Morgunblaðið - 01.04.1973, Síða 17

Morgunblaðið - 01.04.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRtL 1973 17 Ágúst Einarsson skrifar frá Hamborg „Moggalygi og moldvörpustarfsemiu ER STJÓRNARFAR hinna vestrænu ríkja að færast óeðlilega mikið tll vinstri? Eða er það einungis „Mogga- lygi“ og áróður fylgismanna kalda stríðsins, eins og Þjóðviljinn myndi vafalaust skilgreina það? Það væri fróðlegt fyrir andstæð inga „Morgunblaðsvaldsins" að hlusta t.d. á fréttafrásagnir frá Aust- ur-Evrópu. Þá myndi ef til vill renna upp fyrir þeim, að óháður málflutn- ingur er litil-s metinn fyrir austan tjald. En sennilega hefðu þessir sjálí- skipuðu útverðir lýðræðisins litinn áhuga á að sjá framkvæmd póli- tískra hugsjóna sinna missa eitt- hvað af ljóma sínum. Spurningunni, hvort stjórnarfar hinna vestræn-u rikja færist óeðli- lega mikið til vinstri, verður að svara játandi. Kalda striðinu er enn ekki lokið, þrátt fyriir fjálgar yfirlýsing- ar ráðandi stjórnmálamanna að binda enda á það. Enn þann dag í dag geta Suður-Afríka og Rhodesia kúgað hinn hörundsdökka meiri- hluta þessara landa; Portúgal getur virt öll mannleg réttindi íbúanna í nýlendum sínum að vettúgi; Banda- ríkin nota aðstöðu sína í Suður-Ame- ríku miskunnarlaust. 1 Austur-Evr- ópu er frjálsræði einstaklingsins skert svo mikið, að þessi lönd geta síður en svo státað af lýðræðisleg- um stjórnarháttum. Þessari upptaln- ingu væri hægt að halda lengi áfram. Mengunarhættan, sem er stærsta vandamál framtíðarinnar, er að mestu látin eiga sig, enda er lítil samstaða um sameiginlegar aðgerðir. Einn stærsti kostnaðarliður flestra ríkja eru útgjöld til hermála. En það hefur færzt deyfð yfir kalda stríðið á alþjóðlegum vett- vangi. Það er liðin tíð, að menn fari úr öðrum skónum og berji honum í borðið i fundairsölum Sameinuðu þjóð anna, eins og Krutschew gerði í eina tíð. Núna er allt slétt á yfirborðinu, og er rætt um fátt meira en horf- umar á friðsamlegri sambúð Aust- urs og Vesturs. Nú er það tízka á Vesturlöndum að slá af öllum kröfum í samninga- umleitunum við Austur-Evrópu. En það er vanmat á stefnu Sovétrikj- anna og fylgilanda þeirra að halda, að eitthvað brevtist til batnaðar I þessum löndum. Austur-Evrópa fylg- ir enn öflugri heimsvaldastefnu en sjálf Bandaríkin. Enda skilst manni, að íslenzkir kommúnistar halli sér meira að Kina, sem samkvæmt þeirra áliti er fánaberi þeirrar stefnu, sem kennd er við Marx og Lenin. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá, og það er afar einfalt að styðja stjómarfar, sem iítið sem ekkert er vitað um. En þrátt fyrir mismunandi nöfn á fram- kvæmd kommúnisma, þá er það allt sami grautur i sömu skál. Austur-Evrópurikin þurfa ekkert að hafa fyrir því að útbreiða stefnu sína. Þeim er rétt á silfurbakka við- urkenning á stefnu sinni. Orsakir þessarar undanlátssemi Vesturlanda er annars vegar fólgin í þreytu almennings á spennunni í Evrópu, sem rikt hefur undanfama áratugi og ókunnugleika flestra i Vestur-Evrópu á lífsafkomu ibúa Austur-Ewópu. Það er ekki bara á Islandi, sem frásagnir að austan eru stimplaðar sem „Moggalygi,‘. Hins vegar gætir áhrifa æsku- fólks sífellt meir á stjórnarstefnur hinna einstöku landa. Sjálfsagt má allt gott segja um æskufólk, þótt Ágúst Einarsson ofanritaður komi ekki auga á glæsi- leik, gáfnafar og framkvæmdasemi a»skulýðsins, sem er rómað hástöf- um; venjulega rétt fyrir kosningar. Ætli ungt fólk nú beri svo mjög af öðrum kynslóðum? En stjórnmálaáhugi er mikili með- al ungs fólks, og situr vinstri sinn- uð