Morgunblaðið - 09.11.1971, Side 27

Morgunblaðið - 09.11.1971, Side 27
MORGUNBLAÐŒ), ÞRŒUU’DAGUR 9. NÓVEMBER 1971 27 Bjami Sæmundsson kannar veiðisvæði við Austur-Grænland BANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæniundsson er nýlega komið úr leiðangri til veiðisvaeða við Aust- ur-Grænland, þar sem það stund- aðl fiskiieit og almennar fiski- rannsóknir. Lelðangursstjóri í þessum leiðangrl var dr. Jakob Magnússon. en skipstjóri Sæ- mundur Auðunsson. Meg-ináíherzla var lögð á karfa- og þorskleit, svo og rannsóknir á þessum teg'undum. Yfirferðarsvæðið náði frá Dohrnbanka og landleiðina til Hvarfs og var reynt með botn- vörpu á flestum þekktum fiski- slóðum á þessu svæði. Afli var einkum karfi, þótt surns staðar gætti nokkurs þorsks í honum. 1 heiM var afli tregur, en bó voru gerð sæmileg tog á nokkrum stöðum. Mesitan afla var að fá á A-homi Fyl'kismiða þar sem meðalafli i 7 togum var um 1500 feg á togtima, en mestur afíi var sem svarar til 4.800 kg á tog- tftma. Karfinn var vænn á þessu svæði og stöðunum þar fyrir sunnan, en hins vegar var all- mikið um smáan karfa i aflanum á norðanverðu yfirferðarsvæð- imu. Drengur fyrir bíl FJÖGURRA ára drengur slas- aðist alvarlega, er hann varð fyr- ir bifreið á ganigbrauitimi við Grensásveg um kl. 16.30 i gær- Ibvöldi. Bifreiðinni var ekið suð- lur Grensásveg, en bifreið mun hafa skyggt á útsýni ökumanns, ag sá hann ekki drenginn í tíma. Bifreiðin var á hægri ferð, er dremgurinn varð fyrir henni, og mun hann hafa lærbeins- og hand Leggsbrotnað. — Landgrunnið Framhald af bls. 28 ríkin myndiu í framkvæmd virða ráðstafanir Islendinga. Þá gat ráðherra þess, að sam- (kvæmt ýms-uim upplýsinigum frá Bandarilkjunum vœri Ijóst, að þaiu væru einnig að slaka tii í sinni afstöðu gagnvart landhelg- ismálinu. Sitórveidin hefðu ihins vegar margvistegra hagsmuna að gæta í sambandi við slik mál, hemaðarlegra og hvað varðar atvinnu og öflun fæðu. Þau ættu erfitt með að falilast á útfærslu fiskveiðilögsögu sem viður- kennda regiu, hver svo sem hún væri, en myndu nú vera tiileið- amlegri en áður til að virða slilk- ar ráðstafanir ; verki. — Misþyrmt Framhald af bls. 1 uir-írlands og sjá með eigin augum hvað þar fer fram, en halda síðan til Dublin til við- ræðna við_ Jack Lynch, forsætis- ráðherra írlands. Ekki er vitað hvort hann ætlar að leggja ein- hverjar tillögur fyrir þessa menn eða hvort markmið hains er eingöngu að kynnast ástand- inu frá fyrstu hendi. í nótt var mjög órólegt í Bel- fast. Sprungu þar að minnsta kosti 20 sprengjur og þrjár verzl- anir í Carrydufn, rétt fyrir utan Belfast, eyðilögðust af völdum sprenginga. í gær voru tveir menn drepn- ir, brezkur hermaður og írsk leyniskytta og í dag kom til átaka á landamærum Irlands og Norður-írlands, þegar hermenn apmengdu upp vegarkafla við landamærin. Var það liður i til- raun tif að koma í veg fyrir vopnasmygl yfir landamærin. Rannsoknimar beindust eink- um að karfa og þorski, er. rann- sóknum á öðrum tegundum, svo sem steinbít, var einnig sinnt. Þannlg voru alls merktir rúm- lega 600 fiskar, mest þorskur og steinbitur, en um 16 þús. fiskar voru aills athugaðir. Mikii endurvörp fengust á dýp- ismæla frá Ufverum miðsævis á mestum hluta yfirferðarsvæðls- ins. Vedðitilraunir með miðsjáv- arvörpu sýndu, að endurvörp þessi áttu að langmestu leyti rætur að rekja til karfaseiða, þótt ljósátu og annarra lifvera 1 sjónum hafi gætt nokkuð sums staðar. Mjög mikið magn var af karfaseiðum á svæðmu á þess- um tírna, enda þau aðalfæða þorsks og karfa þar um þesisar n-undir. