Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
35 sóttu um söltunarleyfi:
Samningar um sölu
á saltsíld hafnir
EINS OG fram hefur komið í
fréttum verður leyft að veiða
milli 7000 og 8000 þúsund lestir
af síld f herpinót f haust. t upp-
hafi auglýsti sjávarútvegsráðu-
neytið eftir umsóknum og sóttu
alls um 80 skip um þessar veiðar.
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað
sfðar, að sfldveiðileyfin yrðu
bundin þvf skilyrði, að sfldin yrði
söltuð um borð f veiðiskipunum.
Kom þá f ljós, að einungis útgerð-
ir hinna stærri skipa töldu sig
geta fullnægt þessum skilyrðum
og þegar frestur til að skila um-
sóknum rann út 28. ágúst s.I.
höfðu einungis borizt umsóknir
frá umráðamönnum 35 veiði-.
skipa. Sfldarútvegsnefnd hefur
nú sent frá sér fréttatilkynningu
um síldveiðarnar f haust og fer
hluti hennar hér á eftir.:
„Síldarútvegsnefnd hefir
undanfarna mánuði gert ítarlega
könnun á mörkuðum saltaðrar
síldar og samningaumleitanir við
kaupendur í þessum löndum eru
ýmist hafnar eða um það bil að
hefjast.
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi álytkun, sem sam-
þykkt var á fundi framkvæmda-
stjórnar Verkamannasambands
tslands 2. september 1975.
„Stjórn Verkamannasambands
Islands vekur athygli launþega á
afar ósmekklegri ályktun, sem
Stéttarsamband bænda lét frá sér
fara um síðustu helgi. Þar er
komist svo að orði, að fundurinn
lýsti „furðu sinni á þvf, að rfkis-
stjórnin skyldi við gerð síðustu
kjarasamninga hafa ljáð máls á
því að veita óviðkomandi aðilum
aðstöðu tii þess að hafa áhrif á
lagasetningu, sem lífsafkoma
bændastéttarinnar grundvallast
á.“ Það fer ekki á milli mála að
þessir óviðkomandi aðiiar eru að
mati bændasamtakanna verka-
lýðshreyfingin í landinu.
Stjórn Verkamannasambands
Islands átelur harðlega þennan
hugsunarhátt og minnir á að það
hlýtur einkum að snerta laun-
þega, neytendur í Iandinu,
hvernig verðlagningu land-
búnaðarafurða er háttað, enda
eru landbúnaðarafurðir með
brýnustu lífsnauðsynjum
heimilanna. Telur stjórnin að
þessi ályktun Stéttarsambands
bænda hljóti að vekja verkalýðs-
hreyfinguna til virkari umræðna
um verðlagskerfi landbúnaðarins,
sem greinilega er úr sér gengið og
óraunhæft."
Tveir skotnir
í Argentínu
Buenos Aires, Argentínu,
3. sept. AP.
HRYÐJUVERKAMENN skutu til
bana liðsforingja og lögreglufor-
ingja f borginni La Plata á mið-
vikudag, sinn í hvorri árásinni.
Fimm menn og ein kona vopnuð
vélbyssum stöðvuðu herflutninga
bfl og stálu úr honum byssum,
eftir að hafa skotið á hermenn
sem f bílnum voru. Að sögn lög-
reglunnar máluðu árásarmenn-
irnir vígorð á bflinn, áður en þeir
flýðu.
Leiðrétting
I myndatexta í blaðinu á mið-
vikudaginn misritaðist nafn ann-
ars eiganda Þaks hf. Hann var
sagður heita Sigurður Elímars-
son, en hið rétta er að maðurinn
heitir Heiðar Elimarsson. Er
hann beðinn velvirðingar á mis-
tökunum.
&
Þar sem bannað hefir verið að
veiða sild með herpinót undanfar-
in 3 ár, hefir síldarsöltun hér á
landi verið mjög óveruleg þann
Framhald á bls. 24
Verkamannasambandið:
Samþykkt Stéttarsam-
bandsins ósmekkleg
Frá sýningu Gunnars Hjaltasonar í Eden.
Gunnar Hjaltason
sýnir í Eden
FJÖLDI málverkasýninga hefur
verið í Eden í Hveragerði í sumar
og hefur það mælzt vel fyrir.
