Morgunblaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Saniferáa i disuðsnra þessu vant fór það í taugamar á Rakel, hve seinn hann var til svars. -— Þeir eru að leita til lög- reglunnar, sagði hún. Án þess að líta við, spurði hann: — Hvað áttu við með því, að hún sé horfin? — Hún virðist hafa komið hingað einhvern tima í gær, sagði hún, — og líklega með morgunlestinni, sem hún notar venjulega þegar hún kemur hingað um helgar. Hún virðist hafa þvegið sér, sett nokkur blóm í vasa og sérry og glös á bakka — allt í mesta flýti, rétt eins og hún ætti von á einhverj- um — og svo bara horfið. Brian lokaði ofninum aftur. Fæst i haupfélagtnu — Ég skil ekki, hvað þú átt við með því, að hún sé horfin. Hvers vegna getur hún ekki hafa skroppið eitthvað og kannski með manninum, sem hún átti von á. Rakel lýsti nú því, hvernig lit ið hafði út í stofunni. Hún sagði honum frá brotnu flöskunni, borðinu, sem hafði verið velt um koll og blettinum á gólfábreið- unni. Og meðan hún sagði frá þessu, varð hún æ órólegri, af þvi að Brian stóð alltaf kyrr hjá ofninum og leit ekki einu sinni á hana. Hún varð æ taugaóstyrkari og meira óðamála.— Þetta lítur ekki vel út, skilurðu, það er rétt eins og ráðizt hafi verið á hana, og hún hafi lent í áflog um og svo annaðhvort hlaup- ið út sjálf eða verið flutt buit. Hún stóð upp. — En nú þarf ég að fara heim. Ég sagðist ætla að hafa hádegismatinn tilbúinn, þegar Gower liðþjálfi væri bú- inn að tala við þá. — Bíddu andartak, sagði Bri- an dræmt og næstum varkárnis- lega, og gaf henni 1 skyn, eins og venjulega, að hann væri að reyna að krafla sig fram úr ein- hverjum flóknum hugdettum og reyna að komast að einhverri mikilvægri niðurstöðu. — Heyrðu, Rakel: þessi manneskja sem Margot átti von á. . . hef- urðu nokkra hugmynd um, hver það var? — Alls ekki, sagði hún, — nema hafi það verið bróðir hennar? — Þér hefur væntanlega ekki dottið í hug að það hafi verið ég? Rakel dró andann óróleg. — Vitanlega ekki! sagði hún. — Ertu viss? — Eins og ég sagði þér, hef ég ekki minnstu hugmynd um, hver það var. — Mér datt bara í hug, að það hefi verið þess vegna, sem þú komst núna. — Ég kom ekki til annars en þess, sem ég sagði þér, Brian. Hún sagði þetta með óþarflega mikilli áherzlu, af þvi að hún var nú tekin að átta sig á þvi, að í rauninni hefði hún ekki haft neina gilda ástæðu til að koma, nema aðdráttarafl hans. — Mér fannst einhver ætti að segja þér frá þessum ráðagerð- um í sambandi við húsið. — Það var fallega gert af þér sagði hann. — En nú býst ég við, að mest sé undir þvi komið, hvað orðið hefur um ungfrú Dalziel, hvern- ig fer um húsið. Hún sneri til dyranna. Hann seildist til og greip í handlegg hennar. — Bíddu and- artak. Seztu niður. Hlustaðu. . . Hann ýtti henni niður á stólinn við ofninn. — Segðu mér. . . . hafa þeir nokkuð gizkað á, að þetta hvarf hennar geti staðið í einhverju sambandi við gift- ingu Rodericks? — Þetta er skrítið. . . þetta er einmitt það, sem Jane spurði mig um sagði Rakel. — Hvern- ig gæti það verið ? — Ég veit ekki, sagði Brian. — Ég var bara að velta því fyr- ir mér. Ef Margot hefði verið andvíg þessari giftingu Roder- ieks. .. — en það var hún ekkl, sagði Rakel. — Hún var einmitt stórhrifin. — Hvemig veiztu það? — Jane sagði mér það. Það kæmi mér nú á óvart, ef Jane hefði nokkra hugmynd um það. Það hvernig hann nefndi Jane, vakti eftirtekt Rakelar. Þekkir þú þá Jane? spurði hún. — Já, ég þekki hana allvel, sagði hann. — Hún nefndi ekkert, að hún þekkti þig, þegar við vorum að tala um hlöðuna. — Nei. Hún er sjálfsagt tals- ver-t gleymin. Hann sagði þetta hóglega en hæðnislega. — Þetta verður eitthvað skrítið hjóna- band. Líklega hefur Roderick kvænzt henni, vegna þess að hún hefur verið eina konan, sem hann hefur kynnzt og ekki ver- ið hræddur við. — Aldrei hefði mér getað dottið i hug, að Roderick væri hræddur við konur, sagði Rak- el. Ég hef alltaf hugsað mér hann sem einn þessara rólegu, bíræfnu manna, sem fara alltaf sínu fram við hvem sem er, hvort heldur karl eða konu. — Já, víst er hann bíræfinn, sagði Brian, — en mest stafar það nú af þvi, að hann er hræddur. Og það er Margot að I þýáingu Póls Skúlasonar. kenna. Maður verður að vera þéttur fyrir til þess að standa í henni. — Er Jane þá mjög þétt fyr- ir, úr því hún virðist halda sig geta ráðið við hana ? Hann hugsaði sig um. — Já, á sinn hátt er hún þétt fyrir og það mjög — aðallega vegna þess að hún verður fyrir svo lít illi andspyrnu. Og hún gengur með algjörlega óraunhæfa mynd af Margot í huga sínum, aðallega vegna þess að Margot er svo gjörólík foreldrum henm- velvakandi Velvakandi svarar i sima 10100 frá mánudegi ti! föstudags kl. 14—15. 