Morgunblaðið - 11.09.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBt, \ÐrÐ — ÞRIÐJÍ OAGUR 11. SEPTE3VIBBR 1973 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUGAGUR 11. SEPTBMBER 1973 ' ■ ■■■■■,;..■ pMPPÍMili «Í I oíi SSiSSSrNwr-Sí-: ml' liöil Valur missti stig ^ * — og þar með hlaut IBK Islandsm? istaratitilinn 1973 Skagamenn betri aðilinn í sken mtilegum baráttu- T<-xti: Steinar .1. Lúðvíksson. Myndir: Kristinn Benedikts- son. leik á Laugardalsvellinum A snnnudagskvöðdið færðu Skagamenn Keflvíkingrim ísl.- meistaratitilinn i ár, með þ\á að gera jafntefli við Val í skemmti- legum baráttuleik, sem fram fór á I.augardalsvellinum. Með jafn- tefli þessu fór síðasta von Vals- manna að hreppa titilinn, en fyr ir leikinn áttu þeir möguieika á að ná Keflvíkingum að stigum. Ekki var ósanngjarnt að Vals- menn og Skagamenn deildu með sér stigum og hefðu bæði átt að falia öðru liðinu í skaut, voru það hiklaust Skagamenn sem verðskulduðu það. Sennilega er lei'kur Valsimanna og Skagamanna ekki ein.n a-f bezt leiknu leikjum íslandsmóts dns að þessu sinni, en hann var tvíimælaiaust einn af þe::m allra skemmtilegustu. Mikffll hraði var í leiknum allt frá upphafi, mörg nokkuð opin og góð tækifæri, og hvorki fleiri né færri en sex mörk. Ekki var það vafamál, að á ■bla'Utum og hálum Laugardals- vellinum á sunnudaginn naut Akranesliðið sin betur en Vals- liðið. Og það sem meira var: Akurnesingar voru greiniléga miun áhugasamari og ákveðnari en Valsmenn, þrátt fyrir að þeir hefðu raunar að litlu sem engu að keppa. Og einstaklingar inn- an Akranesliðsins kom.u mjög á óvart, sérstaklega hinir lág- vöxnu Hörður Jóhannesson og Karl Þórðarson, sem báðir áttu stórleik, sérstaklega þó Karl, sem ihvað eft:r annað sneri illa á Valsmennina og átti góðar og skemimtilegar sendingar á sam- herja sína. I Akranesdiðinu er þó Matthias Hallgrímsson fremstur. Þegiar sá gáll er á honum sem var á sunnudagskvöld'ið, eru eng in tvímæl’i, um að hann er einn af allra fremstu knattspyrnu- mönnum íslands. Mattháas skor- aði tvö mörk í þessum leik, bæði á skemmUlegan hátt, og oft sinnis náði hann að skapa sér tækifæri, sem ekki nýttust þó sem skyldi. Vamarlelkurinn var höfuð- verkur Vals í þessum lei'k. Bak- verðirnir fengu of litla aðstoð og 'lentu því ofit í erfiðleikum. Þá var það slæmt fyrir liðið að Hörður H.'lmarsson lék ekki með því, og það veikti einnig miðju vörn liðsins að Páll Ragnarsson var ekki með. Við þetita bættist svo að Jóhannes Eðvaldsson var mjög daufijr, enda mun hann ekki ganga he'll til skógar. Sigurður Haraidsson, markvörð ur Vals, varð því oft að taka á hon'Um stóra sínurn í þessum leik og bjargaði hann hvað eftir ann að raeð prýði. TVÖ MÖItK í UPPHAFI. Áhorfendur þurftu ekk': að bíða lengi eftir mörkum í þess- um leik. Þegar á 2. mínútu skor- uðu Skagamenn. Þeir áttu þá vei úfcfært upphiaup, sem lauk með því að Hörður Jóhanneisson fékk send'ingu út að vitateigslínu og þaðan skaut hann glæsilegu skoti, sem Sigurður Haraldsson hafði ek'ki minnstu tök á að verja. En Valsmenn voru líka fljótir að svara fyrir sig. Þegar á næstu minútu var dæmd horn- spyrna á Akurnesinga, og eftir hana myndaðist miikil þvaga fyr- ir framan mark þeirra. 