Morgunblaðið - 14.06.1973, Síða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1973
JMragwtfrfafrtfr
Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthlas Johannessen,
Eyjólfur Kor.ráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltról Þorbjðrn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjórl Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.
Askriftargjald 300.00 kr. á mánuði innanland*.
1 lausasðlu 18,00 kr. elntakið.
FJORÐA GENGISFELLING
VINSTRI STJÓRNARINNAR
]|/feð sanni má segja, að rík-
isstjórnin hafi nú staðið
að fjórum gengislækkunum
og einni gengishækkun á
tæplega tveggja ára valda-
ferli sínum. Nú hefur komið
á daginn, að gengishækkun
sú, sem ákveðin var í lok
aprílmánaðar, hefur með öllu
étizt upp. Frá því að gengi
krónunnar var hækkað hefur
staða hennar sífellt versnað
gagnvart gjaldmiðli Evrópu,
en staðan gagnvart Banda-
ríkjadollar hefur þó haldizt
óbreytt þennan tíma. Til
marks um þessa þróun má
nefna, að gengi krónunnar
hækkaði gagnvart vestur-
þýzkum mörkum um 5,86%
í apríllok, en hefur nú lækk-
að um 7,47% og sterlings-
pundið hefur lækkað um
3,4%.
Þegar ríkisstjórnin tók við
völdum var lýst yfir því í
stjórnarsáttmálanum, að ekki
yrði gripið til gengisfellinga
til lausnar á aðsteðjandi
efnahagsvandamálum. Þetta
var auk þess eitt helzta kosn-
ingaloforð stjómarflokkanna.
Engu að síður hefur gengi
íslenzku krónunnar nú fallið
fjórum sinnum á valdatíma
vinstri stjómarinnar. Ríkis-
stjórnin hefur tvívegis látið
fella gengi krónunnar í sam-
ræmi við fall Bandaríkjadoll-
ars, fyrst í árslok 1971 og
síðan í febrúar sl. Þá greip
ríkisstjórnin til þess ráðs í
desember sl. að fella gengið
í því skyni að greiða úr þeim
efnahagsvanda, sem sprottið
hefur upp af þenslustefnu
hennar.
Þegar gengislækkunin var
ákveðin í desember sl., voru
engar ráðstafanir gerðar til
þess að koma í veg fyrir, að
hún hefði veruleg áhrif á
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags. Því var fyrirsjáan-
legt, að um skammtímaráð-
stöfun var að ræða, en ekki
frambúðarlausn. Nú hefur
einnig komið á daginn, að
verðbólguhjólið hefur snúizt
hraðar á þessu ári en dæmi
eru til um fyrr. Jafnvel þing-
menn stjórnarflokkanna
segja, að slík óðaverðbólga
hafi ekki átt sér stað frá
stríðslokum.
Gengislækkanir vinstri
stjórnarinnar eiga sér stað á
sama tíma og verðlag út-
flutningsafurða á erlendum
mörkuðum hefur aldrei verið
hærra. Gengisfellingarnar
1967 og 1968 voru gerðar,
eftir að afli hafði dregizt gíf-
urlega saman og verðhrun
orðið á erlendum mörkuðum.
Ytri aðstæður hafa hins veg-
ar verið hinar hagstæðustu
sl. tvö ár, og ekki hafa
þær orsakað gengislækkanir
vinstri stjórnarinnar.
Stjómin hefur að vísu tví-
vegis lækkað gengi krónunn-
ar til jafns við lækkun á
gengi Bandaríkjadollars. En
á það hefur jafnan verið
bent, að slíkt hefði verið
óþarfi vegna hins háa verð-
lags á sjávarafurðum í
Bandaríkjunum um þessar
mundir. Verð á fiskblokk þar
er nú t.a.m. um þrisvar sinn-
um hærra en það komst
lægst á erfiðleikaárunum.
Það var því algjör óþarfi að
láta krónuna fylgja til fulls
lækkun Bandaríkjadollars.
