Alþýðublaðið - 19.09.1930, Qupperneq 3
ALPYÐUBLAÐIÐ, j;_____________________________l
50 anra< í-0 aisra.
Elephant - cigarettnr.
Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar
f heildsölu hfá
Tóbaksvei zlui Islands h. f.
Fata~, trabka*
og buxna«efnl
i afar~mtkliK úrvali
tekln iipp í dag»
Viflfís Ouðbrandsson
klæðskeri. Aðalstræti 8.
MOIIerskólhm
tekur alt af á móti fólki, sem vill læra Mullersæfingar og lasburða fölki,
sem er vísað til skólans af* læknum, meðan tími og húsrúm leyfir.
Önnur kensla yfir vetrarmánuðina verður: 1 okt, hefjast fjögur leik-
fimisnámskeið við skólann og stendur hvert þeirra yfir í sjö mánuði.
yfirráð erlendrar menningar. Eða
myndu þeir sætta sig við að eyða
löngum og dýrmætum tíma í að
,læra ensku, meðan jafnaldrar
þerrra í Englandi byggju sig
undir framtíðarstöðu? Verkalýðn-
um væri þörf á hjálþarmáli, en
hann hefði alls ekki tíma né
tækifæri til að læra ensku.
Collinson snéri umræðunum að
hjálparmáli, sem notað væri í
tali. James kvað öll tungumál
vera hluta af lífi þjóðanna, sem
töluðu þau, og án þess gætu þau
alls ekki þrifist. Pau yrðu að
eiga sér rætur í þjóðlífinu. —
Newell hélt, að enskan gæti þá
varla fullnægt útlendingum. Es-
peranto væri ekki vaxið upp úr
kröfum einnar sérstakrar þjóðar
og væri því betur við hæfi þeirra
allra. Auk þess ætti það nú þegar
sínar edgin bókmentir og menn-
ingu. — James sagði, að þá yrði
það von bráðar að þjóðtungu og
esperantistar með þjóðernistil-
finningu myndu rísa upp víðs
vegar, en Newell kvað það ó-
hugsandi, þvi að engri þjóð dytti
í hug að leggja sitt mál niður og
taka esperanto eða annað mál
upp í staðinn.
Þá mintist James á útbreiðslu
enskunnar. Hana töluðu nú um
200 milljónir manna, og hún væri
stjórnarmál fimm hundruð millj-
óna. Ensk orð væru komin inn í
öll tungumál og það gæfi vonir
um, að í framtíðinni rynnu
tungumálin saman, og myndaðist
þannig eitt voldugt mál, sem
kristnar þjóðir notuðu, annað
handa Múhameðsmönnum og
þriðja fyrir Austurheimsbúa. —
Collinson skaut því þá fram, að
jafnvel enskan nægði ekki eftir
þessu. — Newell kvað það ó-
sýnt, að mál Bandaríkjamanna og
Breta færi ekki nokkuð sina leið-
ina hvort á næstunni. Um fjölda
esperantista væru engar skýrsl-
ur til, en þess mætti geta sem
dæmis, að upp á síðkastið hefðu
selst á Bretlandseyjum einum um
15 þúsund kenslubækur í esper-
anto árlega. Formlegir esperanto-
fulltrúar væru í nærri tvö þús-
und borgum viðs vegar um heim.
Ekki ætti esperanto hvað minst-
um uppgangi að fagna í Austur-
löndum. í Japan notar t. d. hin
volduga trúarbragðahreyfing Oo-
moto esperanto, og uppeldisfélag-
ið Kiboska, sem telur meir en
milljón meðlima, gefur út tímarit
á esperanto í 1200 eintökum. I
reyndinrii gengi esperanto lengra
en hugsanir doktorsins, enda virt-
ist sér engin vanþörf á hjálpar-
máli, þótt þjóðtungurnar væru að
eins þrjár.
Collinson bað þá nú ræða um
hjálparmál í riti. Þeir vissu allir
hvernig útlendingar skrifuðu
enskuna. James kvað ensku rétt-
ritunina vitaskuld vera ómögu-
lega. En esperantistar syndguðu
gegn kröfum sálfræðinga, upp-
eldisfræðinga og leturfræðinga,
með því að nota stafi með merkj-
um yfir. 1 Svíþjóð er nú vöknuð
merkileg hreyfing, sem vill gera
enskuna að alþjóðamáli með þvi
skilyrði, að hún sé gérð miklu
einfaldari en hún er nú, og þeim
hefir tekist að færa orðaforðann
niður i 850 orð,— Newell gat
þess, að sænska þingið veitti ár-
lega fé til námskeiða í esperanito.
Orðstofnana í esperanto kvað
hann vera 6—7 þúsund, en með
einföldum forskeytum og við-
skeytum mætti mynda ótölulegan
grúa af orðurn. Hitt þætti sér
vafasamt, að mál með 850 orð-
um gæti haft mikið menningar-
gildi, og ugglaust yrði erfitt fyr-
ir Englending að muna, hvaða
orð væru í þessari einföldu
ensku.