1 þvögu- baráttunni hafði Kristinn Björns IJI) VAHS: Sigurður Haraldsson 3, Vilhjálmur Kjartansson 1, Lárus ögniundsson 1, Þórir Jónsson 2, Jón Gíslason 2, Jóhannes Eðvaldsson 1, Bergsveinn Alfonsson 2, Helgi Bene- diktsson 2, Herniann Gunnarsson 2, Alexander Jóhannesson 2, Kristinn Björnsson, Ingvar Elíasson 1 (Kom inn á fyr- ir Helga Benediktsson í hálfleik), Guðjón Harðarson 1. (Kom inn á fyrir Þóri Jónsson í síðari hálfleik). IJf) ÍA: Davið Kristjánsson 2, Björn Eárusson 3, Guðjón Þórðarson 1, Jón Gunnlaugsson 3, Haraldur Sturlaugsson 2, Þröstur Stefánsson 2, Karl Þórðarson 3, Hörður Jóhannes- son 3, Matthías Hallgrímsson 3, Jón Alfreðsson 2, Teitur Þórðarson I, Hörður Kagnarsson 1. (Kom inn á fyrir Hörð Jóhannesson i síðari hálfleik), Andrés Ólafsson 1. (Kom inn á fyrir Guðjón Þórðarson í siðari hálfleik.) DÖMARI: Þorvarður Björnsson 2. son bezt og skoraði jöfnunar- mark. FRUMKVÆÐI SKAGAMANNA Eftir jöfnunarmarkið tóku 1 Skagamenn frumkvæði leiksins í j sdnar hendur. Þeir börðust jafn- i an betur en Valsmenn, voru fyrri á knöttinn ‘og áttu betri sendingar sín á milli. Oft kom- ust þeir hættulega nærri Vals- markinu, án þess þó að ná að skora. Valsmenn áttu einnig sln upphlaup, en flest þeirra voru hættuiminni og tilviljunarkennd- 1 ari en hjá Skagamönnum. Á 37. mínútu var Matthías Hallgrímsson á ferðinni. Hann fékk þá góða sendingu inn í vítateig Valsmanna, þar sem hann tók knöttinn niður, lék ró- tega og örugglega á varnarleik- menn Vals og skaut siðan mjög faliegu skoti, sem hafnaði í mark inu, óverjandi fyrir Sigurð. Höfðu því Skagamienn sann- gjarna forystu 2:1 i hálflelk. HERMANN JAFNAR. Heildarsvipur síðari hálfleiks var heldur slakari en hins fyrri. Mi'kil barátta var þó lengst af í leiknum, og sérstaklega síðustu 8 mínúturnar. Fyrsta mark hálfleilcsins kom á 14. mínútu hans. Aliexander sendi þá inn i eyðu ttiil Hermanns sem tókst að hlaupa af sér varn armenn Akurnesinga og renna knettinum í netið 2:2. Ekki leið á löngu unz Skaga- menn náðu aftur fiorystu, þar sem Mattihías s'koraði tveimur mínútum siðar. Hann lék þá með knöttinn inn í vítatei'g Vals- manna og var, þar orðinn um- kringdur, og kominn í nokkuð erfiða aðstöðu til þess að skjóta á markið. En Matfchías lét ekki Framliald á bls. 7 Þór Hreiðarsson Beztl maður Bréiðabliksliðsins hefur betur i viðureign við Hauk Ottesen og skýtiu- að marki. Halldór Sigurðsson og Grétar Norðfjörð fylgjast með. UBK fékk reisupassann eftir jafntefli við KR 1:1 í leik Áhorfendur fengu góða skemmt un af leik Breiðabliks og KR í 1. deildar keppninni í knatt- spyrnu, en leikurinn var háður á Melavellinum á laugardaginn. Eftir fjölmörg hættuleg