Morgunblaðið - 28.04.1973, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRlL 1973
Eliszabet Ferrars:
%ri iií(!iír« i dauriain
leg. Paul hristi höfuðið og fann,
að kviði hans færðist í aukana.
En svo leið allt í einu hrotta-
legt andlitið á Kevin fyrir hug-
arsjónir hans, og hann tók
ósjálfrátt að hugsa um Margot
Dalziel
Ef Kevin hefði hvergi verið
þar viðriðinn, hvað hafði þá get-
að orðið af veslings konunni?
Já, ef hann væri ekkert við
það riðinn, þá . . .
Þegar Paul gekk fyrir end-
ann á stignum, sá hann svartan
bíl, sem stóð þar, og honum datt
sem snöggvast i hug, að það
væri lögreglubíll eða þá
kannski bíll Neil Dalziel. Þeg-
ar hann gekk eftir stígnum að
húsinu með stráþakinu, fór
hann á mis við Rakel. Hún var
að færa Jane inniskóna hennar,
sem höfðu orðið eftir, þegar
Jane og Roderick höfðu endi-
lega viljað taka sig upp og fara
í hitt húsið, skömmu eftir að
Paul fór út. Þau höfðu ekki vilj
að misnota sér gestrisni hennar
lengur.
Rakel hafði verið komin að
hliðinu hjá ungfrú Dalziel, þeg-
ar öskrin í Bernice bárust henni
til eyrna. Rakel heyrði ekki
orðaskil, heldur aðeins óp og
öskur, sem voru líkust þvi sem
vindurinn hefði allt í einu feng
ið mannsrödd, og enda þótt al-
bjart væri, þá fór hrollur um
hana. Svona óp boðuðu að ein-
hver dæi bráðlega, var það
ekki? Eða að einhver væri þeg-
ar dáinn? Það var óhugnanlegt
að heyra það, jafnvel fyrir þá,
sem ekki voru aldir upp við
neina hjátrú.
Hún gekk stíginn upp að hús-
inu og sá reyk koma upp úr
reykháfnum. Henni datt í hug,
að Jane og Roderick hefðu ekki
beðið lengi með að kynda upp í
setustofunni, þar eð þau hefðu
þarfnazt einhvers, sem gæti
eytt mesta óhugnaðinum þar.
Hún velti því fyrir sér, hvort
þau hefðu tekið til í stofunni,
eða hvort allt væri þar með
sömu ummerkjum — borðið á
hliðinni, flöskubrotin á gólfinu,
bletturinn á gólfteppinu og ask
an í arninum.
Allt I einu stanzaði hún og
horfði upp á reykháfinn.
Aska í aminum, hugsaði hún.
Eldur. Einhver hafði þá kveikt
upp á laugardag. Samt hafði
ekkert rokið úr reykháfnum,
þegar hún kom með mjólkur-
flöskuna og heldur ekki seinna
þegar hún hafði verið i garðin-
um að raka saman laufinu. Það
var einkennilegt. Reykjarlaus
eldur? Eða þá að kveikt hefði
verið upp löngu fyrr eða löngu
seinma en þau höfðu öll gert
ráð fyrir.
Hún gekk áfram eftir stign-
um. En augnabiiki seinna, er
hún gekk fyrir setustofuglugg-
ana, varð hún æ vissari um það,
að hefði eldur verið logandi í
gamla arninum, þegar hún var
þar á laugardaginn, þá hefði
hún tekið eftir þvi, þvi að glugg
arnir voru svo litlir og veggirn
ir svo þykkir, að eldurinn hefði
vaipað glampa á þá, rétt eins og
hann kæmi innan úr helli. Hann
lýsti upp alla stofuna með skini
sinu. En á laugardag höfðu
gluggarnir verið dimmir og dauf
ir.
Rakel vissi ekki, hvað þetta
gat þýtt, en gerði sér samt ljóst,
að loksins myndi hún eitthvað
einkennilegt til að segja Creed
fulltrúa frá í sambandi við
komu sína þangað. Hún gekk
áfram að dyrunum og barði.
Eftir andartak opnaði Jane
og sagði, hissa: — Ó..........ég
hélt að þetta væri Roderick.
Hann fór til þorpsins til að
kaupa eitthvað i matinn. En
komdu inn. Komdu inn i eldhús,
því að ég er þar að ganga frá
blómum.
— Ég kom bara til að skila
þessu sagði Rakel og rétti
fram inniskóna. — Ég ætla ekk-
ert að stanza.
