Morgunblaðið - 24.07.1971, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1971
7
99
Enn er von um ísl. vegagerð“
„Góðan daginn, er þetta
Sverrir Rnnólfsson, þessi sem
bauðst til að leggja lirað-
brautir með ofsahraða?“
,,.Iá, ég verð vist að gang-
ast við því.“
„Segðu mér, Sverrir, hvem
ig gengur þér baxáttan að
koma tækninni inn í vega-
gerðina?“
Léttur hlátur Sverris heyr-
ist við hinn enda línunnar.
Svo segir hann:
„Ja, það er nú það, en þú
veizt, að ég hef haft mjög
Trnrr
JTTTTTTTt
I»essi teikning sýnir, hvernig þunginn af dekkinu breiðist
eins og brú, þegar vegur er með bundinni undirstöðu.
(Teikning: Sv.R.)
Teikningin sýnir, hvernig
þunginn frá dekkinu þreng-
ir sér niður í undirstöðu veg
arins með óbundinni undir-
stöðu.
gaman af þessu öllu, sérstak-
lega, þegar ég las það í
Speglinum, að ég væri með
þessari baráttu að bjarga
þjóðinni. Vona bara, að þeir
taki ekki upp á því að kalla
mig Sverri konung!"
„Er þá engin von um ís-
lenzka vegagerð, Sverrir?"
„Nú skulum við sieppa
öilu grini, þvi að mig langar
til að segja þér það, að ég er
mjög vonsvikinn. Tilhugs-
unin um það, að slíkt geti átt
sér stað, þegar maður kemur
frá einu fremsta tækniiandi í
heimi, með 20 ára lærdóm og
reynslu að baki, að þá sé ai-
gerlega ráðizt á mann. Og af
þeim hundruðum bréfa, sem
ég hef fengið, þá er þetta
vist ekkert einsdæmi. Ég segi
þetta ekki vegna sjálfs mín,
en segjum t.d. að ungur mað-
ur komi heim eftir margra
ára nám, fullur af áhuga og
bjartsýni, búinn að eyða al-
eigunni i námið og þegar
hann ætlar að koma þekk-
ingu sinni á framfæri, þá er
hann bara settur á bál, og
fær aldrei að njóta sin að
fuiiu.
Hvað mig varðar, skil ég
ekki, hvers vegna verkfræð-
ingar hér skilja ekki, að
bundin undirstaða í vegi er
miklu sterkari en óbundin.
Ég skal reyna að sýna þetta
með teikningum og senda þér
en þær útskýra þetta betur
en orð. Bundin undirstaða
verkar iikt og skiði á snjó.
f»umgi mannsims eða farartæk
isins deilist á stærri flöt en
eHa.
★
1 sambandi við mína hug-
sjón um vegarlagningu, má
ég til með að segja þér
brandara ársins. Ég sagði
vegayfirvöldunum, að laus-
lega reiknað, þyrfti 5 km
kafia ti'l þess að geta koonið
með vélina margumtöiuðu
heim.
Sverrir Runólfsson.
Ég fékk skriflegt svar frá
vegagerðinni (vinir minir
segja mér, að það sé krafta-
verk út af íyrir sig að fá
skriflegt svar) þar sem þeir
sögðu, að væri vélin komin
tii landsins, hefðu þeir máski
áhuga á að láta mig fá einn
kílómetra tiJ reynslu!!
Nú spyr ég: Vilja þeir
borga sama verð fyrir einn
km og fimm? Þess vegna ætla
ég að ganga á fund hins nýja
samgöngumálaráðherra, og
fara fram á að fá að gera
a.m.k. einn km í hverju kjör-
dæmi. Verð á þessum reynslu
köflum fer mjög mikið eftir
því, hvar þeir velja þá, hve
mikið af jarðveginum, sem er
á staðnum er nothæft.
Ég hef sem sagt einungis
áhuga á því, að við finnum
það ódýra leið til vegagerð-
ar, að það taki ekki 500 ár
að koma vegakerfi landsins í
nothæft horf, og verðum sem
skuldaminnstir fyrdr fuHkom
ið vegakerfi. Sú aðstaða þarf
að skapast að hver fermetri
af góðum vegi kosti 200 krón
ur, ekki meira.
Hvað hefðu t.d. margar
milljónir sparazt á þvi að
iáta bjóða i allt verkið að
Koliafirði og Selíossi i einu?
Það er staðreynd, að þvi
stærra, sem verkið er, þeim
mun ódýrara reynist það."
„Þú ert sem sagt ekki af
baki dottinn, Sverrir, þótt á
móti hafi blásið?"
„Nei, síður en svo. Ein-
hvem tíma hljóta augu mann
anna að opnast."
„Jæja, ég kveð þig þá, og
tek undir þá ósk þina.
Vertu sæll að sinni."
„Já, vertu biessaður, og
það er enn von um islenzka
vegagerð."
Fr. S.
