Alþýðublaðið - 25.07.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1930, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 Skilinn eftir í eyðiskeri. Aðferðir íhaldsmannanna finsku. Reykjavík Alþýðuskemtiförin austur að Laugarvatni og til Þingvalla á sunnudaginn verður mjög fjöl- menn, eftir pví sem útliit er fyrir. Lagt verður af stað frá Alpýðu- faúsinu kl. 7 að morgni stundvís- lega, og leggja allir bílamir af stað samstundis. Fólk verður að hafa með sér mat, en fyrirhugað er að allir drekki kaffi sameigin- lega í Valhöll á Þingvöllum um kvöldið. Gott væil, að peir, sem eiga myndavélar, tækju þærmeð, því að gaman væri að eiga myndir úr þessari fyrstu för, sem hafnfirzkir og reykvískir félagar fara saman. Þeir, sem ætla sér að' vera aneð í förinni, en hafa enn ekki tilkynt þátttöku sína, em beðnir að gera það nú þegar, þar sem það léttir svo mjög starf þeirra, sem stjórna ferðinni: Reykvísk alþýða fær alls ekki ódýrari né skehitilegri för í sum- ar. Komið þvi öll með, sem tök hafið. V. 7 krónur kostar farið í skemtiför ungra jafnaðarmanna austur að Laugar- vatni í Laugardal og til Þing- valla. Er þetta mjög ódýrt. Sem langflestir alþýðumenn ættu að taka þátt í þessari góðu og vel skipulögðu för. Grýta. Eins og mönnum er kunnugt er goshverinn Grýta í Ölfusi þekt- asti goshver á Suðurlandi. Gýs hann vanalega á 11/2 tíraa fresti og þá mjög faguriega. Stendur gosið oftast yfir í 5—6 mín- útur og þeytist vatnið vanalega um tvær mannhæðir í loft upp. Grýta hefir fengið nafn af lögun sinni. Er „skálin“ eins og lítill pottur í laginu, en grýta þýðir lítill pottur úr steini. Það er sagt, að samband hafi verið áður fyrri milli Grýtu og „Baðstofu“, sem er hver skamt frá Grýtu, og gusu hverirnir þá til skiftis. Nú er „Baðstofa" hætt að gjósa, en við það hefir Grýta magnast. íslenzkir ungmennafélag- ar í Noregi. NRP. 25. júlí. FB. Fjórir fulltrúar íslenzku ung- mennafélaganna eru komnir til Noregs. Þeir eru gestir norsku ungmennafélaganna. Þeir ferðast um fjarðabygðirn,ar á vesturland- inu og halda síðan til Niðáróss, koma þangað 29. júlí og taka þátt í ölafshátíðinni þar og í Verdal. Því næst ferðast þeir um Guðbrandsdal, Osló, Þelamörk, Harðangur og viðai og fara aft®r heim til íslands 9. ágúst. Hafnarfjörður. U. J. Ungir jafnaðarmenn úr Hafnar- firði og héðan úr borginni koma við hjá Grýtu á sunnudaginn á skemtiför sinni. Soaið. er af mörgum nefnt fegursta vatnsfall landsins. Það er berg- vatn og má sjá vatn þess nokkuð niður eftir ölfusá og sýnist það svart við hliðina á jökullitlaða vatninu úr Hvítá. Yfir Sogið er farið á brúnni, sem er rétt hjá Þrastarlundi. Er einkar fagurt í Þrastarskógi, þar sem birkigróður- inn er á aðra hönd, en straumiða Sogsins á hina. Þrastaskógnr. Ungmennafélögin eiga Þrasta- skóg og er hann gjöf til þeirra frá Tryggva heitnum Gunnars- syni, sem lét afgirða þetta svæði úr hrauninu og gaf þvi nafnið Þrastaskógur. Ker. Kerið í Seyðishólum fyrir aust- an Þrastarlund er einhver ein- kennilegasti staður á Suður- landi. Er það gamall eldgígur og mjög einkennilegur. Gígurinn er eins og ker í laginu og þar af dregur hann nafn. Er hyldjúpt stöðuvatn í botni hans og mjög fagurt. Við Ker staðnæmast ungir jafnaðarmenn á skemtiför sinini á sunnudaginn. Hafið myndavélarnar með! Langardalnr er ein af fegurstu sveitum lands- ins bæði sumar og vetur. Þar eru griðarstórar grænar flatir, grónar birkihlíðar, stór vötn og jöklasýn. Þar verður stanzað nokkuð. kaugarvatnsvellir eru frámunalega einkenriilegir. Það eru víðir valllendisvellir, en í hálfhring um þá að norðan- verðu eru há og einkennilega fögur móbergsfjöll. Það er haldið yfir norðurjaðar Lyngdalsheiðar; á þeirri leið er Tinbrón (falsgíg- urinn frægi) og Hrafnagjá. Göður gestur. Úr Grindavík er blaðinu skrif- að: „Eggert Stefánsson söngvari hefir dvalið hér í Grindavík hjá bróður sínum, Sigvalda Kalda- lóns lækni, síðan alþingishátíð- inni lauk. Hefir hann sungið hér tvisvar fyrir almenning með að- stoð Kaldalóns, bróður síns. Má það kalla merkisatburð fyrir Grindvíkinga að eiga kost á að hlusta hvorn sunnudaginn eftir annan á tvo af beztu