James sagði nú, að mótbárur
sínar gegn esperanto væru aðal-
lega reistar á tungumálslegum
grundvelli. Öll mál ættu sinn sér-
staka hreim, sam væri í samræmi
við byggingu þeirra og setninga-
skipun. Esperanto hlyti að vera
gersneytt þessu. Það vantaði
festu í framburðarreglurnar. Til
að fá hana yrðu esperantistar að
sníða reglurnar eftir einhverri
þjóðtungu, og þar með væri kom-
inn klofningur inn í málið. —
Newell kvaðst halda, að þessa
festu vantaði í enska framburð-
inn. Það þyrfti ekki annað en
hlusta á mál manna í l<undúnum,
Manchester, Glasgow pg New
York. Reynslan sýndi, að fram-
burður esperantista væri alls
staðar mjög svipaður og ómögu-
legt að segja til um þjóðerni
þeirra eftir honum, nema um
byrjendur væri að ræða. Hljóð-
stafirnir væru fáir og skýrir og
framburður þeirra eins og tíðkað-
ist í spönsku, ítölsku og slav-
neskum málum. Orðaröðin væri
ekki rigskorðuð gömlum kredd-
um og gerði það hárfín blæ-
brigði möguleg.
Collinson gat þess, að nafn-
greindir esperantistar væru við-
urkendir meistarar í framburði.
og hefðu sumir þeirra talað á
grammofón-plötur. Síðan spurði
hann Newell, hvort espéranto
myndi nothæft vísindamál, en
hann kvað það vera og benti á
ýms vísindarit, sem birzt hafa á
esperanto, t. d. bækur um líf-
fræði, efnafræði og veðurfræði.
James hafði ekkert við þaÖ að
athuga.
= (Frh,)
fslandshátið i Mzkalandi.
Islandshátíð heldur háskólinn í
Greifswald í Þýzkalandi með til-
styrk prússnesku stjórnarinnar 8.
nóvember n. k., en við háskólann
starfar, sem kunnugt er, Islands-
deild undir stjórn dr. Magon pró-
fessors. Á hátíðinni verður í
fyrsta sinni flutt kantatan „Þjóð-
hvöt“ eftir Jón Leifs við kvæði úr
hátíðarljóðum Davíðs frá Fagra-
skógi. Gestir eru væntanlegir viðs
vegar að. (FB.)
I. Námskeið fyrir 15—20 stúlkur
á aldrinum 15—22 ára; kensla á
hverjum degi frá kl, 6—7 siðdegis.
II. Námskeið fyrir 12—15 pilta á
aldrinum 15—22 ára; kensla á
hverjum degi frá kl. 8—9 árd.
III. Námskeið fyrir 15- 18 telpur
á aldrinum 10—13 ára; kensla
þrisvar í viku frá kl. 10—11 árd.
IV. Námskeið fyrir 15—18 drengi
á aldrinum 10—13 ára; kensla
þrisvar i viku rrá kl. 10—11 ard.
Bðrn á aldrinum 5—9 ára verða tekin i leikfimi, ef nóg þátttaka
fæst; kensla tvisvar í viku frá kl. 11—12 árd. eða kl. 1—2 síðd.
Leikfimisflokkur fyrir ungar konur, hefir æfingar tvisvar í viku
frá kl. 4—5 eða kl. 5—6 siðd.
Nokkrir leikfimisflokkar fyrir stúlkur hafa æfingar tvisvar í viku
eftir ki. 7 á kvöldin.
Ailir væntanlegir nemendur eru beðnir að senda umsóknir sínar
hið allra fyrsta. Foreldrar eða aðrir aðstandendur barna innan 15 ára
aldurs verða sjálfir að sækja um fyrir þau.
Allar nánari upplýsingar viðkomandi kenslunni gefur aðstoðar-
kennari skólans, ungfrú Ingibjörg Stefánsdóttir eða undirritaður.
Viðtalstími til 1. okt. er frá kl. 3—7 síðdegis.
Jón Þorsteinsson frá Hofstöðum.
Múllersskólinn. Austurstræti 14. Sími 738.
Útvarpið.
Ráðnir verða að útvarpinu í vetur:
1. FRÉTTAMAÐUR; hann þarf að vera vel fær í erlendum
málum og kunnugur islenzkum þjóðarhögum.
2. ÞULUR („speaker"); hann þarf að vera vel máli farinn.
— Sami maður gæti annast bæði störfin, en enginn verður ráð-
inn nema til reynslu fyrst um sinn.
Umsóknár sendist formanni útvarpsráðs, Helga Hjörvar, Aðal-
stræti 8, sem allra fyrst, og ekki síðar en 5. október.
UTVARPSRÁÐIÐ.