Tveggja
mínútna
símtal
Heimasætan
á Skarði
Hún heitir Helga og hann heitir
Glaður. Ekki vitum við, hvort
hann hlakkar til siinnudagsins,
en Helga, sem var fermd í vor,
hlakkar til, þvi að þá eni kapp-
reiðar á Helln og kappreiðahest
urinn bennar, Goði, tekur þátt
i einum sprett.inum. Goði keppti
bæði á Skógarhólnm og Mum-
eyrum í sumar og vann verð-
laun í ba-öi skiptin, svo að
Helga getur verið vongóð. Hún
kemur þó aldrei á bak honum,
þvi að bróðir hennar, Kristinn,
sem bæði tamdi hann og kepp-
ir á honnm, treystir ekki litlu
systur fyrir dýrgripnum. Hún á
lika frænda á næsta bæ,
Hvanimi, sem einnig heitir Krist
inn og er mikill taniningamað-
ur. Helga þarf þvi ekki að
kvíða hestaleysi í framtíðinni,
enda segir sagan, að gefist ein-
hver upp á tamningu hests. þá
sé hann fenginn öðrum hvorum
þeirra nafna i hendur til sið-
ustu vonar. — 1 baksýn: Klofi
á Landi og Hekla.
CHEVROLET CHEVELLE '67 til sölu. Skipti á station eða jeppa koma til g-reina. Einnig greiðsla með skuldabréfum. Upplýsingar í síma 84751. FJÖGURRA HERBERGJA IBÚÐ óska-st til leigu í Hafnerfirði eða Reykjavik. Uppl. í síme 32435.
BAMDARÍSK FJÖLSKYLDA óskar eftir ungri stúl'ku i eitt ár til að gæta tveggja bama og þrífa íbúðina. Herbergi og bað sér, enska ekki nauðsyn- teg. Uppl. í s. 96-61172 Dalv. OPEL KAPITAN 1956 tiil söki, er nýskoðaður, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 92-2468.
NÝ ÞRIGGJA HERBERGJA IBÚÐ til leigu í ertt ár eða skemmri tíma. Húsgögn geta fy4gt að einhverju leyti. Tilboð send- ist Mbl. f. 26. júií, merkt 7891. ATVINNA — fannhvitt frá Fönn Fönn óskar eftir að ráða hálfs dags stúlkur strax. Hreinleg og góð virvna. Uppi. í dag og næstu daga í Fönn, Langholtsvegi, ekki sime.
BANDARiSKUfl viðskiptamaður óskar eftir 3—4 svefn-herb. húsi eða íbúð í minnst ertt eða tvö ár, helzt í Keflavik en Rvíkursv. kemur til greina. Uppl. gefur Mr. Brown í s. 2224 Keflavikurflugv. frá kl. 9—5 mánudag — föstud. RÝMINGARSALA Peysur, pokabuxnasett, smekkbuxur stuttar og sSðar. Bamasett, buxur, kjóll, marg- ar gerðir. Efnisbútar, prjórva- efni ma-rgir litir. Opið fré 10—6. Prjónastofan Nýlendu- götu 10.
MOSKVICH '68 Vegna brottfhitnings af tand- inu er til sölu Moskvich, árg. '68, ekm-n 37 þ. km, i prýði- legu ástandi. Góði-r greiðslu- skil-málar. Uppl. í sima 30077. BUXNADRESS, stuttbuxnadress komtn aftur, stærðir 4—12. Langerma peysur röndóttar, flegnar stutterma dömupeysur. Opiö 9—7 einnig á laugardögum. Prjónastofan Nýlendug. 15 A.
| JEpyjTifflMáfrtfo | IBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Við erum tvö, hún í Kennara- skólanum og ég í fastri v-innu. Góðri umgengni hertið. Uppl i síma 37291.
Atvinnurekendur —
- vantar yður aðstoð?
Viðskiptafræðingur með mikla reynslu á sviði bókhalds, áætl-
anagerða, erlendra og innlendra viðskipta, óskar eftir atvinnu
í nokkra ménuði.
Hentugt fyrir fyrirtæki sem vilja ráða starfsmann í stuttan tima
til þess að vinna að sérstökum verkefnum.
Vinsamlegast sendið nafn og heimilisfang á afgreiðslu Mbl.,
merkt: „Viðskiptafræðingur — 7889".
Ódýr tjöld
2ja, 3ja, 4ra og 5 manna SVEFNPOKAR,
TJAI.DPOKAR, TOPPGRINDAPOKAR
og allt í útileguna.
SEGLAGERÐIN ÆGIR,
Grandagarði — Sími 14093.
© Notaðir bílar til sölu €3
VOLKSVJAGEN 1200 '61, 63, '64, '65. '68 og '69.
VOLKSWAGEN 1300 '66, '67, '68 og '69.
VOLKSWAGEN 1500 '64 og '67.
VOLKSWAGEN Fast Back '66 og '67.
Mjög góðir bílar.
VOLKSWAGEN Variant '67 og 69.
VOLKSWAGEN Pick-up '64.
LANDROVER diesel '64. Góðir bilar.
LANDROVER bensin.
CORTINA '70.
HEKLA hr
Laugavegi 170—172 — Simi 21240.