Morgunblaðið - 01.04.1973, Side 16

Morgunblaðið - 01.04.1973, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973 Otgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstraeti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 18,00 kr. eintakið. að hefur verið bæði fróð- legt og lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum málgagns víkisst j órnarinnar og málsvara hennar við þeirri ákvörðun Húsmæðrafélags Reykjavíkur að efna til mót- mæla gegn þeirri dýrtíðar- öldu, sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Vart hefur sá dagur liðið, að ekki hafi verið veitzt að reykvísk- um húsmæðrum í Tímanum og Þjóðviljanum með fúkyrð- um og illindum og reynt að láta í það skína, að húsmæður í Reykjavík séu af ein- hverjum ástæðum verri manneskjur, sem gegni ómerkilegra hlutverki í þjóð- félaginu en t.d. húsmæður í Árnessýslu. Ekki þurfa menn lengi að velta fyrir sér hinum heift- úðugu viðbrögðum stjórnar- blaðanna til þess að komast að raun um hvað á seyði er. Ríkisstjórninni er fullljóst, að mótmæli hinna reykvísku húsmæðra beinast ekki gegn bændum eða framleiðsluvör- um þeirra, heldur er hér um að ræða uppreisn gegn ríkis- stjóminni sjálfri og þeim aumingjaskap, sem einkennt hefur meðferð hennar á efna- hagsmálum. Það er ákaflega sjaldgæft, að neytendum hér á landi blöskri svo verðhækk- anir, að þeir grípi til mót- mælaaðgerða, en nú hefur þessi óvenjulegi atburður gerzt og þess vegna eru stjórnarherrarnir hræddir. Fúkyrði þeirra í garð reyk- vískra húsmæðra byggjast á hræðslu við þau samtök, sem myndazt hafa meðal óbreyttra borgara gegn verð- bólgustefnu ríkisstjórnarinn- ar. Skriffinnar Tímans og Þjóðviljans og ráðherrar í ríkisstjórninni vita fullvel, að það eru engar „íhaldsfrúr“, sem hafa beitt sér fyrir mót- mælum húsmæðranna. Það eru konur, sem ekki hafa skipað sér sérstaklega í raðir ákveðinna stjórnmálaflokka, sem þar hafa haft forystu á hendi og þessi mótmæli hafa ekki einskorðazt við húsmæð- ur, sem veita stjómarand- stöðuflokkunum stuðning í kosningum. Þannig hefur vakið athygli grein, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær, eftir Guðrúnu Sverrisdóttur, hjúkrunarkonu, þar sem hún segir m.a.: „Fyrstan af fræg- um skal telja sjarmörinn Jón- as Árnason, sem bauð kon- urnar velkomnar og þó sér- staklega „bændakonur, sem ekki aðeins eru bundnar við barnauppeldi og venjuleg heimilisstörf, heldur og við verk önnur margvísleg, sem þær verða að vinna við hlið eiginmanna sinna.“ Hvað átti þingmaðurinn við? Var það meiningin, að reykvískar konur sinni engum störfum utan heimilis? Hefur þing- maðurinn aldrei komið í frystihús, sjúkrahús eða verzlanir borgarinnar? Var það kannski ætlun hans að etja saman húsmæðrum úr sveit og við sjó?