Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 1
MIÖVIKUDAGUR 25. APRÍL 8 SÍÐUR Agúst sigraði — í 58 Víðavangshlaupi ÍR Ágúst Ásgeirsson, ÍR, bar sig ur úr býtum í 58. Víðavangs- hiaupi ÍR sem háð var s.L fimintudag, sumardaginn íyrsta. Er þetta annað árið í röð sem Ágúst sigtar í hlaupinii, og var sigur hans á fimmtudaginn nokkuð öruggur. Hinn ungi UMSK-hlaupari, Einar Óskars- son, veitti honum þó verðuga keppni, svo og Sigfús -fönsson. Var Sigfús fyrstur er út úr Hijómskálagarðinum kom, en þá tók Einar \ið forystunni og hélt henni um stund, eða þar til Ágúst seig frarnúr honum á endasprettinuin. 1 hlaupi þessu íékkst enn ein staðfesting á þvi að hér er að koma fram harðsnúinn flokkur hlaupara, sem gaman verður að fylgjast með á hlaupabraut inni í sumar. Þar eiga hlut að máli, ekki aðeins þeir þrír pilt- ar, sem nefndir hafa verið, held ur og margir aðrir, sem stóðu þeim lítt að baki í þessu hlaupi. Ættu frjálsíþróttamótin að geta orðið með liflegra móti i sumar, en það er einmitt skemmtileg keppni í hlaupum sem veitir áhorfendum mesta skemmtun. Mikia athygli vakti í þessu hlaupi að það var stúlka sem kom fyrst í mark — Ragnhild- ur Pálsdóttir, UMSK. Stúlkurn- ar voru ræstar á undan piltun- um, en Ragnhildur hljóp það rösklega að þeir náðu henni aldrei og timi hennar 12:43,2 m-ín. verður að teljast frábær- iega góður miðað við aðstæð- urnar sem ekki voru alltof góð- ar. Þyrfti engan að undra þótt Ragnhildur yrði næsta stór- i.-arna ísiendinga í frjálsum :;tur\ ef svo heldur sem R ingar urðu mjög sigursæl- ir í sveitakeppninni, og hirtu þar öll verðlaun sem keppt var um. Greinilega voru sveitir þeirra bezt undir þetta hiaup búnar og ákveðnar í að ná settu marki. Elzti þátttakandinn í hlaupinu varð Skarphéðinsmað- urinn Jón Guðlaugsson, 47 ára og var þetta í 18. skiptið sem hann keppir í Víðava-ngshlaupi ÍR. t’RSLIT HLAUPSINS Konur mín. Ragnh. Pálsd. UMSK 12:43,2 Lilja Guðmundsd., lR 14:04,3 Björk Eiríksdóttir IR 17:33,8 Bjarney Anna Árnad. lR 21:43,8 Karlar min. Ágúst Ásgeirsson ÍR 11:12,6 Einar Óskarsson UMSK 11:13,4 Sigfús Jónsson IR 11:15,2 Július Hjörleifsson lR 11:20,0 Emil Björnsson KR 11:26,0 Markús Einarss., UMSK 11:40,2 Gunnar Gunnarss., UNÞ 12:02,6 Gunnar Snorras., UMSK 12:13,0 Erl. Þorsteinss., UMSK 12:18,0 Gunnar P. Jóakimss., ÍR 12:19,6 Ragnar Sigurj.s. UMSK 12:20,0 Jóhann Garðarsson Á 12:29,0 Ólafur Fairanberg KR 12:45,0 Gu-nnar Kristjánsson Á 12:47,6 Steinn Öfjörð ÍR 12:48,0 Jón Indriðason ÍR 12:52,8 Guðm. Geirdal UMSK 12:53,0 Ásgeir Þór Eiríksson IR 12:53,0 Þorgeir Óskarsson, ÍR 13:00,0 Böðvar Sigurj.s. UMSK 13:40,0 Vilm. Vilhjálms-s., KR 13:50,6 Helgi Eiriksson KR 13:51,4 Jón Guðiaugsson HSK 13:53,0 Óskar Jóhannsson IR 14:17,6 Friðrik Þór Óskarss., ÍR 14:22,0 Sigurleifur Kristjánsson UMSK 14:22,6 Framhald á bls. 39 Ánægja yfir unmim sigrum skín úr andliti Margrétar Baidvins dúttur frá Akureyri, er varð þre- faldur meistari á skíðalandsmóíinu á Siglufirði. LANDSMÓTIÐ Á SIGLUFIRÐI Sjá bls. 34, 35, 36 og 37 04, •>.), ->o og .u Sigurvegarar i 58. víðavangshlaupi ÍR. Einar Óska-rsson, UMSK, er varð annar, Ágúst Ásgeirsson, ÍR, sem sigraði og Sigfús Jónsson, ÍR, sem varð þriðji. Birni Þór Ólafssyni frá Ólafsfirði — íslandsmeistara i skiðastökki undanfarin ár, mistókst illa i stökki norrænu tvíkeppninnar og mátti þakka fyrir að sleppa án teljandi meiðsla. Þessi mynd var tekin er Björn Þór var að missa jafnvægið í stökki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.