Alþýðublaðið - 29.07.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1930, Síða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Samband ungra jafnaðarmanna. Eins og sjá má á auglýsingu hér i blabinu í dag ver'ður 3. þing Sambands ungra jafnaðar- manna háð á Siglufirði dagana 12.-15. sept. n. k. Er svo á- ikveðið í lögum sambandsins, að þingin skuli haldin til skiftis á félagssvæðunum. Vegna samn- inga við skipafélög var ekki hægt að auglýsa þingið fyr. Ungir jafnaðarmenn, sem ætla til Siglufjarðar eðá geta tekið þátt í för ungra jafn- aðarmanna þangað 10. september, eru beðnir að tala við mig sem allra fyrst. Farið verður með hraðferð „Esju“. V. S. V. Atlantshafsflng. Lundúnum (UP). 29. júlí. FB. Frá Gardington er símað: Brezka loftskipið „R—100“ lagði af stað til Kanadá kl. 3 og 45 mín. f. h. í dag. Á skipinu eru alls 44 menn, þar í talin skipshöfnin, 5 yfir- menn og 32 starfsmenn aðrir. Farþegar eru sjö, allir fulltrúar, sendir af stjórninni, til þess að gera athuganir á ferðinni. Yfir- maður á loftskipinu er Boots loft- flotaforingi. Loftskipið flýgur yfir Liverpool um Suðureyjar (Hebri- des), flýgur síðan. norður á bóg- inn og í hálfhring, vegna óhag- stæðs flugveðurs fyrir norðan ír- land, tekur eftir það suðlægari stefnu og flýgur yfir mitt At- lantshaf. — Loftskipið hefir mat- vælaforða til 5 daga og 500 gall- ón af vatni. Heimsmet að gamni sinu. Hér um daginn tók sig til mað- ur í Stokkhólmi, að nafni Erik Söderberg, og stökk út af Sture- brúnni, sem er 35 metra yfir vatnsflöt. Hefir aldrei verið tekin dýfa úr jafnmikilli hæð, og er þetta langsamlega heimsmet, því hæst hafði dýfa verið tekin úr 278/4 metra hæð, en það var Bandaríkjamaðurinn Branston, sem var sundkennari, sem tók þá dýfu árið 1910. Erik Söderberg er 27 ára gam- all; hann er verkamaður. Ekki lét hann neinn vita um áform sitt fyrir fram. Hefir hann svo sagt frá eftir á, að hann hafi aðallega gert þetta að gamni sínu til þess að vita hvernig væri að hendast gegnum loftið. Hann kom svo að segja undir eins upp eftir dýfuna og synti rösklega að ár- bakkanum. „Tiðindalaust á vest- urvígstöðvunum“ eftir Erich Maria Remarque. íslenzkað hefir Björn Franzson. I. Fræg er sagan um Gunnar Gjúkason, er varpað var í orma- garð, en sló þá hörpuna með tánum svo vel, að nöðrumar sofn- uðu. Aldrei fyr hermir sagan að hann hafi knúð hörpuna jafnvel og þá, er eiturormarnir héngu á honum á alla vegu. Þessi æfintýrasögn er ekkert einsdæmi. í skáldskap íslendinga sjást þess alls staðar merki, að þá hefir harpan verið snjallast knúð, er þung sorg, óbætanlegur missir, ögleymanlegar mann- raunir slóu strengina og löðú'ðu fram dýpstu tónana. Það virðist óskiljanlegt, að flestir þeir, sem kveðið hafa kvæðin ógleymanleg- ustu eða skráð sögurnar beztu, skuli hafa orðið að vaða nöktum fótum eldana, þá sem sárast brenna. En dæmi þess eru svo mörg og 'augljós, að það tekur varla að nefna nokkur þeirra: „Sonartorrek“ Egils, Sálmar Hall- gríms, „Ferðalok" Jönasar, „1 sár- um“ eftir Hafstein, „Kveðja“ Da- víðs og svona mætti telja lengi. Og svipaða sögu má segja úr bókmentum annara þjóða. Og þó verða ef til vill beztu listaverkin ekki til meðan harm- urinn og hugarkvölin nístir hjart- að sem ákafast, meðan „hjartað brjóstið ber, er blóÖið logar þar í djúpum sárum,“ heldur þegar sorgin hefir fest sig til fulls í sál- inni, er orðin hluti af manninum sjálfum, stendur á bak við alt, voldug og ósveigjanleg, setur sitt mót á hverja hugsun mannsins, hverja athöfn; hann veit, að hann getur aldrei umflúið hana, aldrei fjarlægst skugga hennar, en hann lifir lífi sínu út á við eins og ekkert hefði í skorist. ber byrö- ina uppréttur með það eitt fyrir augum: að láta ekki bugast til fulls. Myndu ekki á þeirri göngu streyma fram duldaír og djúpar uppsprettulindir í huga skálds- ins? Og þá yrðu snildarverkin til? Eru þau tilraunir þjáðs mannsandans til að staldra við og njóta hvíldar, til þess að gleyma eða til þess að minnast? Ég veit það ekki. Ég get heldur ekki fullyrt að þetta verði á þennan veg eða þá einhvern ann- an. Hitt veit ég, að þeir eru margir fleiri en íslendingurinn hjá Ibsen, sem sagt geta: „Jeg fik Sorgens Gave — og saa blev jeg Skjald,“ II. Eftir heimsstyrjöldiná miklu, „þessar slysfarir allrar mannúð- ar“, hefir komið fram sérstök teg- und bókmenta: styrjaldar-bók- Hirth fiýgnr tii Ekki kom Hirth flugmaður hingað í gær, en síðdegis bárust hingað þessi skeyti: Lundúnum (UP.), 28. júlí, FB. Frá Kaupmannahöfn er límað: Danskir flugmenn, sem