Núna um þessar mundir sýnir
Gunnar Hjaltason þar. 58 myndir
eru á sýningu hans, mest akríl-
myndir. Mikil aðsókn hefur verið
að sýningunni, sem stendur fram
yfir helgi.
Björn Matthíasson:
Aumlegt yfirklór
upplýsingaforstjórans
Agnar Guðnason forstjóri
Upplýsingastofnunar landbún-
aðarins skrifar grein í Morgun-
blaðið f gær, þar sem hann
heldur því blákalt fram, að það
sé fullkomlega eðlilegur og
heiðarlegur viðskiptamáti fyrir
Framleiðsluráðið að auglýsa
45% verðlækkun á nautakjöti
og miða þá við, að núverandi
verð, sem gildir til 14. sept. n.k.,
sé 45% lægra en nýtt og hærra
verð, sem taka á gildi eftir þann
tíma!
Ekki er annað að sjá á grein
Agnars, að honum þyki sjálf-
sagt að Framleiðsluráðið láti
þess vegna hvergi getið í aug-
lýsingum sínum eða landbúnað-
arráðherra í sínum yfirlýsing-
um, að verðlækkunin sé reikn-
uð út á þennan undarlega máta.
Agnar reynir að láta I það
skfna, að tafla sú, er ég birti hér
í Mbl. sl. þriðjudag, þar ég sýni,
að verðlækkunin f heildsölu var
ekki nema 30—31%, sé byggð á
„gömlu verði“, eins og hann
orðar það, og þvf ekki mark á
slíkum útreikningum takandi.
Agnar lætur hins vegar undir
höfuð leggjast að segja, hversu
gamalt umrætt verð er. Það var
nefnilega ekki eldra en svo, að
það gilti frá 2. júnf fram til 31.
ágúst sl., eða fram á síðasta
söludag, þar til hið nýja og
lægra verð tók gildi. Svokallað
haustverð, sem Framleiðsluráð
miðar sfna 45% lækkun við,
hefur aldrei verið auglýst, hef-
ur aldrei birzt í fjölmiðlum fyrr
en Agnar Guðnason birtir það
nú og ekkert einasta kjötkfló
hefur verið selt á þvi verði.
Vill nú ekki einhver greindur
Framsóknarmaður (hann hlýt-
ur að fyrirfinnast) taka að sér
að útskýra grundvallarreglur
heiðarlegra viðskiptahátta og
landslög um leyfilega viðskipta-
máta fyrir þeim Framleiðslu-
ráðsmönnum? Þeim virðist
ekki vanþörf á.
Hið alvarlegastavið hugsunar-
hátt upplýsingaforstjórans
virðist þó vera, að honum finnst
fullkomlega eðlilegt, að gerðar
séu aðrar og lægri kröfur um
viðskiptasiðferði til þeirra, er
framleiða og selja Iandbúnaðar-
afurðir, heldur en gerist í öðr-
um daglegum viðskiptum.
Ég hefði kosið bændum ann-
að og betra hlutskipti en að
hafa slfkan aðila að talsmanni.
4.9. 1975.
77/ sölu notaöir bílar
Fiat 125 P
árgerð 1972
Fiat 125 P
árgerð 1973
Fiat 125 P
station árgerð 1973
Fiat 128
árgerð 1973
Fiat 125 P
árgerð 1974
Fiat 132 GLS
árgetð 1974
Fiat 132 GLS
árgerð 1975
Góðir greiðsluskilmálar.
Davíð Sigurðsson hf.
Fiat einkaumboð á Islandi
Síðumúla 35,
símar 38845 — 38888.
Bangladesh
vill meiri
tengsl við
stjórn Kína
Hong Kong, 2. september.
Reuter.
HINN nýi forseti Bangladesh hef-
ur látið í ljós von um að auka
megi tengsl landsins við Kína, að
sögn kínversku fréttastofunnar
Nýja-Kína. Fréttastofan segir að
hinn nýi forseti, Ahmed, hafi
fagnað þvf innilega að stjórnin í
Peking hafi ákveðið að viður-
kenna stjórn hans.
AlKiI.ÝSINCÍASÍMINN ER:
22480
Jtt»rí)xinblnt)ib
R:©