Morgunblaðið - 24.07.1971, Qupperneq 6
6
MORGUiNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971
HAFlViARFJÖRÐUR - bamavagn
TM sölu Peclegree barnavagn.
Verð aðeirvs 3000 kr, Uppd.
á Nörvrvugötu 1 etftir kl. 6 í
dag og næstu daga.
BlLAÚTVÖRP
Blaupunkt og Philips viðtæki
í allar tegundir bíla, 8 mis-
munandi gerðir. Verð frá
4.190,00 kr. TlÐNI HF. Ein-
holti 2, sími 23220.
MALIÐ MEIRA
Látiö mála þökin í góða veðr-
inu. Leitið tilboða. Finnbjörn
Finnbjömsson málarameistari
sími 40258.
VARAHLUT AÞJÓNUSTA
Höfum notaða varahluti í
flestar gerðir eldri bifreiða.
Bílapartasalan Höfðatúni 10
sími 11397.
TVEGGJA TIL ÞRIGGJA
herbergja ibúð óskast til
leigu í Kópavogi, þarf ekki
að vera faus strax. Uppl. á
Digrarvesvegi 61 eftir kl. 7
á kvöldrn.
TRÉSMIÐIR
Vantar trésmiðii í vionu í
lengni eða skemmri tíma.
Uppl. miNi kl. 12—1 og eftir
M. 7 á kvöldin í síma 40619.
MIÐSTÖÐVARKETILL
Vantar ketil, u. þ. b. 16 fm.
Simi 41412.
DODGE '55
4 dyra statkm tid söliu, gott
útlit, skoðaður '71. Sími
81113 á kvöldin.
MATREIÐSLUKONA
og urvg stúlka óskast á veit-
ingastað úti á landí. Upplýs-
ingar í síma 15772 í kvöld og
næstu kvöld.
BENSlNMIÐSTÖÐ
til söiu, pevssar í VW rúg-
brauð. Uppl. í síma 30528
eftir kl. 6.
STURTUfl og PALLUR
Til sötu góðar sturtur og pall-
ur, á 6—7 tonna bíl (selst
í einu lagi). Verð 40.000 kr.
Staðgreiðsla. Uppl. í sima
30528 eftir kl. 6.
VOLVO 445
Til sölu Volvo 446, árgetð
1954. Gangfaer en þarfnast
viðgerðar. Upplýsiogar í síma
52510.
HEY TU. SÖLU
Laust eða véíbundið. Keyrt
til Reykjavikur, ef óskað er.
Uppl. að Brautarhodti, sími
66100.
HÚSTJALD
Sem nýtt tveggja herbergja
hústjaW til sölu. Upplýsingar
í síma 41858.
FJÖGRA DYRA BÍLL, CORTINA,
árgerð '66, seínni sending,
til söíu með tækiifærisverði.
Óvenj .vai með farinn og lítið
kayrúj'. Uppl. i sírna 14323.
Skálholtshátíðin verð-
ur á sunnudagmn
Séð inn að altari Skálholtsklrkjil BLskup fslands og sóknar-
presturlnn fyrir altari. A ltaristafla Nínu Tryggxadótttir á
bakgrumu. Öllum þykir hún miklð Iistaverk.
SKÁLHOLTSKIRKJA.
Á morgun, simnudagr er Skálholtshátiðiu haldin. Ferðir
verða frá Umferðarmiðstöðinni til Skálholts kl. 11 árdeg-
is. Til baka frá Skálholti kl. 6 síðdegis. Messa heÆst í kirkj-
unni kl. 2. Bisknp fslands, herra Signrbjörn Einarsson og
séra Sigtirðnr Pálsson vigsliibiskup þjéna fyrir altari, en
séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup prédikar. Skálholts-
kórinn syngur. Forsön gvarar: Ingvar Þórðarson og Signrð-
ur Erlendsson. Trompetleikajnar: Jön Sigrurðsson og Snæ-
björn Jónsson. Organleikari: Ólafur W. Finnsson. Söng-
stjóri: Dr. Róbert A. Ottósson. Klukkan 4.30 heifst svo sam-
koma í kirkjiumi. Hauknr Guðlaugsson leikur á organ lög
eftir Pál ísólfsson, Bach og BoelJmann. Ræðu flytur dr. Jó-
hannes Norilal. Gnnnar Egilsson leikur cinleik á klarinett,
en við orgelið or Haiukur Guðlaugsson. Skálholtskórinn syng-
ur. Ritningariestur og bæn. Allt fólk er velkomið til þess-
arar Skáiholtshátíðar.
Messur á morgun
Dómkirkjan
Messa kl. 11.
Séra Jón Auð-
uns.
Garðakirkja
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Þor
steinn Lúther Jónsson pré-
dikar. Séra Bragi Friðriks-
son.
Hallgrímskirkja
Guðþjónusta kl. 11. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson.
Filadelfía, Reykjavík
Safnaðarsam'koma kl. 2. Guðs
þjónusta kl. 8. Einar Gísla-
son.
Fríkirkjan í Reykjavik
Messur falla niður uim skeið
vegna sumarleyfa. Séra Þor-
steinn Björnsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Messa kl. 10.30. Séra Bragi
Benediktsson.
títskálakirk.ja
Messa kl. 11. Séra Guðmund-
ur Guðmundsson.
Hvalsneskirkja
Messa kl. 2. Séra Guðmund-
ur Guðmundsson.
Dómkirkja Krists konimgs í
Landakoti
Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Há
messa kl. 10.30 árdegis. Lág-
messa kl. 2 síðdegis.
Háteigskirkja
Lesmessa kl. 10. Kvöldbænir
eru daglega i kirkjunni kl.
