Alþýðublaðið - 02.08.1958, Page 5
AlþýðublaðiS
5
Latógafdagur 2. 'ágúst '1958
Pétur Pétursson: Þættir
Heimsóknin (il
úr binamannaför. - VII.
IBÚÐAHÚSABYGGINGAR
EFTIR að hafa skoðað há-
skólann og umhverfi hans kom
til fylgdar við ókkur einn af
verkfræðingum borgarinnar til
að sýna ökkur nýbyggingar
íbúða. Var skoðað hverfi eitt í
Bágrenni háskólans, sem skipu
3agt hafði verið í þessu augna-
miði. Voru þarna eingöngu
;Þyggðar stórar blokkir, líklega
átta hæða háar og nokkuð lang
ar. Gæti ég trúað, að í hverri
blokk hefðu verið eitt til tvö
hundruð íbúðir. Við komum
hvergi inn í neina íbúð í
Moskvu. Blokkirnar eru ailar
eins í aðalatriðum, og virðist
foyggingarvinnan fara fram
eins og um verksmiðjuvinnu
væri að ræða, þannig að einn
foyggingarflokkurinn tekur við
af öðrum. Einn grefur grunn-
inn, annar steypir undirstöður,
þriðji tekur við og hleður upp
múrsteininum o. s. frv. Okkur
var sagt, að byggðar væru ems,
tveggja eða þriggja herbergja
íbúðir. Stærðin var sögð vera,
fyrir utan eldhús og ganga: 18
ferm. sú minnsta, 26 ferm. sú
næsta og 38 ferm. sú stærsta. I
þessu tiltekna hverfi á að
Þyggja fyrir 250 bús. íbúa.
Þetta er að vísu mikil fram-
lcvæmd, en borgin er líka stór
og þarf áreiðanlega að byggja
Jtnörg slík hverfi. áður en hús-
næðisvandræðunum er útrýmt
í Moskvu. Samkvæmt lögum á
hver maður að hafa minnst 9
ferm. íbúðarpláss, en almennt
er talið, að hver íbúj haf; að-
eins 3 fermetra.
ÍSLENZK GESTRISNI
Þetta kvöld hafði ambassa-
dor íslands í Moskvu, Pétur
■Thorsteinsson, boð inni í til-
efni af veru okkar í borginni.
'Bauð hann þangað ýmsum fyr-
Irmönnum ríkis off borgar.
illoru gestir á milli 50; og 60.
Líklega hefur Alexei Kosygin
varaforsætisráðherra, verið
hæst settur eða valdamestur af
þeim, sem komu i þetta boð.
Kosygin er rúmlega fimmtug-
ur maður. Varð ráðherra 41 árs
gamall og komst þá í stjórnar-
nefnd „flokksins“ í tíð Stalins.
Hann virðist hafa sloppið í
gegnum allar „hreinsanir“ og
er nú sjálfsagt náinn samstarfs
maður Krústjovs.
Eftir að gestir voru farnir,
sátum við lengi kvölds og röbb
uðum saman á þessu indæla ís-
lenzka heimili fyrir handan
járntjaldið. Pétur os kona
hans, Oddný Björgúlfsdóttir,
eru virðulegir fulltrúar íslend-
inga hjá þessari stóru þjóð.
Það fer ekki á milli mála,
hvað starf þeirra er mikilvægt
og vandasamt. Þá hittum við
þarna einnig Ingva Ingvarsson
sendiráðsritara, og konu hans
'Hólmfríði Jónsdóttur.
AFTUR í KREML
Næsta morgun fórum við til
Kremi í annað sinn. Hitturn
við fyrir í þinghúsinu J. V.
Peive, forseta þjóðernaráðsins,
þ. e. annan forseta æðsta ráðs-
ins, ásamt ýmsum formönnum
| nefnda. Peive hélt þarna all-
| langa ræðu um Æðsta ráðið 'og
starfsemi þéss. Auk þess lýstu
I nokkrir formenn nefnda störf-
um' sínum. Peive ræddi fyrst
um friðarvilja almennings í
Ráðstjórnarríkjunum og kvað
Æðsta ráðið vera sama sinnis.
Hann kvað Æðsta ráðið og for-
■ sætisráð þess vera valdamestu
stofnanir Ráðstjórnarríkjanna
— og ráða öllu! Ýmsar fastar
nefndir starfa stöðugt allt árið
ásamt Forsætisráðinu, en það
'samanstendur af forseta, sem
er í raun. og veru forseti lands
ins, 15 varaforsetum, sem jafn
framt eru forsetar lýðveld-
anna, ritara og 16 öðrum þing-
mönnum, alls 33 mönnum.
