Morgunblaðið - 14.06.1973, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1973
Mér fannst syrta í lofti er ég
fékk tilkynniingu um lát frænda
míns og vinar Ólafs Sigurþórs-
sonar. Alvarleg veikindi hans
örfáa siðUstu daga höfðu þó
vissule'ga leitt huganm að þeim
sannindum að „eitt sinn skal
hver deyja“.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an á fermingarvori hans, fyrir
51 ári. Þá vorum við ís-
lendingar ennþá svo nærrl land
mámstíð, að ekki þótti nema sjálf
sagt (kannski nauðsynlegt) að
sveitabændur færu á hverju
vori 10—14 daga skreiðarferð til
að afla heimi'ld sínu sjófangs fyr
ir næsta vetur. Það var venja
Sigurþórs í Kol'labæ að fara suð-
ur með sjó, út að Járngerðarstöð
um í Grindavík í slifcar ferðir
og tók þá gjama syni sina með
sér að lokinni fermimgu. Það var
æiskilegt að venja piltana við
harðrétti sldkra langferða, gott
að hafa röska sveina við hesta-
gæzdu og ömmur störf á liangri
reisu, en jafnframt var þetta for
viítnilegt ævintýri og skoðunar-
ferð, farið um margar sveitir,
höfuðborgln Reykjavik skoðuð
og margt merkilegt séð og
heyrt. Á ákvörðunarstað á Jám
gerðarstöðum beið þeirra
svo amma og allt ættfólkið, sem
oflt hafði borið á góma siðustu
dagama fyrir brottför frá KoMa-
bæ. Á þessum fáu fögru vordög
um I Grindavik var grunnur-
inn lagður að æfilangri órjúf-
anlegri vimáttu. Ekki var það
þó vegna jafnræðds. Ólafur var
algjör veitandi, forframaður
ferðaliangur, skólagenginn og
komimn í kristinna manna tölu,
en svo ljúfur og elskuilegur við
Grettisgötu 46 - ® 25580
Ólafur Sigurþórsson
gjaldkeri — Minning
I dag verður til moldar bor-
inn Ólafur Sigurþórsson gjald-
beri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavik. Hann lézt 6. þ.m. á
Landako tsspí talan um, eftir
stutta legu.
Ólafur fæddist 22. febrú-
ar 1908 að Hlíðarendakoti
i Fljótshlíð. Foreldrar hans
voru hjónin Sigriður Tómasdótt
iír og Sigurþór Ólafsson, sem
lengst af voru kennd við Kolla-
bæ og bjuggu þar frá 1911. Þar
ódst Ólafur upp i stórum systk-
imahópi, á góðu menning-
arheimiii. Foreldrarnir farsælt
gáfufólik, enda Sigurþóri falin
ýmis trúnaðarstörf fyrir 6veit
sina og hérað.
1 bemsku hófust störfin við
búskapinn og umgur fór Ólafur
i ver, eins og þá var venja
ungrá og hraustra pilta, fyrst til
Vestmannaeyja og síðar til
Grindavikúr. En brátt lá leiðin
til Reykjavikur.
Hinn 7. okt. 1933 kvæntist
Ólafur eftirlifandi konu sinni
Ragnheiði Aradóttur, ágætri
konu frá Stöðvarfirði og bjuggu
þau í Reykjavík alla tíð. Þau
eignuðust einn son, Ara, sem nú
er verkfræðingur hjá Reykja-
víkurborg. Hann er giftur Þóru
Óskarsdöttur og eiga þau tvö
böm, Magnús og Ragnheiði. Ari
var snemma mikilil yndisauki á
heímilinu, bæði fyrir foreldr-
ana og okkur, sem vorum þar
tíðir gestir, sem bezt má nema
af Aravísum, sem Stefán Jóns-
son skáld orti um hann, og nú
eru víðkunnar.
Ólafur hóf starf hjá Mjólkur-
samsölunni 1935 og vann þar
upp frá þvi. Hæfileikar og
mannkostir ýttu honum þar upp
mammvirðingasitiigamn og frá
1954 var hann aðalgjaldkeri
þesisa risafyrirtækis. Hann var
traustur og trúr og fór alit vel
úr hendi er hann lagði hönd á.
Hann hafði ekki metnað eða
sikapgerð til að láta mlkið á sér
bera, en alilir sem umgengust
hann fundu fjölþætta mannkosti
hans og inni'leik, svo að öllum
leið vel , návist hans. Hans verð
ur því sárt saknað af vinmufé-
lögum og öllum er höfðu af hon
um nokkur kynni.
okkur börnin að æ síðan var
munað.
Sömu hughrifum lýsir skáldið
Jónas Hallgrímsson svo fagur-
lega í þessari visu:
Sem þá á vori Sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fíifilfcalli innan i
óvöknuð blöðin hrærir:
Svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir
lands
frjóvgar og blessun færir.
Við andlát Ólafs koma mér í
huga ótal hugljúfar mimningar.