0 Undanþága til skip- stjórnar Matthías Ingibergsson skrif- ar: „1 grein i Morgunblaðinu 13. þ.m. gefur Loftur Júlíusson þá yfirlýsingu, að hin tíðu óhöpp á fiskiskipaflotanum séu und- anþágumönnum að kenna. Það væri æskilegt að Loft- ur upplýsti hve margir þeirra, sem með skipstjóm fóru á þeim skipum, sem hlekkzt hefur á að ...mm gott Kond i tori - kökur, tertur og kmnsakökur. Leigjum út sali fyrir . fjölmenn? og fámenna mannfagnaöi. I | VEITINGAHUSIÐ GLÆSIBÆ I . (Utgaröur) sími 85660 undanfömu hafi haft undan- þágu. Hitt er svo annað mál, að undanþágur eru og verða alltaf óæskilegar, en það er illa gert að kenna undanþágumönn um um öll þau ósköp, sem yfir hafa dunið á undanförnum mán uðum. Eftir því, sem ég bezt veit hefur téðum undanþágu- mönnum ekki famazt verr í starfi en hinum. Flestir hafa þeir 30—120 tonna skipstjómarréttindi og eru í fiestum tilvikum búnir að vera með litla báta i mörg ár sem skipstjórar eða stýrimenn. Þeir hafa fiskað alls staðar í kringum landið án minnstu óhappa, en eru komnir á þann aldur, að ekkert smáátak er að setjast á skólabekk i tvo vet- ur. Margir þeirra eru með stór- ar fjölskyldur á framfæri sínu. Ekki gerir hin nýja reglugerð um að þeir, sem setjist í Sjó- mannaskólann skuli hafa gagn fræðapröf undanþágumönnun- um auðveldara fyrir. Vonandi sér Loftur Júlíus- son sér fært að fræða okkur um þessi atriði sem fyrst. Matthías Ingibergsson, Seyðisfirði." 0 Hvar er æfingabrúðan? Hjúkrunarkona á Landakoti kom að máli við Velvakanda. Hún sagði, að æfingarbrúðu, sem væri í fullri líkamsstærð væri sárt saknað á Landakoti. Einhvern veginn myndi brúð- an hafa komizt á flakk, senni- lega fengin að láni, en svo myndi hafa farizt fyrir að koma henni heim til sinna föð- urhúsa aftur. Æfingabrúðan er verðmæt og erfitt að vera án hennar við kennslu og þjálfun hjúkrunarfólks. Brúðan er ómerkt. Sá sem hefur orðið hennar var nýlega er beðinn að láta vita af því á Landakoti. 0 Kynning á íslenzkum hljómplötum Ingibjörg Jónsdóttir skrifar m.a. á þessa Ieið: „Oft hefur verið talað um, að þátturinn Óskalög sjúklinga sé einhæfur, alltaf séu spiluð sömu lögin og svo framvegis. Ég hygg að þetta sé mest út- varpinu að kenna. Þegar út koma nýjar plötur er oftast tekið fyrir eitt lag, sem er svo leikið i tíma og ótíma. Hvernig á fólkið svo að vita um hin lögin á plötunni? Sjúklingar geta til dæmis ekki farið í hljómplötuverzlanir til þess að kynna sér nýjustu lög- in. Pétur Pétursson og Jón Múli kynna oft nýjar plötur — þökk sé þeim, en svo heyrast mörg þessara laga ekki oftar. 0 Þakkir til útvarpsins og Kristínar Heyrat hefur að ekki þýði fyrir sjúklinga að biðja um önnur lög í óskalagaþættinum en þaú, sem flestar kveðjur fylgja, vegna þess stutta tíma, sem þættinum er skammtaður. Vissulega er það kveðjan til ástvina og kunningja, sem er aðalatriðið; stundum er þet.ta eina sambandið við þá nánustu langtímum saman. Tíminn er oft lengi að líða hjá þeim, sem sjúkir eru, flutningur þáttarins styttir sannarlega stundir þessa fólks. Stundum hafa ver- ið uppi raddir um að leggja ætti þáttinn niður. Það vona ég að verði ekki. Að lokum iangar mig til þess að leggja til að útvarpið flytji reglulegan þátt til dæmis um miðjan daginn, þar sem ein- göngu eru kynntar islenzkar hljómplötur. Um leið vil ég þakka útvarpinu fyrir það, sem það flytur fróðlegt og skemmtilegt. Einnig bið óg fyr- ir sérstakar kveðjur og þakk- ir til, Kristínar Sveinbjöms- dóttur fyrir ágæta stjóm og hlýlega framkomu í óskalaga- þættinum. Ingibjörg Jónsdóttir.“ Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Sniftur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur f hug, — og ýmislegt fleira! Scelkerwn HAFNARSTRÆTI 19 Sfmi 13835 og 12388. jaZZBCLLettSKÓLi BÓPU líkom/fcekt I Nýr 6 vikna kúr í líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri, nudd og sauna hefst mánu- daginn 2. apríl. Kennarar Bára Magnúsdóttir, Gerður Garðars- dóttir og Auður Valgeirsdóttir. ^ Upplýsingar i síma 83730 frá kl. 1 — 5. jŒZBQLLöttQKÓLi BÚPU Q N N g Q 0 CT œ 5 cn Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.