Morgunblaðið - 24.07.1971, Side 16

Morgunblaðið - 24.07.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JOLÍ 1971 Útgafand! hf. Árvakur, Raykjavtk. Framkvaamdastjóri Haratdur Sveinsson. RiUtjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðatoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjðrn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðaistraati S, simi 10-100 Augiýsingar Aðalstreeti 5, stmi 22-4-80. Askriftargjald 198X0 kr. á mánuði innanisnds. í lausasölM 12,00 kr. eintakið. STJÓRNIN ÞRENGIR AÐ ATVINNUVEGUNUM A ðgerðir vinstri stjórnar- innar á hinum skamma valdatíma gefa þegar vísbend ingu um, að stjómin muni fylgja mjög varhugaverðri og gáleysislegri stefnu í at- vinnu- og efnahagsmálum. 1 fyrsta lagi hefur það vakið athygli í þessu sambandi, að stjórnin hefur þegar hafizt handa um að skerða vara- sjóði eins og Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Svo virð- ist sem víkja eigi frá þeirri stefnu að leggja fjármagn til hliðar, þegar vel árar og gera atvinnulífið þannig óhæfara til þess að mæta efnahags- áföllum. í nánu samræmi við þessa stefnu virðist ríkis- stjórnin í öðru lagi kæra sig kollótta um, þó að ráðstaf- anir hennar komi til með að veikja rekstrargrundvöll at- vinnuveganna. Sú ráðstöfun að afnema kostnaðarhlutdeild þá, sem ekki kemur til hlutaskipta, og notkun Verðjöfnunarsjóðs til þess að jafna þá röskun hlýtur að veikja rekstrar- grundvöll útgerðarinnar. Verðlag á fiskafurðum á er- lendum mörkuðum er háð mjög tíðum sveiflum; útgerð- in verður því jafnan að vera undir það búin að mæta verð- falli. Skerðing Verðjöfnunar- sjóðsins stefnir því rekstrar- öryggi útgerðarinnar í hættu, einkanlega ef erfiðleikar vegna verðfalls segja til sín. Um leið er afkomuöryggi sjómanna stefnt í hættu. Ríkisstjórnin hefur eínnig boðað sérstakar aðgerðir, sem eiga að auðvelda kaup á 400 til 500 rúmlesta skuttogurum. Fyrirgreiðsla þessi er í því fólgin að veita ríkisábyrgð fyrir 80% af kaupverði slíkra togskipa, sem keypt eru er- lendis, ef kaupendur geta fengið þessi lán hjá erlend- um aðilum. Jafnframt verður haldið áfram að veita sérstök innlend lán, sem nema 5% kaupverðsins. Hér er í raun og veru um mjög einfalda fyrirgreiðslu að ræða, þar sem aðilar verða sjálfir að afla lánanna erlendis, en rík- issjóður gerir ekki annað en að ábyrgjast þau. En með þessu móti geta kaupendur erlendra skuttogara átt kost á lánafyrirgreiðslu, sem nem- ur allt að 85% kaupverðsins, en áður var þetta hlutfall 72%. Þannig gildir nú sama fyrirgreiðsluhlutfall við inn- lenda og erlenda skipasmíði af þessu tagi. Það er einmitt þetta atriði, sem gefur vísbendingu um, að ríkisstjómin muni ekki huga nægilega að því að bæta stöðu atvinnuveganna í land- inu. Skyndiráðstafanir eins og nú hafa verið ákveðnar geta augljóslega haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að koma fótum undir innlendar skipasmíðar og sér- stakar ráðstafanir hafa verið gerðar í því skyni að styrkja samkeppnisaðstöðu þeirra við erlenda aðila í sömu starfsgrein. Fram til síðustu áramóta nutu innlendar skipasmíðar þannig 18% hærri lánafyrirgreiðslu en erlendar, en síðan hefur þessi mismunur verið 13%. Nú hefur vinstri stjórnin hins vegar ákveðið að jafna þenn- an mun að fullu. Vegna þess- arar ákvörðunar má gera ráð fyrir því, að skipasmíðar af þessu tagi færist í stóraukn- um mæli yfir á herðar er- lendra aðila, sem geta boðið hagkvæmari afgreiðslutíma og betri fyrirgreiðslu. í við- vörun, sem Félag dráttar- brauta og skipasmiðja sendi iðnaðarráðherra í þessu sam- bandi, segir m.a., að ef tryggja eigi áframhaldandi uppbyggingu innlendrar stál- skipasmíði megi alls ekki draga úr þeim lánamun, sem að undanförnu hafi gilt í þessu efni. Félagið segir enn- fremur, að sú hætta sé yfir- vofandi, að innan