Verður mér þá efst i huga þakk
læti til hanis og konu hams fyr-
ir vinarhug og hjálpsemi þegar
ég, mánuðum saman, þurfti að
vera undir læknishendi í Reykja
vik. Þá koma fram í hugann
myndir frá sumarferðum okkar,
ýmist gangandi á fjöll eða með-
fram ströndinni og síðan akamdi
um sveitir iandsins. Veiðiferðir
I ár og læki og skíðaferðir á vetr
um. Ekki gleymist heldur sam-
starfið við sjómennskuna. Sjó-
sókn á opnum báti á vetrarver-
tíðum var vissulega vettvanigur
ti!l að efla samstöðu og samhug.
Öli hans framganga örvaði til
dáða og drengskapar hvort held
ur var í leik eða starfi. Með
slíkum mönnum er gott að eiga
samleið. Það er líka huggun
harmi gegn að mannkostir Ólafs
munu verða honum fararheill
um fagrar lendur nýrra heim-
kynna.
Einlæga samúð votta ég Ragn
heiði konu hans, Ara og fjöl-
skyldu hans, einnig öllum Kolla
ba:jarsvst.kinun um og öðrum ást
vinum hans.
,lón Tómasson.
Hinn 6. júní s.l. andaðist Ólaf
ur Sigurþórsson frá Kollabæ í
Fljótshlíð. Við Ólafur höfðum
þá verið samstarfsmenn í næst-
um 20 ár og var samstarf okkar
lengst af mjög náið. Ég viidi því
gjarnan minnast hans með nokkr
um hlýlegum orðum, en trúlega
verður mér vant þeirra orða,
sem bezt eru við hæfi. Þannig
er það oft þegar vel
skyldi mælt.
Ólafur Sigurþórsson var
fæddur 22. febrúar árið 1908 að
HWðarendakoti í Fljótshlíð. For
eldrar hans voru hjónin Sigríð-
ur Tómasdóttir og Sigurþór Ól-
afsson. Sigurþór var kunnur fyr
ir störf sln að félagsmál-
um. Hann var oddvitd sveitar
sinnar uin langt skeið og gegndi
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum.
Árið 1911 fluttust þau hjónin
búferlum að Koliabæ í sömu
sveiit og bjuggu þar á meðan
kraftar entust. Þarna ólst
Ólafur upp á myndariegu heim
ili foreldra sinna.
I byrjun maímánáðar ‘ 1935
réðist Óiafúr í þjónustu Mjóikur-
samsölunnar í Reykjavik, en
hún hafði verið stófnuð hinn 15.
jam. sáma ár. Nærri lætur
því, að hann hafi starfað hjá
Mjólkursamsölunni frá stofnun
hennar til síns skapadæguris.
Vafalítið var gildasti sjóður-
inn, sem Ólafur flutti með sér
úr sveitinni sinni, mannkostir
af ýmsu tagi, þar á meðal hinn
góði hæfileiki að kunna að
starfa. Það kom því líkt og af
sjálfu sér, að hann fór jafnt og
þétt hækkandi, honum voru
smátt og smátt falin umfangs-
meiri og ábyrgðarmeiri störf. Ár
ið 1941 gerðist hann bókari hjá
fyrirtækinu og gegndi þvi starfi
til ársins 1954, er hann varð
aðalgjaldkeri Mjólkursamsölunn
ar og það starf hafði hann svo
á hendi, þar til hann lézt.
Ég hefi gefið það í skyn
hér að framan, að Ólafur Sig-
urþórsson var góður starfsmað-
ur og ágætlega dagfarsprúður
maður, en trúlega eru þessir
mannkostir vænn hluti af þvi,
að vera góður maður.
1 orðunum „góður starfsmað-
ur“ tel ég að felist mjög margt.
Ég geri ekki tilraun til að telja
það allt upp hér. Aðeins nokk-
ur atriði skulu nefnd.
Ólafur Sigurþórsson var sér-
stakiega trúr og traustur starfs
maður. Hann hafði fulia reglu-
semi 1 starfi sínu og geymdi
eijki til morguns það, sem gera
átti i dag. Það er mikið fé, sem
fer daglega um hendur aðalgjald
kera Mjólkurísamsöiunnar og
það er ærið starf að hafa þar
fulikomna reglu á hverjum hlut.
Það er mikið traust, sem aðal-
gjaldkeranum er sýnt og margra
ára reynzla hefur staðfest, að
Ólafur var þessa trausts full-
komlega verður.
Óiafi Sigurþórssyni skulu þvl
vottaðar miklar og góðar þakk-
ir fyrir starfið og samstarfið.
Þetta eru snauð orð, en verið
getur, að á bak við þau felist
dulin minniing, einlæg og
sönn.
Eftiriifandi eiginkonu Ólafs,
Ragnheiði Aradóttur og syni
hans, Ara Ólafssyni, verkfræð-
ingi, tengdadóttur hans, Þóru
Óskarsdóttur og barnabörnum
tveiimur, votta ég innilega sam-
úð. Ég veit að þau hafa misst of
mikið of snemma.
Stefán Björnsson.
Látið ekki sambandið við
viðskiptavinina rofna
— Auglýsið —
Bezta auglýsingablaðið
Útför eiginkonu minnar,
GUÐRÍÐAR INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR,
fyrrum húsfreyju á Skúfslæk,
verður gerð frá Villingaholtskirkju laugardaginn 16. júní kl. 14.
Magnús Eiríksson.
HÚSIÐ