Morgunblaðið - 01.04.1973, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.04.1973, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRlL 1973 Eliszabet Ferrars: Ssítiíeuijs i dstrisrin ar, sem mest má verða. Faðir hennar er foringi í hernum og móðir hennar í hreppsnefnd, og þegar enginn sér til, drekka þau gin og róta öllu um og skammast — eða það segir Jane að minnsta kosti. Hatur hennar á þeim er hennar eina heil- steypta tilfinning. Það liggur við, að það sé eins konár tryggð og hollusta. — Þá get ég skilið, að ung- frú Dalziel hefði orðið góð til- breyting. Hún er svo róleg og skapgóð. — En hefurðu nokkurn tíma athugað vangasvip hennar? spurði Brian. — Vangasvipur fólks getur oft leitt ýmislegt í ljós, sem því tekst að leyna, ef það horfir beint á mann. Vanga svipurinn á Margot minnir mig á einhvern smá-Sesar. — Það er líkast því sem þú sért ekkert sérlega hrifinn af henni, sagði Rakel. Hann leit eins og ósjálfrátt af henni og á handritahrúguna á borðinu. — Jú, vist kann ég vel við hana, sagði hann. — Hún hefur verið mér góð og fyrir það er ég þakklátur. — Líklega mikiu þakklátari en á mér heyrist. Hefði ég þurft að halda áfram á tryggingaskrifstofunni hefði ég sennilega farið að drekka, en hefði ég ekki átt athvarf í þessum kofa, hefði ég líklega aldrei getað slitið mig þaðan. Engu að síður yrði ég alltaf hræddur við allt samband við Margot. Líklega hefur Roderick þessa ófyrirleitni sína úr henn- ar ætt. Rakel var enn að velta fyrir sér því, sem Brian hafði sagt. — Segðu mér, Brian, hvað átt- irðu i rauninni við með þvi, þeg ar þú spuðir um, hvort hægt væri að setja hvarf Margot í samband við giftingu Rod- ericks? Áttirðu við, að þú værir hræddur um, að það hefði verið Roderick, . . . sem var með henni hérna í gær. — Nei! sagði Brian hvasst, en svo var eins og hann skamm- aðist sín fyrir þennan ákafa sinn. — Ég var bara að þreifa fyrir mér, Rakel. Og það hefði ég ekki átt að gera, þvi að það er öruggasta aðferðin til að vekja grunsemdir, og slíkt er ófyrirgefanlegt, eins og á stend- ur núna. Og satt að segja var ég alls ekki að hugsa um Roderick Ég var bara að velta því fyrir mér, hvort Margot sjálf. .. Hann þagnaði, þvi að nú barði einhver að dyrum. Um leið og Brian gekk til dyra, færði Rakel sig að ofnin- um. Henni fannst líklegast, að þetta væri faðir hennar, sem hafði komið heim með Roder- ick og Jane og hvorki fundið Rakel né hádegismatinn, og hefði svo misst þolinmæðina og farið að leita að henni. Og hann yrði ekkert hrifinn af því að finna hana hér, og á heimleið- inni mundi hann ónotast út af því, að Brian hefði verið að tefja fyrir henni, i stað þess að sýna af sér einhverjar áhygigj- ur út af ungfrú Dalziel og bjóða fram hjálp sína. Og Rakel mundi engu svara. Hún mundi finna hugsanir sin- ar innilokaðar í ósjálfbjarga, reiðilegri rödd, og langa til að losna frá einu manneskjunni, sem henni hafði nokkurn tima þótt vænt um. Brian opnaði dymar. Nefmælt rödd, sem líktist eng an veginn rödd Paul Harwickes, sagði: — Góðan dag, hr. Burd- en. Brian svaraði ekki strax. En svo sagði hann, rétt eins og með einhverri tregðu: -— Halló Kev- in. — Það er kuldinn. — Jú, heldur betur, sagði Brian. — Lituí' ekkert út fyrir þíðu i dag? — Nei. Svo sagði Brian ekkert meira, og það varð þögn, og Kevin tví steig fyrir utan, en Brian stóð kyrr í dyrunum, og beið sýni- lega eftir því, að hinn færi. Það hafði ekkert verið í rödd Bri- ans, sem bæði Kevin að gera frekari grein fyrir erindi