Alþýðublaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 2
fi AEÞÝDDBfcAfilÐ SsmBniiigi við línubátacigeidiir lagt upp. Á sameigmlegum fundi Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Sjó- mannafélags Hafnarfjar'ðar, sem haldinn var hér í Reykjavík í fyrra kvöld, var tekin ákvörðun um að segja upp samningum fé- laganna við félag iínubátaeig- enda. Var það í samræmi við at- kvæðagreiðslu, er fram hafði ver- Hérna á Hverfisgötunni mætti tíðindamaður Alþýðublaðsins Höyer bónda í Hveradöluon. „Vitið þér hvað er vitlausast af öllu?“ sagði Höyer. „Það er, að þó íslenzka síldin sé bezt af allri síld, þá fæst hún samt ekki í Reykjaviík, hvorki í heild- sölu eða smásölu. Ég hafði heyrt, að sildareinkasalan ætlaÖi að láta Lundúnum (UP). 30. sept. FB. Berlín: Hindenburg forseti hefir fellist á launalækkunaráform stjómarinnar. Enda þótt rikis- stjórndn hafi sagt í tilkyniningu, að reynt verði að framkvæma á- formin í samvinnu við ríkisþing- ið, er fullyrt samkvæmt áreiðan- legum heimildum, að ef ríkis- stjórnin fái ekki stuðning þings- ins, þá verði þinginu frestað um nokkurra mánaða skeið og kom- ið á stjórnareinræði til að draga afar-mikið úr öllum opinberum útgjöldum, t. d. lækka laun opin- Kaldalénskvðld, Bræðurnir Eggert Stefánsson og Sigv. S. Kaldalóns hafa eins og mönnum er kunnugt verið á ferðalagi um landið. Var sú för hin mesta sigurför og ■ þeim bræðrum alls staðar tekið með hinum mesta fögnuði. Ég hefi séð ummæli nokkurra blaða úti um land og eru þau öll á einn veg. 1 „Verkanianninum“ á Ak- ureyri lætur Áskell Snorrason svo um mælt, að enginn vafi leiki á, að Eggert sé allra islenzkra söng- manna fremstur, og í sama streng tekur Valdimar læknir Steffensen í „íslendingi". Reykvíkingum hefir alla tíð þótt hin mesta skemtun að „Kaldalónskvöldunum“, sem þeir bræður hafa haldið. Lög Sigvalda eru sungin landshoma á milli og vart mun það mannsbam á land- jniu, að það ekki kunni fegurstu Ijóð hans. Nú gefst bæjarbúum aftur — eftir mörg ár — kostur á að heyra „Kaldalónskvöld“, annað kvöld (fimtudag). kl. 7Va 1 Nýja Bíó. P. H. ið látin fara undanfama daga. Jafnframt var ákveðið að segja 1 ekki upp samningunum við fé- Lag togaraeigenda. Þar eð tóg- araeigendur hafa heldur ekki sagt úpp samningunum, gilda þeir óbreyttir fyrir næsta ár. Línubátaeigendur höfðu ekki sagt upp samningum. setja bæði kryddsíld og saltsíld í 10 kg. dósir eða tunnur. Þetta hafa orðið. Að minsta kosti sjást istöfuni en af henni mun ekkert hafa orðið, að minsta kosti sjást þess engin merki hér í Reykjavík. Skrifið nú í AlþýðubLaðið um þetta, þvi þetta er hneyksli, sem úr þarf að bæta.“ berra starfsmanna alt að 20°/m þar á meðal Hindenburgs forseta, kanzlarans, ráðherranna og þing- manna um 20°/o og opinberra starfsmanna alment um 6»/o. Sparnaður er áætlaður af þessu 121 millj. marka árlega. Halli fjárhagsársins, sem endar 1. apr- íi 1931, ætlar stjórnin, að því er segir í tilkynningunni, að verði 750—900 milljónir marka, en talið er, að stjórnin eigi vísá aðstoð ríkisbankans til þess að ráða bót á fjárhagsvandræðunum. Settir kennarar viö barnaskóla Reykjaviknr 1. okt. 1930: AðaLsteinn Hallsson (leikfkni), Unnur Jónsdóttir (Leikfimi), Unnur Briem (teiknun), Helga Sigurðardóttir (matreiðsla), Guðmundur I. Guðjönsson, Helgi Elíasson, Gunnar M. Magnússom, Bjarni Bjarnason, Guðrún Pálsdóttir, Einar Loftsson, Ásgerður Guðmimdsdóttir, Oddný Sigurjónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Vigdís Blöndal, Ragnheiður Kjartansdóttir, Stefanía ólafsdóttir, , i Jarþrúður Einarsdóttir, Siguringi Hjörleifsson, Hannes M. Þórðarson, Ragnheiður Jónsdóttir og Jón Norman Jónassoh. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 10 stiga hiti í Reykjavik. Útlit hér um slóðir: Vestangola. Dálítið regn öðru hverju. Almenninosbifrelðlr. Fastar áætlunarferðir um Laugaholtið og Sogamýri. Oft hefir verið um það rætt og ritað, að hin mesta þörf sé á því, að koma á föstum ferðum almenningsbifreiða um bæinn og úthverfi hans. Þörfin er orðin svo augljós, að jafnvel íhaldið sér hana, og hefir stundum — fyrir kosningar — haft við orð að bæta úr henni. Hingað til hefir þó setið við orðin ein. Ein bifreiðastöð mun þó, — al- gerlega án tilhlutunar bæjar- stjórnar — hafa tekið upp fastar áætlunarferðir inn að Kleppi. Er sagt, að þær ferðir beri sig vel, og að fargjaldið sé 60 aurar hvora leið. Sýnir þétta ljóslega, hve rik þörfin er orðin, því að 60 aura gjald er hærra en svo, að almenningur, sem þarna býr, geti notað sér þessar ferðir. Eðlilegast væri, að bærinn keypti nokkra stóra 14—20 manna almenningsbíla og héldi sjálfur uppi föstum ferðum um bæinn og úthverfin fyrir lágt gjald, t. d. 20—25 aura, eða jafn- vel lægra ef keyptur væri viss fjöldi farmiða á mánuði, mánað- arkort. En eins og bæjarstjórn nú er skipuð er þess lítil von, að svo skynsamleg tillaga næði fram að ganga þar. Ein bifreiðastöð hér í bænum befir í huga að bjóða bæjar- stjórn að taka upp fastar áætl- unarferðir með 14—15 manna al- menningsbifreið, úr miðbæ, um Hverfisgötu, Lauganesveg, Lang- holtsveg, veginn umhverfis Soga- mýrarhverfið, þjóðveginn og Laugaveg. Liggur þessi leið með- fram Kirkjusandi og byggðinni umhverfis laugarnar, fram h>' Lauganesi, Kleppi og flughöfn- inni væntanlegu, gegnum byggð- ina á Laugaholtinu og í Soga- mýri. 1 þessurn hverfum býr fjöldi fólks. Ætlunin er að fara eina ferð á hverjum klukkutíma, t. d. frá klukkan 6 að morgni til 11 að kveldi, eða 17 ferðir á hverjum degi. Viðkomustaðir gætu þá orðið um 17 í hverri ferð og mætti hafa þá t. d. á þessum stöðum: 1. Við vatnsþróna. 2. — Lauganesveg. 3. — afleggjarann til Sund- lauganna. 4. — afleggjarann til Lauga- nesspítala. 5. — KLett (KLeppsmel). 6. — Flughöfnina. 7. — Langholtsveg. 8. — Svalbarð. 9. — Holtaveg. 10. — Sandgryfjumar. 11. — hús Skúla Thor. (inst í Sogamýri). 12. — Sogahlíð (Sogamýri). 13. — Sjónarhól (Sogamýri). 14. — Múla. íslenzka síidin bezt — fæst ekki í Reykjavík. Stefnir að einræði í Mzkalanði. 15. — Undxaland. 16. — Mulningsstöð. 17. — Vatnsþró. Hér er að eins bent á þessa viðkomustaði, en vel má vera að aðrir viðkomustaðir séu jafn- heppilegir og að ástæða sé til að hafa þá örlítið fleiri eða færri. Með þessum viðkomustöðum tek- ur hver ferð 45—50 mínútur. Lík- lega væri hagfeldast, að önnur hver ferð inneftir yrði farin að norðanverðu og hin að sunnan- verðu. ■ Fyrir fólkið, sem býr í þessum hverfum, væri það mikið hag- ræði ef úr þessu yrði og far- gjaldið yrði ekki hærra en t. d. 25 aurar, ferðirnar tíðar og reglu- bundnar og viðkomustaðir nægi- lega margir. Enn er eitt að athuga í þessu sambandi: 1 Sogamýrarhverfinu og þess- um hverfum öllum er fjöldi bama á skólaaldri. Undanfama vetur hefir bærinn haldið uppi skóla í Sogamýrarhverfinu. 1 fyrra vom þar eitthvað um 30 böm. Nú er svo - til ætlast, að böm þaðan sæki nýja bamaskól- ann framvegis. Verður bærinn þá að sjálfsögðu að sjá þeim fyrir flutningi til skólans og frá hon- um, og sama er um þau börn, sem eiga heima í Laugaholtinu pg þar í grend. Bifreiðastöð sú, sem hefir í hyggju að taka upp þessar ferð- ir, vill áreiðanlega semja við bæjarstjórn eða skólanefnd um flutning á börnunum til skólans og heim aftur. Jafnframt mun hún hafa í hyggju að sækja um nokkum styrk til ferðanna í byrj- um. ■ Vilji bæjarstjórn ekki láta bæ- inn taka að sér að halda uppi þessum ferðum og flytja börnin til skólans og heim aftur, getur hún engu ráðið um það, hvaða fargjald verður tekið. En ferðim- ar koma ekki að gagni nema far- gjaldið sé tiltölulega lágt. Ef bærinn hins vegar veitir stöðinni styrk, beint eða óbeint, til þess að halda ferðunum uppi, getur hún að sjálfsögÖu sett þau skil- yrði, að gjaldið sé ekki hærra en það, sem hún ákveður, t. d. 20—25 aurar. AlpíðabóRasafn Reykjavíkor. Frá og með 1. október verður barnalesstofan opin kl. 3—7 á virkum dögum og 4—6 á sunnu- dögum. Frá og með 1. október verða bækur lánaðar út úr safninu kl. 2—3 á virkum dögum auk hinna venjulegu útlánstíma, en þó að eins þeim, sem fjarri búa og örðugt eiga með að nota kvöld- tímann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.