Morgunblaðið - 19.09.1973, Blaðsíða 17
MÖRGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1973
17
Torfi Ólafsson:
Er siðfræði
lækna
breytileg?
FLEST bendir til þess, að liif sé
að færast í almennar rökræður
um hvort gefa skuli foreldrum
mjálsar hendur til að ákvarða,
nvað af börnum þeirra ungum
þau treýstist til að setja á vetur.
Weinaflokkur í 2. tbl. „Lækna-
Jtemans" þ.á., um fóstureyðing
aL virðis-t hafa ýtt við mönn-um
°g minnt þá á, að í undirbúningi
er ia-giasmið um það efn,i. Um þar
að lútandi frumvarp hefur verið
jallað nokkuð í blöðum fyrri,
°g tnun vera merkust af því grein
oftir Pál V. G. Kolka, sem birt-
®t í Morgunbiaðin-u 25. febrúar
Í97l. Væri vel ef Morgunblaðið
viidi birta þá grei-n á ný, þvi þar
atar maður, sem ekki verður
S^n-gið fram hjá, reyndur héraðs
tmknir og óskilgetinn í tilbót og
®tti bvi ekki að vera ómerkari
‘l viinisburðar i þessu stórmáli
611 skólapiltar, hversu vel sem
þeir annars kunna að vera gefn-
ir.
Greinaflokki „Læknanemans"
iýkur á „rokræðu“, sem olli mér
miklum vonbrigðuim. Niðurstaða
hennar kom mér ekki á óvart, en
ég átt': ekki von á að menntaðir
menn beittu útúrsnúning-um og
rökþrota kjaftæði málstað sínum
til s-tuðnings, svo sem þeirri
vizku, að hvergi sé minnzt á fóst
ureyðingar i Bibliunni eða trúar
si-ðum Gyðinga, eða ummælum
Jan Bouman og Inger Becker um
kynferð'slífið.
Það er þó fyrst og frem-st ein
setning í „rökræðuinni", sem ég
vil víkja að, þótt þar sé sannar
1-ega af mörg-u að taka. Húin hljóð
ar svo: „Siðfræði lækna er breyti
leg (leturbr. mín), og hlutverk
hennar hlýtur aBt-af að vera það,
að koma sem flestum að haldi.“
Þetta mál fjallar um Mf ungra
Torfi ólafsson
b-arna, nvort heimilt sé að tor-
tíma því eða ekki. Aldur fósturs
ins er aukaatriði, ég held það trúi
þvi eng-inn í alvöru að 1-if barns
ins hefjist ekki við getnaðiinn eða
hægt s-é að draga mark-alínu
eiinhvers staðar á þroskaferli
þess, þar sem það verði að sjálf-
stæðri veru. Ég held að staðbæf
in-gar manna í þessa á-tt séu gerð-
ar g-egn betri vitund og til þess
eins æílaðair að btekkja fóöik og
svæfa samvizku þess, og þeir
m-enn, sem bafa þær í fram-mi,
séu raunverulega þeirrar skoð-un
ar að réttlætanleg-t sé að slökkva
mannl-egt líf, þegar „sérstaklega
stendur á“.
Sé siðfræði lækna „breytileg",
hvað vernd lífsins snertir, hvað
er þá því til fyrirstöðu að hún
breytist áfram þangað til þeim
fiininisit rétttetanilegt að he-imila
mönnum að aflífa vansköpuð
börn, gamiaðmeininii, dauðvona
sjúkl nga og fávita? Er ekki Mka
hu-gsanlegt að hægt verði með
tímanum að teygja þann ramma
út yfir pólitíska andstæðiniga?
Til þess þyrfti ekki annað en
vottorð iælœiis með nótgu
„breytta" siðfræði.
