Alþýðublaðið - 09.09.1930, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.09.1930, Síða 3
ALÞVÐDBLAÐIÐ 3 nokkrum máttarstólpum Ihalds- flokksins reyndi hann að fegra fjárhag sinn með blekkjandi reikningum. Og pegar syndabik- ar fjárglæframanna þeirra, er að Isiandsbanka stóðu, var orðinn svo troðinn, skekinn og fleytifull- ur, að engin ítrræði fundust, þá var krafan gerð um það, að ís- lenzk alþýða tæki á sig stórum aukna skatta og tolla, til þess a'ð borga fyrir óreiðumennina. Því verður aldrei með rökum neitað, að stjórn íhaldsins á Is- landsbanka hefir rýrt álit lands- áns meðal erlendra þjóða. Þær útlendu lánsstofnanir, sem við Is- landsbanka skiftu, vita nú, að þær hafa verið blektar. Við það hefir álit á íslenzkum fjármálum biðið stóran hnekki. Og á þvi eiga íhaldsmenn alla sökina. Og n.ú gerast íhaldsmenn svo djarfir að segja, að aðrir spilli lánstrausti Landsins. Það líkist því, þegar þjófurinn kennir ráð- vendni. Im. Þriðja iíkið fundið á Hvíteyju. Lundúnium (UP.), 8. sept., FB. Frá Tromsö í Noregi er símað: Samkvæmt fregn, er hingað hefir borist, hafa skipverjar á „Isbirn- inum“ fundið lík á Hvíteyju. Ætla menn, að það sé lík Frankels, fé- laga Andrées. Líkið fanst í kofa- rústum. Skipverjar hafa einnig fundið hluta af loftfarinu og hluta af bréfi með rithönd Strind- bergs. „Isbjörn" hefir bilaða vél og er ekki búist við honum til Tromsö fyrr en 16. þ. m. Lithberg prófessor hefir í við- tali við „United Press" skýrt frá þvi, að sænska sérfræðinganefnd- in hafi fengið skipun um það frá sænsku stjóminni að halda kyrru |fyrir í Tromsö og bíða þar frek- ari fyrirskipana. Lithberg gaf í skyn, að „Svænsksund" myndi einnig halda þar kyrrn fyrir þangað til „Isbjöm“ kemur með lik Fránkels. — Minningarathöfn var haldin í kirkjunni. Yfirfor- ingjar af „Svensksund" og „Mich- ael Sars" og opinberir starfsmenn og stjórnarfulltrúar voru þar við- staddir. Olíuverzlun Islands hefir nýlega fyrir hönd British Petroleum Go. gert útboð á stækkun olíustöðvar félagsins á Klöpp hér í bænum. 1 útboðsskilmálunum em sett á- kvæði viðvíkjandi verkamönnun- um, sem að verkinu eiga að vinna, er áður munu ekki hafa þekst hér í bæ, en algeng eru erlendis. Þau eru þannig: „18. gr. Verktakinn skal borga vmnulaun þau, sem viðurkend eru í bænum, og skal kynna sér þær venjur um vinnu, sem hér ríkja. Verktakinn skal gera alt, sem með sanngirni verður af honum krafist til þess, að komast hjá deilum við starfsmenn sína um kaup, vinnutíma eða vinnuskil- mála, sem gætu haft áhrif á fram- kvæmd samnings þessa. Ef nokk- ur deila skyldi koma upp, sem hefði í för með sér tafir eða stöðvanir, þá skal það þegar til- kynt Olíuverzluninni, sem áskilur sér rétt til þess að slíta samn- ingnum, ef báðir aðiljar geta ekki komist að viðunandi samkomulagi eða ef Olíuverzlunin líti svo á, að deilan myndi valda eða vera líkleg til að valda óánægju eða óróa hjá starfsmönnum hennar.“ Slík ákvæði ættu að vera í öllum útboðsskilmálum hér í bæ. Islenzk verklýðsæska. Eitt eftirtektaverðasta fyrir- brigðið í íslenzku stjórnmálalífi síðari ára er baráttan um æsk- uná. Sú barátta er í raun og veru eðlileg þegar þess er gætt, að vér, sem nú lifum, stöndum á örlagaríkum tímamótum. Gamli tíminn með sínum fábreyttu ffamleiðslukröftum og vægu lífs- kröfum er að líða undir lok, en nýr tími með risatækjum stór- iðju, voldugra lífskrafna og and- legrar vakningar til skipulags- bundinnar samvinnu fólksins er að renna upp. — Á öllum tímum hafa verið til menn, sem reynt hafa að veita viðnám gegn nýj- ungum síns tíma. Trú slíkra manna á fullkomleik lífsskoðana, er mótuðust í hugum þeirra á æskuárunum, hefir knúð þá til þess að fórna kröftum sínum í æfilanga baráttu möti þvi, sem þeir hafa kallað framhleypni og vitleysu ungu kynslóðarinnar. Og undantekningarlítið