Morgunblaðið - 14.06.1973, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1973
220-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
\H 25555
«EMEM
BILALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚN 29
AV/S
SIMI 24460
_LAUGAVEGI 66
BÍLALEIGAN
5IEY5IR
CAR RENTAL
ÍSLSS" TRAUSTI
ÞVERHOLT 15ATEL. 25780
SKODA EYÐiR MINNA.
LEIGAN
AUÐBREKKU 44 -46.
SÍMI 42600.
HÓPFERÐIR
Til leigu í lengri og skemmri
ferðir 8—50 farþega bílar.
KJARTAN INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
BILALEIGA — CAR RENTAL
7W-1300 1973
GUÐBJARTUR ÞORGIL3SON
Unnarbraut 12 — símí 10586
Setjarnarnesi.
Geymið augiýsinguna.
SAMVINNU
BANKINN
ínaíkka aif allhuig börrnwn min-
um, tengdaíbömum og bama-
bömium og öðr'jsm ættiingjum
og vimiim, nær og fjær, fyrir
gjaifir og hei lilaskcyti á 75 ára
aÆmæM mínu.
Guð blessd ykkur öll.
Guðni frá Brekkum.
Frægur að
endemum
Núverandi meirihluti út-
varpsráðs hefur á stundum
vakið á sér nokkra athygli
með margs konar hætti. Ef-
laust finnst mörgum, að út-
varpsráðsmeirihlutinn leggl
svo mikið upp úr umtali um
sjálfan sig, að hann telji það
betri kost að vera frægur að
endemum en alis ekki frægur.
Ekki löngu eftir að núver
andi útvarpsráð tók við stjórn
útvarpsins lýsti formaður þess
yfir því, sem frægt er orðið,
að Einar Ágústsson bryti
landslög á hverjum degi. Þessi
mjög svo harða ásökun kom
fram í öðru helzta málgagni
rikisstjórnarinanr. Ástæðan
var sú, að utanríkisráðherra
hefði ekkl gert reka að því að
loka sjónvarpsstöð varnarliðs
ins á Keflavíkurflugvelli. En
útvarpsráðsformaðurinn taldi
og telur sennilega enn, að sjón
varpsrekstur varnarliðsins sé
andstæður islenzkum lögrum.
Það er harla fátítt, að opin
berir embættismenn ásaki ráð
herra um lögbrot, hvað þá
heldur, að þeir eigi sökótt við
lögin dag hvern. Víðast hvar
hefði þess verið krafizt, að
réttmæti slíkra ásakana yrði
kannað fyrir dómstólum. Það
er ekki svo veigalítið mál, þeg
ar formaður útvarpsráðs sak
ar utanrikisráðherra um lög-
brot. En ummæli formannsins
voru ekki talin meira virði en
svo, að utanríkisráðherra
hafði varla svo lítið við að
andmæia þeim.
Nú hefur það svo gerzt i
framhaidi af þessum ásökun
um, sem dóu út, rétt eins og
enginn tæki mark á orðum út
varpsráðsformannsins, að
hann ber fram tillögu í ráð-
inu, þar sem hann óskar eft-
ir þvi, að menntamálaráð-
herra láti fram fara opinbera
rannsókn á fjölmiðlarekstri
varnarliðsins. Nú heyra mál-
efni og starfsemi varnarliðs-
ins undir utanríkisráðherra. í
raun réttri er útvarpsráðsfor
maðurinn því að óska eftir op
inberri rannsókn á störfum ut
ansríkisráðherra, sem ræður
því, hvort útvarps- og sjón-
varpsstarfsemi varnarliðsins
er Ieyfð eða ekki.
Annar af fiilltrúum Fram-
sóknarflokksins í útvarpsráði,
Tómas Karisson greiddi at-
kvæði gegn þessu vantrausti
á Einar Ágústsson, en hinn, ÓI
afur Ragnar Grímsson, stóð
með útvarpsráðsformannin-
um. I fyrra tók enginn niark
á útvarpsráðsformanninum,
þegar hann sakaði utanríkis-
ráðherra um dagleg lögbrot.
Nú verður fróðlegt að fylgjast
með þvi, hvort menntamáia-
ráðherra tekur mark á for-
manninum og lætur fram-
kvæma opinbera rannsókn á
störfum iitanrikisráðherra. —
Eða ætli Magnúsi Torfa sé
líka sama um, hvort Njörður
P. Njarðvík verður aðeins
frægur að endemum?
