Morgunblaðið - 05.09.1975, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
19
Dr. Björn Sigfússon:
Ber að stofna borgsýslukjarna við
Reyðarfjörð eða sáldra miðstöðvum?!
I nýútkomnum fyrrihluta
Austurlandsáætlunar er leit-
að eftir miðstað fyrir lands-
hlutann og sýnt fram á,
að Reyðarfjörður liggi bezt
við samgöngum, tengdum á
sjó og eftir landvegum. Egil-
staðir gegna að vísu einnig
miklum hlutverkum, þar sem
mætast krossgötur úr Hér-
frá komandi Snjóholtsflugvelli;
fjölbrautaskóli og margar þjón-
ustustofnanir fyrir Múlasýslur
verða þar, en einhlítur mið-
staður stórra atvinnuvega
verða þeir aldrei.
Höfn í Hornafirði, með nær
1200 manns og líkur til vaxtar
á borð við Norðfjörð eða Siglu-
fjörð, fær hvorki auðugt upp-
land né hafnarmöguleika, sem
lyft gætu henni ofar en til jafns
við þá kaupstaðatýpu. Vopna-
fjörður, skemmra kominn, á
sennilega eftir að draga veru-
legan vinnukraft til sín úr N,-
Múlasýslu og Þistilfirði, án þess
að varði miðstöðvarval í fjórð-
ungum (eða á Þórshöfn) eða
snerti grein mína.
Til flýtis leyfi ég mér að
ganga út frá þvf, að þeir þrír
úrkostir um val á miðstað, sem
f jölvísir höfundar Austurlands-
áætlunar kasta fram til um-
ræðu, séu ræddir til að friða
fólkið, en ekkert nema Reyðar-
fjörður dugi, eins og horfir,
til að gerast hugsanleg
„höfuðborg fjórðungs", og er
þá Akureyri hugsað sem viður-
kenndur „staðall" fslenzkrar
smáborgar við þvílíka lands-
hætti.
Taka skal strax fram, að hér
er það lagt á vald fjarlægari
framtíðar, hvort eða hvenær sú
borg nyðra og þessi reyðfirzka
ætti að ná „fullri hagkvæmni-
stærð“ á skandinavíska visu
framleiðninnar, þjónustufram-
boðs og „breiddar" á atvinnu-
tækifærum fyrir menntað fólk.
Valdimar Kristinsson hefur
(m.a. i Fjármálatíðindum 1973)
fært að því rök f vekjandi
greinum, að hagkvæmnimarkið
fari að nást, þegar 30. þús. íbú-
ar séu á borgsvæði, varla fyrr;
þá sé tegundin smáborg
kannski með aukinni útsjónar-
semi umbreytt í virkilega borg.
Þjóðflutningar eru eldfimt
deiluefni og 30 þús. markið
ekki sett hér á dagskrá. Stærðin
12 þús. skal ekki heldur höfð að
staðli hjá mér, enda tæki Akur-
eyri ekki núverandi fólkstölu
sína í mál sem neinn staðal
fyrir sig.
Miklu teygjanlegri staðall er
það, sem ég vildi tákna með
hugtakinu borgsýsla i grein i
Mbl. 13. ágúst í sumar. Lítum á
hann.
Fjölbreytni og traustleiki at-
vinnutækifæranna er mesta
undirstaða þess að halda uppi
borgarlífi, þar með ágæt djúp-
höfn, góð færð til stórs flugvall-
ar, auðfarið sé á hringveg
landsins, og innan 10 km hring-
ferils þyrftu að búa minnst 10
þús. manns auk talsvert margra
þúsunda á svæðum þeim, sem
borgin á að upplandi og hefur
daglegt samband við. Þetta tel
ég vera staðalinn, og nú eru
fslenzkar borgsýslur þrjár auk
Reykjavíkur, ein þeirra norð-
lenzk.
