Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.12.1972, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1972 5 „Einn í ólgusjó“ — ný sjómannsbók eftir Svein Sæmundsson [Borgara- fundur að ÍHótel Borg ► Sverrir Runólfsson. 1 kvöld heldur „Valfrelsi — h u gs j ónahrey f irig áhugafólks um bætta lýðræðishætti“, borg- arafund að Hótel Borg, og hefst funduTÓjnn kl. 8.30. Prummæl- andi er Svenrir Runólfsson, og nefnir bann erindi si'tt „Orelt embættismann'aíkerf i“. Á eftir erindi Sverris verður fólki gefinn kostur á umræðum og fyrirspurnum. Alþingismönn um hefur sérstaklega verið boð- ið á fundinn. Aðspnrður kvað Sverrir erf- itt að segja um, hve margir fé- lagsmenn væru i Valfrelsi, þar sem það væri ekki bundinn fé- lagsskapur, heldur hreyfiing með ákveðnum fraimkvæmda- hópi. Á undiirbúningsfundi 1. des. hefði á hirnn bógimn verið ákveðið að rannsaka, hvort grundvöllur væri fyrir því, að stofna formlega til félags. Sverr ir sagðist ekki vera mjög hlynntur því, en hann myndi að sjálfsögðu sætta sig við viija meirih'iutans. Bezta auglýsingablaöiö KOMIN er út ný bók eftir Svein Sæmunds.son, „Einn í ólgusjó, lífssiglinig Péturs sjómanns Pét- urssonar". Er þetta sjötta þókin, sem Sveinn hefur skráð um sjó- menn og sjómennsku. „Pétur Pétursson er sjómaður í fyllstu merkingu," seigir m.a. á kápusíðu. „Hann fer sína fyrstu ferð milli landa á barns- aldri og kemst þá í kynni við Baikkus konung. Ævintýri hans eru með ólikindum. Pétur sjó- maður Pétursson siglir um all- an heim, fyrst á íslenzkum skip- um og síðar með öðrum þjóðum. Kynni af fjarskyldustu þjóðflokk um, löndum og borgum er menntandi líf. Þetta er háskóli lífsins. En Pétur er samur við sig, hvort ssm hann berst við æðandi öldur Norður-Atlants- hafsins eða nýtur gestrisni fag- urra meyja á Bali eða Montevid- eo.“ Og þar segir ennfremur: „Einn í ólgusjó er frásögn íslenzks sjó manns og ævintýramanns, sem segir söguna eins og hún gengur og dregur ekkert undan.“ Bókin er 272 bls. að stærð og skiptist í tvo meginkafla. Sá Sveinn Sæmundsson. fyrri nefnist Járnkanslarinn, en hinn síðari Til sjós á ný. Þá eru og allmargar myndasíður í bók- inni. útgefandi er Setberg. Skák einvigi Danielsson aldarinnar iréttuljósi Með þessari margumræddu bók fá aðdáendur „Spítalasögu" og hinna fjölmörgu frásagna Guðmundar Daníelssonar tvöfaldan kaupbæti, en það eru teikningar Halldórs Péturssonar og skákskýringar Gunnars Gunnarssonar og Trausta Björnssonar. Þeir félagar hjálpast að, hver á sinn hátt, við að þræða atburðarás umdeildasta skákeinvígis sem um getur. Guðmundur lýsir atburðum einvígisins á skáldlegan og fjörmikinn hátt, - allt frá óvissunni í upphafi til þeirrar stundar að Víkingablóðið litaði storð í lokahófinu. Einvígi aldarinnar í réttu Ijósi er bók, sem vafalaust verður lesin upp til agna, í bókstaflegum skilningi. ISAFOLD NATIONAl Hí-T»P S Iffl tœki FM-LB-MB. Allar þrjár bylgjurnar - og innbyggður hljóðnemi Er ^ pakka meiru i eitt tæki ? RAFBORG SF. R AUOAR ÁRSTÍG 1 SÍMI 1U4T Thor Vilhjálmsson FOLDA Mögnuð bók eftlt sérkennilegan og snjallan rithöfund. Folda er í raun réttri þrjár stuttar skáldsögur; háðsk lýsing á samkvæmisháttum okkar, stórkostuleg lýsing á sendiför til heimkynna sósíatismans, og mönnum þeim, se.m til slíkra ferða veljast, og síðast en ekki sízt, ferðasaga nútima hjóna í Suðuriandaferð. Auðlesin bók og auðskitin. bókaskrá ísafoldar Kynnir efni og útlit glæsilegs úrvals bóka við hæfi lesenda á öllum aldri. Sérstaklega heppileg fyrir þá, sem vilja spara sér ómak og velja bækurnar í ró og næði heima fyrir. Allar jólabækurnar á einum stað. Sjálfsævisaga manns, sem lepgi hefur lifað, margt séð, og kann frá ýmsu að segja. Sigfús M. Johnsen rithöfundur og fyrrverandi bæjarfógeti Vestmannaeyja hefur komið víða við um æfina. Yfir foldög flæði er sjötta bók hans, - athyglisverð og skemmtileg. fSAFOLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.