Morgunblaðið - 05.09.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
5
4% hækkun
hjá IATA
FLUGFARGJÖLD á Norður-
Atlantshafsleiðinni hækka um
4% hjá aðildarfélögum IATA 1.
nóvember n.k. Er hækkunin til
komin vegna aukins rekstrar-
kostnaðar. Að sögn Sveins Sæ-
mundssonar blaðafulltrúa Flug-
leiða hf. hefur engin ákvörðun
verið tekin um hækkun hjá félag-
inu, en eins og kunnugt er standa
Loftleiðir utan við IATA. Um 60
flugfélög eiga aðild að IATA.
Chekhov heims-
meistari í skák
Tjentiste, Júgóslavíu,
1. sept. AP. Reuter
SOVÉTMAÐURINN Valery
Chekhov sigraði á heimsmeistara-
móti unglinga í skák, sem lauk f
Júgóslavíu f dag. Annar varð
Bandaríkjamaðurinn Larry
Christiansen. Chekhov hlaut 10
vinninga, en Christiansen 9,5
Þriðji varð Englendingurinn
Mestel með 9 vinninga. Margeir
Pétursson hlaut 6 vinninga á mót-
inu og varð f 25.—33. sæti.
Árangur Chekhovs tryggir honum
alþjóðlegan meistaratitil f skák.
Peningum stolið
ÞJÓFNAÐUR var framinn í
verzluninni Basar í Hafnarstræti
um síðustu helgi. Maður nokkur
kom þá í verzlunina og óskaði
eftir því að fá að hringja. Var það
leyft og honum hleypt inn í bak-
herbergi. Utsala var í verzluninni
og mikið að gera og því upp-
götvaðist það ekki fyrr en nokkru
seinna að 60 til 90 þúsund krónur
voru horfnar úr veski sem var í
herberginu. Maðurinn er ófund-
inn enn. Þá tók lögreglan í
Reykjavík tvo 13 ára pilta í fyrra-
dag, sem höfðu stolið 20.600 krón-
um frá afgreiðslustúlku hjá
Kyndli f Keflavík. Höfðu þeir
engu eytt af peningunum.
Vitni vantar
MÁNUDAGINN 1. september,
rétt fyrir klukkan 18 sfðdegis var
ekið á bifreiðina R-31819, þar sem
hún stóð fyrir framan verzlanir
við Álfheima 2—4. Hægra aftur-
bretti var dældað og hægri aftur-
lukt brotin. Bifreiðin er Citroen
GS, hvít að lit. Vitni að ákeyrsl-
unni eru beðin að gefa sig fram.
Ekið á bíl
FÖSTUDAGINN 29. ágúst, um
klukkan 16,30 var ekið á bifreið-
ina R-34686, Volkswagen drapp-
lituð, þar sem hún stóð við Berg-
staðastræti lOa. Vinstri hurð er
skemmd. Þeir sem einhverjar
upplýsingar geta gefið eru beðnir
að hafa samband við rannsóknar-
lögregluna.
Flakið fannst 1971
Skúli Jón Sigurðsson hjá Flug-
málastjórn kom að máli við Morg-
unblaðið og bað um að komið yrði
á framfæri f blaðinu athugasemd
vegna fréttar Mbl. 3. september
um fund Flugbjörgunarsveitar-
manna á braki úr flugvél á Eyja-
fjallajökli. Skúli sagði, að í fyrsta
lagi bæri að leiðrétta það, að vélin
hefði farizt 16. maf 1952, en ekki
1953 eins og sagt var í Morgun-
blaðinu. I öðru lagi, sem væri
aðalatriðið, væri það ekki rétt að
brakið hefði fundizt núna. Fjórir
félagar úr Ingólfi, björgunarsveit
Slysavarnafélagsins hefðu fundið
þetta brak 1. júnf 1971 er þeir
voru við æfingar á jöklinum og
hefði það þá legið miklu ofar.
Síðan hefði það borizt áfram með
skriðjöklinum og væri miklu neð-
ar en þá. „Þetta var því ekki
merkilegur fundur þann 24. ágúst
s.l.“ sagði Skúli.
HUGSA
AÐ VORUURVALIÐ
í KARNABÆ
HAFI ALDREI
VERIÐ
GLÆSILEGRA ^
G NU! !!
TROÐFULLAR BÚÐIR
NÝJUM
STÓRGLÆSILEGUM
HAUSTVÖRUM
I I
■ ■
AF
FATNAÐUR T
SKÓR
SNYRTIVÖRUR
HLJÓMPLÖTUR
HLJÓMTÆKI
Athugio:
Opið til hádegis
á morgun
rjTTDvP
LÆKJARGÖTU 2
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155