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að veiða fisk með miðsjávar- vörpu, en nær enginn fiskur fékkist í vörpuna utan karfa- seiða og kölrmrona á Dohm- barfkasvæðinu. Bjami Sæmundsson fer af sitað í leiðangur lauigardaginn 6. nóv. t41 almennra haf- og fiskirann- sókna við SV- og V-land. Verður þá m. a. haldið áfram tUraunum til að veiða karfa í miðsjávar- vörpu. Leiðangursstjóri i þeim leiðangri verður dr. SSgfús Sehopka og skipstjóri Sæmundur Auðunsson. (Fréttatilkynning). — Kínverjar Framhald af bls. 1 Mauritaníumenn tóku á móti Kínverjunum og óku með þeim til borgarinnar. Að sögn talsmanna Air France flugfélagsins eru nöfn komu- manna þessi: Kao Liang, fyrr- um starfsmaður Hsinhua frétta- stofunnar, en hann hafði orð fyr- ir þeim félögum, Lin Chia Sen, Chia Tzu Cheng, Tien Jung Tsi- en, Hsu Hsin Li og Liu Chen Piao. — Risasprengja Framhald af bls. 1 né heldur hafi sprengjan valdið geislun eða flóðbylgju. • Var sprengjan sprengd í sér- stöku byrgi rúmum 1.800 metr- um fyrir neðan yfirborð jarðar. Sprengjuorkan nam fimm mega- lestum, og jafngildir það orku fimm milljóna tonna af dýnamíti. Var hún því 250 sinnum orku- meiri en sprengjurnar, sem varp- að var á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki í lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar fyrir rúmum aldarfjórðungi. í frétt frá Uppsölum í Svíþjóð segir að hræringarnar frá spremg- ingumni hafi mælzt á jarðskjálfta mælum vísindastofnunarinnar þar. Mældust hræringarnar 7.4 á Richter-skala, og segir Markus Baath prófessor, yfirmaður stofnunarinnar, að það séu meiri hræringar, en hainn hafi búizt við. Sagðist hann ekki hafa búizt við að hræringarnar mældust meiri en 7.2 stig. Benti dr. Baath á I því sambandi, að við tilraunir sovézkra visindamanna með sprengingar meðanjarðar hefðu hræringarnar aldrei mælzt meiri en 7 stig. Hræringarnar á Amchitka komu fram á mælum Uppsala 10 minútum og 58 sek- úndum eftir að sprengjan var sprengd. James R. Schlesinger, formað- ur bandarísku kjarnorkumefndar innar, var staddur á Amchitka- eyju ásamt fjölskyldu sinni þeg- ar sprengjan var sprengd, og sagði hann eftir á að allt hefði gengið að óskum og eins og áætl- að hafði verið. Hann benti á að ekki hefði orðið vart neinnar geislumar og j arðlhræringar arðið litlar, þótt þær hefðu fundizt lítil- lega í borginni Anchorage í Al- aaka, 2.500 km frá Amchitka. Tilgangur tilraunar þessarar var að reyna kj arnorkusprengj u, sewi ætluð er fyrix Spartan-eld- fl*igar Bandaríkjainna, og sagði Schlesinger að tilraunin hefði nú þegar sýnt natagildi sprengjunn- ar. Er sprengjan fyrst og fremst ætluð til að granda árásarflaug- um. — Áfengi Framhald af bls. 28 hækkun á áfengi og tóbaki. Áfengishækkunin nemur 20%, en tóbakshækkun 16% að jafnaði. 