Það þykir ef til vill gamalda-gs
að minnast á Guð og vilja hans
í þess-u sam-bandi, en ef menn
trúa ekki að mannlegt Mf hafi
neinn tillgang, ef menn ál-íta að
öllu sé lokið við liíkamsdaiuðanin,
hvað er þá þvú til fyrirstöðu að
menn taki „praktískar" ákvarðan
ir varðandi það lif, sem er þeim
til óþurftar eða andstætt eða
hindrar þá í að „njóta Mfsims",
eins og þeim kann að fiinnast þeir
eiga heimtingu á?
Fóstureyðing er ekki og getur
ekki orðið annað en MflJát og er
aldrei réttlætanleg frekar en önn
ur manndráp. Menn kunna að
s-egja að litlu máli skipti hvort
fáeinum ófullburða börnum sé
bæ-tt við þann skara fulvaxta
mamiia, sem brytjaðir eru n-iður í
styrjöldum og öðrum hermdar-
verkum, en þar er því til að
svara, að eitt morð, jafnvel mi’llj
ón morð, réttlæta ekki eitt í við-
bót.
Þá ha-fa memn spurt, hvort
þjóðfélagið sé ekki betur komið
ám þei-rra barna, s-em fæðast af
foreldrum, sem geta hugsað sér
að tortíma afkvæm-um sin.um, en
það strandar á sömu röksemd.
Okkur er skylt að vernda mann-
leg-t lif en óheimilt að slökkva
það.
Óheillavænleg áhrif efnis-
Mvgigju, pen'ngahyggju og lífs-
þægindagræðgi tröllríða nú heil
um þjóð-félögum. Fóik -neitar að
taka á sig eðlilegar byrðar lifs-
ins og krefst þess að m-oga „fá
út úr“ lífin-u sem mes-t þægindi
og nautnir. Mönnum sést bara
yfir þá staðreynd, að takmarka-
laust frelsi er i reyndinni ekkert
frolsii, heldur hlýtiur það að leiða
rnenn beint inn í þrældótnshúsið.
K-rafan um fullt frelsi til a-flrfig-
unar ungra bama er þvi ekki
krafa um aukna Uifsh-amiingju,
heldur óvitaskap skamim.sýn-na
bama nútimans.
Og er það ekki merkilegt tim-
anna tákn, að á sama tíma og
menn krefjats*t heimiildar tii að
farga börnum sínum ungum,
sfeiiilli hefjaisit háværir kveinstafir
út af þvi að ríkið skuli ekki viljia
gefa þegnumuim spíitalla tól að
hjúkra heilsutæpum hundum?
Helgi Kristbjarnarson læknanemi —
Óttar Guðmundsson læknanemi;
Athugasemd vegna
blaðaskrifa um fóst-
ureyðingar
Laugardaginn 25. ágúst birt
ist í Morgunblaðinu grein eft
ir Heimi Steinsson skóla-
stjóra, þar sem hann greinir
frá skoðun sinni á greina-
flokki unri fós-tureyðingar,
sem birtist i síðasta tölu-
blaði Læknanemans.
Skólastjórinn lýsir því
reyndar yfir í upphafi, að
hann hafi hvorki lesið blað
ið, né greinaflokkinn, held-
ur einungis Mtinn hluta hans,
sem birtist i dagblaðinu Þjóð
vilj-a-n urn fyrir nokkru. Heim
ir afsakar þessi skritnu
okkur fyrir að sleppa, er ein
vinnubrögð með því að gefa
sér þær forsendur, að birt-
ing þessarar greinar í Þjóð-
viljanum beri það með sér,
að þarna séu dregin saman
ðll helztu aðalatrdði málsins.
Þetta er alrangt. Rökræða
sú, sem Þjóðviljinn sá ástæðu
til að birta, er ei-nungis lítill
h'uti af stærri heild, og margt
af því, sem Heimiir ásakar
faldlega að finna annars stað-
ar í blaðinu.
1 grein sinni fer skólastjór
inn um það mörgum orðum
hversú illa uninin og yfir-
horðsleg þessi rökræða okkar
sé. Segir ha-nn hana fuila af
aukaatriðum, sem ekki komi
tnálinu við, og auk þess sé
ruglað saman aðalatriðum og
aukaatriðum. Loks eyðiir hann
1 Það nokkru rúmi, að skýra
°kkur frá því, hvað séu að-
alatriði málsins og allir hljóti
að vita.