Nú spyrja Iesendur mínir ö-
þolinmóðir: Ef fjölbreytni at-
vinnutækifæra f fjórðungi á að
safnast þar í 8—16 þúsunda
smáborg, svo hún geti haldið
áfram að vaxa, bitnar það ekki
á þeim 800—1600 manna kaup-
stöðum, sem eru núna eða koka
munu á Austurlandi?
Austurlandsáætlun gerir ráð
fyrir, að þeir staðir hagnist
stórum meira en þeir tapi á
breytingunni, og þróunarþætt-
ir, sem utan við þetta 1. bindi
liggja, benda eigi sfður sterk-
lega til ávinnings, ef mannfólk-
ið dugir.
Engin rök eru fyrir því, að
vöxtur Akureyrar, út af fyrir
sig, hafi rýrt sjávarafla Húsa-
víkur, Siglufjarðar, Dalvíkur,
Ölafsfjarðar né haldið niðri
Húsavíkurverzlun, „kísilgúr-
vegi“ og ferðamálaþjónustu
Þingeyinga. Og fólkstalan, sem
setjazt kynni að f 800—1600
manná plássum eystra er lægri
en til Reykjaneskjördæmis
mundi flytjast að austan, ef þar
er ekki hjálpað til að reisa hóf-
lega smáan fjórðungshöfuðstað.
Þetta er dæmt eftir lfkum.
Krafan um, að gera þurfi öll-
um téðum plássum jafnt undir
höfði og aðalkaupstöðunum og
smáborgunum, hvað varði
breidd á atvinnutækifærunum
fyrir menntað fólk, er óraunsæ,
en smáborg er í því efni raun-
sætt úrræði; svo er samgöngu-
bótum næstkomandi aldarf jórð-
ungs fyrir að þakka. Þó hring-
vegur og daglegt flug auðveldi
að vfsu áhrif Reykjavíkur og
ýmsar lífsvenjubreytingar,
kemur að því senn, að hitt vegi
þyngra, hve samgöngur munu
bæta skilyrði fyrir nýjar at-
vinnugreinar og fleiri en einn
fjölbrautarskóla eystra, þoka
rfkis- og fjármálaþjónustu í
Reyðarfjörð (auk Egilsstaða)
og veita næg tækifæri þess, ef
landsmenn vilja, að þar takist
Dr. Björn Sigfússon.
sér tvöfeldnina spretta af þvf,
að veldi því réði Kölski og þau
væru framhjátökukróar hans á
annesjum. Óskandi, að engir
breyttust sjálfir í króa hans við
það að gerast frambjóðenda-
efni.
Sterkari mótrök gegn þvf að
veita fjármagni margfalt meira
f einn kaupstað en annan eru
þau, að minna verði þá til skipt-
anna með hinum; skylt sé að
fyljga sem mest jöfnunarregl-
um, þegar skipt sé milli héraða
og atvinnugreina ríkisfé eða
lánum sparaðs fjár í peninga-
svipuðu máli gegni austan
lands og afurðir orkufreks iðn-
aðar þar færu mest til útlanda,
hver svo sem verksmiðjueig-
andinn teldist vera, vaxa lika
við það, að flutningskostnaður
yrði nokkuð jafnþungur hvort
að er til erlendrar hafnar eða f
þær hafnir Islands, sem hluti
afurðanna fengi helzt markað í.
En fyrst innflutt fjármagn þarf
í slíkt, f hvaða stað sem það er
sett, er þetta fyrir sig engin
fyrirstaða þess, að smáborg rísi.