Miklu mun skynsamlegra
hefði verið að fara þar milli
veg eins og stjórnarandstað-
an benti raunar á, þegar
þessar ákvarðanir voru tekn-
ar. Gengishækkunin í apríl
var staðfesting á því, hversu
óráðlegt það var að láta krón-
una lækka til jafns við
Bandaríkjadollar, enda var
hún rökstudd með því, að
verðlag á útflutningsafurð-
um hefði farið stöðugt hækk-
andi. Sú verðlagsþróun var
þegar augljós í febrúar, þeg-
ar gengið var fellt.
Fyrir rúmum mánuði
reyndi ríkisstjómin að endur
vekja traust sitt meðal þjóð-
arinnar með aðgerðum, er
miða áttu, að sögn stjórnar-
innar sjálfrar, að því að
lækka verðlag í landinu. Lýst
var yfir því, að gengishækk-
unin ætti að leiða til um það
bil 6% lækkunar á verði
innfluttrar vöm. Nú hefur
gengishækkunin hins vegar
étizt að mestu upp á sex vik-
um. Alit tal ríkisstjómarinn-
ar um verðlækkun í þessu
sambandi hefur því að engu
orðið og í raun og veru verið
blekking ein.
Á sama tíma setti ríkis-
stjórnin bráðabirgðalög, sem
mæltu svo fyrir, að vísitölu-
uppbætur á kaup skyldu mið-
aðar við 2% lækkun alls
verðlags í landinu. Lítið hef-
ur þó farið fyrir verðlækk-
unum af þessum sökum. Síð-
ustu daga hefur þvert á móti
hver verðhækkunin rekið
aðra. Þenslustefna ríkis-
stjómarinnar hefur leitt til
síaukins framleiðslukostnað-
ar, sem að lokum hlýtur að
lenda í verðlaginu. Sú stað-
reynd, að gengishækkunin er
að engu orðin á sex vikum,
varpar enn skýrara ljósi en
fyrr á það öngþveiti, sem
þjóðin býr nú við í efnahags-
málum.
Sex nýjar AB-bækur;
Manillareipið eftir Meri
Nýr bókaflokkur og Maigret-sögur Simenons
Þessa da.grana konia út hjá Al-
menna bókafélag-inu sex nýj
ar bækur af ýmsu tagi. Er j»ar
á meðal skáldsaga eftir Finnann
Veijo Meri, er hlaut nú síðast
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs, tvær bækur í vasa-
broti í nýjum bókafiokki
um þjóðfélagsmál, ný útgáfa á
Fuglabók AB og ioks tvær Mai-«
gTetsögur Simenons í vasabrots-
útgáfu. Almenna bókaféiagið
hefur fyrr á árinu gefið út fjór
ar bækur, þannig að alls hafa
komið út hjá félaginu 10 bæk-
ur fyrrihluta ársins. Hins veg-
ar liggur fyrir útgáfuáætl-
un fram í mai á næsta ári, og
samkvæmt henni verða gefnir út
um 40 bókatitiar á þessu ári,
sem eru nærri helmingi fleiri
titlar en komu út hjá AB á si.
ári.
MANILLAREIPIÐ
Manillareipið nefnist skáld
saga Veijo Meri, sem nú kemur
út í íslenzkri þýðingu þeirra
Magnúsar Joehumssonar og
Stefáns Más Ingólfssonar. Þeir
hafa báðir lagt stund á finnsku
hjá finnska sendikennaran-
um við Háskólann, og er sagan
þýdd úr frummálinu undir hand
leiðslu hans. Veijo Meri hefur á
fáum árum komizt i hóp víðkunn
ustu skáldsagnahöfunda, og í
fyrra hlaut hann bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
skáldsögu sína Son liðþjálfans.