hugmyndafræði almennt í fyrir- rúmi. Það er þó misskilningur, að til þess að vera á móti ofurvaldi auð- hringa og kúgun smáþjóða og með bættri aðstöðu launastéttanna, þá þurfi menn að vera kommúnistar. Enda byggist „kommúnismi“ margra einfaldlega á mannúðarstefnu. Þá er vissulega verr af stað farið en heima setið, ef þessir aðilar telja, að komm- únismi sé lausn á mannúðarmark- miðum þeirra. En róttæk vinstri stefna ræður rikjum í flestum stjórnmálafélögum ungs fólks á Islandi. Þessi starfsemi getur orðið mjög árangurs- og af- drifarík fyrir flokkana sjálfa. Til að mynda fengu ungir jafnaðarmenn í Þýzkalandi mikið fylgi í siðustu kosn ingum fyrir nokkrum mánuðum. Þeir mynda sérstaka fylkingu innan þing- flokks jafnaðarmanna. Það gekk meira að segja svo langt, að Willy Brandt, kanslari, formaður þýzka jafnaðarmannaflokksins, hótaði að segja af sér, ef samþykkt yrði til- laga á landsfundi jafnaðarmanna, að Bandaríkjamenn ættu að rýma Nato- herstöðvarnar í Vestur-Þýzkalandi. Það er oft á tíðum ekki pláss fyrir svona róttæk öfl innan borgaralegra flokka, enda byggist fylgi þeirra ef til vill á allt öðrum forsendum. Það eru örugglega margir kjósendur Ól- afs Jóhannessonar Mtið ánægðir með stefnu ungra framsóknarmanna. Ætli allir fylgismenn Gylfa Þ. Gísla- sonar geri sér grein fyrir, að með atkvæði sinu hlaða þeir eimnig undir öfl innan flokksins, sem eru andstæð hinni opinberu stefnu hans ? Það er ekkert óeðlilegt, að skipt- ar skoðanir séu innan sérhvers stjórn málaflokks. En þessa-r skoðanir hljóta samt að vera líkar. Það getur verið stigsmunur á skoðunum fylgis- manna eins flokks, en enginn eðlis- munur getur átt sér stað. Þeir, sem trúa á róttæka vinstri stefnu, geta þá starfað í þeim flokki, sem hefur hana að leiðarljósi. Állt annað er skemmdarverkastarfsemi. „Það er svipað með falskenningar og falsaða peninga; þær eru ekki hættulegar, nema þær séu vel gerð- ar.“ arinnar, með ótrúlegum árangri. Þótt staðreynd sé sú, að við þurfum nú að láta undan siga í Vestmannaeyjum, hlýtur afstað- an tiil Eyja að markast af því að gefast aldrei upp. Og það hlýtur að verða afstaða lands- manna allra, en ekki Vestmanna eyinga einna. Eignaupptaka Eins og við var að búast af vinstri stjórn, þar sem komm- únistar eru einna áhrifamestir, hefur bryddað á ýmsum þjóð- nýtingaráformum af ríkisstjórn- arinnar hálfu og raunar verið Séð til Keilis. flutt frumvörp um það efni. Með ai þeirra er frumvarp um „allan rétt tii umráða og hagnýtingar á jarðhita á háhitasvæðum". En samkvæmt frumvarpinu á ríkið að eignast ÖM þessi réttindi end urgjaldslaust. Birgir ísieifur Gunnarsson, borgarstjóri, vakti athygli á því í borgairstjórn Reykjavíkur, að hitaréttindi borgarinnar að Nesjavöllum yrðu af henni tek- in, ef frumvarp þetta yrði sam- þykkt. Ákvæði i frumvarpinu um end urgreiðslu kostnaðar við boran- ir virðist einungis eiga við Hita- veitu Reykjavíkur og boranir hennar að Nesjavöllum. Verður að teljast hæpið, að þetta ákvæði fái staðizt, enda hlytu að koma til háar bótakröfur af hálfu Reykjavjkurborgar, ef frumvarp þetta yrði samþykkt og tilraun gerð til að taka hita- réttindi af borginni. Ekki fer á milli mála, að þarna er um að ræða enn eina aðför að hagsmunum Reykvíkinga. Hitaveita Reykjavikur hefur haft alia forustu um leit að jarð varma og hagnýtingu hans. Borgin tryggði sér hin miklu hitaréttindi í norðanverðum Henglinum með kaupum Nesja- valla, og er sá varmi varasjóð- ur Hitaveitu Reykjavíkur. Ekki verður séð, hver nauðsyn ber til þess, að ríkið kasti