1 samræml við 3. gr. laga nr. 63/1969 um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, hækka smá- vindlar ekki i verði. Hækkunin er gerð vegna veru- legra hækkana á innkaupsverði og til að tryggja að nettó- tekjur Á.T.V.R. nái þeirri fjár- hæð, sem fjárlög ársins 1971 gerðu ráð fyrir. Loks var höfð hliðsjón af mjög áberandi aukn- -um drykkjuskap undanfarið." 1 fréttatilkynningu ráðuneytis- ins er þess getið, að smávindlar hækki ekki og er það samkvæmt sérstökum lögum frá Alþingi. Lög þessi voru samþykkt eftir að Pétur heitirm Benediktsson, alþingismaður, bar fram frum- varp um að halda bæri verði á smávindlum niðri vegna minni óhollustu við reykingar þeirra. Smávindlar hækka af þessum sökum ekki, en samkvæmt upp- lýsingum Ragnars Jónssonar, skrifstofustjóra Á.T.V.R., er að- eins um að ræða hækkanir á smávindium, hafi irmkaupsverð þeirra hækkað. Um hækkanir á áfengi og tóbaki gaf Ragnar eft- irfarandi upplýsingar: Algengasta verð á viskí nú er um 830 krónur flaskan, en fyr- ir hækkunina kostaði sams kon- ar flaska 695 krónur. Islenzkt brennivin kostar nú 565 krónur, en kostaði 470 krónur. Genever kostaði eftir tegundum frá 715 til 725 krónur, en kostar nú eft- ir hækkun 850 til 870 krónur. Gin-flaskan kostar nú 785 krón- ur, en kostaði 660, Bacardi- romm kostar nú 850 krónur, en kostaði 730 krónur, Wyborowa- vodka kostar nú 720 krónur, en kostaði 600 krónur, íslenzkt Tindavodka kostar nú 690 krón- ur, en kostaði 625 krónur og al- geng tegund af vermouth kostar nú 375 krónur, en kostaði 310 krónur. FlestalMr bandariskir vindlinga pakkar kosta nú 64 krónur, en kostuðu áður 57 krónur. Camel vindUngar kosta nu sama og filt- ervindUngar, enda á sama verði í innkaupi. Camel hefur því hækk- að hlutfallsiega meira en aðrir vindMngar. Filterlausir Raleigh vindhngar og Cool-vindUngar eru ódýrari en aðrir bandarískir vindlingar — kosta nú 62 krón- ur. Brezkir vindlingar eru yfir- leitt á 59 krónur, en kostuðu áð- ur 52 krónur. Samkvæmt upplýsingum Gísla Blöndal, hagsýslustjóra, má gera ráð fyrir því, að sala áfengis og tóbaks minnki eitthvað að magni til fyrst í stað a_m.k., og við hækkanir áður hefur það sann- azt, auk þess sem salan stend- ur einnig í sambandi við almenna velmegun í þjóðfélaginu. Síðasta hækkun var 15% og var fram- kvæmd um svipað leyti og verð- stöðvunarlögin tóku gildi. Þó má geta þess, að þessar vöruteg- undir eru yfirleitt nefndar í hag- fræðikennslubókum sem dæmi um vörur með óteygna eftir- spurn, þ.e. verðlag hefur mjög óveruleg áhrif á sölumagn. - S.U.F. Framhald af bls. 28 ur gengur undan nierkjum málefnasamningsins í mikil- vægum málum, þar sem stefna hans flokks og stefna ríkisstjórnarinnar eru sam- hljóöa“. Þessi haröa árás stjórnar SUF á Jón Skaftason er ekki sízt athyglisverS vegna þess, að Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á fundi Varðbergs sl. þriðjudag, að hann væri sammála túikun Jóns Skafta- sonar á ákvæði málefnasamn- ingsins inn varnarmálin. UMMÆU JÖNS SKAFTASONAR Þau ummæli Jóns Skaftasonar, sem eru tilefni samþykktar SUF, eru svohljóðandi skv. frásögn Tímans þriðjudaginn 2. nóvem- ber sL: „Hann ‘minnti á, að deilt væri um ákvæði málefnasamningsins um brottför varnarliðsins. Sumir vildu túlka ákvæðið þannig, að það þýddi að vamarUðið skyldi hverfa burt á