Ritskoðun?
Þá hefur einnig vakið
nokkra athygli sú ákvörðim út
varpsráðs, að framvegis skull
aðeins geta í sjónvarpsfrétt-
um þeirra bóka, er teljast
hafa listrænt eða fræðilegt
gildi. Þessi frétt hefur ekkl
vakið athygli eingöngu fyrir
þá sök, að hin nýja ljóðabók
útvarpsráðsformannsins var
fyrsta bókin, sem þótti verð-
ug umtals, heldur fyrir hitt,
að útvarpsráðsmanni er falið
að meta, hvaða bækur séu
þess virði, að á þær sé minnzt
i sjónvarpsfréttum. Með öðr-
um orðum, fréttastofu sjón-
varpsins er ekki treyst til þess
að meta fréttagildi bókaút-
gáfu eins og í öðrum efnum.
Ef svo heldnr áfram, má ef
til vill vænta þess, að blaða-
fulltrúi rikisstjórnarinnar
verði látinn meta, hvaða
stjórnmálaviðbiirðum sjón-
varpið skýrir frá. Sjá þá aUir
hvert stefnir.
spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS ilringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tii föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
FRÍTT ÁR 1
TKYGGI.NGUM
Leifur Steinarsson, Hof-
teigi 14 spyr:
Ætla Samvinnutryggingar
að bregðast þeim bifreiðaeig-
endum, sem í ár eiga rétt á
marglofuðum og margauglýst
um frium tryggingum að lokn
um 10 ára tjónlausum við-
skiptum hjá félaginu?
Skýring: Félagið sendi mér
tilkynningu um að þenn-
an rétt ætti ég nú. Er ég ætl-
aði að sækja tryggingarskil-
ríkin, var mér gert að greiða
fyrir maimánuð, og sagt að
svo hefði verið ákveðið að all
ir gerðu. Yfirstandandi trygg
ingarári lýkur svo í marz
næstkomandi, svo hið marg-
lofaða „fría ár“ verður þá eft
ir allt aðeins níu mánuðir.
Jón Rafn Guðmundsson hjá
Samvinnutryggingum svarar:
Vegna ákvarðana varð þetta
tryggingarár aðeins níu mán-
"ðir, en hins vegar mun fyr-
irspyrjandi fá þá þrjá mán-
uði, sem upp á vantar á frla
áirið við næstu endumýjun
tryggingarinnar.
VERÐGILDI KRÓNUNNAR
Katrin Davis, búsett í Hull
í Bretlandi, spyr:
Hvaða upphæðar myndu 180
kr. frá 1907 svara tH í dag?
Ólafur Tómasson, Seðla-
banka íslands, svarar:
Frá aldamótum og fram til
1914 voru 100 gullaurar í
einni krónu, en í dag eru
1,96 gullaurar í krónunni.
Það jafngildir því, að krón-
an sé rúmlega 50falt minni í
dag að verðgildi, heldur en
hún var árið 1907. 180 kr.
frá 1907 myndu því i dag vera
rúmlega 9000 krónur.
VEGATÁLMANIR
Jón Sturlaugsson, Austur
brún 2, spyr:
Hvers vegna er ekki hægt
að tilkynna, að vegarkaflinn
á Borgartúni frá væntanlegri
Kringlumýrarbraut og eitt-
hvað inn eftir, er lokaður ura-
ferð?
2) Var ekki búið að segja
að höfð væru samráð
milli allra aðila, sem yliu öll-
um vegarskemmdum eða vega
tálmunum?
Ingi Ú. Magnússon, gatna-
málastjóri, svarar:
TMIkynningar e<ru settar í
morgunútvarp um lokun ým-
issa gatna eða gatnahluta
vegna malbikunarfram-
kvæmda, til þess að vara öku
menn við lokunum gatna og
benda þeim á að velja sínar
akstursleiðir með tllliti til
þeirra. Ekki hefur verið far-
ið út í að tilkynna um tíma-
bundnar lokanir vegna fram-
kvæmda armarra borgarstofn-
ana en gatnagerðarinnar eins
og t.d. Rafmagnsveitunn-
ar, sem var að leggja há-
spennulinu við umrædd-
an götukafla á Borgartúni.
Hætta er á, að tilkynningam
ar yrðu það umfangsmiklar,
að erfitt yrði fyrir viðkom-
andi að muna eftir þeim stöð-
um, sem einkum þarf
að sneiða framhjá.