eignar- haldi sínu á þessi réttindi, því að naúmast mun ríkið hagnýta þau. Hins vegar fer ekki á milli mála, að hér er um að ræða fram hald þeirrar stefnu að sölsa f jár muni frá sveitarfélögum til rík- isins. Þetta er einn angi af mið- stjórnarvaldinu, sem er ær og kýr vinstri stjórnarinnar. En það er ekki Reykjavik ein, sem á að svipta eignarrétti að þessum verðmætum. Með sama hætti á að taka eignarráð af öðrum landshlutum og flytja þau á hendur ríkisins. Sú stefna er í beinni andstöðu við byggða- stefnuna svoköiluðu. Hún miðair að þvi að rýra hlut héraða úti um land og færa valdssvið frá þeim til skrifstofubáknsins í höf uðborginni. Skiljanlegt er, að kommúnistar séu hlynntir þess- ari stefnu, en hitt er með ólík- indum, hve langt Framsóknar- menn láta þá teyma sig á braut sósialisma og ofstjórnar skrif- ' stofuvaldsins í höfuðborginni. Land í eigu héraða Raunar er frumvarpið um eignarréttinn að varma á hinu svonefnda háhitasvæði ekki einu tilburðirnir, sem sézt i hafa um að færa eignarráð að landsgæðum til ríkisins. Aliir | þingmenn Alþýðuflokksins hafa j flutt frumvarp um eignarráð rík- j isins að öllu landi. Varia mun það mál ná fram að ganga, enda væri þar um að ræða víðtækari þjóðnýtingu en nokkurs staðar þekkist í víðri veröld, utan kommúnistarikja. Hitt er annað mál, að sums staðar í óbyggðum leikur nokk- ur vafi á um eignarrétt að landi, og auðvitað þarf að fá úr því skorið, hverjir eigendur landsins eru. Augljóst mál er, að þjóðin öll þarf að hafa að- gang að landinu en þar með er ekki sagt, að nauðsynlegt sé að ríkið sé einkaeignaraðili að öllu landi. Auðvitað geta iandshlut- ar, sýslufélög, hreppar og ein- staklingar átt land, án þess að fólk sé hindrað í að njóta þar útivistar og náttúrufegurð- ar. En nauðsynlegt er að setja lög og reglur um bessi réttindi og umgengnisvenjur. Ef sú hugsun næði fram að ganga, að allt land yrði í ei£u ríkisins, væri það stærsta skref- ið, sem stigið hefði verið, til þess að rýra sjálfstjórn lands- hluta og héraða og fflytja vald til Reykjavíkursvæðisins. Þegar svo væri komið, að fólkið úti á landi mætti ekki einu sinni eiga landið, sem það stendur á, held- ur væri það allt í eigu og umsjá ríkisins, er hætt við, að lítið færi fyrir sjálfstæðistilfinningu þess. Þessi stefna er því í senn uggvænieg og ömurleg. Sætta þarf sjónarmiðin Samhliða því, sem nauðsynlegt er að setja reglur um frjálsa urnferð um óbyggt land, þarf að huga að fleiri atriðum sem sætt gætu sjónarmið, annars vegar þeirra, sem land eiga og hinna, sem í fjölbýli búa, en hafa áhuga á að hafa til afnota land- spildu úti í náttúrunni. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að einhverjar þeirra jarða, sem ríkið á, en þær munu vera um 900 talsins, yrðu tekn- ar og þeim skipt niður í sumar- bústaðalönd, sem kaupstaðabú- ar heíðu rétt til að kaupa eða leigja, þannig að þeir gætu byggt sér þar smáhýsi, notið nátt úrunnar og unnið að gróður- störfum Sums staðar hagar þannig til, að unnt væri að setja það að skilyrði fyrir úthlutun slíkra landsvæða, að fólkið, sem þar byggði, vnni í fríum sínum að ræktun örfoka lands í ná- grenni. Þar gætu börn og full- orðnir unnið saman að gróður- störfum og unglingarnir séð verk sín bera árangur. Þetta væri áreiðanlega fallið til að auka á trúna á landið og um- hyggiu fvrir því. En kló rikisvaldsins verkar hveröfugt. Hún dregur úr um- hyegjunni á þessu sviði eins og öúum öðrum og er vísasti veg- urinn til þess að raska byggða- ’afnvægi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.