Morgunblaðið - 14.06.1973, Side 17

Morgunblaðið - 14.06.1973, Side 17
 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1973 17 í Joseph Luns, framkvstj. Atlantshafsbandalagsins á fundi með fréttamönnum: Ekki á mínu valdi að reka Breta ur NATO! Vona að málið leysist með samningum o. s. Irv. eftir því sem einistö'kuTn málum tilheyrði. Fyrsta spurninig blaðamanna til dansika utanrilkisráðherrans var á þá luind hvort hann og Rogers hefðu rætt um fiskveiði- deiluna milli íslendinga og Breta og hver væri afstaða Dan- merikur til þessa máls. Kaupmannahöfn, 13. júní. Frá blaðamanni Mbl., Margréti Bjamason. „FINNST yður ekki ánægju- legt tímanna tákn, dr. Luns, að þorskastríðið skuli tekið við af kaldastríðinu, sem eitt helzta umræðuefni á blaðamannafundi yðar?“ Þessa spurningu lagði pólsk- ur blaðamaður fyrir fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, dr. Joseph Luns, í móttöku, sem hann hafði fyrir blaðamenn síð- degis í dag í Bella Centret hér í Kaupmannahöfn. Nokkru áður hafði hann ótt fund með þeim mikla skara fréttamanna, víðs vegar að, sem komnir eru til að fylgj- ast með ráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun og mun standa næstu tvo daga. Lums hló við og skálaði við PÖlverjann og aðra nær.stadda og sagðist því miðuir þurfa að fara á áríðandi fund. Ekki fékkst uppgefið hvaða fundur það væri, en hann hafði áður gefið í skyn að hann myndi hibta bæði Sir Alec Douglas Homae, utanríki.sráðiherra Bret- lands og Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra íslands og ræða við þá um fiiskveiðideiluna. Síðar fékk blaðamaður Mbl. þær upplýsingar að fundur Einars Ágústssonar með dr. Luns yrði haldinn kl. 9,30 á Hotel Royal, þar sem íslenzka sendinefndin dvelst. I>á var haft eftir Williiam Rogers, uta n rí'ki.sráðherra Banda riikjanna, að hann vgeniti þess að eiga viðræður við Einar Ágús-tsson um þá ákvörðun rík- isstjómarinnar að hefja endur- skoðun varnarsiamning-sins. Ekki hafði íslenzka sendinefnd in heyrt frá Rogers, þegar blm. Mbl. hafði samband við Ingva Ingvason, skrifstofustjóra í utan rik isráðu n-ey tin u, en auk hans og utanríkisráðherra, skipa nefndina Hans G. Andersen, sendiherra, Tómas Tóm-asson, sendiherra og Siigurður Bjarna- son, sendiherra. Er talið eins líkflegt að viðræð- ur Rogers og Einars Ágústsson- air fari fram á morgun meðal annars vegna þess hve sein-t ís- lenzka sendinefndin kom til Kaupmannahafnar og þar sem ut anríkisráðherrar fjórveldanna, Bandaríkj-anna, Bretlands, Frakk lands og Vbýzkalands snæða saman kvöldverð og ræða Berlin armálið og skyld mál að því að hér er upplýst. Svo sem fram kom í ummæl- um blaðamannsins pól-ska hér að framan var fiskveiðideilan milli Islands og Bretlands mjög tiil um ræðu á blaðamannafundi Joseph Luns í dag. Hann byrjaði fundinn með því áð þakka Dönum gestrisni við fundarmenn og fylgdarlið þeirra og góðan undirbúning. Síðan bauð hann blaðamenn veikomna og sagði að á ráðherrafundinum yrði rætt um viðræður milli rikja Austur- og Vestur-Evrópu, sem vænt-anlegar væru á næstunni, það er að segja um ráðstefnuna í Helsinki um öry-g-gismál og sam vinnu Evrópuríkja og ráðstefn- una um gagnkvæma fækkun í hersveitum austurs og vesturs. Williani Rogers, utanríkisráðher ra Bandaríkjanna, ræðir hér við danska utanríkisráðherrann, K. B. Andersen, í sambandi við ráðherrafund NATO. I báðum tiivikum saigði hann NATO hafa g-egnt mikilvægu hlutverki, með því að