VÖRUMERKINGAR Á
HEIMILISSÝNINGU
Sigurður Einarsson, Tún-
götu 37, spyr:
Hvers vegna voru vörur
ekki merktar á sýningurmi
„Heimilið ’73“? Að visu var
fólk til að gefa upplýsingar,
en það tók yfirleitt langan
tíma, þegar margt var fólk-
ið. Að vísu var þama ein
undantekning, Bræðurnir
Ormson.
Ingvi Hrafn Jónsson, blaða
fulltrúi sýningarinnar „Heim-
ilið ’73“, svarar:
Hér er um að ræða mismun
andi sölutækni og var hverj-
um aðila í sjálfsvald sett,
hvernig upplýsingunum um
vörurnar var komið til skila.
Sumir kusu að merkja vör-
ur sinar, aðrir höfðu fólk til
leiðbeiningar.
LANDHELGISBÆKLINGAR
Hildegard Þórhallson, Karfa
vogi 54, spyr:
Hvers vegna gefur utanrík
isráðuneytið aðeins út bæki-
inga á ensku til kynningar á
málstað Islendiniga í landhelg
ismálinu erlendis, en ekki
einnig á þýzku t.d.?
Hannes Jónsson, blaðafuli-
trúi ríkisstjómarinnar svar-
ar:
Forsendur þessarar spum-
ingar eru rangar, þvi ríkis-
stjómin hefur gefið út bækl-
ing á þýzku. Hins vegar hafa
einnig verið gefnar út 6 upp
lýsiingagreinargerðir á ensku
og auk þess 2 litprentaðir
kynninigarbæklingar á ensku.
Væntanleg er norsk útgáfa af
þessum kynningarbækling-
um. Þýzka kynningarbækling
inn er hægt að fá hjá Hanm-
esi Jónssyni.
Suzi Quatro
★ Suzi Quatro
Myndarleg hnáta, hún Suzi
Quatro, og ekki ætti útlitið
að skaða feril hennar í popp-
heim'num. Reyndar virðist
hún vera búin að koma sér all
vel fyrir, því að þessa dagana
trjónar lag hennar, Can the
can, efst á brezka vinsælda-
listanum. Hún er frá Detroit í
Bandaríkjunum, en hefur að
undanfömu verið á hljómleika
ferðalagi i Bretlandi með
hljómsveit sína. Sjálf leikur
hún á bassagítar. Hún hefur
verið í hljómsveitum allt frá
sex ára aldri, er hún byrjaði
að spila með hljómsveit föður
síns, og lék þá á bongótromm
ur.
Maurice Gibb
dæmdur
Maurice Gibb, einn Gibb-
bræðranna í Bee Gees, var
fyrír skömmu dæmdur í 109
sterlingspunda sekt og svipt-
ur ökuleyfi í eitt ár fyrir að
hafa ekið bifreið sinni ölvað-
ur. Hann var gripinn eftir að
hafa ekið konu sinni Liilu og
vintim hennar 100 metra spöl
að hóteli að ioknu sam-
kvæmi. Við mælingar á blóði
hans, reyndist áfengisinni-
hald þess vera 2,62 pró mille,
en leyfilegt hámark í Bret-
landi er 0,8 pró miUe. Á Is-
landi er leyfilegt hámark 0,5
pró mille. — Þess skal og get-
ið, að þau Lulu og Maurice
búa ekki lengur saman, en lög
skilnaður er ekki fenginn
ennþá.
★ Enn ein hljóm-
leikakvikmyndin
1 Bandaríkjunum haía
menn verið sérlega iðnir við
að gera kvlkmyndir um popp
hljómleika eða popphátíðir,
því að gróðinn er vís, ef vel
tekst ttL, samanber „Wood-
stock”. Og ekki hafa brezkir
kvikmyndaframle.ðendur stað
izt mátið og ixú nýverið var
lokið við að setja saman kvik
mynd um hljómieika, sem
haldnir voru árið 1970 í Gast
onbury, og nefnist myndin
Gastonbury Fayre. Hljómleik
ar þessir, eða popphátíð, voru
sérstæðir að þvi leyti, að að-
gangur var ókeypis. Meðal
hljómsveita og listamanna,
sem þar komu fram, voru: —
Traffic, Axthur Family, Linda
Lewis, Terry Reid, Fairport
Convention, Arthur Brown’s
Kingdom Come og Quintess
ence.