símu. Allt í einu tók Kevin til máls og var óðamála: — Sjáið þér til, hr. Burden, ég þarf að tala við yður. Ég þarf að gera grein fyr- ir því sem gerðist í gærkvöldi. Nú hefur eitthvað komið fyrir, og ef þér standið ekki með mér og þegið yfir því, sem ég segi yður, fer illa fyrir mér. Og það kæri ég mig ekki um. Ég var hér hvergi næirri. Ég var með kumningjum mínum og það get ég sannað. En hver trúir þeim svo sem, ef þér vitnið á móti mér? Hann snairþagnaði, þegar Rakel kom fram í dyrnar. Sem snöggvast roðnaði Kevin af reiði, en von bráðar tókst honum samt að koma fyrir sig þessu smeðjulega Applin- brosi. — Afsakið, sagði hann. Ég vissi ekki, að þér hefð uð gesti. — Það garir ekkert til — ég er að fara, sagði Rakel. Kevin var þegar kominn af stað út á stiginn, en þegar hún kom út um dyrnar, fram hjá Brian, staðnæmdist hann og ieit í þýáingu Fáls Skúlasonar. á hana. Þetta var þrekinn ungl- ingur með þykka svarta ættar- hárið, svört augu og hraustleg- ar rjóðar kinnar. -— Ég ætlaði ekki að ónáða, og get komið seinna, tautaði hann. En hann hélt samt ekki áfram út að hliðinu. Hann leit á Brian og hélt áfram: — Ég sá engan bíl og hélt þess vegna, að þér væruð einn. Brian hleypti brúnum og sein látur málrómur hans var óvenju ólundarlegur. — Gott og vel, komdu inn ef þú vilt, Kevin. En það er alveg óþarfi fyrir þig að fara, Rakel. — Jæja, sagði Kevin og gekk til baka, þangað til hann stóð and- spænis Brian, — En ég þurfti að tala við yður undir fjögur augu. En ef það er óhentugt, get ég bara komið seinna. — Ég þarf að fara heim, sagði Rakel. Þau geta verið öll kom- in þangað og vilja fá eitthvað í svanginn. — Já, líklega, sagði Brian. —- Gott og vel. En ég skal koma til ykkar bráðlega. Eða fara inn í húsið og sjá, hvort ég get nokk uð gert. — Já, gerðu það, sagði Rakel, sem botnaði ekki almennilega í þvi, sem gerzt hafði, en vildi nú sleppa burt, því að Kevin og vitneskjan um ofbeldisverkið, velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Hversu mikið aí verði landbúnaðarvara kemur í hlut bænda? Húsmóðir skrifar: Mikið varð ég hissa, þegar konur komu til Reykjavíkur gagngert til þess að troða ill- sakir við reykvískar húsmæð- íslenzk- ensk~ spönsk Jafn nauðsynleg og farseðillinn 2. útgáfa BÓKAÚTGAFÁN HILÐUR ur. Ég hélt, að allar húsmæður væru samniála um það, að það er hart að vera bara matvinn- ingur og þurfa að eyða öllu í mat, því hann má ekki vanta. Ef þessar konur hefðu verið á húsmæðrafundinum, hefðu þær átt að sjá andlitin á okkur, þeg ar við heyrðum, að bændur fá aðeins 160—170 kr. fyrir kg af nautakjötinu þegar við þurfum að borga 880.— kr. fyrir það. Og við vitum, að það er svo geysilegur munar á því, hvað við þurfum að borga fyrir land búnaðarafurðir og því, sem bændurnir fá sjálfir. Enda er þetta gert til þess að heimta, að þetta fyrirkomulag á verzl- un landbúnaðarafurða verði lagað. Ég er nú orðin svo gömul, að ég man það t.d. á kreppuárun- um, þegar lijötið sem enginn gat keypt, vár flutt suður í Hafnarfjarðarhraun heldur en að verðið væri lækkað svo að einhverjir gætu keypt það. Smjörið var sett I sápu og ost- amir fóru engum til gagns. Sannleikurinn er sá, að síðan kaupfélögin, Sambandið og Framsóknarflokkurinn tóku verzlun landbúnaðarvara í sín- ar hendur, hafa bændur aldrei fengið sannvirði fyrir sínar landbúnaðarvörur. Þær sögðu margt fróðlegt við okkur, þessar að austan. T.d. þegar þær töluðu um hækkunina á fiskinum. Þær vita það kannski ekki, að á meðan fimm manna fjölskylda i Reykjavík kaupir mjólkuraf- urðir fyrir 75.000.