þeim að lesa með athygli i.—2. þessa árs hefti af „Eim- reiðinni", og munu þeir fljótt kom- ast að raun um það, hver breyt- ing á er orðin f Rússlandi sfðan bolsivfkastjórnin komst til vaida, og sjálfur hefi eg til skamms tíma haft rangar hugmyndir um það. Hitt getur að sumu leyti satt verið að bolsivíkar hafi þurft á hörku og ófyrirleitni að halda með- an þeir voru að koma óstjórn hins rangsnúna og iliræmda keisara- valds fyrir kattarnef, undir hvers kúgun og manndrápum að þjóðin var sokkin niður í afgrunn eymd- arskapar, sjálfstæðis-, þekkingar- og menningarieysis. Það er hræði- legt að iesa um það Hversu keis- arastjórnirnar létu skjóta niður hundruð þúsunda saklausra manna og kvenna og sendu þúsundir cnanna f Sfberíufangelsi, oft aðeins fyrir rakalausar grunsemdir, auk kvalafuilra pintinga til að kúga menn til sagna um það sem sak- borningar vissu ekkert um, og mun enginn sanngjarn syrgja þótt sifkar stjórnir Iíði undir lok. Ekki var heldur bolsivíkastjórn í Frakklandi, þegar í Parísarbylt- ingunn 1848 voru margar þúsund- ir verkamanna teknar al lífi, og árið 1871 lét franska stjórnin skjóta niður 34 000 socialista. Þegar menn eru að rótast yfir bolsivfkum og verkum þeirra, steinþegja þeir um glæpa- og grimdarverk keisara- og konunglegra stjórnarvalda, sem átt hafa sér stað á ýmsum tímum víðsvegar um heiminn. Margir útlendir vísindamenn og , rithöfundar, sem dvalið hafa f Rússlandi, eða ferðast þar um í því augnamiði að kynnast ástand- inu þar, bera bolsivíkum mjög vel söguna svo vftt sem stjórnarum- dæmi þeirra nær yfir. Ekki voru það bolsvíkastjórnir sem leiddu hina hræðilegu og vfð- tæku bölvun sfðustu styrjaldar yfir heiminn, nei, þáð voru keisara- og konunglegar stjórnir auðvalds, landagræðgi, ágirndar og metnað- ar, stjórnir hinna svokölluðu menn- ingar-jf og mentaþjóða, og eru menn þeir ekki valdir af verri endanum að viti og þekkingu, sem álftast hæfir til að skipa sæti f æðstu stjórnum, en „af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“, og sézt Ijóslega hve mentunin er heimsleg og menningin ósönn. (Frh.) jjárnbrantarverkjall i jforegi. Khöfn, 1. ágúst. Símað er frá Kristianfu, að járnbrautarmannaverkfall f Noregi trufli ferðamannalifið. Þjóðhjálp tekin til starfa. [Fyrir nokkuru sfðan héldu járnbrautarmenn á Norðurlöndum fund með sér í Svíþjóð. Var þar meðal annars rætt um kröfur þær, er norskir járnbrautarmenn höíðu sett fram, með þeirri orðsending, að fengist þær ekki fram gerðu þeir verk- fall. Fundurinn var sammála um það, að allar kröfurnar væru fuli- komlega réttmætar, þar eð norskir járnbrautarmenn hefðu miklu verri kjör en starfsbræður þeirra f hin- um löndunum. Samþykt var einn- ig að sjá Norðmönnum fyrir því fé, sem nauðsynlegt væri til þess að þeir þyrftu ekki af þeirri or- sök, að tapa verkfallinu]. Terðfall í KapannaMn. Kaffi lækkar í verði utn 25 °/°* íslenzka stjérnin sefur. Fyrrihluta júlímánaðar hóf So» cial Demokraten í Kaupmanna- höfn ákafa árás á hið gegndar- lausa vöruokur heildsala og kaup- manna í Danmörku og sýndi fram á það, að hve fjarri það væri öllu lagi, að vörur féllu ekki í verðr þar í landi eins og allsstaðar ann- arsstaðar. Vörur hafa fallið víðs- vegar, baðmull f Ameríku, kaffi' í Brasilíu, allskonar ullar- og baðm- ullarvörur í Bretlandi o. s frv. Þetta hefir þegar haft þau áhrif, að 15. júlí lækkaði kaffi um 25% í allri Danmörku. Er ekki ósenni- legt, að það hækki hér annað eins bráðlega, það væri eftir öðru l Annars er það ekki Htið íhug- unarefni, að hér í landi mun mest vöruokur og dýrtfð á öllum norð- urlöndum, enda er hér ekkert gert til þess að halda í hemilinn á gengdarlausri gróðafíkn einstakra manna. Ár eftir ár hafa vörur stigið hér í verði, jafnskjótt og nýjar birgðir komu, jafnvel þó miklu meira hafi verið til innanlands en það sem kom. Á þessu hafa kaupmenn stórgrætt, og ættu þvf að leggja minna á vöruna ec meðan hún var í lægra verði. Því hver maður getur séð, að meira græðist nú á 1 kg. af vöru, sent áður kostaði t. d. 1 kr. en nú 4 kr, ef lagt er á hana jafnmikið, segjum 30% En fyrirhöfnin við afhendinguna eykst auðvitað ekki að sama skapi. Innflutningshöftin, sem vissulega eru hér öll gerð af handahófi, eiga auðvitað sinn þátt f dýrtfðinni, og þau íta undir gróðafíkn manna eigi alllftið. Enda hafa smásal- arnir þegar orðið þess varir, hvað snertir sumar vörutegundir. í síðasta tbl. Alþbl. var laga- frumvarp, sem samþykt hefir verið f Noregi. Það fer í þá átt að draga úr dýrtíðinni þar. Hér er fálmað og fálmað í vandræðum og ráðaleysi, og svo virðist sen» blessuð stjórnin sé stirnuð í glappa* skotum sínum og apaskap. Álmenniagur á heimtingu á þvfr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.