tæki- Mattiiías Hallgrímsson átti stjörnuleik með Akm-nesingum. Þarna leikur hann á varnarmenn Vais og skorar, án þess að Sigurður Haraldsson fái vörnuni við komið. færi sem sköpuðust í leiknum, iyktaði licmtrn með jafntefii 1:1 sem út affyrir sig voru ekki svo mjög ósanngjörn úrsiit. KR- ingar áttu reyndar tölnvert meira í leiknum og mörg opin tækifæri en svo klaufskir voru sóknar- leiknænn liðsins og mistækir að þeir verðskulduðu tæpast að skora fleiri mörk. Jafnvel víta- spyrna seni dæmd var á Breiða- blik í síðari hálfleik misheppnað ist. Þessi úrslit, jafntefli, þýðir það að Breiðablik er fallið í 2. deild - hefur 4 stig þegar ein um- ferð er eftir, en KR-ingar hafa hins vegar 8 stig. Sennilega er það sanngjart að Breiðablikslið- ið faUi - það hefur verið einna slakasta liðið í 1 deild í sumar, og yfir leik þess hefur verið óör- yggi og festuleysi. Er vonandi að vallargestir sjái Breiðabliksmenn aftur í 1. deildar keppninni, áður en langt um líður, og þá á hinum nýja grasvelli, sem verið er að gera í Kópavogi. Að minnsta kosti á Breiðabiik að eiga nægan efnivið í yngri flokkmuun, og nægir að minna á, að 5. flokkur PUMA KNATTSPYRNUSKÓR félagsins hefur verið algjörlega sér á báti í keppni við jafn- aldra sína í sumar, og skoraði þar 163:13 mörkum í 24 leikjum síniim. Þótt leíkur KR og Breiðabliks á la'Ugardaginn væri ekki sérlega vel leikinn, þá bauð hann upp é mörg skemmtileg augnablik fyr- ir framan mörk beggja liðanna einkum þó fyrir framan Breiða- blik'smarkdð. Var stundum undra- vert hverning KR-ingum tókst að kornast hjá því að skora, er opin og hikandi vörn Breiðabliiksliðs- ins skapaði þeim ákjósanleg færi. Reyndar var oft bjargað á síð- ustu stundu, a. m. k. tvívegis á límu, og hinn ungi markvörður Breið'abliksliðsins, Ómar Guð- mundsson, var einnig KR-ingum óþægur ljár í þúfu, og varði hann hvað eftir annað með ágætum. ÓDÝRT MARK f UPPHAFI LEIKS. Leikurinn var e'lcki nema 4 mín útna gamall þegar fyrsta markið var skorað. Þá áttu KR-ingar upphlaup sem virti'st hættuiítið í fyrstu. Knötturinn barist síðan út til vinstri þar sem Atli Þór Héð insson tók við honium, lék á Helga Helgason, baikvörð og renndi sið an knettinum í netið hjá Breiða- bli'k, framhjá Ómari sem freistaði þess að stöðva upphlaupið með því að hlaupa út. Þetta mark verð ur að skrifast á óöryggi varnar Breiðabliks, sem var þarna sein á sér. Og það átti eftir að ske oft í þessum leik, að sókna r 1 eik.men n KR, voru illa „dekkaðir“ — hvað eftir annað voru þeir á auð um sjó og manni fannst markið blasa við þeim. En á síðustu s'fcundu tókst Breiðabl i'k.smön num að bjarga, og kom einnig tffl furðuleg óheppni KR-inga. GÓÐ MARKVARSLA Markmenn beggja liðanna stóðu vel fyrir sínu í þessum leik: Magnús Guðmundsson var nú aft ur í KR-markinu, en hann hefur átt við meiðsli að striða að undan- förnu. Ei’tt fallegasta atvi'k þessa leiks var er Magnús bjargaði !