6.30 síðdegis. Séra Amgrímur
Jónsson.
DAGBOK
Elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og Hel.
(I.jóðaljóðin 8.6).
1 dag er laugardagur 24. júlí og er það 205. dagnr ársins 1971.
Eftir lifa 160 dagar. Árdegisháflæði kl. 7.41. (Úr fslandsalmanak-
inu).
Læknisþjónusta í Reykjavik
Tannlæknavakt er í Heiilsu-
vemdairstöðinni liaugard. og
sunnud. kl. 5—6. Sími 22411.
Simsvari Læknafélagsdms er
18888.
Næturlæknir í Keflavik
23., 24. og 25.7. Guðjón Klemenz-
son.
26.7. Jón K. Jóhannsscwi.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið alila daga, iiema iaugar-
daga, frá kL 1.30—4. Aðgangur
ókieypis.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega frá kL 1.30—4.
Ihngangur frá Eiríksgötu.
N áttúrugripasaf nið
Hverfisgötu 116, 3. hæð
(gegnt nýj-u lögreglustöðánni).
Opið þriðjud., fimmtud., laug
ard. og sunnud. kl. 13.30—16.00.
Ráðgjaflarþjóimsta
Geðvomdarfélagsins
priðjudaga kl. 4.30—6.30 síðdeg
is að Veltusundi 3, sími 12139.
Þjónusta er ókeypis og öllum
heimil.
Sýning Handritastofnunar ls-
lands 1971, Konungsbók eddu-
kvæða og Flateýjarbók, er opin
daglega kl. 1.30- -4 e.h. í Árna-
garði við Suðurgötu. Aðgangur
og sýningarskrá ókeypis.
AKNAD IIKILLA
1 dag verða gefin saman í
hjónaband tungifrú Isabella
Fiocne og Ernir Snorrason. Heim
ili þeirra er 3, Rue d’Uppsal 67,
Strassbourg, Frakklandi.
VISUKORN
Ég læt mig ei leiðimar skipta,
lífið svo margbrotið er,
en frelsinai fá þeir ei svipta
af fólki, sem búsett er hér.
Gunnlaugur Gunnlaugsson.
Ýmsar íugla- og plöntuteg-
undir eru á undanhaldi vegna
ásóknar mannsins. Safnarar
sækjsist jafnan mesit eftir því
sjaldgaafasta. Virðum settar regl
urn um friðun fágætra tegunda.
Lofum þeim að lifa. Gleymum
ekki geirfuglinum.
Stórhættulegt
að lifa!
38. punktur. Að leika sér á
■grasinu í nánd við blómabeðið,
að ganga um berfættur eða ber
höfðaður eða í litríkum fötum,
að drekka sætan drykk — saft
— eða að nota hárvatn með sæt-
um ilm eykur allt stórlega hætt
una á því að viðkomandi verði
fyrir býflugnabiti.
— West Virginia Medical
Journal, 1966.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
Staðsetning Vegaþjónustubif-
reiða F.l.B. helgina 24.-25. júlí
1971.
FlB — 1 Aðstoð og
upplýsingar.
FÍB — 2 Snæfellsnes.
FÍB — 3 Þingvellir.
FlB — 4 Hellisheiði —
Ámessýsla.
FlB — 5 Kranabifreið í
Hvalfirði.
FÍG — 6 Kranabifreið 1 nágr.
Reykjavikur.
FlB — 8 Borgarfjörður.
FlB — 10 Út frá Isafirði.
FÍB — 12 Vík í Mýrdal.
FlB — 13 HvoLsvölI'ur.
FÍB — 14 Austfirðir.
FÍB — 15 Hvalfjörður.
FlB — 16 Út firá Akureyri.
FÍB — 17 Norðurland.
FÍB— 18 Laugarvaitn.
FÍB — 20 Húnavatnssýslur.
Mákntækni SF. veitir skuld-
lausuim félagsmönnum FlB 15%
afslátt af kranaþjónustu, simar
36910 — 84139. Kalhnerki bíls-
ins gegnum Gufunesradíó er R-
21671. Gufunesradíó tekur á
móti aðstoðarbeiðnum í síma
22484, einnig er hægt að ná sam
bandi við vegaþjónustubifreið-
arnar í gegnum hinar fjölmörgu
talstöðvarbifreiðar á vegum
landsins.
Spakmæli dagsins
Það er eins hægt að reisa borg
í laiusu lofti og að stofna og
viðhalda ríki án trúarbragðanna.
— Phitark.
SA NÆST BEZTI
Árni gáta, sem kallaður var, mætti ei'tt sinn Ólafi Hauiki Bene-
diktssynl og spurði hann, hvort hann héti Ólafur Haukur eða
Ólaifur Gaiukur.
„Gettu,“ svaraði Ólaifur.
ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
Eiim hvítasunnumorgun gekk
séra Jón Þórarinsson prestur í
Vogum við Mývatn að Reykja-
Mdð til að miessa, þvi örstutt er
á milli bæjanna. Maður var með
hotnum. Þegar þeir gengu undir
ytri höfðanum, heyrði fylgdar-
maðurinn, að prestur sagði við
sjálfan sig: „Þessir hafa þyrjað
fyrr en éig í morgun." Þegar
íylgdarmaðurinn spurði, hvað
hann meinti með þessu, sagði
hann honum, að hann heyrði
skýrt ag greinilega sunginn
hvítasunnusönginn i höfðanum.
— Þessi séra Jón haifði oft orð-
ið var við huldufólik.
(Þjóðsögur Th. Hólm).
MUNUM EFTIR FRÆFOTUNUM!