“ Og ennfremur segir Guð- rún Sverrisdóttir: „Við lifum á þeim peningum, sem eftir eru í launaumslaginu, þegar búið er að taka af okkur skatt og útsvar. Fyrir afganginn kaupum við fæði, klæði, hús- næði, bensín, olíu, tóbak, vín, greiðum síma, hita, rafmagn, útvarp, sjónvarp o.s.frv. Og öll hafa þessi gæði hækkað svo gífurlega, að kauphækk- anir fólks hafa ekki dugað. Það dylst engum, að ríkið þarf mikið fé til reksturs bú- inu, en það er ekki hægt að blóðmjólka almenning svo sem gert hefur verið. Ég veit ekki hvað fæst út úr „bram- bolti“ okkar, en það er ekki nema sanngjörn krafa, að ríkisstjórnin komi eitthvað til móts við óskir okkar í stað þess að mata okkur á sífelld- um prósentutölum, kaup- mætti, kjarabótum, launa- hækkunum, viðbótarlauna- hækkunum, verðlagsgrund- velli, vísitölu og öðrum óskilj- anlegum orðum. Hvorki við né börnin okkar verðum fjör- efnaríkari af þeim.“ Ráðherrar í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar vita ósköp vel, að hér hefur ekki verið vitnað til orða „íhalds- frúar“ og þeir vita það líka mæta vel, ef þeir eru ekki gersamlega rofnir úr öllum tengslum við fólkið í landinu, kjör þess og hlutskipti, að það er rétt, að kauphækkanir fólks hafa ekki dugað gegn þeim gífurlegu verðhækkun- um, sem yfir hafa dunið. Og þeir mættu líka minnast þeirra orða ungu konunnar, sem vitnað var til hér að framan, að tölur um kaup- mátt o.s.frv. duga skammt, þegar raunveruleikinn er ann ars vegar, sá kaldi veruleiki, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ hefur gersamlega misst þróun verðlagsmála úr höndum sér, kjör almennings fara versnandi og hinn al- menni borgari rís nú upp til mótmæla. „AÐ BLÓÐMJÓLKA ALMENNING“ Reykjavíkurbréf -----Laugardagur 31. marz- íbúðarhúsnæSis fyrir Vestmanna eyinga í landi sem mest má vera. Og auðvitað koma þger bygging- ar öðrum að notum, þegar Vest- mannaeyingar á ný geta horfið heim. Að þeim verkefnum vinn- ur Viðlagasjóður nú, og von- andi tekst að fullgera fjölda húsa innan fárra rnánaða, svo að greitt verði fram úr brýnasta vandanum. bæta hag þelrra, þar til mestu ógnimar voru hjá liðnar. En nærvist Rauða hersins við Vestur-Berlin varð ekki einung is hvetjandi afl þeim, sem borg- j ina byggðu, heldur Vestur- Þjóðverjum öllum, sem lögðu sig ' fram um að endurbyggja land sitt eftir eyðileggingu styrjald- Óðinn 35 ára Síðastliðinn fimmtudag varð Málfundafélagið Óðinn 35 ára. Það var stofnað á kreppuárun- um, þegar þáverandi vinstri stjóm hafði verið hér við völd og mikið atvinnuleysi var og erf iðleikar hjá alþýðu. Þá voru launþegasamtökin líka ein okuð af Alþýðuflokknum, og engir aðrir en Alþýðuflokks menn gátu verið fulltrúar á Al- þýðusambandsþingi. Málfundafélagið Óðinn hefur á férli sinum beitt sér fyrir hin- um margvislegustu málefnum, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og út á við. Ekki hefur ætíð bor- ið mjög mikið á störfum félags iris, en engu að síður hafa áhrif þess verið mjög mikil. Til dæm- is má fullyrða, að það hafi ver- ið fyrir baráttu sjálfstæðisverka manna sem lýðræðislegra skipu- lag var tekið upp i Alþýðusam- bandinu og aðrir en Alþýðu- flokksmenn fengu þar fulltrúa. í gegnum Óðinn hafa forustu- menn í Sjálfstæðisflokknum á hverjum tíma haft náið samband við verkamenn, sjómenn og þær stéttir aðrar, sem við erfið- ust kjör hafa búið. Þar hefur verið mörkuð stefna í félagsmál um, húsnæðismálum og öðrum hagsmunamálum alþýðu og bor- ið rikulegan ávöxt. Vonandi á Málfundafélagið Óðinn enn eft- ir að eflast og störf þess að bera gifturikan árangur. Hörmungarnar í Eyjum Þegar þetta er ritað er útlitið i Vestmannaeyjum