Þingforsetinn gerði mikið úr
Stjórnarbyggingarnar í Kreml.
lýðræðislegri afgreiðslu mála,
svo sem með atkvæðagreiðslu,
rétt eins og okkur dytti eitt-
hvað annað í hug! Okkur var
sagt að 7,7% þingmanna væru
undir 30 ára aldri, 21,8% væru
30—40 ára, og 70,5% yfir 40
ára. 26,6% af þingmönnum eru
konur. Þingið er nú orðið oft-
ast kallað saman tvisvar á ári
og situr í hvert sinn f nokkra
daga, í kringum viku eða rúm-
lega það. Þá var okkur sagt að
þingið breyttist mjög mikið við
hverjar nýjar kosningar, t. d.
hefðu 62,3%. þingmanna eft.r
síðustu kosningar ekki setið á
þinginu næst á undan,
UM ÞING OG
ÞINGKOSNINGAR
Bæði eftir þeim upplýsing-
um, sem okkur voru gefnar á
þessum fundi, og eftir öðrum
upplýsingum, sem ég gat aflað
mér, hef ég verið að reyna að
gera mér Ijóst, hvernig þing-
kosningar ganga fyrir sig og
hvað þingið raunverulega er.
Eins og stendur er tala þing-
manna 1378. I annarri deild-
inni, sambandsráðinu, eru 738
þingmenn, og í himii deild-
inni, þjóðernaráðinu, eru 640
þingmenn. í sambandsráðið er
þannig kosið, að einn fulltrúi
er fyrir hverja 300 þús. íbúa.
Fjölgar því þingmönnum þar,
eftir því sem fólkinu fjölgar. í
þjóðernaráðið er • hins vegar
kosið þannig, a8 25 fulltrúar
eru kosnir fyrir hvert sam-
bandslýðveldi, en þau eru 15.
Þá eru kosnir 11 fulltrúar fyrir
hvert sjálfstætt hérað Oa svo
nokkrir fulltrúar fyrir sérstök
þjóðernisbrot. Forsætisáð þings
ins er svo eins og áður er sagt
'samansett af 33 þingmönnum.
Þessu forsætisráðí má ekki
blanda saman við forsætisráð
Kommúnistaflokksins, sem er
nú trúlega valdameira þegar
allt kemur til alls. Hlutverk
forsætisráðs þingsins er í íyrsta
lagj hlutverk þjóðhöfðingja hjá
vestrænum þjóðum. í öðru lagi
gefur það út tilskipanir, sem
síðar eru staðfestar af þinginu
(ég hef heyrt, að stundum séu
aðeins lesnar fyrirsagnir til-
skipananna og þær síðan sam-
þykktar tafarlaust) og í þriðja
lagi tilnefnir forsætisráðið for-
sætisráðherra og ríkisstjórn.
Forsætisráðherra (Krústjov), 8
varaforsætisráð'herrar og
nokkrir aðrir mynda síðan eins
konar kjama ríkisstjórnarinn-
ar. Ríkisstjórnin öll er taan
koma sjaldan saman, en aðal-
ráðherrarnir alloft.
Hinar svokölluðu þingkosn-
ingar eru svo auðvitað kapí-
tuli út af fyrir sig. Að sjálf-
sögðu er ekki um neinar kosn-
ingar að ræða í okkar skiln-
ingi,’ þar sem aðeins er einn
maður í kjöri í hverju kjör-
dæmi, eða eins margir og kjósa-
á. í stjórnarskrónni stendur,
að viðhöfð skuli frjáls Og leyni-
leg kosning. Þegar líða fer að
kosningum, sjást túkynningar
um, að eitthvert samyrkjubú,
eða einhver hópur manna hafi
tilnefnt þennan eða hinn í yf-
irkjörstjórn. Þegar búið er á
þennan hátt að tilkynna 20
nöfn, birtir forsætisráðið til-
skipun um að þeir séu aílir
skipaðir í yfrkjörstjórn, Síðan
kemur að frambj óðendunum.
Þessi eða hin verksmiðjan eða
skipshöfnin eða samyrkjúbúið
eru sögð hafa tilnefnt þennan
mann til að vera í kjön í þessú
og þessu kjördæmi. Þar með er
framboðið ákveðið — og ekki
kemur það fyrir, að fleiri en
einn séu' tilnefndir! Auðvitað
er það „flokkurinn“, sem ræð-
ur öllum framboðum, þótt
reynt sé að láta líta öðuvísi
út á yfirborðinu. Stundum eru
sömu menn, þ. e. leiðtogar
„flokksins", tilnefndir á mörg-
um stöðum, og er það sagður
vera eins konar mæiikvarði á
völd þeirra, hvað víða þejr eru
tilnefndir. Kosningarréttur er
miðaður við 18 ár. Þegar á kjör
stað er komið, fær hver kjós-
andt tvo kjörseðla, annan til
kosninga í sambandsráðið og
hinn til kosninga í þjóðerna-
ráðið. Leyfilegt er að fara á
bak við tjald til að strika fram.
bjóðanda út, en það munu fáir
gera. Síðan er talið, os allir
frambj óðendur fá fast að 100%
atkvæða!
En snúum okkur nú snöggv-
ast að Kommúnistaflokknum.
í „flokknum“ eru aðeins 6—7
millj. eða 3—4% af þjóðinni.