kunnir eru flugskilyrðum á Grænlandi, hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, að þeir álíti óhyggilegt af Hirth að freista að fljúga vestur um haf þessa leið. Grænlandsverzlunin danska sendi 400 kg. af flugvélabenzíni af stað áleiðis til Grænlands á laugardaginn var. Skipið, sem benzínið er flutt á, á að vera komið til Grænlands innan tíu daga. Fr;á Kirkwall er símað: Hirth býst við að leggja af stað í Is- mentir. Fyrstu árin eftir stríðið voru þær bækuf flestar ritaðar í eins konar vigamóði og litaðar af aðdáhn eða óbeit höfundanna á einhverri af þjóðum þeim, er að þeim hildarleik stóðu. Þær bækur hafa gleymst og gleymast. En 10 árum eftir að friður komst á í orði kveðnu kemur fram bókin, sem hvorki er „ásökun eða játn- ing“. Því kemur hún fyrst nú, að svo löngum tima umliðnum? munu margir spyrja. Ég get ekki svarað þvi. En sennilega þarf langan tíma og mikla karlmensku til J>ess að skrá sögu sinna eigin þjáninga á sama hátt og höf. ger- ir í bók þessari. Því yfirburðir bókarinnar liggja ekki sízt í hinni hræðilega hreinskilnu en hóglátu frásögn. Það mætti segja, að framsetning höfundarins, blær frásagnarinnar, sé nístandi kvala- óp, sem aldrei hafi verið æpt, himinhrópandi, orðvana ákæra. En efniviðir bókarinnar eru aðal- lega tveir: lýsing á skelfingum og eymd stríðsins og skilgreining áhrifanna, sem þetta hefir á sál- arlíf hermannanna. Við fáum að heyra um þá sem unga skólapilta 1 byrjun stríðsins, þegar Kan- torek, kennari þeirra, sem ber tilfinningar sínar reiðubúnar í vestisvasanum, predikar yfir þeim þangað til allur bekkurinn fer og gefur sig fram sem sjálfboðaliða; þeir áttu ekki annars úrkosta, ef þeir vildu ekki heita „raggeit". Það var sú hin sama æsing ó- friðarins, sem St. G. St. kvað um: „Þegar sérhver ganti og gjóst- ur grunnhyggnina æsti í róstur“ og þegar mest hugrekki þurfti til þess „að þora að sitja hjá“. Síöan tekur við vistin í her- mannaskólanum, þar sem þeir eiga að fá „nauðsynlegan undir- búning“, læra sem bezt að gena það „að okkar æðsta takmarki, sem heimurinn hefir annars mesta fyrirlitningu á og leggur við þyngstu refsingu." Vist þeirra í skólanum er lýst ítarlega, en á- hrifin eru þau, að „við urðum íslands i dag. landsáfangann snemma á þriðju- dag. Þaðan flýgur hann til Ju- Manehaab, en ef hann álítur ó- ráðlegt að lenda, ráðgerir hann að halda áfram og fljúga beint til Hopedale á Labrador. I morgun. kl. 10 kom skeyti, sent frá Kirkwall, til Flugfélags- ins, þar sem skýrt er frá því, að Hirth sé floginn af stað til ís- lands. Hann er í landflugvél. ÆtLar hann að lenda austur við Kaldaðarnes. Biður hann Flug- félagið um að láta gefa flug- eldamerki austur þar honum til leiðbeiningar. Ætlar flugfélagið að láta kynda þar bál. Líklega kemur Hirth til Kaldað- amess kl. 4—6 í dag. harðlyndir, tortryggnir, vorkunn- arlausir, hefnigjarnir og rudda- legir — og það var okkur fyrir beztu.------Ef við hefðium verið sendir í skotgrafirnar án þessa undirbúnings, þá hefðu að lík- indum flestir okkar mist vdtið.“ — En enn þá eiga þeir eftir að læra. Enn þá trúa þeir á kennara sína og leiðtoga. Trúa að þeir hafi meiri þekkingu, meiri speki, að þeir séu færir um „að ljúka upp fyrir okkur framtíðinni." — „En sá fyrsti, er við sáum liggja dauðann 1 valnum, upprætti þessa sannfæringu okkar.“ — — Og svo fá þeir bréf frá Kantorek, og hann kallar þá „hina vígdjörfu æskumenn". — Æska, æska. „Enginn okkar er kominn yfir tvítugt, en, emm við ungir? Er þetta æska? Ó-nei. Það er nú iangt síðan. Við erum gamlir menn.“ — III. Það er enginn hægðfarleikur að velja einn kafla fremur öðmm til þess að gefa mönnum hug- mynd um alt það, sem höfundin- um tekst* að segja í ekki lengra máli heldur en, bókin er. Þar em myndif úr herspítölunmn svo skýrar, svo nístandi sárar, að hugurinn veigrar sér við að veita þeim móttöku. Enda segir höf. sjálfur: „Hvilík fjarstæða er alt það, sem fram að þessu hefir verið ritað, gert og hugsað, ef slíkt getur átt sér stað. Alt hlýt- ur það að vera lygi og mark- leysa, ef menningarviðleitni ár- þúsunda gat ekki komið í veg fyrir það, að slíkum straumum blóðs væri úthelt, að slíkir kvala- staðir væm til í hundraðþúsunda tali. I herspitölunum fá menn fyrst rétta hugmynd um það, hvað stríðið er.“ — — Þó er ef til vill ekkert í bók- inni átakanlegra og ógleyman- legra en, lýsingin á rússnesku föngunum. — „Líf þeirra er nafn- laust og án saka.“ — „En nú finn ég það eitt, að þeir eru líðandi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.