— Skildi ég þá eftir? sagði
Jane. — Æ, fyrirgefðu, elskan!
Alla þessa fyrirhöfn, sem þú hef
ur haft af mér: En blessuð
komdu inn. Þú getur sagt mér
til við þessi blóm, því að ég
kann nú ekki sérlega mikið á
þau. Og . . . svo væri það
skemmtilegra en að vera ein í
þessu húsi. Það orkar svo und-
arlega á mig. Ég fæ næstum
óstjórnlega löngun til að
hringja til mömmu. Og samt
væri mér ekki við annað verra
en hún færi að koma þjótandi
hingað og taka við stjóminni á
öilu hérna. Heyrðirðu nokkurt
óhugnanlegt óp núna rétt áðan?
Hún hafði tekið undir arminn
á Rakel og hélt fast i hana
þarna í dyrunum.
— Já, það var vist bara ein-
hver Applinkrakkanna, sagði
Rakel og lét draga sig inn.
—: Nú, svo að þú heyrðir það
þá? sagði Jane. — Þá líður mér
strax l^gKir. Ég var orðin hrædd
um, að þetta væri bara imynd-
un og var næstum farin að
öskra sjálf. En komdu nú og
segðu mér til við blómin. Er það
ekki hræðilegt með öll þessi
blóm. Líkast og við jarðarför.
Og vitanlega hef ég ekki nein
blóm, heldur bara eitthvert
grænt rusl, því að lögreglan tók
þessar rósir hennar Márgot með
sér og af einhverjum ástæðum
vasann líka, og mér finnst bein-
línis ég verða að setja eitthvað
í staðinn. Þessi stofa er eitthvað
svo óhugnanleg. . .
Þannig lét Jane dæluna ganga
rétt eins og hún teldi það geta
hindrað, að Rakel sæi sig um
hönd og skildi hana eftir eina
þarna í húsinu, og þvi fór hún
með henni inn í eldhúsið.
Eldhúsborðið var alþakið
í þýóingu
Póls Skúlasonar.
greinum af ýmsu tagi, en nokkr-
um greinum hafði verið stungið
í leirkrukku, sem stóð á borð-
inu.
— Þú, sérð, að hér er allt á
öðrum endanum, sagði Jane. —
Ég býst við, að þú sért ein af
þessum dásamlegu manneskjum,
sem geta valið nokkrar hrislur
úr svona drasli, bætt við það
einum blómkálshaus og látið það
svo í auglýsingu. En hjá mér
verður það allt svo ólánlegt.
En það gerir nú annars ekkert
til. Ég er bara að þessu til þess
að hafa eitthvað fyrir stafni,
meðan Roderick er í burtu. Við
fórum að rifast í morgun eins og
kjánar, og það sem mig langar
mest til er að setjast niður og
fara að öskra, en ég hef bara
svarið með sjálfri mér að gera
það ekki Og ég lofaði lika
sjálfri mér að rífast ekki við
Roderick aftur, því að þá gæti
ég alveg eins verið kyrr heima,
þar sem rifizt er allan daginn.
Hún reif eina greinina upp úr
krukkunni, gekk nokkur skref
aftur á bak og horfði með sorg-
arsvip á það, sem eftir var í
henni.
— Ég hef andstyggð á þessu
sagði hún og fleygði greininni í
velvakandi
Velvakandi svarar i síma
10100 rrá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Bolfiskur enn
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Ég hefi margsinnis skrifað
í blöð, og beðið um að upphafs-
menn bolfiskheitisins, gæfu sig
fram og skýrðu hvemig og
hvers vegna þetta ónefni á okk
ar áigsjHv þorskfiski er upptekið.
Ég hefi unnið við fisk frá æsk<u
árum, og hefi aldrei heyrt ann-
að nafn á honum er þorskur eða
þorskf'skar þegar um fleiri teig
und r er að ræða, fyrr en nú í
nokkur ár. Bjarni Sæmunds-
—STÆKKUNAR,
. GLER
Fjolbreytt urval
stækkunarglerja,
m.a.stækkunargler
með Ijósi.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavörðustíg 21 A-Simi 21170
Takið eftir
SELJUM í DAG M.A.:
SKODA 110L GULA PARDUSINN 1972
CITROEN AMY STATION 1971
SUNBEAM ARROW 1970
SKODA 1000 1969 og 1966
TAUNUS 17 M STATION 1967
BENZ 1513 VÖRUBÍLL 1971
MAZDA 818 1972
HÖFUM TIL SÖLU NÝJA 608 BENZ DIESEL VÉL.