fárra mán- aða verði einstöku skipa- smíðastöðvar verkefnalausar, ef ekki verða þegar í stað gerðar ráðstafanir til þess að beina smíði skuttogara inn í landið með hagstæðari lán- um eins og verið hefur að undanförnu. Ríkisstjórnin hefur verið athafnasöm á fyrstu stjórnar- dögunum, en aðgerðir hennar virðast að sama skapi hafa verið vanhugsaðar, enda gerðar í fljótræði. En hvað sem því líður verður að gera þær kröfur til ríkisstjórnar- innar, að hún bæti stöðu inn- lenda skipasmíðaiðnaðarins á nýjan leik. Það verður fylgzt með viðbrögðum stjórnarinn- ar, því að þau munu varpa ljósi á stefnu hennar gagn- vart atvinnuvegunum. Fyrstu verk stjórnarinnar benda þó til þess, að hún hafi í hyggju að þrengja kost atvinnuveg- anna; fróðlegt verður að sjá, hvort stefnubreyting verður að þessu leyti. Sveinn Kristinsson: Skákþáttur FIMMTA skákki í einvígi þeirra Korshnojs og Gellers, sem Korshnoj vann með 5Vt: 2Vz, er stytzta vtonkigsskákin í Kandidatakeppninni fram til þessa. Geller gafst upp, er Korshnoj (m-eð hvítt) hafði lok- ið 26. leik sínum. Svo stuttar skákir eru held- ur fágætar og þó fjarri því að vera einisdæmi, jafnvel í mikilvægri keppni. Þannig vann til dæmis Spassky Petrosjan í um það bil 20. leikjum í síðara ei-nvígi þeirra um heimsmeist- aratitihnn (1969). Á mótum, þar sem veikir skákmenn eigast við, kemur það fyrir, að skákir verða styttri en 10 leikir. Geller eyddi 75 mínútum á ein-n leikinn í þessari skák! Það er einnig fágætt, en víst held- ur ekki einsdæmi. Það eru fleiri eyðslusamir á tíma en Friðrik. — En þess má einnig geta, að það var 13. lei’kur Gell- ens, sem var svona tímafrekur. Hygg ég, að það hðggvi nærri heimsmeti að eyða svo miklum tíma á leik, svo að segja í byrj unin-ni. Hvað er tímahrak í skák? Ja, flestir vita vist, a.m.k. á ytra borði, hvað tímahrak er. Mönn um er skammtaður ákveðinn leikjafjöldi, og endist ekki sá skammtur, er skákin þeim töp- uð. Tímahrak er vandhæfi á því að láta skamm-tinn endast. í afarmörgum tilvikum er tímahrak almenn-t veikleika- merki viðkomandi skákmanns, miðað við andstæði-nginn. Það er t.d. ekki óeðlilegt, þótt svona miðlumgs mellstaraflokksmaður lendi í tímahraki, er hann teflir við öflugan stórmeistara. Hann er langt frá því að vera jafn- oki keppinautar sins, sér þá leiki, sem leika ber ekki jafn- hratt og hann. — Getur þetta að sjálfsögðu einnig gilt um mi-ssterka stórmeistara. Þegar menn eyða miklum tíma á byrjunarleiki — eins og Geller gegn Korshnoj í ofan- greindri skák — getur það líka tákraað, að menn séu illa að sér i viðkomandi byrjunarafbrigði. f byrjunum yfirleitt er Geller hins vegar talinn mjög vel að sér. Stundum tala menn um mjög sterka skákmenn, sem hafa þó þann veikleika að „hleypa sér“ of oft í of mikið tímahrak. Líkt og menn gerðu slíkt af yfirveguðu og ásettu ráði og/ eða af ávana eða kæruleysi. — Stundum er mönnum raun- Fischer. Þannig er skáktaiflið ekki hvað sízt kapphlaup við timann. Keppni um það, hvor tveggja teflenda sé fljótari að „reikna út“ og meta taflstöður. Og því knappari sem tíminn er, hjá hvorum um sig, þeim mun minni vonir hefur sá, sem er seinni að hugsa. — Það er etng- in tilviljun, að Fischer er enn skæðari i hraðskákum en hæg- ari skákum. Sé tíminn hins vegar tak- markalítill, virðist sama ljósið á endanum „renna upp“ fyrir öllum. En lítum nú á ofannefnda skák þeirra Korshnojs og Gell ers: Hvítt: Korshnoj Svart: Geller Drottningarbragð 1. d4. d5 2. c4, e6 3. Rc3, Be7 4. Rf3, RfG 5. Bg5, 0-0 6. e3, h6 7. Bh4, b6 8. Be2, Bb7 (Stöðuuppbygging svarts kenn-d við pólsk-fransba stórimeist arann Tartakower, sem látinn er fyrir nokkru. Hann var mjög hugvitssamur skákm-aður, en ekki öruggur að sama skapi. — Þessi uppbygging hans hefur þó löngum verið talin nokkuð traust) 9. Bxf6 (Þetta dráp er liður í lamg- sóttri ,,strategiskri“-áætlun hvíts, um að notfæra sér þá smávægilegu veikingu, sem leik urin-n — b6 hafði í för með sér fyrir svartan á drottningar armi) 9.