— kr., kjöt fyriv 40.000.— kr., en fisk fyrir 27.000.—, þá finnst okkur ekki fiskurinn dýr. 0 Þingfrúin og alþýðan Ég ætla að gefa nokkra skýringu á frámkomu húsfrú Svövu Jakobsdóttur á Alþingi í umræðunum um glæp hús- mæðrafélagsins. Þegar dag- launamannskonan ætlar t.d. að kaupa þrjá kindaskrokka í frystikistuna, sem kosta sam- tals 6.500 kr þá hefur hún til þess 23.017 — kr., þ.e. dagvinnu kaupið, svo að það er gefið mál, að hún kaupir ekki þann- ig, heldur verður hún að kaupa kjötið á smásöluverði, sem er 8% dýrara. Aftur á móti hefur húsfrú Svava 74.493.— kr. á mánuði og í ofanálag 6.667.— kr. í ferðakostnað, svo að hún hefur eftir 167 kr. fyrir mjólk og rjóma, þegar hún er búin að kaupa í sína kistu. Bjöm á Löngumýri er það betur settur, að hann hefur fæðispeninga 36.200. — kr og 14.000.— kr. i húsaleigustyrk. Hvernig eiga þessar manneskjur að skilja það, að daglaunamannskonunni bregður við rúmlega 6 kr. hækkun á einum potti af mjólk og 31 kr. hækkun á hvert kg af kjöti? 0 Hver stjórnar álagningunni? Ritstjórar Timans virðast líta á okkur húsmæður í Reykja vík eins og Grimsby-Iýð, sem kallaður var. Þeir halda sem sagt, að við vitum ekki, að sölu- skatturinn hækkar dálítið verð- ið á útlendu vörunum. Siðan vil ég segja þessum elskum, sem lögðu sig í lífs- hættu til að heilsa upp á okkur, að húsmæður í Reykjavík vita vel, að það eru ekki Vestur- Þjóðverjar og Bretar sem leggja á söluskattinn, heldur sú góða stjórn hinna vinnandi stétta, sem nú er við völd á Islandi. Húsmóðir.“ 0 100 krónur á hvert mannsbarn 1 tilefni af bréfi frá P.S. um að Félag einstæðra foreldra afli sér tekna til húsbyggingar sinn ar með því að fá ákveðna upp- hæð af hverri seldri flösku af íslenzku brennivini, hefur for- maður FEF, Jóhanna Kristjóns dóttir sent ettirfarandi línur: „Gleðilegt var að sjá áhuga P.S. á byggingarmálum FEF og vonandi að hann komi til liðs og stuðnings við okkur. Vegna sérstakra aðstæðna í vetur — þar á ég við ólánið sem dundi yfir Vestmannaeyinga, hefur F EF ekki talið skynsamlegt að hrinda úr vör mikilli fjársöfn- un, fyrr en nú að það gerist senn tímabært. Hugmynd P.S. var í sjálfu sér mesta fyrirtak; stjórn FEF hafði raunar feng- ið þessa hugmynd og reynt að gera hana að veruleika. Fjár- málaráðherra hefur, að minnsta kosti um sinn, synjað beiðni fé- lagsins um, að til þess renni 5— 10 krónur af hverri flösku af seldu áfengi sem er framleitt hérlendis, þ.e. brennivín, áka- viti, krækiberjalíkjör og tinda- vodka. Hins vegar er ekki úr vegi að vekja athygli P.S. og fleiri velunnara þessarar bygg- ingar, að fjáröflunarnefndin er að hefja störf og öll framlög eru vel þegin Einnig má benda á að félagið þarf um það bil 20 milljónir til umráða til að veru legur skriður komizt á fram- kvæmdir — þ.e. ekki nema 100 krónur á hvern borgara í land- inu. Og sjálfsagt tel ég, að margir verði fúsir að reiða fé fram til að gera þessa húsbygg ingu að veruleika. En allar hug myndir um tekjuöflun þiggur stjórn FEF með þökkum. Jólianna Kristjónsdóttir.“ MATUR „er mannsins megin” Munið okkar vinsælu köldu borð og hinn skemmtilega „kabarett” Leigjum út sali fyrir fjölmenna og fámenna mannfagnaði. VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ (Útgarður) síml 85660 ÁRSHÁTÍÐIR FUNDAHÖLD RÁÐSTEFNUR TJARNARBÚÐ _ sími 19000 — 19001 _ AFMÆUSHÓF BRÚÐKAUPSVEIZLUR Fermingarveizlur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.