Alþýðublaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. ágúst 1958 ■ Wg&fifp /ilþý8ablaði8 i 3 Alþýöublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emjlía Samúelsdóttir. 1 49 0 1 og 14 9 02. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Hinn óttalegi leyndardómur MORGUINBLAÐINU verður ákaflega tíðrætt um það þessa dagana, að einhver skelfileg hula hvíli yfir öllum málum hér á landj þessj missirin. Blað-ð skýrðj frá því eftir síðustu helgi, að aðalritstjórinn, Bjarnj Benediktsson, iiefði notað þennan óttalega leyndardóm sem uppistöðu í Eæðu einhvers staðar austur.í svetum um síðustu helgi. Var helzt á frásögn blaðsins að skilja, að ræðuraaður hefði talið hinn óttalega leyndardóm vera að sliga þjóðina, firra óana ráði og rænu og senda hana1 út í yztu myrkur á svo, að segja öllum sviðum. Ekki þýðir að efa frásögn blaðsins, þar sem ræðumað* úr, heimildarmaður op fréttamaður er alit sami maðurinn, þ. e. aðalritstjórinn sjálfur. Enda hefur þessi óttalegi leyndardómur verðj efniviður í forustugreinar síðar, og lítur því helzt út fyrir, að aðalritstjórinn hafi fengið efnið á heilann. Er allt útlit fyrir, að hér telji kempan sig hafa fundið pistil, semj leggja megi út af í miörgum ræðum, greinum og fréttum. Virðist hann staðráðinn í að nota sér jbessa uppgötvun sína vel og lengi. Hætt ér þó við, að þessi pistill aðalritstjórans skili honúm skanunt, og þættir hans um hinn óttalega leyndardóm faxi fyrir ofan garð og neðan hjá öllum al- menningi. Fóik verður þess yfirleitt ekki vart, að nokk- ur hula hvílj yfir stjórnaraðgerðum á Iandi hér, ená’9 varla von, þar sem þriggja flokka stjórn er við völd, og öll mál þarf að skýra fyrir alþjóð ut frá ýmsum sjónar- miðum. Miklu meiri hætta væri á óttalegum leyndar- dómj um Iandsmálin, ef einn flokkur sæti við völd, þótt sú hætta eigi ekki að vera í lýðfrjálsu landi. Aðalrit- stjórinn minnist helzt á tvö mál í sairýxand; við hinn óttale-ga Ieyndardóm: efnahagsmálin og landhelgismálið. En bæði þessi mál eru alþjóð kunnug, yfir þeim hvílir engin hula. Að vísu má til sanns vegar færa, að nokkur ieynd ríkj um áfstöðu sumra flokka í þcssum málum. Þannig hefur flokkur Bjarna Benediktssonar enga stefnu birt í efnahagsmíálum, og stefna hans í iandhelgismál- xnu er harla reikul og loðin. Þar er því Ieyndardómur fil staðai-, en varla getur hann talizt hinn óttalegi leynd- ardómur, því að leynd sú er tilbúin af bráðsnjöllum stjórnxnálakempum, sem telja það beztan áróður á vandasömum tímum að hafa enga skoðun. Menn sjá í gegnum þann „Ieyndardóm“ aðalritstjórans. Þetta á að vera geysilegt herkænskubragð stjórnarandstæðinga, en verður skelfilega lítið bragð til Iengdar og allt annað en stórmannlegt. Menn eru ekki komnir á þing eða stjórn- málaflokkar myndaðir til þess eins að hafa enga skoðun. Hins vegar er það rannsóknarefnj út af fyrir sig, hvers vegna aðalritstjóra Morgunblaðsins verður svo tíðrætt um hinn óttalega leyndardóm. Þótt mikið af þessum skrifum hans sé venjulegur áróður, til þess gerður að reyna að skapa tortryggni, úlfúð og ósamlyndj í þjóðfélaginu, en Morgunblaðið hefur lagt höfuðkapp á það göfuga verkefni síðastliðin tvö áx, er líkast til einhvers konar, vaki í skap- mu, sem elur á umhugsuninnj og vangaveltuiium um hinn óttalega leyndardóm. Það skylcU þó ekki véra tómjleiki í sálinni yfir að eiga ekkj sæti á ráðherrafundum? ISLENDINGAR ganga í alls konar skóla nú á dögum, en oftast