Loks er sú mótbáran, að svo
fremi sem ekki sé fiskileysi né
kalhallæri í túnum, megi Aust-
urland engar verkfæran mann
missa í nýjar atvinnugreinar og
í margföldunarvöxt eins af
hafnarstöðum sínum. Meðan
enn var marxískur galsi í kyn-
slóð minni, hefðu þessi íhalds-
rök þótt dálítið kurfsleg sbr.
bann við lausamennsku. Ekki
breytir það skoðun minni á
þeim, þó þau kæmu e.t.v. mest
úr vinstri átt núna. Hitt tek ég
þó fram, svo ekki misskiljist, að
í hverri fámennissýslu norðan
65° mundi stórfelld fækkun bú-
jarða hljótast af því, ef mann-
frekur stóriðnaður risi þar upp
úr 1980. Auk þess fengist
verksmiðjustjórn ekki enn til
áð reisa slfk fyrirtæki nema
þar, sem verulegur mannafli er
búsettur fyrir, svo sem í nánd
Reyðarfjarðar er. Læt ég nú
lokið afsökunum á því, ef smá-
borg skyldi rísa eystra.
sams konar efling og á Akur-
eyri er nú (ekki þó bein eftir-
líking).
Þau óraunhæfu slagorð, að
með slíku sé gerður stéttamun-
ur milli byggða og rekin ný-
lendupólitfk stórkaupstaða
gegn þeim litlu, hafa ekki enn
reynzt sannfærandi mótrök.
Slagorð þau eiga móðerni sitt í
gamalli firru, að tvennt sé ólíkt
og andstætt: borg (þ.e. ofvax-
inn höfuðstaður) og sjálft Is-
land. Sé nú 12 þúsunda bær,
t.d. Akureyri eða jafnmann-
margt þéttbýli vestarlega í
Gullbringusýslu, nefnt borg
eða borgsýslukjarni, segir
undirvitund aðlögunartregu
fólki, að þessar „borgir“ séu þá
hættar að vera Island í jafn-
ríkum skilningi og sveitir þess
séu það. Ef þess kyns slagorð
réðu, styddu þau á laun alveldi
höfuðstaðar, og mætti fmynda
Frá Búðareyrí við Reyðarfjörð.
stofnunum. Ég verð að játa, að
sakir þvílíkrar sjálfheldu, sem
ekki er mitt að lofa né lasta,
mun varla önnur leið fær en
draga allmikið af erlendu á-
hættufjármagni til hverrar
stórverksmiðju, ef upp á að
komast annarsstaðar en í höf-
uðstaðarnánd, og til að marg-
falda einhvern hinna smáu
kaupstaða.
Talið er, að t.d. hefði aldrei
verið lagt í djúphafnargerð við
Grundartanga og járnblendi-
verksmiðjuna, ef ekki hefði
bæði fyrrverandi og núverandi
ríkisstjórn sýnzt ljóst, að innan
skamms yrðu beinn arður og
óbeinni rfkistekjur af þessu
meiri en nemur framkvæmda-
kostnaðinum, sem á opinbera
aðila leggst, og framkvæmdin
valdi því, að stórvirkjanir beri
sig frá byrjun, hagkvæmari en
smávirkjanir. Líkurnar á, að
Annar hópur varúðarmála er
bundinn því, á hvaða tegundum
stórrekstrar megi byggja af-
komu á svona stað og hverjar
skal forðast. Umfram allt skal
forðast að gera miðstöð ein-
hverfa að einni atvinnugrein,
hvað þá einu fyrirtæki, þó
dæmi sýni, að smærri týpa, svo
sem 2000 ibúa kaupstaður, geti
náð langlífi af einum saman
sjávarafla eða af engu fjölþætt-
ara krossgatnahlutverki en
Borgarnes og Egilsstaðir hafa,
þ.e. mestmegnis landbúnaðar-
miðstöð. Hafi norskur iðju-
staður einhverfzt að tilteknu
stórfyrirtæki, misst aðra val-
kosti, staðnar hann eftir stutt
blómaskeið og fer oft að
hrörna. Þessi orð ofmikils and-
varaleysis eru, móti von minni,
í áðurnefndri grein eftir Valdi-
mar (1973): „Leggja mætti
einn fjörðinn svo sem Reyðar-
fjörð, undir stóriðjuna, og þeir
sem við hana ynnu, en vildu
ekki búa í næsta nágrenni,
gætu sem bezt komið sér fyrir á
næstu fjörðum eða á Egils-
stöðum." — Ég tel gott, að ein-
staklingum sé auðvelduð dreifð
búseta eftir eigin uppruna og
smekk, en sem skipulagstillaga
dugir þetta ekki, jafnvel þó til-
laga V.K. gangi eflaust út frá,
að mengun umræddrar stóriðju
verði ekki af heilsuspillandi
tegund. Ég skil orð hans sem
hann miði að bæ einhverfra at-
vinnuskilyrða auk verzlunar.