ÓSKUM EFTIR BÍLUM, ER FÁST FYRIR SKULDA-
BRÉF.
BÍLASALA HAFNARFJARÐAR,
Lækjargötu 32, simi 52266.
son teiur þessar tegundlr
þorskfiska: þorsk, ýsu, ufsa,
löngu og keilu. 1 orðabók
Menningarsjóðs er bolfiskur
talinn vera hausaður og slægð-
ur fiskur, það hefi ég ekki held-
ur heyrt fyrr. Ég held, að eitt-
hvað hafi minnkað notkuin
þessa ónefnls uim tima, en nú
virðist þetta orðskrípi næstum
stöðugt klingja i fjölmiðium.
Ég sé ekki betur en að þetta
ljóta nafn á aðallífsbjörg þjóð-
ariinnar sé til vansæmdar og
vanvirðu gagnvart okkar
„heimsins bezta fiski“, þjóðiinni
og okkar „ástkæra ylhýra
máli“. Ef til vill er þessi nafn-
gift i takt við rányrkjuihuigiar-
farið og hina illu meðferð, sem
þorskurteun verður fyrir, bæði í
Electrolux
ai
Frystikísta
4IO Itr.
4
Electrolux Frysttklsta TC 14S
410 lítra, Frystigeta
28 kg á dag. Sjálfvirkur hítastill-
ir (Termostat). Örygglsljós með
aðvörunarblikki. Hraðfrystistill-
Ing. Plata með stjórntökkum.
Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm.
Útbúnaður, sem fjarlægir vatn
úr frystihólfinu. Segullæsing.
Fjöður, sem heldur lokinu uppi.
Vörumarkaðurinn hf.
r
sjó (maingra nátta fiskur) og á
landi, bæði í flutniingi og á
vinmuistað. Allir, sean eltthvað
þekkja þessi mál, og ekki er
sama hvernig allt draslast, sjá
vel hinm mikia þjóðarskaða og
þjóðarskömm, sem rányrkjan,
óverkuinim og óþverranafin veld-
ur.
Ef til v'M getuir þú, ágæti Vel-
vakaindi, fundið fyrir mig þá
huldiumenn, sem hafa unmið að
sköpum og dreifingu ónefnisins.
Þeir hafa þrátt fyrir margar
áskoran'r um að sýma sig og
færa fram rök fyrir boifisk-
ónefnimu, haldið sig í huliðs-
tjaldi. Vonandi lyfta þeir nú
upp skörmni, svo að þjóðin
kennd málvöndumarkappana!!
Ingjaldur Tómasson.“
0 Fræðsluþættir í
Ríkisútvarpi
Margrét Jónsdóttir skrifar:
„Velvakandi!
Viltu vinsamflega koma á
framfæri fyrir mig þakklæti til
útvarpsins vegna þáttarims um
sögu tónl’istiarininar. Það er
vissulega gleðilegt þegar út-
varpið getur opnað hiustemd-
um símium algjörlegan nýjan
beim — heim, sem allur ad-
menningur ætti ekki kost á að
kynnast, nema á þennan hátt.
Nú lanigar mig að spyrja: Er
ekki hægt á sama hátt að
kynna heim myndlistarimmar í
sjónvarpdmu?
Allir vita að í útvarpsráði
situr eimn bezt mienmtaði li®t-
fræðinigur þjðarimnar, sem
keninir einmitt listasögu í
Handiðaskólanum. Svo það
ættu að vera hæg heimatökin.
Vinsœldir þáttarims um tónlist-
ina sýna það, að fólk vill auðga
anda sinn.
Sjálf mimmist ég þess, að ég
horfði á sanáþátt í sjónvarpinu,
þar sem Björn Th. útskýrði
myndbygginigu í málverki eftir
íslenzkan málara, sem Hótel
Holt haifði keypt. — Þar opnað-
ist innsýn í mýjam og óþekktam
heten, sem sjónvarp'ð gæti og
ætti að opna áhorfemdum sím-
um.
Margrét Jónsdóttir,
Bogahlið 26, Reykjavl!k.“
Sumarstörf
Lögreglustjóraembættiö í Reykjavík
óskar að ráða skrifstofustúlkur til
afleysingarstarfa í sumar.
Umsóknir, sem greini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist embættinu fyrir
3. maí n.k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
27. apríl 1973.