kjörtímabilinu, hvernig sem málin þróuðust í heiminum og hvernág sem endur- skoðuninni lyktaði. Aðrir teldu, að hér væri aðeins um stefnuyf- irlýsingu að ræða og að endan- leg niðurstaða um veru vamar- liðsins hér hlyti að ákvarðast fyrst þegar niðurstöður endur- skoðunar varnarsamningsins lægju fyrlr, ank þess sem atburð- ir úti i heiml gætu haft áhrif á nlðurstöðurnar, likt og gerðist 1956, er Rússar réðust inn i Ung- verjaland og vinstri stjórnin, sem þá var, drð til baka uppsögn varnarsamningsins. Jón sagði, að hann áliti síðari skýringuna þá réttu. Hann kvaðst telja fráleitt, að á þess- ari stundu væri fortakslaust hægt að fullyrða, að varnarliðið skyldi fara úr landinu fyrir lok kjörtímabilsins. Stjórnarsamn- ingurinn segði aðeins, að að þvi skyldi stefnt en ekld að það skuli og á þvi væri miklll mim- ur. Jón sagðist ekki vera einn um þá skoðun i þingflokki framsóknarmanna, að óheimiR væri samkvæmt stjórnarsáttmál- antim að staðhæfa í dag, að varn- arliðið ætti að vera farið fyrir lok kjörtímabilsins. Honum hefði einnig verlð tjáð án þess að hafa staðreynt það sjálfur að þeir væru líka til i þingllði Samtaka frjálslyndra og vinstrl manna, sem túlkuðii þetta ákvæði stjórn- arsamningsins á sama hátt og hann. Eðli málsins samkvæmt væru engar fullyrðingar langt fram í tímann hæpnari en þær, er kvæðu á um, að í öryggismál- um smáþjóðar skyldi eitthvað standa svo og svo á ákveðnum tíma í framtiðinni. Stefna okkar í utanríkismálum hlyti að taka tiUit til þeirrar þróunar, sem ætti sér stað í heimsmálunum eins og glöggt mætti greina af reynslu undanfarinna áratuga. Það þyrfti að framkvæma stöð- ugt mat á aðstæðum og breyta eftir því. Þetta hefðu íslendingar gert allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar og þvi ætti að halda áfram." YFIKLÝSING UTANRÍKIS- rAðherra A FUNDI VARÐBERGS Á fundi, sem Varðberg efndi til þriðjudaginn 2. nóvember, las Hörður Einarsson, hdl., upp þann hluta af ofangreindri frásögn Tímans, þar sem Jón Skaftason ræddi um að ákvæði málefna- samningsins væru skilin með tvennum hætti og beindi þeirri fyrirspum til Einars Ágústsson- ar, utanrlkisráðherra, hvora skýringuna hann aðhyUtist. Ut- anrikisráðherra svaraði: „Þa3 má vel vera, að það sé misjöfn tiilkim á málefnasamn- ingnnm og mismunandi langanir. Mín skoðun er sú, að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að aflok- inni könnun. Ef það em tvær línur er ég á þeirri síðari.“ Af þessum ummælum utanrík- isráðherra er ljóst, að hann að- hylUst þá skoðun Jóns Skafta- sonar að „hér væri aðeins um stefnuyfirlýsingu að ræða og að endanleg niðurstaða um veru varnarliðsins hlyti að ákvarðast fyrst, þegar niðurstöður end- urskoðunar vamarsamningsins lægju fyrir, auk þess sem at- burðir úti í heimi gætu haft áhrif á niðurstöðurnar ... hann kvaðst telja fráleitt, að á þessari stundu væri fortakslaust hægt að fuU- yrða, að varnarUðið skyldi hverfa úr iandinu fyrir lok kjör- tímabiisins. Stjómarsamningu*v inn segði aðeins, að að þvi skyldi stefnt, en ekki að það skuli, og á því væri mikiU munur". SAMÞYKKT STJÓRNAR SUF Samþykkt stjórnar SUF, sem birtist í Tímanum sl. sunnudag á sérstakri siðu er SUF hefur umráð yfir, er svohljóðaodi: 1 tilefni af