hafa kyr- stöðumenn kynslóðanna hrópað í elli sinni, er þeir sáu, að alí þeirra viðnám varð tiT einskis, að heiminum væri sífelt að hraka. Slíkir menn eru sannarlega aumk- unarverðir. Þeir skilja ekki lög- mál ljfsins, þekkja því ekki köll- fcm sina í lífinu og hljóta þvi alt af að standa í vonlausu striði, unz straumrás tímans skolar þeim burtu af sviði tilverunnar óánægðum og óhami ngjusömum, án þess að þeir hafi nokkuð unn- ið til uppbyggingar fyrir lifið á jörðinni. Slíkir menn eru mestu ógæfumenn mannkynsins. Þeir eru brennuvargarnir, sem óafvit- andi ráðast á gróandann í lífi þjóðanna og vegna skilningsleys- is og tregðu verða sjálfum sér til ógæfu og samtíð sinni ti) óblessunar. Enn erum vér að berjast við skilningsleysi, tregðu og trú ein- stakra manna á þjóðskipulag, sem ekki hæfir lengur þörfum almennings. Hér á landi eróhætt að fullyrða það, að að minsta kosti 4/5 allra landsmanna ættu af hagsmunalegum ástæðum að skipa sér fast í fylkingu gegn íhaldsflokkunum. Að eins örlítið brot af ibúum þessa lands getur fylgt ihaldsflokkunum af hags- munalegum ástæðum. I því sam- bandi er rétt að minna á það, aö ein fjölskylda flytur út afurðir fyrir ca. 15 millj. króna árlega, er það um fjórði hluti alls út- flutnings Islendinga, en allur þorri ibúanna er eignalaus vinnu- lýður í sveitum og bæjum. Og þrátt fyrir þessa staðreynd um óeðlilega og óréttmæta misskift- ingu framleiðslunnar dirfast mál- tól íhaldsins í landinu að full- yrða, að hér sé fjárhagslegur jöfnuður á hæsta stigi. En sorg- legasta staðreyndin er sú, að þrátt fyrir það að íhaldsflokk- arnir verja misskiftingu þjóðar- framleiðslunnar og hafa það auk þess á stefnuskrá sinni að ganga á hlut eignalausra bænda og verka- lýðs með tollum á mörgum helztu lífsnauðsynjum almennings er atkvæðafylgi þeirra fjórum sinnum meira en Alþýðuflokksins, sem berst fyrir afnámi tolla á lífsnauðsynjum og vill með vitur- legri löggjöf koma á réttari arð- skijFtingu og tryggja lífsöryggi al- þýðunnar með fullkominni nú- tímatryggingar 1 öggj ö f. Enginn, sem hefir opin augun fyrir þörf- um almennings, getur efast um það eitt augnablik, að fylgi í- haldsflokkanna grundvallast að mestu leyti á þekkingarskorti og því, að landsmenn kunna ekki enn að greina á milli góðs og ills á hinu „pólitíska" sviði. Slíkt er nú ástandið í þessu landi, þegar íslenzk verklýðsæska rís upp til ákveðins viðréisnar- starfs á grundvelli stéttabarátt- unnar. Og þótt enn séu ekki lið- in nema þrjú ár síðan fyrsta félag ungra jafnaðarmanna var stofnað, þá.hefir hinn öri vöxtur og útbreiðsla þeirrar hreyfingar sýnt það og sannað, að í henni felst vaxtarbroddur mjrrcir félags- menningar, sem á fyrir sér að útrýma öllu, sem óhæft reynist fyrir eðlilegan þroska lífsin^. —- Lífsviðhorf æskulýðs vorrar aldar skapast eftir stéttaraðstöðu hans í þjóðfélaginu. Þróun auðmágns- ins í auðvaldsríkjunum þjappar fólkinu í tvær stéttir, eignastétt og öreiga. Fyrir því hlýtur æsku- lýðurinn einnig að skiftast í ör- eigaæsku og borgara. En skifting æskunnar verður greinilegri, því að hún er ekki haldin af blindni, vana, tregðu eða kerlingabókum liðna tímans og veit hvað hún er og hvað hún á að verða. Það er því augljóst, að barátta íhaldsins um æskuna er unnin fyrir gíg. Hjá æskulýð nútímans þekkist Afsláttur af öllu. 1 Skpdisalan fi Haraldarbúð I Lægst verð í borginni. hófst fi gær. — Ailar hinar vönduðu vörur verzlunarinnar seljast með afar lágu verði og par á meðal margskonar varningur, sem seldur er fyrir örlitið. — Of langt yrði að telja upp öli pau kynstur nauðsynlegra hluta, sem fá má fyrir lítið bæði í Dömu- og Herra-deildinni. En bezt er fyrir hvern og einn að koma og skoða. Látið ekki tækifærið líða fram hjá yður. Komlð og gerið góð kanp.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.