samræma sjónarmið Vesturveldan-na. Hi-nis vegar sagði Luns að ef Vesturveldin ætluðu að hafa heil brigða og sterka samnimgsað- stöðu mættu þau ekki slaka á vörnium sínum og þau yrðu að hálda einingu sinni andspænis stöðugri uppbyggingu hemaðar- máttar aðildarríkja Varsjárbanda lagsins. Luns sagði að á undirbúnings- fundunum í Helsinki hefði verið náð viðunandi árangri og ráð- herrar NATO teldu ástæðu til bjartsýni um árangur ráðstefn- unm-ar í Helsinki. Loks sagði Luns að rætt yrði urn þær hugmyndir, sem undan- farið hefðu komið fram af hál-fu Bandarikjanna varðandi framtlð- arskipan ríkjanna báðum megin Aitliantshafsi-ns. Þegar dr. Luns hafði lokið yf- irlýsin-gu sinini, sem var ýmis-t flutt á frönsku eða ensku, svar- aði ha-nn spurningum blaða- manna. f>eir komu hvað eftir ann að að landheigisdeilunni og fyrir- hugaðri endurs-koðun varnar- samningsins milii Islands og Bandaríkjanna. Bárust spurning- ar þar að lútandi frá norskum, dönskum, brezkum og frönskum blaðamönnum, auk blm. Mbl. Hann var m. a. að því spurður hvort flotaí'hlutun Breta væri ekki brot á Atlantsihafssáttmál- anum og hvort Luns ætlaði e.t.v. að reka Bret-a úr Nato. Þvi svar- aði hanin til að það veeri ekki á hans valdi að reka neitt aðildar- ríki úr bandalaginu, en málið væri erfitt viðfanigs. Þó gerði hann sér vonir um að málið yrði leyst með samniiingum. Hann kvaðst stöðugt vera að vtonia að því að sam-ningaviðræð- ur yrðu aftur teknar upp milli deiiuaðila og væri augljóst að á meðan svo stæði á væri heppileg ast að hann segði sem minnst um það opinberlega. Aðspurður um hvort hann myndi eiga fund siðar í kvöld með ut-anrikisráðherra Islands og Bretlands, svaraði Luns að það væri ekki útilokað. Sjá nánar ummæli Luns um £s- land á blaðamanin'afundinum í forsiíðufrétt. Fiskveiðidei'.an ikom einnig til’ tals á blaðamannafundi, sem K.B. Andersein utan-ríkisráðherra Dana hélt í dag að afloknum hádegis- verði, sem hann bauð blaðamönn um til í veitingastaðnum Nimb í Tívoli. Þar ræddi hann fyrst um nýafstaðn-ar viðræður si-nar við Rogers, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, sem verið héfur í opin- berri heimsókn í Kaupmarana- höfn s.l. tvo daga. Andersen reifaði samskipti Dana og Bandarikjamanna og sagði að á milli þeirra ríkti eng- inn ágreiningur, Hann sagði frá Saigon, París, 13. júní — AP VIETCONG tilkynnti í dag að nýtt vopnahlé tæki gildi í Víetnam kl. 4 aðfararnótt föstudags. Fyrirskipanir Viet cong og Saigonstjórnarinnar um vopnahlé verða gefnar á morgun. Tilkynningin var birt skömnm eftir að Henry Kissinger, Le Duc Tho og fulltrúar Norður- og Suð- ur-Víetnam og Vietcong untlir- rituðu í París nýtt samkomulag tii þess að tryggja það að friðar- samningurinn sem var undirritað ur i París 27. janúar verði iiald- inn. Samkvæmt samkomulagirau er gengið langt til móts við fullyrð- inigu kommúnista um að Suður- Víetnam hafi raunverulega verið skipt milli tveggja andstæðra rik isstjóma. Til þess að komast hjá þegjandi samþykki Saigonstjórn arinnar við þessari fullyrðingu urðu Kissinger og Tho að undir- helzitu umræðuefnum þed-rra og afstöðu dönsku stjórnariinnar og uppiýsti að Rogers hefði boðið honum í opinbena heiimsófcn til Band'aríkjanna raæsita haust og beðið hann að koma sem fyrst í stutta heimsókn t'iil WaShmg- ton. Heyra mátti á A ndei'sen að danska stjórni-n hefði tekið vel frumkvæði Bandaríkjianna um meiriháttar vi-ðræður um fram- tíðaskipti Bandarí'kja-nna