Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 177. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rannsókná starfi CIA Washington, 17. sept. AP. UTANRIKISNEFND öldunga- deildarinnar fyrirskipaði f dag nákvæma könnun á starfi leyni- þjónustunnar CIA og jafnframt jukust deilur um aðgerðir hennar f Chile. Nefndin lét til skarar skrfða aðeins örfáum klukkustundum eftir að Ford forseti lét f Ijðs velþóknun á aðstoð CIA við stjórnmálaflokka og fjölmiðla sem voru andsnúnir stjórn Salva- dor AHende Chileforseta. Formaður nefndarinnar, Willi- am Fulbright, sagði blaðamönn- um að loknum lokuðum fundi að nefndarmenn hefðu samþykkt einróma að fram færi nákvæm rannsókn sem skyldi ljúka í næstu viku. Stefna CIA verður rannsökuð og kannað verður hvort það sem háttsettir embættismenn hafa sagt um aðgerðir CIA í Chile er sannleikanum samkvæmt. Samkvæmt frétt f Washington Post sem er höfð eftir starfs- mönnum undirnefndar utanríkis- nefndarinnar er hvatt til þess að rannsakað verði hvort fyrrver- andi yfirmaður CIA, Richard Helms, hafi gerzt sekur um mein- særi í framburði sínum í yfir- heyrslum í þinginu um hlutverk Bandarfkjamanna í Chile. Henry Kissinger utanríkisráð- Framhald á bls. 16 5 tilræði í Argentínu Buenos Aires, 17. september. AP. Reuter. LÖGREGLULÆKNIR var skot- inn til bana f útidyrum heimilis sfns f Buenos Aires þegar hann var að fara til vinnu f morgun. Þetta er fimmta pólitfska morð- ið f Buenos Aires á tæpum sólar- hring. Fjörutfu sprengjur hafa sprungið og sprengingar héldu áfram f dag. Annað eins umrót hefur ekki verið f Argentfnu sfð- an Juan Peron forseti lézt fyrir 11 vikum. Læknirinn, Alejandro Bartoch, var talinn standa í tengslum við hóp hægrisinnaðra peronista sem hafa gripið til skæruaðgerða gegn vinstrisinnuðum peronistum. Fyrrverandi landstjóri Cordoba, Atilo Lopez, og aðstoðarmaður hans voru myrtir á svipaðan hátt. Samband flutningaverkamanna fyrirskipaði verkfall um allt land- ið til þess að mótmæla tilræðinu við Lopez. Stærri myndin: Kona franska sendiherrans f Haag kom frá Parfs þegar hún frétti að hann væri f gfslingu. Minni myndin: Þessi liðsmaður „Rauða hersins" var handtekinn f Parfs og á honum fundust fölsuð vegabréf með nöfnum japönsku hryðjuverkamannanna í sendiráðinu f Haag. Fengu 300.000 dollara: Gíslunum sleppt fyrir skæruliða Schiphol, Hollandi, 17. sept. Reuter. AP. JAPÖNSKU skæruliðarnir þrír f sendiráði Frakka f Haag slepptu sex sfðustu gfslum sínum f UPPNÁM VEGNA TOGARAHVARFS Hull, 17. september. NTB. Reuter. KALLA varð á lögreglu til þess að koma á röð og reglu þegar sjópróf hófust f Hull f dag vegna hvarfs brezka togarans Gaul undan strönd Norður- Noregs f febrúar. Uppþot varð f réttarsalnum þegar kona úr hópi áheyrenda staðhæfði að Rússar stæðu á bak við hvarf togarans. Hvorki tangur né tetur hefur fundizt af togaranum sem var með 36 manna áhöfn. Fulltrúar brezkra yfirvalda sögðu i dag að fyrir lægju engar upplýsing- ar um hvað raunverulega hefði gerzt. Áheyrendurnir voru aðallega ættingjar mannanna af togaranum og komust þeir í uppnám þegar konan staðhæfði að brezk yfirvöld vissu að Rúss- ar bæru ábyrgð á hvarfi togar- ans. Konan hélt því fram að Bret- ar notuðu togara til njósna og stofnuðu þannig brezkum togaramönnum í hættu. Landvarnarráðuneytið í Lon- don vfsaði strax þessum ásökunum á bug og sagði að brezkir togarar væru ekki notaðir til njósna þótt margir virtuet trúa því. Ráðuneytið sagði að þessi orð- rómur stafaði sennilega af þvf að sjóliðsforingjar væru stund- um um borð í togurunum. Hins vegar væri þetta foringjar sem ættu seinna að starfa á eftirlits- skipum og þyrftu starfs sfns