Alþýðublaðið - 24.09.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1930, Blaðsíða 2
ar ALPÝÐDBLAÐIÐ Hðrmnlegt slys. 6 börn og fnllorðiim karlmaðnr drafekna. „Hvað varðar mlg um stjórnmál?“ Hvað varðar mig um stjórmnál, epyrja ýmsir, sem ekki hafa kynt sér hvað stjómmálabaráttan er og hverja þýðingu hún hefir fyr- ir afkomu fjöldans. Auðborgumnum þykir gott, að alþýðan hugsi lítið um stjórnmál. t>að er ráðið til þess að sölsa at- kvæðd handa íhaldinu frá þeim, eem það féflettir mest, að reyna að telja alþýðufólki trú um, að því sé bezt að vera ekki að bjástra við pólitík. Fréttirnar geti það lesið í „MorgunbIaðinu“ og Varðar-lsafoid, sem send er 6- tæpt „gefins" upp í sveitir og út á annes í von um atkvæði að launum fyrir rausnina(H). Blekkingar íhaldsins við hrekk- laust fóik, sem heldur alla vini, feem í eymn hlæja, eru af sama toga spunnar og blekkingar spila- falsarans, sem telur hrekklausan mann á að spila \dð sig um pen- inga, vísar honum síðan til sæt- is þar, sem spegill er skáhalt að baki, og hættir ekki fyrri en hann hefir tæmt pyngju hans. Hrekk- lausa manninn, sem sér ekki við 'bragðarefnum, grunar sízt af öllu, að hann sjái á spilin sín í spegl- inum. Spilafalsarinn er líka viss með að láta hann græða fyrst í stað, til þess að gera hann sólgn- ari í spilið. Þannig leggja fjár- dráttarfélög og stórbraskarar oft talsvert fé í það í fyrstu að láta líta svo út sem þeir séu beztu forsjármenn alþýðunnar, svo að henni sé óhætt og bein- línis holt að koma til þeirra, skifta við þá og vera undir verndarvæng þeirra. Að hugsa sjálf um stjómmál, verzlun og viðskifti sin, sé henni mesti ó- þarfi, tímatöf og fyrirhöfn. Þeir skuli annast um það, — ekki þó af þvi, að þá langi svo mikið til þess, sei, sei, nei, heldur af ein- skærri föðurlandsást og um- hyggju fyrir alþýðunni. Þannig hafa margir burgeisar koanið ár sinni fyrir borð í viðskiftamálum og stjómmálum, sem einmitt era fyrst og fremst fjárhagsmál, átök um það, hvar ágódinn af striti alpýdunnar skuli lenda, hvort heldur í sjóði hinna fáu, sem láta vinna fyrir sig, eða til að bæta afkomu hinna mörgu, sem erfiða og skapa auðinn. Eins og fiskimaður veit, að þegar lúða kemur á handfæri, þá er vissara að gefa henni eftir við og við, svo að hún slíti sig síður af önglinum, eins vita sálnaveið- arar iuðvaldsins og stórbraskar- ar, að þeim er um að- gera að telja athugalitlu alþýðXifólki trú um, að þeir séu svo sem ekki að veiðía það í gildru; isíður en svo. Þeir séu einmitt að vinna að almennings hag — og hver og einn óbreyttur ihaldskjósandi sé að vinna sjálfum sér gagn og komast í skjól hinna „miklu“ manna með því að fela þeim um- boð sitt. Það sé svo sem ekki verið að veiða þá ú agn né seil- ast ofan í pyngjur þeirra. Spila- maðurinn, sem snýr bakinu ská- halt við speglinum, granar ekki prakkarann, sem litur ósköp sak- leysislega yfir á vegginn hinum megin svo að lítið ber á. Þarna liggur hundurinn graf- inn. Sá alþý'ð'umaður eða