listamönn- um þjóðarinnar. — Flestum, ei Sænsk-finskir blaðamenn eiga sumarbústað á fögrum stað í finska skerjagarðinum. í byrjun júlímánaðar dvaldi þar í nokkra daga formaðurinn í sænsk-finska blaðamannafélaginu í Helsing- fors, Max Hanemann, sem er rit- stjóri blaðsins Svenska Pressan, sem er eftirmiðdagsútgáfa af Hufudstadsbladet. Hinn 4. júlí fór Hanemann úr sumarbústaðnum, en eftir varð þar maður að nafni Axel Matt- son, sem er auglýsingastjóri. Nóttina eftir var barið og fór Mattson til dyra; voru þar komn- ir vopnaðir menn á vélbáti. Spurðu þeir eftir Hanemann, en var svarað, að hann væri farinn. Rannsökuðu þeir húsið og er þeir fundu engan karlmann nema Mattson, sögðu þeir að hann mundi vera Hanemann og höfðu hann með valdi á brott með sér. Fóru þeir með hann langan veg og settu hann í land á eyðiskeri. En tveim tímum seinna komu sömu menn og sóttu hann; hafa þeir þá verið búnir að komast að raun um, að hann var ekki Hanemann. Thor Thors, formaður móttöku- nefndar stúdentamótsins, hefir enn ekki leitast við að afsaka þá framkomu sína, er ég gerði að umtalsefni hér í blaðinu síðast liðinn laugardag, enda er honum þar óhægt um vik. Brögð hans í sambandi við stúdentamótið hafa mælst mjög illa fyrir, sem von er, og sverja flestir stúdentanna sig frá allri þátttöku í þeim. Hér fer á eftir yfirlýsing frá einum af þeim, er ég hafði kallað for- ráðamann. Vill hann ekki við nafnið kannast og óskar að það' komi skýrlega fram, að hann hafi hvergi komið nærri. Er honum það og heiður. Vilhj. S. Vilhjálmsson. Yfirlýsmg. Herra ritstjóri! Vegna dularfullra ummæla hlustað hafa á þá bræður, mun virðast all-einkennileg ráðstöfun þeirra, er völdu söngvara og söngva til alþingishátíðarinnar, að þeir skyldu ekki gefa Þing- vallagestum kost á að hlusta á Eggert né heyra "fleiri en eitt af hinum yndislegu lögum Sig- valda Kaldalóns. Þeir, sem kynnu að eiga þess kost að hlusta á þá bræður, ættu ekki að láta það tækifæri ganga úr greipum sér.“ I finska skerjagarðinum ent þúsundir eyja og skerja, og er- sker það, er þessir finsku íhalds- menn ætluðu að skilja Hane- mann eftir á, langt úr almanna- leið og óvíst hvenær Hanemann, hefði fundist þar af hendingu,. þvi auðvitað myndi enginn hafa leitað hans, þar eð enginn vissg að hann hefði verið numinn á brott. Ekkert vatn var í þessu skeri og auðvitað enginn maturf, svo hending ein er hvort Hane- mann hefði komist þama lífs af.. f fyrra komst sjómaður af skipi,. sem fórst, upp í sker, en fanst:. ekki fyr en eftir viku, og er þó talið að það sker liggi ekki nærii eins langt frá alfaravegi eins og það, sem Hanemann var ætlað. Hanemann sá sér vænlegast, er hann heyrði hvað skeð hafði t sumarbústaðnum, að fara úr landi. Dvelur hann nú í Kaup- mannahöfn. Hann heyrir í pólitík. til sænska flokknum í Finnlandi,. og hafði það eitt til saka unnið,.. að segja það sem honum þótti rétt í blaði sínu um íhaldsmenn- ina eða lappó-kútana. Thors Tho'rs1 í viðtali í blaði yðar síðastliðinn laugardag um það,. að það „hafi verið maður“, sem farið hafi með skilaboð til fær- eyska fulltrúans á stúdentamót- inu og meira ^ð segja hermt þau. rangt, vil ég lýsa því yfir, að ég fór aldrei með nein slík skilaboð meðan ég var starfsmaður á skrifstofu noiræna stúdentamóts- ins og að mér hefði heldur aldr- ei til hugar komið að taka að mér slika sendiferð fyrir Thor Thors. Önnur atriði máls þessa mun ég væntanlega fá tækifæri til að ræða við móttökunefndina í stúdentahóp. Um afstöðu mína tíl gerða nefndarinnar þarf ekki að spyrja, og þykir mér því lítill vegur að, hr. ritstjóri, að heiðr- að blað yðar nefnir mig meðal „forráðíamanna" norræna mótsins. Lárus Sigurbjörnsson. 10 þús. kr. sekt. Hóteleigandi einn í Árósum, á: Jótlandi hefir verið sektaður um 10 þús. d. krónur fyrir óleyfi- lega sölu á áfengi, en áður hefir hann verið sektaður oft, og nema þær sektir samtals 25 þús. d. kr. Maður þessi heitir James Thomp- son og er blámaður, fæddur á Vestur-Indíum, en er danskur borgari. Hann hefir áfrýjað sekt- ardómnum. Enn um færeyska stúdenta. „Ég hefi hvergi nærri komið“. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.