ummælum Jóns Skaftasonar á fundi í Keflavík sl. sunnudag, sem birtust i Tím- anum sl. þriðjudag, telur stjói'n SUF nauðsynlegt að leggja. áherzlu á eftirfarandi: 1. Það hefur verið stefna Fram* sóknarflokksins siðan á flokks- þinginu 1967, að varnarUðið ætti að hverfa úr landi i áföngum. Á flokksþinginu 1967 var ákveðið að gera ætti „fjögurra ára áætl- un um brottflutning varnarUðs- ins“. Það hefur því verið skýr og ótviræð stefna Framsóknar- flokksins siðan 1967, að herinn ætti að fara úr landi á fjórum árum. Þessi stefna var ítrekuð á síðasta flokksþingi. 2. 1 málefnasamningi rilds- stjómarinnar er skýrt tekið fram, að markmið endurskoðun- ar vamarsamningsins eigi að vera brottför varnarliðsins i áföngum og stefna eigi að þvi, að sú brottför eigi sér stað á kjörtímabilinu, þ.e. á fjórum ár- um. Stefná ríkisstjómarinnar í vamarmálunum er þvi i beinu og ótviræðu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins eins og hún hefur verið mótuð á tveim- ur siðustu flokksþingum. 3. Það er nauðsynlegt, þegar st jómarands taðan gerir harða hrið að þessum atriðum í stefnu Framsóknarflokksins og rilds- stjórnarinnar, og ræðst sérstak- lega á varaformann flokksins, Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, að aUir framsóknarmenn, einkum og sér i lagi þingmenn, haldi fast við stefnu flokksins og standi ótrauðir með málefna- samningi ríkisstjómarinnar. 4. Það er mjög óviðeigandi að- dróttun að halda þvi fram opin- berlega, að í þingflokki Fram- sóknarflokksins séu menn, sem ekki styðji stefnu flokksins og ríkisstjómarinnar, án þess að skýra frá þvi um leið, hverjir þeir þingmenn séu. Það er ódrengi- legt að láta alla þingmenn flokksins Uggja undir grun í þessum efnum. Slik yfirlýsing krefst þvi nánari skýringa. 5. Það getur ekki reynzt væn* legt til samheldni irman ríkis- stjómarinnar, ef stjórnarþing- maður gengur undan merkjum málefnasamningsins í mikilvæg- um málum, þar sem stefna hans flokks og stefna ríkisstjómarinn- ar eru samhljóða. 6. Það hlýtur að vera megin- hlutverk allra þeirra, sem kosnlr eru til forystu og trúnaðarstarfa á vegum Framsóknarflokksins, að standa ákveðið með stefnu flokksins og styðja við bakið á ráðherrum hans, forystumönn- um þessarar rikisstjórnar. Samkvæmt áreiðanlegum upp> lýsingum, sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér, er frumkvöðullinn að yfirlýsingu stjórnar SUF einn af fyrrverandi forystumönnum samtakanna, Ólafur Ragnar Grímsson, lektor. Ólafur Ragnar Grímsson gerði ákveðna tilraun til þess, er framboð framsókn- armanna i Reykjaneskjördæmi var undirbúið fyrir siðustu al- þingiskosningar, að fella Jón Skaftason frá framboði, en mis- tókst það gersamlega og hlaut ekki sæti á framboðslistanum. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir nokkru, hefur hann leitað eftir þvi að verða skipaður ráð- herraritari í utanrikisráðuneyt- inu, þ.e. eins konar aðstoðarráð- herra Einars Ágústssonar. Fyrir nokkrum vikum var hann á ferð erlendis með bréf frá utan- ríkisráðuneytinu, þar sem mælzt var til þess við sendiráð íslands, að þau veittu honum fyrir- greiðslu til þess að kanna ákveðna þætti i starfsemi sendl- ráðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.