Þetta er þó tvímælalaust ekki
vegna þess, að fleiri vilji ekki
vera í „flokknum“, því að sjálf
sagt eru tugir mjlljóna komm-
únistar. Hins vegar kærir
stjórn flokksing sig ekki um að
félagar séu fleiri, til þess að
tryggja það, að aðeins séu í
flokknum „valtí;r menn“, sem
óhætt sé að treysta. í miðstjórn
„íiokksinsh'ern um 430 manns,
sem velur sér ■forsætisráð. emá
því eru 15 mena og nokkrit
aukameðilmir. Aðalritarinn
(Krústjov) er eins og allir vit'a
valdamestur. Kerfið er svo tal-
ið vera þannig, að í hveni
verksmiðju, samyrkjufoúj eða
annars staðar, þar sem' einhver
hópur fólks er, séu einn eða
fleiri „flokksmenn“, sem sjá
’um, að aðrir fari ekki út af
„línunni“.
Vöruskiptajöfnuðurinni
var óhagstæður um 2,4 millj; í
júní s. 1. Á sama tíma í fyna
var vöruskiptajöfnuðurinn é-
hagstæður um 80,9 millj. 'kr.
Til júníloka þessa árs hefnr
vöruskiptajöfnuðurinn verið ó~
hagsæður um 214,2 millj. fe
Inn var flutt fyrir 681,8 miHji
en út var flutt fyrir 467,5 millji
Á. sama tima í fyrra var halliteii
146,8 millj. Tölirr þessar konéa
fram í bráðafoirgðayfirliti Hag:
stofu íslands.
Frjálsar íþróttir:
meisfaramóti Reykjavíkur
DRENGJAMEISTARAMÓT
Reykjavíkur, hið fyrsta í röð-
inni, hófst á íþróttavellinum
á Melunum sl. fimmtudags-
kvöld. Hin mikla þátttaka í
mótinu sý'nir mjög aukinn á-
huga reykvískra drengja á
frjálsum íþróttum og er vafa-
samt að hann hafi verið meiri
áður. Félögin þrjú, Ármann,
ÍR og KR sendu 30—40 kepp-
endur, en alls er keppt í 16
greinum. Mót þetta er stiga-
mót og hljóta sex fyrstu' stig,
7, 5, 4, 3, 2, 1. Það félag sem
flest stig hlýt-ur, fær bikar að
launum, fyrsti maður í hverri
grein fær meistarapening, en
2. til-6_ maður fær verðlauna-
skjal.
Margir efnilegir drengir
komu fram á móti þessu og má
nefna Grétar Þorsteinsson, Á,
Úlfar Teitsson, KR, (vann 3
greinar) Gylfi Gunarsson, KR,
Jóhannes Sæmundsson, KR,
Þorvarður Jónasson KR, Stein-
dór Guðjónsson, ÍR, Helgi
Hólm, ÍR. Jón Þ. Ólafsson, ÍR,
Magnús Ólafsson ÍR o. fl. Von-
andi halda allir þessir piltar á-
fram æfingum af kostgæfni í
framfíðinni og þá þurfa ísl.
frjálsíþróttir ekkert að óttast.
Stigin standa þannig eftir
fyrri daginn, að KR hefur hlot-
ið 87, ÍR 81 ög Ármann 18.
ÚRSLIT:
100 m. hlaup:
Úlfar Teitss.. KR
Grétar Þorst. Á
Gylfi Gunnarss., KR
Úlfar Andréss., ÍR
400 m. hlaup :
Grétar Þorst. Á.
sek.
I. 1,5
II, 6
11,8
12,0
sek.
55»8
Úlfar Andréss., ÍR 58j8
Kristj. Eyj. ÍR _ 61!,1
Jón Svemsson, ÍR 6Í,4'
1500 m. hlaup :
mflli
Helgi Hólm, ÍR 4:48$-
Kristinn Sölvason, KR 5:18,5
110 m. grindahlaup :
sek.
Steindór Guðjónss., ÍR 16,2
Gylfi Gunnarss., KR. 17,3
Kristján Eyjólfsson, ÍR 17 8
Úlfar Andrésson, ÍR 17.9
Kúluvarp :
m.
Úlfar Teitsson KR 13.22
Jóh. Sæin. KR. 12,87
Þórarinn Lárusson, KR 10,98
Grétar Sglm. ÍR 10,68
Kringlukast:
m;
Jóh. Sæm. KiR 43,08
Þór.Lárusson, KR 41,48
Þorv. Jónassohj KR 35,95
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 34,88.
Hástökk:
na,
Jón Þ.. Ólafsson, ÍR 1,65
Þorv. Jónasson KR 1,65
Steindór Guðjónsson, ÍR 1,55
Magnús Ólafsson, ÍR 1,50
Langstökk: í
m.
. Úlfar Teitsson, KR 6,33
Magnús Ólafsson, ÍR 6,14
Gylfi Gunnarsson, KR 6,12
Þorv. Jónasson, KR 6,01
4 x 100 m. feoSMaup : ;
KR, a-sveit, 47,8 sek.
ÍR, a-sveit, 48,7 sek.
'•ÁnnaBn ) 15317 sek.