kona, sem ekki gætir þess, að stjórn- málin eru barátta um peirra eig- in afkomu, barátta um skiftingu verðmætanna, sem starfandi fjöldimr skapar með hug og höndum, — sá, sem lætur sig stjórnmálin engu skifta, en felur fjárplógsmönnunum að sjá fyrir þeim, hann er eins og sauðkind- in, sem lætur rekast í rétt og lofar að rýja af sér reifið. Hann má þá sjálfum sér um kenna, þó að hann sé arðrændur á öllum sviðum, með lágu kaupgjaldi fyr- ir vinnu sína, verzlunarokri, toll- um, sem mest eru píndir út úr þeim, sem minstar hafa tekjurnar, en fyrir flestum að sjá, og með öðrum slíkum auðvaldsbrögðum. Hann hefir fengið kjassmæli á kosningadögum og á stundum ó- keypis íhaldsblað. Lúðan fær líka ókeypis agnið, sem beitt er fyrir hana. En sú ógæfa, sem er sjálf- skaparvíti, er ekki léttbærust. Hún er þvert á móti hörmuleg- ust. —- Hvað varðar alþýðuna um stjórnmál ? — Það er sama og að spyrja: Hvað varðar alþýðuna um afkomu sína? Hvað varðar hana um, hvort hún er sífelt rænd verðmæti vinnu isinnar? Hvað varðar hana um, þótt fá- einir menn hirði þjóðarauðinn og skamti hinum öllum sveltituggu? Hvað varðar hana um, hvort hún er hugsandi og sjálfstætt fólk, sem stjórnar sjálft eigin málum, eða atkvæðafénaður, sem fær all- an stjórnmáiafróðleik sinn úr „Mgbl.“ og Varðar-ísafold, hvort sem sá „fróðleikur“ er nú seldur sérstaklega eða beitan er gefin? Bandaríki Evrópu. Fyrsta mótbáran. Lundúnum (UP). 23. sept. FB. Genf: Fyrsta verulega mótspyrn- an gegn áformum Briands um Bandaríki Evrópu kom frá Ka- nada-fulltrúanum Ridely i ræðu, sem hann hélt í dag. Kvað hann verndartollasamninga milli Ev- rópurikjanna í hvaða mynd sem væri mundu leiða til útilokunar útflutningsvarnings frá Vestur- heimi. Það er farið fram á það, sagði Ridely, að við föllumst á stofnun víðtæks rikjabandalags, sem útilokaði vörur okkar frá frjálsri samkeppni. Er mér óskilj- anlegt, að frumkvöðlar þessarar hugmyndar skuli hafa lagt hana fyrir þing Þjóðabandalagsins. Símskeyti frá Seyðisfirði. f gær þegar Sigfinnur Mikaels- son og þrjár dætur hans ungar og þrír ungir synir Sveinbjarn- ar Ingimundarsonar á Vestdals- eyi'i voru að taka hey í lítinn mótorbát skamt frá Dvergasteini, Sœnskakosningaraar JafDaðarmenn vinna stórfeld- an sionr. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Stokkhólmi, 23. sept. Nýafstaðnar eru bæjarstjóma- og lénsþinga-kosningar í Svíþjóð. Bæjarstjórnirnar í 5 stærstu bæj- unum og lénsþinginu kjósa svo þingmenn til efri deildar þings- ins. Orslit kosninganna sýna vöxt og viðgang jafnaðarstefnunnar í Sviþjóð. Kosningaúrslitin eru þanniig: Hægiimenn (svartasta í- haldið) fengu 384166 atkv. og 329 fulltrúa; við síðustu kosning- ar áður fengu þedr 323754 atkv. og 326 fulltrúa. Bændaflokkuiinn fékk 224398 atkv. og 185 fulltrúa; við síðustu kosningar fékk hann 172394 atkv. og 164 fulltrúa. Frjálslyndir („liberalir" og „fri- sindede"), sem hafa lengi verið í kosningabandalagi, fengu 210263 atkv. og 141 fulltrúa; við