iskyggilegra en nokkru sinni áður, og menn famir að gera ráð fyrir hinu versta, þ.e.a.s. að öll mannvirki fari undir hraun. En þótt útlit- ið sé nú slæmt, má ekki missa móðinn. Jafnvel þótt svo hörmu lega færi, að hraun flæddi yfir meginhluta bæjarins eða hann allan, verða Vestmannaeyj ar byggðar upp að nýju, aðeins ef höfnin eyðileggst ekki, og jafnvel þótt eitthvert hraun kæmist í hana má með nútíma- tækni áorka furðu miklu. Raddir heyrast um, að hæpið sé að leggja á sig þá fyrirhöfn og fjárútlát, sem samfara er bar [ áttunni við hraunrennslið, j enda hafi þær aðgerðir borið j takmarkaðan árangur. Bréfritari er á þveröfugri skoðun, og það munu áreiðanlega flestir vera. Sannazt hefur, að kæling hraunsins ber talsverðan árangur, þótt vatnsmagn það, sem dælt hefur verið fram að þessu, hafi verið takmarkað. Menn gera sér vonir um, að sá stórvirki dæiubúnaður, sem nú hefur verið fluttur frá Banda- ríkjunum, muni gefa góða raun og í öllu falli tefja fyrir hraun- i rennslinu, en enginn veit, hve- ! nær gosinu linnir. Og þótt enn sé ekki á því lát, getur það hætt, j er minnst varir, og þá hefur j vissulega ekki verið unnið fyr- ! irgýg- Kjarkur og þrautseigja En jafnvel þótt hið versta henti, hefði verið ófyrirgefan- legt að reyna ekki öll þau úr- ræði, sem hugsanleg voru til þess að bjarga þvi sem bjargað yrði. Við þurftum vissulega á því að halda að sýna þann kjark og þá þrautseigju, sem samfara hefur verið baráttunni í Vest- mannaeyjum, baráttu, sem rétti- lega hefur verið nefnd skipulegt undanhald. En oftsinnis hafa j þeir herir sigrað að lokum, sem látið hafa undan síga um sinn fyrir ofurefli. Ef við hefðum gefizt upp að , óreyndu, hefði það haft mjög lamandi áhrif, en auk þess i hefðu menn æ síðar nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki reynt allt, sem unnt var, til að bjarga byggðinni. Ljóst er nú, að lítil sem eng- in búseta verður í Vestmanna- eyjum næstu mánuði, og raun- ar mun taka allmörg ár að end- urreisa byggðina. Þess vegna er nauðsynlegt að hraða byggingu • • Ogrun — hvetjandi afl Náttúruöflin hafa nú ögrað ^ okkur Islendingum. Þau hafa i gert það fyrr. Og þegar j þau skora okkur á hólm, hljót- j um við að taka áskoruninni. Við eigum ekki annarra kosta völ. Baráttan, sem hafin er í Vest- mannaeyjum, mun verða lang- vinn, en henni mun Ijúka með sigri. Og nýja byggðin í Eyjum j á að verða hin glæstasta á landi j hér og fiskvinnslustöðvarnar j hinar fullkomnustu i viðri ver- j öld. Ekkert minna dugar í því j stríði. j Atburðirnir í Eyjum eiga að j vera íslenzku þjóðinni allri hvetjandi afl til atorku, athafna og uppbyggingar. Auðvitað þarf einhverju að fórna, en þær fórn ir eru léttvægar á móti því þreki, sem þessi barátta á að geta eflt. Þegar Vestur-Berlin var um- lukt óvinaherjum á árunum eft- ir styrjöldina og hótanir voru uppi hafðar um að undir- oka hana hvern dag sem vera skyldi, var óhemju fjármunum og fyrirhöfn varið til að byggja borgina upp. Vestur-Þjóðverj- um og bandamönnum þeirra datt ekki í hug að gefast upp fyrir ógninni, heldur mæta henni með þessum hætti. Þannig tókst að efla þor borgarbúa og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.