íbúasvæðið á Reyðarfirði
verður að fá að teygjast á tvær
hendur frá þeim verzlunarstað,
sem þegar er kominn. Þar er of
lognsælt fyrir orkufrekasta iðn-
aðinn, og tíðni hitaskila, sem
uppstreymið stöðva í þeirri
hæð, sem þokubelti hliðanna
eru, er of mikil. En út með firði
að sunnan virðast geta saman
farið æskilegur veðramóta-
blástur og bryggjustæði við
mishæðalítil athafnasvæði iðn-
aðar. Skipulagsvandinn mun
því leysanlegur á mannsæm-
andi hátt og má ekki hindra, að
kaupstaðurinn nái frá einum
áfanga til annars því eðli, sem
íslenzka borg má ekki skorta:
að reynast fjölhverf að gervöll-
um þeim bjargræðisvegum,
sem ein öld af annarri býður.
Hve stórt þora Reyðfirðingar
að ráðast 1?
Um hagkvæmni stórrekstrar
umfram smárekstur þarf eigi
að þræta og raunar varla
heldur um ávinning, sem mun
hér eftir verða stór, af þvi að
eignast örfá landshlutaforystu-
staði og hygla þeim svo sem
þarf.
Hvatinn að grein minni var
kynning blaða á útkomu Aust-
fjarðaáætlunar I, og fer ég ekki
að fjalla um þá bók né auka í
kapítulum, heldur reyni að
horfa á landsmál sem þessi úr
stærri fjarska. Mér er tíðrætt
um að varast eitt og annað, en
þó eingöngu um þær hættur og
mótbyr, sem gæti átt sér stað i
mörgum fleiri kjördæmum;
þær hættur eru dæmigerðar að
breyttu breytanda. Hreppakryt
hvorki þarf né vil ég sjá, hins
vegar, því ég ætla hann eystra
smávaxnari en er viða hvar
(vex oft því smærri sem sýslur
eru).
Stærðarmarkið, sem ég set, er
að innan 35 km ökufjarlægðar
frá botni Reyðarfjarðar verði
bæði sú fólkstala og fram-
Ieiðslumargbreytni, sem borg-
sýslu hæfir. Austurland að öðru
leyti er svo uppland, sem ætti
að þola samanburð við héruð
þau, sem viðskipti hafa við
Akureyri utan 35 km fjarska
frá henni, og látum þá staðhæf-
ingu duga að sinu leyti.
Egilstaðir eru 34 km frá
fjarðarbotninum, og frá honum
er (eftir göng gerð og vega-
bætur) álíka langt að aka í
hvora hina áttina, til Fáskrúðs-
fjarðar og Neskaupstaðar, og í
þeim 3 stöðum eru 3.3 þús.
manns, sem með núverandi
meðalfjölgunarhraða i kjör-
dæminu (s.l. 15 ár) gerir 4 þús.
að áratug liðnum. Ég reikna þá
þannig, að sá hlutinn af fjölgun
þeirra 3.3 þúsunda, sem i
Reyðarfjörð flyttist, yrði að til-
tölu jafnstór og áður hefur
flutzt úr þeim og raunar úr
kjördæminu á liðnum áratug.
Þeir tapa sem sé ekki. Sé í þeim
árstíðabundinn atvinnubrestur
(og allt árið fyrir konur), eins
og fyrir getur komið, mundi
nálægð smáborgar bæta úr
Framhald á bls. 24