|)örku.skoti Breiðabliksmanna sem stefndi i markhornið uppi, með því að slá yfi'r. Á 32. mínútu síðari hálfleiks rann upp stóra stundin hjá mark verði Breiðabliks. Þá átti Atli Þór í höggi við tvo varnarlei'kmenn Breiðabli'ks og virtust leikmenn- irnir detta hver um annnan, rétt fyrir framan Breiðabli'ksmarkið. Grétar Norðfjörð dæmdi víta- spyrnu, sem var nokkuð strangur dómur, — í það minnsta. Björn LIÐ UBK: Ónu-r Guðmundsson 3, Helg'i Helgason 1, Har- aidur Erlendsson 2, Friðþjófur Helgason 1, Ríkharðnr Jóns- son l, Hinrik Þórhallsson 3, Hörður Harðarson 2, Einar Þór- halisson 2, Heiðar Breiðfjörð 2, Ólafur Friðriksson 2, Guð- niundur Alfreðsson I. (Kom inn á í hálfleik fyrir Friðþjóf Ilelgason). UIÐ KR: Magnús Guðmundsson 3, Stefáh Örn Sigurðsson 2, Sigurður S. Sigurðsson 2, Ottó Guðmundsson 1, Ólafur J. Ólafsson 2, Björn Árnason 2, Halldór Sigurðsson 1, Björn Pétursson 3, Atii Þór Héðinsson 2, Jóhann Torfason 2, Hauk- ur Ottesen 2. DÓMARI: Gréta r Norðfjörð 2. Texti: Steinar J, Lúðviksson. Myndir: Kristinn Benedikts- Atli Þór Héðinsson í viðureign við Breiðabliksvörnina. Á bak við hann er Ómar Guðmundsson, markvörður Breiðabliks, Staðan í 1. og 2. deild Staðan í 1. deild, eftir leiki heig- arinnar: ÍBK 12 11 1 0 28:5 23 Valur 13 9 2 2 33:19 20 ÍBV 13 8 0 5 27:15 16 ÍA 13 4 3 6 30:24 11 Fram 12 4 2 6 16:20 10 ÍBA 13 4 2 7 14:28 10 KR 13 3 2 8 13:26 8 UBK 13 1 2 10 19:41 3 Markhæstir í 1. deild: Hermann Gunnarsson, Val 16 Matthias Hallg'rimsson, ÍA 12 Teitur Þórðarson, ÍA 11 Örn Óskarsson, ÍBV 11 Steinar Jóhanmsson, IBK 10 Haraldur Júlíusson, ÍBV 6 Sigbjöm Gunnarsson, IBA 6 Lokastaðan í 2. deild: Vikiinig’ur 14 10 1 3 41:11 21 Þróttur R 14 8 3 3 35:21 19 FH 14 8 2 4 32:19 18 Ármann 14 7 2 5 25:25 16 Völs. 14 7 1 6 22:29 15 Haukar 14 4 4 6 20:21 12 Selfoss 14 4 0 10 18:39 8 Þróttur N 14 0 3 11 11:58 3 Árnason tók spyrnuna, og skaut fremur lausu skoti, sem Ómar varði miei'Staralega vel. MARK Á ELLEFTU STUNDU. Undir lok leiksins tóku Breiða bliiksmenn leikinn að mestu í sín ar hendur og sóttu án afiláts. Svo Virtist sem KR-ingar væru orðnir ánægð'r með sinn hlut í lieiknum og létu sér það vel líika að safn ast siaman í vörninni. Voru stund um allt að 20 leikmenn í þvögu innan vítateigs KR. En ekki gekk rófan. Knötturinn gekk iang tíim'um saman millli mótherja og Breiðabl'ki ætlaði aldrei að tak- ast að opna KR-vörnima það mik- ið að þeir fengju aðgang að mark inu. Það var ioks á 90. mánútu .eiksins að Einar ÞórhalJsson fékk sendingu út i vítateig KR-inga, og skaut hann lausu, en ágætu skoti í markhornið, án þess að Magnús fengi vörnum við kom- ið. Þar með var jafntefli orðið í leiknum, 1:1. MISJAFNT BKEIÐABLIKSLIÐ Vörn .n var höfuðverkur Breiða bliksliðsins í þessum leik, en þar virtist gæta allsherjar áhuga- leysis. Áberandi bezti leikmaður Bre ðabíiksliðs:ns i leíknum var Þór Hreiðarsson, sem barðist af F’ranihald á bls. 7 ÍÞRÓTT ATÖSKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.