kem|Ur á daginn, að eftir allt reynist skólaganga lífsins notadrýgst og þar ber hæst fyr- ir undirritaðan ákvörðun póli- tísks flokks um framhoð þrí- vegis í sömu sýslu gegn elzt-a þingmanni á elzta löggjafar- þingj veraldar. Andstæðingur inn reyndist skólameistarinn — sá kennifaðir, sem margt var.af að læra. Honum var lít- ill vandi á höndum að ráða við imga og óreynda andstæðinga. en hann hugsaði um meira en sigurinn einan. Hann tók and- sxæðingana að sér og hjálpaði þeirn eftir því sem hjálpar var þörf. Hann hóf -ekki iildeilur að fyrra bragði, en þeir, sem ti] slíks stofnuðu, urðu fljótt var- ir við, að þeir komu ekki að tómum kofanum. Pétur Otte- sen var og er ein af stórkemp- um íslenzkra stjórnmála, bar- dagamaður með afbrigðum, rök fimur og harður í horn að taka. svo að þeir muna eftir, sem fvf ir hafa orðið. Það er rræð nokkrum rétti kvartað undan miklu flokks- valdi nú á dögum •—• ofvaldi þessara samtaka og þeirra, sem þeim stjórna. En við eigum líka menn, sem- láta sér slíkt Pétur Ottesen ekki fyrir brjósti brenna og bjóð-a flokksvélum byrgin, hve nær sem þeim sýnist, Ein'n þeirra manna er Pétur Ottesen, einbeittur, sterkur og sjálf- stæður, hvað sem um er að ræða. Hann hefur sett svip sinn á allmörg mál, barízt fyrir þeim um áratugi og beðið þess, að þjóðin öll vaknað-i t;j með vitundar um þau. SIík mál eru Fyrir Verzlunarmannahel gina Þýzkar sp orfskyrtur * Ný snið * Vandað efni * Margir litir Ver® afSeins kr= handritamálið, landhelgísmá’iið og fleiri, þar sem Pétur hfef- ur verið eins og klettur úr haíh — óbrjótandi og óbilandj bar áttumaður, þolinmóður en fast ur fyrir. Það er nokkur vandj á hönd- umi hverjum- þeim, sem fær það hlutverk að skri'fa um Pétur Ottesen sjötugan. Lofið er freistandi, en Konum væri lii- l þægð í slíku. En það kann að vera honum nokkur ánægja ©3 heyra, að ungir andstæðinga*' hans muna ekkj eftir sterkum orðum, sem hafa raunar veriA furðu fá, heldur eftir svip hans, trú hans og þjóðhollustu, se-ra á þrátt fyrir allt að ríkja ýfif flokkshagsmunum augnabliks- ins. Og slífc minning — slikur lærdómur af eldrj monmrn^, hvort sem þeir eru fvlgismenni eða anóstæðíngar er tvímæla- laust mikils virði. Pétur Ottesen hefur verið okkur Alþýðuflokksmönnum ósammála um margt, en von- andí geta menn verið sammaJa um eitt: að slíka mérm sem hann, sjálfstæða, einarða Og heilsteypta, þarf þjóð okkar »3 eiga. Því sendum við þéssum bónda, þessum þingskörungi, beztú afmæliskveðju. Beiaedikt GröndaL , S' V V V s s s s V s V S' s' V s' s' s s' s' s' s‘ s s' s s s s s V s Kðupum hreinar léreftstuskur PrenfsntiSja Alþýðublaðsins. CTBREItílö • 'f ALÞÝSUBLAÐIÐI ", V'' * * ■ ☆ *☆☆*☆*☆* A rv'Ví; - - ý5# I Fjölbreytt hátíðahöld verða í Tívolí um verzlunarmannahelgina, laugardag. sunnudag og mánudag. Meðal skemmtiatriða verður hin fræga japanska sjó nvarpsstjarna Matsoha Sawamura, leikþátturinn: Haltu mér — slepptu mér, gjafapökkum varpað úr f lugvél, þar á meðal farseðli ti'l Norðurlanda. Kappát, kappreiðar, kapphjólreiðar. Bíósýningar. Maddama Zena, Stjörnutríóið, skopþættir, dýrasýning, töfra- brögð og búktál og margt, margt fleira. • Dansað verður á Tívolípallinum öll kvöldin. Aðgangur ókeypis að danspallinum. Flugeldar og'-þrenna verða mánudagskvöld á miðnætti. — Fjölbreyttar veitingar — Ferðir verða frá Búnaðarfélagshúsinu. s s s V s s s % s V s s s s s s s V S' s V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.