Morgunblaðið - 24.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLl 1971 Fjórðungsþing Vestfjarða sendi frá sér ályktun 21. júlí þess efnis, að 50 sjóm. útfærsl- an væri hvergi nærri fullnægj- andi Vestfirðingum og Vestlend ingum. Mikilsverð fiskimið fyr- ir ailri vesturströnd landsins, allt frá Hala suður á Eldeyjar- banka yrðu utan markanna. Fyr ir kosningar benti Sjálfstæðis- flokkurinn á þá mikilsverðu staðreynd, að 50 sjómílna kraf- an, eins og hún var borin fram af þeim stjórnmálamönnum, sem notuðu hana sér til framdráttar, væri allsendis ófuilnægjandi krafa og beinlínis stórhættuleg. Hún hlyti að verða tii að tefja framgang meginkröfunnar — landgrunnskröfunnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem þá voru, notuðu sér ótæpi- lega að almenningur veit lítið um fiskigöngur og fiskislóðir en fólki mörgu fannst þessi tala hressilega, áferðarfalleg og af- gerandi. Það mætti kannski segja að núverandi stjórnar- flokkar hafi velt sér upp í stól- ana á núllinu. Þeir vita hvað gildir í áróðri þessir kallar, þó þeir séu misvitrir á margt ann að, sem meira er um hvert þjóð- inni til gagns. 500 me.tra dýptarlínan, sem snmir vilja miða við, sést ekki á þessari mynd, en hún liggur viðast allmiklu utar en 400 nietra iínan. Aftur á móti sést hér 1000 metra línan (ca. 500 faðniar) som margir telja eðlilegast að miða landgrunnskröfuna við með fjarlægðar- útfærslii á hryggjiinum milli íslands og Grænlands og íslands og Færeyja. Það er ekki ólíklegt að landgiunnsfóturinn, sem nefndur er í greininni sé nálægt þessari dýptarlími. Hinir stóru togarar nútímans geta togað niður á lietta dýpi, 1000 metra. Af kortinu sést því, hversu gífurkgar fiskislóðir þeir hafa frá þvssimi 1000 metra kanti og upp að hinum hiigsuðu 50 sjómíhim. I»eir geta slegið hring iim hólma.nn og þurrkað upp hafið hér í kringum okktir alveg jafnt eftir som fyrir 50 sjómílna útfærsluna. * Þar fékk Olafí a fyrsta kjaftshöggið - og átti það skilið Sjómannasiðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Sjómenn, að minnsta kosti all ir þeir sem ekki voru haldnir pólitisku ofstæki og kosninga- hrolli, töldu þessa útfærslu ófullnægjandi og töluna 50 kosningatölu út í hött. Þeir sögðu strax: við hljótum að krefjast landgrunnsins alls nið- ur að landgrunnsfæti eða rót, hvar svo sem þau mörk liggja og fjarlægðarútfærslu t.d. 50— 60 sjóm. fyrir Suðurlandi, þar sem landgrunnið er mjótt, en hrygningarsvæði fyrir ströndu. I og forma okkar meginkröfu, Meðan verið væri að mæla upp I bæri okkur að friða strax og að landgrunnið, sögðu þessir menn, I eigin mati þau fiskisvæði, þar Stærðir og verð með söluskatti UNIR0YAL 520-10-4 550-12-4 520-13-4 560-13-4 590-13-4 640-13-4 700-13-4 725-13-6 520-14-4 590-14-4 á kr. 1.419,00 1.532,00 1.542,00 1.686,00 1 828,00 1.840,00 2.440,00 2 422,00 1 723,00 2 120,00 700-14-4 560-15-4 640-15-6 650-15-6 670-15-6 710-15-6 750-15-6 760-15-6 735-14-6 á kr. 2.518,00 1.959,00 2.340,00 2 730,00 2 730,00 2.980,00 4.060,00 3 130,00 2.408,00 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK — Hjólbarðaviðg. MÚLI við Suðurlandsbraut. AKUREYRI — H.JÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, Glerárgötu 34. VESTMANNAEYJAR — Heildverzl. H. SIGURMUNSSON. BLÖNDUÓS — Verzlunin VÍSIR. HVAMMSTANGI — Verzl. SIG. PÁLMASONAR. UNIROYAL A r * ODYR URVflLS DEKK Einkaumboð Hridjan G. GLiLiAQn P sími: 20 000. sem þegar væri orðið þröngt fyrir dyrum okkar. 1 hita kosni,ganna hlustaði almenningur ekki á þessa menn. Það var auðveldara að melta töl una 50. Hún kostaði engin helia brot og enga þekkingu á mál- inu. Það er ef til vill ekki öllum ljóst, af hverju okkur er ekki síður nauðsynlegt að ná undir okkur landgrunnshallinum viða fyrir ströndum okkar, en sjálfu grunninu hið efra. Ástæðurnar eru margar en ég nefni hér þá gildustu. I janúarmánuði gengur þorsk ur á Halamiðin. Hann kemur upp úr hafdjúpinu vestan við Halann, gengur upp vesturhall- inn og dreifist þaðan upp á Vestfjarðagrunnin og suður eft- ir landgrunninu og alla leið suður á Selvogsbanka, þar sem hann hrygnir í marz. Eftir hrygningu gengur hann sömu lieið til baka, sumt af hon-um alla leið aftur norður á Hala, en sumt stingur sér út af grunn inu út af Jökii eða sunnar. Sum ir kalla þetta Grænlandsfisk og er hann verulegur hluti ver tíðaraflans, bæði vestanlands og sunnan. Vitanlega mætti allt eins kalla þennan fisk Islands- fisk, en það er önnur saga. Meg inatriði málsins er það, að þessa göngu geta útlendir togarar stöðvað alveg jafnt eftir 50 sjóm. útfærsluna sem fyrstir — og niiinu gera það. Ef látið verður sitja við 50 sjóm. útfærslu — þýðir það bráðan dauða fyrir útgetð Vest firðinga og Breiðfirðinga þegar sóknin fer að aukast á íslands- mið á næsta eða næstu árum af stórskipum. Þá áttuðu menn sig kannski á þó um seinan, að nær hefði ver- ið að grípa i tíma til frið- unaraðgerða á þessum haf- svæðum í stað ófullkominnar út færslu, með Iangvarandi slags- málum. Friðun og eftirlit með of sókn eru orð, sem allar fisk- veiðiþjóðir eru fúsar á að taka undir og sumar, eins og til dæm is Kanadamenn, ætla þessa leið ina. Það eru þessi orð, friðun og eftirlit, sem við þyrftum að grípa til strax og gera að veru- leika á stundinni, en ekki hamra á kjánalegum kosninga- tölum, sem geta stórskaðað og tafið meginkröfugerðina. Bretar prísa sig nú sæla í hljóði, þó að þeir láti illa til málamynda. Þeir áttu von á miklu stærri kröfu og þannig fram settri að illt yrði að standa gegn henni. Þeir áttu sem sé von á stórfelldum frið- unaraðgerðum og síðan land- grunnskröfunni eins og hún lagði sig. Nú ætla þeir sjálfsagt að slást og þjarka við okkur kannski í nokkur ár um þess- ar 50 sjóm., láta síðan undan, þegar þeir hafa komið sér upp nógu stórum skipum til að skrapa landgrunnshallinn og miðin fyrir utan 50 sjóm. Þar geta þeir ásamt öðrum stórskipa þjóðurn girt af landgrunnið — slegið hring um landið — það er búið að draga fyrir þá hring Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.