vegna að kynnast lífinu um borð i togurunum. kvöld f skiptum fyrir félaga sinn úr samtökunum Rauði herinn á Schiphol-flugvelli og fóru úr landi f Boeing-þotu. Flugvallaryfirvöld sögðu að Japanirnir ætluðu til Damaskus þótt óvíst væri hvort Sýrlending- ar tækju við þeim. Flugvélinni var neitað um lendingarleyfi f Beirút. Willem Duiesenberg fjármála- ráðherra sagði í sjónvarpsviðtali að skæruliðarnir hefðu meðferðis 300.000 dollara lausnargjald sem þeir kröfðust fyrir gfslana. Skæruliðarnir höfðu upphaf- lega ellefu menn í gíslingu í franska sendiráðinu í Haag, þar á meðal franska sendiherrann, Jacques Senard, Þeir samþykktu að lokum að sleppa sfðustu gísl- unum á flugvellinum í skiptum fyrir félaga sinn Ukuta Furuya, en skildu eftir þrjá veika gísla í sendiráðinu. Leyniskyttur hreiðruðu um sig á húsaþökum og fylgdust með þegar skipzt var á Japananum og gíslunum. Hundruð lögreglu- manna umkringdu flugvöllinn og brynvarðir bflar voru til taks en skiptin gengu snuðrulaust. Síðast var skipzt á Senard sendiherra og Furuya, sem hafði verið fluttur til Hollands frá Frakklandi með franskri herflug- vél. Hann hefur verið f haldi síðan í júli. Forsætisráðherra Hollands, Joop den Uyl hafði eftirlit með skipt- unum á flugvellinum. Framhald á bls. 16 4 franskir kjarnorku- kafbátar Cherbourg, 17. september. Reuter. FRAKKAR hleyptu fjórða kjarnorkukaf báti sfnum af stokk- unum í dag og hófu breytingar á Ollum kjarnorkukafbátum sfnum þannig að þeir verði allir vopnað- ir nýjum eldflaugum með mörg- um kjarnaoddum. Hver eldflaug verður margar megalestir og helmingi öflugri en þær eldflaugar sem hafa verið notaðar til þessa og lfkjast Polaris-eldflaugum. Frakkar eiga nú jafnmarga kjarnorkukafbáta og Bretar. Smiði fimmta kjarnorkukafbáts- ins hefst eftir nokkrar vikur, en Bretar eiga átta litla kjarnorku- kafbáta búna venjulegum vopnum og smíða aðra á næsta árum. Slíka báta smíða Frakkar ekki fyrr en 1976. VOLD KISSINGERS ? Washington, 17. sept., AP. FORD forseti hefur til athugunar tillögu frá starfsliði sfnu þess efnis að Þjóðaröryggisráðið verði endurskipulagt og Henry A. Kiss- inger utanrfkisráðherra sviptur stöðu sem ráðunautur Fords f þjóðaröryggismálum. Þetta var haft eftir góðum heimildum f dag, en ekki er vitað um viðbrögð Fords og hann hefur ckki tekið ákvörðun f málinu. Tilgangurinn með þessari til- lögu er að hleypa nýju lifi f Þjóð- aröryggisráðið svo að það geti betur gegnt upprunalegu hlut- verki sínu, að vera forsetanum til ráðuneytis f utanrikis- og þjóðar- öryggismálum. Sagt er að fyrirhuguð endur- skipulagning eigi ekki að koma niður á utanrikisráðherranum þótt ýmsum hafi þótt sem áhrif hans væru orðin fullmikil. Heimildarmennirnir segja að í stjórnatíð Nixons forseta hafi ýmsum fundizt að Þjóðaröryggis- ráðið hafi orðið nokkurs konar útibú utanríkisráðuneytisins og hann hafi því ekki átt völ á ráð- leggingum úr fleiri en einni átt. Ef Ford samþykkir tillöguna verður stóra spurningin sú hvern- ig Kissinger bregst við, þar sem hann er vanur því að hafa f rjálsar hendur. NIXONA SPÍTALA New York, 17. september. AP. JULIE Nixon Eisenhower sagði í dag að faðir hennar yrði senni- lega lagður inn í sjúkrahús eftir viku vegna blóðtappa. Hún sagði að hann væri á bata- vegi og hann þyrfti aðeins að fara i læknisskoðun. Hún taldi fáránlegar fréttir um að andlegri heilsu Nixons væri ábótavant og kvaðst telja að hon- um liði mjög vel eftir atvikum. GuIIið lækkar London, 17. september. Reuter. GULL lækkaði um tæpa fimm dollara f verði f London f dag og fór niður fyrir 150 dollara f fyrsta skipti í tæpa tvo mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.