Morgunblaðið - 11.04.1972, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LRIÐJUDAGUR 11. APRlL 1972
7
illllllllllllllllllllllllllllllllllllililllfllllllfllilllll!llllllllillFlllllilltlllllllll!illllllllllllilllillllll|l|
ÁÉNAÐ HEIIXA
lllll!ll<llllll!lllllllll!llll[lilllllllll!l!llll!lllll!llll!lllllltlll!l<IIIIEI!li|jl!llll!lilllffll!IH]|||||llll[||
70 ára er á mongun 12. april,
ft'jiöm Stefíensen, endiurskloð-
andá, ÁiÆheim'Uim 27. Hanin er að
he'Qnan á afmæiisclaiginn.
í>amn 30.12. voru gefin saman
i bjönaband í Neskinkju af séra
Jóni Thorarensein unigfrú Brna
IBeng'limd Si.giurðardöttir hjúikr-
■unannemi og Heðgi Hjá'marsson
rafviirlki. Heimili þeinra er að
Eintiimél 2.
Stiudio Guðtm’undtar Garðasír. 2.
Laugardaginn 29. jan. voru
tgieíin saman af Rngnari Fjaiar
Lár'US'Symi ungfrú Mjö'X Hólm og
Þórhai'j'úr E'ríkason. Heim'li
þeinra er á Vífi’iSigöt'U 22.
Þann 20. nóv. voru igefiin sam
an í hjónaibamd í LanighoCits-
Ikkrkjru af séra Sigurði Hauki
Guðjónssynd Biiiinóira Siigiurðar-
dótitir og Siiglhvat'Ur Siig'urðsson.
Heim'iSii þeirra veiður að Vestur
bengi 120.
Studio Guðumnnidar Gairðastr. 2.
DAGBOK
B4RNAMA
BANGSIMON
og vinir hans
7. KAFI.I
TÍGRISDÝRIÐ A AÐ FA
RAÐNINGU
Einn góðan veðurdag
sátu Kaninka og Grisling-
urinn fyrir utan dyrnar
hjá Kaninku og hlustuðu á
það, sem Kaninka var að
segja. Bangsímon var líka
hjá þeim. Þetta var sóÞ
bjartur sumardagur og um
allan skóginn ómuðu lítil
hljóð og Bangsímon fannst
þau segja við sig: „Vertu
ekki að hlusta á Kaninku.
Hlustaðu heldur á mig.“
Hann hagræddi sér því
betur til að heyra ekki,
hvað Kaninka sagði, en við
og við opnaði hann augun
og sagði: „Nú,“ eða „ein-
mitt,“ og við og við sagði
Kaninka: „Þú skilur, hvað
ég á við, Grislingur?" og
Grislingurinn kinkaði kolli
alvarlegur á svip til að
sýna, að hann skildi Kan-
inku.
„Það er því í stuttu máli
þannig,“ sagði Kaninka,
sem loksins virtist vera að
ljúka máli sínu, „að Tígris-
dýrið er orðið svo fyrir-
ferðarmikið og ókyrrt, að
tími er til kominn, að það
fái ærlega ráðningu. Ertu
ekki sammála mér, Grisl-
ingur?“
Grislingurinn sagði, að
Tígrisdýrið væri mjög fyr-
irferðarmikið og alltaf á
þönum og ef hægt væri að
gera eitthvað til að stilla
það, þá væri það auðvitað
ágæt hugmynd.
„Einmitt það, sem ég á
við,“ sagði Kaninka. „Hvað
finnst þér, Bangsímon?“
Bangsímon hrökk við,
opnaði augun og sagði:
„Fyrirtak.“
„Hvað er fyrirtak?"
spurði Kaninka.
„Þetta sem þú sagðir,“
sagði Bangsímon. „Það er
ekki nokkur vafi.“
- Grislingurinn gaf Bang-
símoni olnbogaskot og
Bangsímon stóð á fætur og
fór að leita að sjálfum sér,
því honum fannst hann
sjálfur bæði vera þarna
viðstaddur og líka staddur
einhvers staðar langt í
burtu.
„Hvernig eigum við að
fara að?“ spurði Grisling-
urinn. „Hvernig ráðningu
á það að fá, Kaninka?“
„Það er aðalatriðið?"
sagði Kaninka.
„Hvað er aðalatriðið?"
spurði Bangsímon.
„Bangsímon,“ sagði
Grislingurinn ávítandi.
„Hlustaðir þú ekki á það,
sem Kaninka var að
segja?“
„Ég hlustaði, en það fór
eitthvað inn í eyrað á mér.
Viltu ekki endurtaka það,
sem þú sagðir, Kaninka?“
Þar sem Kaninka var
því aldrei mótfallin að
endurtaka sín eigin orð,
spurði hún bara, hvar hún
ætti að byrja. Bangsímon
sagði, að hún ætti að byr ja,
þar sem hún var komin,
þegar eitthvað fór upp í
eyrað á honum, og Kan-
inka spurði, hvar hún
hefði verið þá, en Bang-
símon sagði, að það vissi
hann ekki, því þá hefði
hann ekki hlustað nógu
vel. Þegar svo var komið,
tók Grislingurinn til sinna
ráða og sagði, að það sem
um væri að ræða, væri
það, að nú þyrfti að venja
Tígrisdýrið af því, að vera
svona fyrirferðarmikið og
alltaf á þönum. Að vísu
þætti honum mjög vænt
um það, en því væri ekki
að neita, að það væri of
fyrirferðarmikið.
„Einmitt,“ sagði Bang-
símon.
„Það er alls staðar og
alltaf á þönum,“ sagði
Kaninka. „Það er nú gall-
inn.“ Bangsímon reyndi að
láta sér detta ráð í hug, en
honum datt ekkert í hug,
nema þessi vísa, sem hann
fór að raula fyrir munni
sér:
Úti á víðavangi
vappar Tígrisdýr
Grislings agnarangi
undan hræddur flýr.
Ekki er á því hemja
ef það gerist byrst
taka þarf og temja
Tígrisdýr sem fyrst.
„Hvað var þetta, sem
Bangsímon sagði?“ spurði
Kaninka. „Var það nokk-
ur lausn á málinu?“
„Nei“, sagði Bangsímon.
„Þetta var bara lítil
vísa.“
„Nú dettur mér ráð í
hug,“ sagði Kaninka. „Við
förum með Tígrisdýrið í
langan leiðangur, þangað
sem það hefur aldrei kom-
ið áður, og þar látum við
það villast, og næsta morg-
un finnum við það aftur
og .... ykkur er óhætt að
treysta því þá verður
það orðið nýtt og betra
Tígrisdýr.“
„Hvers vegna?“ spurði
Bangsímon.
„Vegna þess að það verð
ur orðið auðmjúkt Tígris-
dýr, alvarlegt Tígrisdýr og
íhugandi, lítið og óttasleg-
ið Tígrisdýr, sem segir:
„Kaninka, mikið er gott að
þú komst.“ Það er þess
vegna.“
„Verður það líka fegið,
þegar það sér mig og
Grislinginn?“
FRflMHflLÐS
Sfl&fl
EJflRNflNN-fl
DRATTHAGI BI.VANTTTJRJNN
FERDINAND
?i^úx • ' - ■ ' i