o-g Evr- ópu. Virtist danska stjórnin jafn- vel reiðubúiin til funda æðstu manna innan ramma hinna ýmsu stofnanna svo sem NATO, EBE skrifa samninginn við sérstaka athöfn. Nguyen Luu Vien aðstoðarfor- sætlsráðherra undirritaði samn- inginn fyrir hönd Saigonstjórnar innar og Nguyen Van Hieu fyrir hönd bráðabirgðabyltingarstjóm ar Vietcong. Samkomulagið tókst ekki fyrr en Baindarikjastjórn hafði beitt áhrifum sínum gagnvart Saigon- stjórninni til þess að hún sam- þykkti það. Samkom-ulagið tókst ePir viku viðræður Kissingers og Thos. Aufc þess sem Saigonstjórnin hefur öttazt þegjandi samkomu- lag um skiptin-gu Suður-Víetnam óttast hún að svæði, sem eru á valdi henraar verði berskjölduð fyriir starfsemi undirróðurs- manna Vietcong. Viðræður hafa farið fram að tjaldabaki um samkomulagið síð an í apríl, enda var þá orðið ljóst að Parísarsamnimguirinrí mundi ekki leiða til varanle-gs Andersen kvað eðlilegt að það imikilvæga mói bæri á góima. Danir hefðu náið samhand við íslendinga og Rogers hefði ný- lega verið á íslandi. Anderseri sagði að afstaða Dana væri sú, að þeir sikildu mjög vel hinár sérstöku aðstæður íslendinga í fisikveiðimáluim. Danir hefðu mörg söinu vandamál t. d. í Grænlandi og í Færeyjum, þar sem verulegur hluti íbúanm-a byggði atkom'u sína á fiskveið- um’ ,,.Þess vegna skilljum við,“ sagði Andersen, „að það vair naiuðsynl-egt fyrir íslendinga að breyta þeim reglum, sem þeir hafa haft tii þessa. Af þeirn sökum styðjuim við málstað ís- lands. Hins vegar höfum við sagt, og ég tel mikilsvert fyrir smiáþjóð að leggja áherzlu á það, að eðlfflegu-r garagur s-líks máls væri að reyna að fá það leyst á alþjóðleguim ráðstefnum, og eins og þið vitið verða fisk- veiðimálin rædd á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þj-óðanna á næsit-a ári.“ Síðan vísaði Andersen til átak- arana milli Islands og Bretlands að uinda.nfömiu og sagði firá til- maílu-m Norðmanna urn að Bret- ar köliuðu herskip sín burt af ís- landsmiðum. Andersen sagði að danska rík- ísstjórnin hefði stutt þessi til- mæli og framkvæmdastjóiri Nato væri þei'm líka samsinna. Siðan sagði Andersen: „Við vit um að Bretar eru iranan ramma alþjóðalaga, þegar þeir sendu herskip á miði-n. Það er aiveg ljóst, en þrátt fyrir það fórurn við þess á leit við þá að þeir köHuðu herskiipin burt i þeirri von og vissu að þá gætu samn- ingaviðræður hafizt á ný. Það væri -slæm-t ef þessi deila um fiskveiðimörkin ætti eftiir með einhverjum hætti að valda Atl- antshafsbar.dalaginu tjóni eða skaða samskipti Islands og NATO. friðar í Indókína. Bandaríkja- menn sökuðu Honoistjórnina um stórfellda liðsfl-utninga og vopna flutninga til Suður-Víetnam þrátt fyrir vopnahléð. Þegar liðsflutningunum var haldíð áfram þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna fyrirskipaði Nix- on forseti 19. april að hætt yrði slæðingu tundurdufla úti fyrir ströndum Norður-Vietnam. . Hann fyrirskipaði einniig að hætt yrði viðræðum við Hanoi um efnahagsaðstoð og að aftur yrði hafið könnunarfluig yfir N-Víetnam. Könniunarflugið v-ar tali-ð meinlausara brot á samningnum en vopnahlésbrot kcmmúnista. 1 hefndarskyni stöðvuðu kommúnistar bandaríska og suð- ur-víetnamska flokka sem leit- uðu að Bandaríkjamönnum sem höfðu fallið eða týnzt í frum- skógum Norður-Vietnam og á yf irráðasvæðum kommúnista í Suð ur-Víetnam. Nýtt vopnahlé samið í V í e tnam

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.