Morgunblaðið - 24.07.1971, Side 11

Morgunblaðið - 24.07.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971 11 ' Núverandi sjóðsstjórn og sparisjóðsstjórinn. Myndin er tekin í afgreiðslusalnum í nýju hús- næði Sparisjóðs vélstjóra. Talið frá vinstri: Jón Hjaltested, Hallgrímur Jónsson, Jón Júlíusson og Gísli Ólafsson. (Ljósm. Sv. Þorm.), Sparisjóður vélstjóra í nýju húsnæði Innstæður viðskiptamanna 107 milljónir króna stofnum við bara sj&lfir lána- stofnun. Og það varð. Eins og áður segir, starfa nú sex manns við sjóðinn og verð- ur afgreiðslutími hans óbreytt- ur, en opið er daglega frá kl. 12.30—18.00, nema föstudaga frá kl. 12.30—19.00. Skótízkan: Háir fylltir hælar og bönd SÍFELLDAR breytingar eiga sér stað í skótízku, og á það sér i lagi við um kvenskó. Hælarnir lækka, þeir hækka, breikka og mjókka og táin breikkar og mjókkar til skipt is. Stundum verður hún löng og áður en varir er hún orð in þverskorin. — í haust má gera ráð fyrir að á markaðn um verði aðallega skór með háum fylltum hælum og böndin eru ýmist vafin um leggina upp undir hné eða ná aðeins upp á ristina. Yið skóna sem eru með böndum upp á ristina segja tizkufröm uðirnir að eigi að nota sokke með saumi aftan á, en þeir hafa lítið sézt á undanfömum árum. SPABISJÓÐUB vélstjóra opnaði í gær í nýju leiguhúsnæði á horni Laugavegs og Nóatúns í húsinu „Norðurver“ að Hátúni 4A. Húsnæði þetta er 180 fer- metrar, eða þrisvar sinnum stærra en húsnæði það, sem starfsemin hefur verið rekin í að Bárugötu 11. Sparisjóður vélastjóra hóf starfsemi sína í nóvember 1961 og verður því 10 ára á þessu ári. Við sparisjóðinn starfa nú sex manns. Sparisjóðs- stjóri er Hallgrímur G. Jónsson. Stjórn sparisjóðsina, sem er skipuð Jóni Júlíussyni, Jóni Hjaltested og Gísia Ólafssyni, bauð blaðamönnum í fyrradag að skoða hin nýju húsakynni spari sjóðsins. Eins og áður segir eru húsakyniniin 180 fermetrar og eru skrifstofurnar skipulagðar af Guninari Guðmundssyni arkitekt og innréttingar eru smíðaðar hjá Trésmiðjunni h.f. Trésmíða- meistari var Sigurður Sigurðs- son, dúklagningameistari Bein- teinn Ásgeinsison, múrarameist- ari Einar Gunnarsson og raf- lögn annaðist Ólafur Guðmunds son. Allar innréttingar sparisjóðs- ina eru lausar og gerðar með það fyrir augum að hægt verði að nota þær í væntanlegri bygg i:ngu, sem Farmanna- og fiski- mannasambandið hyggst byggja á lóð á homi Höfðatúns og Borgartúms, en þar er ráðgert að sparisjóðurinn fái inni síðar. Sparisjóður vélstjóra er fímmti stærsti sparisjóðurinn á landinu og á blaðamannafund- inum kom fram að hann er í örum vexti. Innlán sjóðsins hafa tvöfaldazt á sl. 3 árum og nema innstæður viðskiptamanna í dag rúmlega 107 milljónum króna. Sparisjóðurinn hefur frá upphafi verið opinm öllum til viðskipta, en sérstök áherzla hefur þó verið lögð á þjónustu við sjómenn, enda meirihluti ábyrgðarmanna, sem alis eru 350, úr þeirri stétt.. í fyrstu stjóm sparisjóðins sátu Hall- grímur Jónsson vélstjóri, frú Jónína Loftsdóttir og Gísli heitinm Jónisson fyrrverandi al- þingismaður. Helzti frumkvöð- ull að stofnun sjóðsins var Haf- liði Hafliðason vélstjóri og sögðu forráðamenn sjóðsins þá sögu til gamans að hugmyndin að stofnun sjóðsins hefði orðið til þegar Hafliði fór í eina af lánaistofnunum borgarinnar og bað um víxil. Er Hafliða var synjað um víxilinn er sagt að hamm hafi sagt: Allt í lagi, þá Synir í Washington ÍSLENZKUR listamaður, Sig- urður Steinsson, á um þessar mundir höggmyndir á sýningu í Washington. Eru það fjórar mýndir úr jámi, sem sýndar eru hjá Jeah-Pierre í K Street. Og Ein af höggmyndum Sigurðar hefur ein þegar verið pönituð. Sigurður var etaddur vestan hafs og hafði með sér ljósmynd ir af verkum sínum. Var honum boðið að sýna í þessum franska veitingastað, þar sem j afnam em listaverk og oft eftir fræga listamenn. Er þetta einhver bezti og dýrasti veitingastaður í Washington. Fékk hann send- ar þessar fjórar myndir, sem komið hefur verið fyrir. Og hef- Ur hann verið beðinn um að senda fleiri listaverk til sýn- imgar þarna. Sigurður er Reykvíkingum kunnur, því myndir hans prýða tvö hótel í borgimni, ein er á Loftleiðahótelinu og 3 á Sögu. Reykjavíkurborg hefur keypt af honum mynd og einnig Kópa vogskaupstaður og er hún við sundlaugina. Sigurður hefur tekið þátt í samsýningum, m.a. á Skólavörðuholtinu og með SÚM sýndi hann sl. sumar. Eimnig hefur hann tvisvar sinn- um sýnt verk sín á Mokkakaffi. Hjá Agli segjum við ALLTÁ SAMA STAD og stöndum við það! VARAHLUTAVERZLUN með bein umboð fyrir ýmsa stærstu varahluta- framleiðendur heimsinS. BÍLAVERKSTÆÐI með fullkominni aðstöðu til að gera fljótt og vel við bíl yðar. MÓTORVERKSTÆÐI Þar endurbyggjum við vélar af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. RENNIVERKSTÆÐI Rennum sveifarása í full- komnum nákvæmnisvélum. Sprautum slitmálmi á alla slitfleti. YFIRBYGGINGAR Yfirbyggingar bíla höfum við stundað lengst alla hér- lendis. Gæði Egils Vilhjálms- sonar húsa byggjast á þeirri reynslu. GLERVERKSTÆÐI Úr Tudor-gleri fáið þér rúður, sem þér getið treyst. Það er nauðsynlegt, því: „Gler er ekkert grín“. RÉTTINGARVERKSTÆÐI Þaulvanir bílasmiðir annast réttingar og boddyviðgerðir. MÁLNINGARVERKSTÆÐI Þér þurfið ekkl langt að leita að lokinni boddyviðgerð. Málningarverkstæði okkar er á sama stað og lýkur verkinu. SMURSTÖÐ Smurslöð er einnig á sama stað. BÍLASALA Bílasala er á sama stað og býður mikið úrval notaðra bíla. BÍLAINNFLUTNINGUR Egill Vilhjálmsson h.f. og Mótor h.f. bjóða yður ameríska bíla frá American Motors, þ. á m. Willy’s bíla og enska bíla frá Chrysler International S.A. í Englandi. Alltá samastað Laugavegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.