Heimir segir okkur fáorða
um rétt fóstursins, sem hann
telur vera aðalatriði málsins.
Þetta er rangt. 1 greinaflokkn
um í Læknanemanum,
sem nær yfir 22 bls. fjöll-
um við m. a. um helztu skoð-
anir, sem uppi eru um það,
hvenær einstaklingur verður
til. Þetta er alls ekki eins
einfalt og manni gæri virzt
í fljótu bragði, enda eru a.
m. k. þrjár aðalkenningar til
um þetta atriði, þ. e. þróun-
arkenningin, líffræðikenning-
in og félagsve-rukenningin.
Allar þessar kenningar hafa
sína kosti og galla, en Heimir
telur liffræðikenninguna þá
einu réttu og segir öll önnur
rök vera „meðviitaðar eða
ómeðvitaðar falsanir". Líf-
fræðiken-ningin er í stuttu
máM þannitg, að við myndun
okfrumunnar, þ. e. við fyrstu
endurröðun litninga sáðfrumu
og eggfrumu, breytast þessar
réttlausu frumur i fullgildan
einstakMng, með full mann-
réttindi.
Þessi kenminig virðist við
fyrstu sýn einföld og nægilega
skýr, en hún hefur marga ó-
kosti.
Megininntak greinar Heim-
is felst, að okkar áliti í eftir-
farandi málsgrein. „Allir vita,
að með frjóvguninni er hafin
þróun, sem á tilsettum tíma
ber ávöxt í einstaklingi. Hver
sú athöfh, sem menn vísvit-
andi framkvæma i því skyni
að stöðva þessa þróun, jafn-
gildir lifláti þessa einstakl-
ings.“ Það er ekki rétt hjá
Heimi, að þetta sé eitthvað,
sem allir viti. Nánast hvert
einasta atriði í áðurgreindri
tll'vitnun er ál-itamál.
a. „Með frjóvguninni er
hafin sú þróun, sem á tilsett-
um tíma ber ávöxt í ein-
staklingi."
Ekki eru aliMir sammála um
það, að þessi þróun hefjist
með frjóvguninni. Má þar t.
d. nefna páfann í Róm, sem
telur þessa þróun byrja fyrr,
þ. e. með samförum, og jafn-
gildi þvi allar getnaðarvann-
ir morði á væntanlegum ein-
stakling. Þetta er hluti af
þróunarkenningunni, sem áð-
ur var getið. Fylgjendur
hennar teygja sig aftur fyrir
getnað og spyrja, hvort egg
og sæði séu ekki jafn miklar
maruneskjur og okfruma eða
fóstur á frumstigi sínu.
Félagsverukenningin gerir
svo aftur ráð fyrir því, að
við stöndum fyrst frammi fyr
ir manneskju, þegar lifveran
dregur andann af eigin frum
kvæði og getur tjáð sig fyrir
mönnum og numið af mönn-
um. Margir læknar vilja miða
við festingu okfrumunn-ar i
leginu o. fl. Það liggur því
í augum uppi, að hæpið er
að tala um eitthvert ákveðið
andartak, sem skipti sköpum
í þessari þróun og „alllir viti
það“.
b. „Hver sú athöfn sem
menn vísvitandi framkvæma í
því skyni að stöðva þessa
þróun jafngildir tífláti á þess
um einstaklingi." Ef þessi þró
un er sem sagt stöðvuð eftir
það augnabli'k, sem Heimir
telur vera upphaf hennar
jafngildir það Mfláti manns.