Manillareipið er engu að síður
,sú bók sem aflað hefur honum
hvað mestrar frægðar, enda ver
ið þýdd á 15 tungumál og nú
siðast á islenzku. Meri á til her-
manna að telja og segist honum
sjálfum svo frá, að í 17 ár hafi
hann átt heimili sitt innan her-
búðasvæðis. Svo að segja allar
sögur hans eru sóttar í þá lífs-
reynslu, sem honum er þaðan
komin. Svo er einnig um Man-
iliareipið, en hún er engin róm-
antísk hetjusaga, heldur er hún
miklu fremur skrifuð i hálfkær-
ingi — „jafnvel stundum í fár-
ánlegum skopstíl, sem helzt
minnir á Góða dátann Svejk eft
ir Hasek eða hinar þöglu mynd
ir Chaplins", eins og segir i
kynningu Almenna bókafélags-
ins. Manillareipið er 148 bls.,
bókin er sett, prentuð og bund-
in i Prentsmiðju Hafnarfjarðar
en kápa er teiknuð í Auglýs-
ingastofu Torfa Jónssonar.
NÝR BÓKAFLOKKLTR
Þá hefur Almenna bókafélag-
ið byrjað útgáfu sérstaks flokks
vasabrotsbóka um þjóðfélagsmál,
efnahagsmál, menningarmál o.fl.
Sagði Baldvin Tryggvason,
framkvæmdastjóri Almenna
bókafélagsins, á fundi með blaða
mönnum, þar sem hinar sex nýju
bækur voru kynntar, að hug-
myndin með þessum bóka-
flokki væri að gefa út bækur
erlendra og innlendra höfunda
um þau málefni, sem snerta
vandamál Mðandi stundar.
Fyrstu tvæir bækumar fjalla
annars vegar um framtið mann-
kynsins og hættur þær, sem að
þvi steðja, en hins vegar um
þjóðféiagsástandið í Eistlandi
undir járnhæi Sovétrikjanna.
Heimur á helvegi nefnist
fyrri bókin, og hefur dr. Bjami
Helgason þýtt hana. Bók þessi
kom fyrst út í Bretlandi á sið-
asta ári undiir nafninu A Blue-
print for Survival. Birtist efni
bókarinnar upphaflega í janúar
hefti brezka tímaritsins The Eco
logist 1972, en segja má að höf-
undamir séu margir.
I formála komast höf
undar m.a. svo að orði: „Könn-
un á þeirri vitneskju sem fyrir
hendi er, hefur sannfært okk-
ur um hið ógnvekjandi ástand,
er við heiminum blasir. Ef nú-
verandi þróun mála er látin af-
skiptalaus, er hrun siðmenning-
arinnar og varanleg eyðilegging
á lífskerfum þessa hnattar á
næsta leiti, e.t.v. þegar um
næstu aldamót, en að öðrum
kosti á næsta mannsaldri,"
Þýðandinn, dr. Bjami Helga-
son sagði á fyrmefndum fundi
með blaðamönnum, að kannski
væri það hvað athyglisverðast
við þessa bók, að höfundamir
létu sér ekki nægja að lýsa
þeirri vá sem fyrir dyrum vseri
heldur legðu þeir fram ákveðn-
ar tillögur um það hvemig stýra
mætti fram hjá þeim ógöngum,
sem mannkynið virtist nú stefna
í. Þannig taka þeir mannfjölg-
unarvandann fyrir og lýsa
þeirri hugmynd sinni að óæski-
legt sé að hjón eigi meira en
tvö böm. Eins setja þeir fram
ákveðnar kenningar um orku-
þörfina samfara auknum mann-
fjölda, og hvemig hún geti haft
hinar afdrifarikustu afleiðingar
fyrir mannkynið. Margar kenn-
ingar bókarinnar og tillögur til
úrlausnar ganga í berhögg við
viðurkenndar hagfræðikenning-
ar nútímans, og hefur bókin þar
af leiðandi orðið harla umdeild.
Síðan bókin kom út hefur hún
þó verið þýdd á a.m.k. 14 tungu
mál, m.a. verið gefin út á öll-
um Norðurlöndunum. Heimur á
helvegi er 175 bls. sett í Prent-
stofu G. Benediktssonar, prent-
uð og bundin í Leiftri.
Hin bókin nefnist Eistland —
smáþjóð undir oki eriends valds
— er eftir Andres Kúng en þýð-
andi er Davíð Oddsson. Um
hana segir svo í AB-fréttum:
Höfundur þessarar bókar,
Andres Kúng, er ungur mennta
maður, eistlenzkur að uppruna.