— Bxf6 10. cxd5, exd5 11. 0-0, De7 12. Db3, Hd8 13. Ha-dl (í þessari stöðu var það, sem Geller hugsaði sig um í 75 mín- útur). 13. — c5(?) (Þaranig lítur þá afraksturin-n út. Leikurinn er að sjálfsögðu ekki alveg út í hött, því að svartur þarf að skapa sér frjáls ræði, meðal annars til að geta komið riddara sínum á b8 í eitt hvert gagn. Hins vegair skap- ar leikurinn svörtum nýja veikleika. — Keres ráðlagði hér 13. — e6 og siíðan 14. Rd7 og þaða-n til f8. Líklega hefði það verið hyggilegri leið) 14. dxc5, Bxc3 (Nauðsynlegt vegna peðsins á d5) Korshnoj. 15. Dxc3, bxe5 16. Hcl (Nú verður peðið á e5 skot- spónn hvits. Ekki væri hollt fyr ir svartan að leika því fram, þar sem peðið á d5 verður þá bakstætt og hvítur fær algjör yfirráð á reitnum d4). 16. — Rd7 17 Hc2, Ha-b8 (Hér væri 17. — a5 meira traust vekjandi) 18. b3, De6 19. Hf-dl, Db6 20. Rel! (Hnitmiðaður og sterkur lei'kur. Riddarinn stefnir til d3 og opn- ar um leið góða línu fyrir bisk upin-n á e2) 20. — Hb-c8 21. Bg4, Dg6 22. Bh3, Hc7 (Geller á nú aðein-s eftir 3 mín- útur til að klára 18 leiki. Það liggur nokkuð í augum uppi að Korshnoj verður fyrri til að „klára“ Geller. Hin veiku mið- peð hans verða ekki varin til lengdar bæði). 23. Rd3, Rf6 24. Da5, Re8 25. Hxc5, Hxc5 26. Rxc5 og Geller gafst upp. Eggjahvítuefni frá olíu til rækjueldis JAPANIR hafa lengl verið brautryðjendur í rækjueldi, og nýlega var sett á stofn ný eldisstöð í Kagashimaflóa í Japan sem á að framleiða rækju, er nær 15 cm lengd og 20 gr þyngd. Fóðrið, sem notað verður, er eggjahvítuefni unnin úr olíu, vítamínum bætt við og því gefin sérstök lykt. Til að auka vaxtarhraðann verður sjórinn, sem dælt verður í tankana þar sem rækjurnar verða aldar, hitaður upp. Tankarnir verða til að byrja með tveir og tekur hvor þeirra um 2000 lestir og á að framleiða um 10 lestir af rækju á ári. Framleiðsluverð á lest er áætlað um 54000 ísl. kr„ en söluverð um 90000 ísl. kr. ar varla láandi, þótt þeir álykti sem svo, þegar jötunsterkir stórmeistarar, ein-s og til dæm- is Reshewsky eða Friðrik ÓI- afsson lenda hvað eftir annað í tímahraki í taflbyrju-n, á móti lítið eða ekkert sterkari mönn- um. (Og vinna r-aunar stund- um viðkomandi skákir fyrir því). Að vissu marki sýnist það þan-nig persónubundinn eiginleiki að lenda í tímahraki, þótt fráleitt geri nokkur slíkt af „frjálsum vilja“ eða „upp á grín“. í fleiri tilvikum mun það þó aimennt veikleikamerki að lenda í tímahraki. Menn eru of seinir að hugsa af þeirri ná- kvæmni, sem skákin krefst, mið að við sin-n andstæðing. — Ekki lendir Fischer í tímahraki, þegar hann vinnur margar skákir í röð gegn andstæðing- um sínum. Oftast er það and- stæðingurinn og orsökin sú, að hann er seinmi að hugsa en Listamenn mæla með EBE-a5ild London, 22. júli — NTB framförum í iðnaðar- og þró- ÁTTA þekktir Bretar úr röð- unarlöndum og umfram allt i um lista- og menntamanna verða til framdráttar brezk- birtu í dag heilsiðu auglýs- um hagsmunum." ingu í blaðinu Times, þar sem Þeir, sem skrifa undir, eru þeir hvetja eindregið til vísindamennirnir Julian Hux- brezkrar aðildar að Efnahags- ley og Sir Christopher Cock- bandalagi Evrópu. Texti aug- ersell, rithöfundarnir Arthur lýsingarinnar hljóðar svo: Koestler og C. P. Snow, tón- „Við undirritaðir erum sann- list&rmennirnir Benjamin færðir um, að aðild Bretlands, Britten, Yehudi Menuhin og Noregs, Danmerkur og Ir- Sir Adrian Bolt, myndhöggv- lands að EBE muni þjóna arinn Henry Moore og leikar- hagsmunum lýðræðis, heims- arnir Peter Ustinov, Sir Laur- friðar og efnahagslegum ence Olivier og Alec Guinnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.