Nú er það vitað, að lykkj-
an og (e.t.v. pillan) stöðvar
þessa þróun í leginu, þ. e.
eftir frjóvgunina. Fimm þús-
und islenzkar konur „lífláta"
þannig okfrumur sínar mán-
aðarlega, á-n þess að það
hafi þótt neitt tiltöku-
mál. Einnig má nefna, að í
flestum löndum hefur hingað
til verið talin ástæða til að
stöðva þessa þróun, þegar
heilsa móður hefur verið
hætta búin, eða okfruman orð
ið til vegna nauðgunar. Þetta
hefur m. a. þótt sjálfsagt á
Islandi undanfarna áratugi,
og engi-nn talað um morð í
þvi sambandi. Það er ljóst, að
margir telja það ekki jafn-
gilda Mfláti, að stöðva þessa
þróun.
Reyndar var það aldrei
getlun okkar í Læknaneman-
um að ræða það, hvort fóst-
ureyðingar eru góðar eða
slæmar. Með greinafl-okknum
vildum við einungis vekja fólk
til umræðu um það, hvernig
bezt væri að haga fóstureyð-
ingarlöggjöf okkar Islend-
iinga. Ef fóstureyðimgar eru
leyfðar í landimu, eins og nú
er, hlýtur spurningin að vera
sú, hver á að taka ákvörðun
um það, hvort aðgerðin er
framkvæmd eða ekki. Núgild-
andi löggjöf gerir ráð fyrir
því, að ákvörðunarvaldið sé í
höndum þjóðfélagsins, en við
teljum okkur hafa fært fyrir
því heiðarleg rök, að þetta
vald eiigi að liggja hjá hinni
þun-guðu konu. Nefnd sú, sem
skipuð var til að endurskoða
fóstureyðingarlöggjöfina,
komst og að sömu niðurstöðu.
Fleira er það í grein Heim-
is, sem þarfnast athugunar.
Hann ásakar ókkur fyrir misk
unnarleysi, þegar við viljum
láta taka tillit til uppvaxtar-
skilyrða barnsins og að-
stæðna foreldra, þegar tekdn
er ákvörðun um fóstureyð-
imgu. Þetta afgreiðir hann ein
fa-ldlega með „hinu forn-
kveðna, Betra es lifðum en
ólifðum", og „fær ekki séð,
að sú einfalda athugun, som í
þessum vísuorðum felst verði
með góðu móti hrakin".
AUir sem til þekkja, sjá
miskunnarleysið i þessum orð
um guðsmannsins. Sam-
kvaunt þessu ætti t. d. ekk-i
að leyfa fóstureyðingu eftir
rauða hunda hjá móður á með
göngutíma, eða hjá konu, sem
neytt hefur lyfs eins og Thali
domid, þótt vitað sé með ör-
uggri vissu, að væntanlegur
einstaklingur eigi eftir að fæð
ast með slik örkuml, að von-
la-ust væri, að hann hefði
mikla ánægju a-f lifinu. Sem
betur fer, eru löggjafar í flest
um vestrænum löndu-m ann-
arrar skoðunar og telja því
speki Hávamála ekki þau al-
gildu lifssannindi, sem til-
vera núfímamanna eigi að
miðast við, eins og skólastjór
inn í Skálholti virðist álíta.
Að lokum þetta. Við fögn-
um al'l.ri umræðu um þetta
mál, og það er gleðilegt, að
einhver skuli loks hafa nennt
að hefja blaðaskrif um það.
Ólíklegt verður þó að teljast,
að skoðun Heimis þ. e. líf-
fræðikenningin verði ofan á,
enda fæli það í sér, að allair
fóstureyðingar yrðu bannað-
ar, hvað sem við lægi.
Við viljum taka það skýrt
fram, að það er algjörilega
reiðilaust af okkar hálifu, þótt
skrif okkar séu talin hugtaka-
ruglingur, svikin vara og fals
anir. Hins vegar þætti okkur
vænt um, ef þeir, sem ætla
sér að gagnrýna málflutning
okkar og niðurstöður, geri sér
það ómak að lesa greinaflokk
inn um fóstureyðingar, áður
em þeir leggja út í löng blaða-
skrif í því sambandi. Viljum
við benda á það, að LÆKNA-
NEMINN fæst i bóksölu stúd-
enta í Félagsstofnuninni við
Hringbraut.