Hann hefur lengi verið búsett-
ur í Svíþjóð og auk þess sem
hann hefur látið málefni útlægra
landa sinna til sin taka, hefur
hann ferðazt víða um heim og
ritað í blöð og tímarit fjölmarg-
ar greimar um alþjóðleg stjóm-
mál, efnahagsmál og þjóðfélags-
Vísindi. Þá hefur hann einnig
stjómað fréttaskýringaþáttum í
sænska sjónvarpinu. Hér á
landi er hann mörgum kunnur
af greinum, sem Morgunblaðið
hefur birt eftir hann, og loks
má geta þess, að hann mun nú
vera að vinna að ritun bókar
um ísland.
Fáar þjóðir hafa lifað jafn
geigvænleg örlög og fólkið
í Eystrasaltsiöndunum þrem-
ur, sem eftir margra alda kúgun
öðluðust sjálfstæði sitt í líkan
m-und og ísland, en voru að styrj
aldarlokum aftur lögð
undir jámhæl ofbeldis og áþján
ar. Mörgum hefúr þótt sem
hinn „frjálsi heimur" hafi verið
helzt til sinnulitill um það, sem
þar hefur farið fram í skjóli
pólitískrar myrkvunar, og fyrir
þá sök á bók þessi, Eistland —
smáþjóð undir oki erlends valds,
erindi við hvern hugsandi mann.
En kannski á hún þó ekki sízt
erindi við okkur íslendinga, af
því að hún vekur til alvariegr-
ar umhugsunar um það, hver orð
ið gætu öriög þjóðar vorrar, ef
vér létum hjá líða að
standa traustan vörð um virð-
ingu hennar, öryggi og frelsi.
Bókin Eistland — smá-
þjóð undir oki eriends valds er
192 bls., sett í Prentstofu G.
Benediktssonar, prentuð og
bundin í Leiftri h.f. Auglýsinga
stofa Torfa Jónssonar gerði
kápu.
MAIGRETSÖGUR
Almenna bókafélagið hefur
einnig byrjað útgáfu á leynilög-
reglusögum belgiska rithöfund-
arins Georges Simenons. Bæk-
ur hans um Maigret lögreglufor-
ingja í frönsku rannsóknarlög-
reglunni eru nú orðnar um 70
talsins og hafa þær lengi notið
mikilla vinsælda um allan heim.
Almenna bókafélagið hefur fyr-
ir nokkrum árum tryggt sér ú*-
gáfurétt á mörgum þessara bóka,
Veijo Meri.
og fyrstu bækumar, sem félag-
ið gefur nú út eru Taugastríð-
ið og Skuggar fortiðarinn-
ar. Báðar þessar bækur komu
út hér fyrir nokkrum áratugum,
og eru þær þýðingar nú notað-
ar aftur. Taugastríðið er 164 bls.
og Skuggar fortíðarinnar 144
bls. Báðar bækumar eru i vasa
broti, unnar í Prentsmiðjunni
Eddu hf.
FUGLABÓK AB
Fuglar Islands og Evrópu kem
ur nú út í þriðju útgáfu. Fyrsta
útgáfan kom út 1962 og önnur
tveimur árum síðar. Að sögn
Baldvins Tryggvasonar hefur
eftirspum eftir þessum bókum
verið geysilega mikil, og hún
selzt i meira en 10 þús. eintök-
um það sem af er. Finnur Guð-
mundsson, fuglafræðingur, sem
upphaflega þýddi bókina og stað
færði, hefur haft umsjón með
þriðju útgáfunni og aukið efnl
hennar með nýjum upplýs-
ingum. 1 bókinni er fjallað um
alls 573 tegundir fugla og lýst
háttum fuglanna, útliti og lífs-
venjum. Rúmlega 1200 fugla-
myndir eru i bókinni, um 650
þeirra litmyndir og auk þess
380 útbreiðslukort.
NÝJAR BÆKUR 1 HAUST
Bjöm Bjarnason, útgáfustjóri
Framh. á bls. 25