siðustu .kosningar fengu þeir 207639 atkv. og 281 (?) fulltrúa. Jafnadarmenn fengu 568969 atkv. og 469 full- tráa; við síðustu kosningar fengu þeir 458293 atkv. og 441 fulltrúa. Kommúnistar fengu 50485 atkv. og 8 fulltrúa; við síðustu kosn- ingar fengu þeir 40109 atkv. og 14 fulltrúa. Eins og sést á framan rituðu, hefir kosningaþátttakan verið miklu meiri nú en áður. Talið er víst, að stjórnin, sem er studd af frjálslyndum („líberölum" og „frisindede"), verði að segja af sér, þar sem þessir flokkar hafa miklu tapað. Þessi kosningaúrslit sýna, að jafnaðarmenn hafa unnið 4 þing- sæti í efri deildinni. Stjómar- fiokkarnir, frjálslyndir („liberalir“ og „frisind€d3“),hafatapaÖ þrem- ur, en kommúnistar einu. I efri deild eiga 150 þingmenn sarti. Hvað líður gasinu? Víða úr bænum er þeim fyrir- spurnum beint til blaðanna, hvernig standi á því, að gas- straumurinn er svo lítill, að varia er eldandi um miðbik dagsins. Er gasstöðin orðin of lítil eða er ólag á einhyerju í gasstöðinni? Spyr sá, sem, ekki veit. x. Borgarstjóri er beðinn að svara. hvolfdi bátnum um 20 metra frá landi og sökk alt. Enginn var syndur. Allir drukknuðu. Drengs- lík fanst í gærkveldi. Reynt var að ná bátnum upp í dag, en ienn þá hafa ekki náðist fleiri lík. fsienzku Grænlandsfararnir. FB., 23. sept. Loftskeytastöðin hefir sent FB. eftirfarandi til birtingar: Janus Sörensen sjóliðsmað- ur, sem er við uppmælingar l Grænlandi, hefir sent okkur skeyti það, er hér fer á eftir: Gerið isvo vel að láta vita, að Islendingunum þremur, sem taka þátt í Wegeners-leiðangrinum, liður vel. Heimsótti þá 12. þ. m. á jökulbreiðunni í 1200 metra hæð. Þeir senda allir kveðjur og láta vel yfir sér. Guðmundur stúdent verður sennilega í vetur með leiðangrinum, en hinir tveir fara frá Holsteinsborg um 1. nóv. Maður finsí orendur. 1 gærmorgun fanst Kjartan Öl- afsson, verkstjóri fiskverkunar- stöðvarinnar „ÁIfheima“, örendur uppi á skúrþaki við fiskvenkun- arstöðina. Hefir hann orðið bráð- kvaddur. Líkið verður rannsakað til þess að sjá, hvert orðið hefir banamein hans. Kjartan heitinn var nálægt fer- tugu. Hann var ókvæntur, en á móður á lífi og mörg systkini. Hann átti heima á Tjarnargötu 48. Atvinnuleysið í Englandi og Mzbaiandi. UP., 13. sept. FB. Frá Lundúnum er simað: At- vinnumálaráðherrann hefir til- kynt, að taia atvinnuleysingja hafi 15. september verið 2 103 413, en sú tala er 36 158 Iægri en vik- una á undan, en 894 meira en fyrir tilsvarandi tímabil árið 1929. Frá Berlín er símað: Atvinnu- leysi eykst enn, eins og við var búist þegar haustaði. Búist er við, að tala hinna atvinnulausu muni aukast upp i 4 milljónir í veitur. Sem stendur era þrjár milljónir atvinnuleysingja í landinu. Togararnir. „Njörður" fór á veiðar í gær, en snéri aftur til þess að fá nýja vörpuvíra og fór síðan á ný. „Snorri goði“ fór á ísfiskveiðar í gærkveldi. „Tryggvi gamli" kom frá Eng- landi í gær og „Maí“ í morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.