Morgunblaðið - 05.09.1975, Side 25

Morgunblaðið - 05.09.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 25 — Rætt við Ólaf Framhald af bls. 10 samanburði við þann vítahring, sem Ólafur hefur stundum lent f á vetrum. Hitaveitan f Hrísey, sem hann sér um að halda gangandi, fær rafmagn fyrir dælur sínar úr landi. Ef raf- magnið fer, sem gerist æði oft á vetrum, þá stöðvast dælurnar og þá er fljótt að kólna f íbúðar- húsum í eynni. En tvær dísil- rafstöðvar eru f eynni og hefur Ólafur leyfi til að láta setja þær í gang til að halda hitaveitunni gangandi. En umsjónarmenn stöðvanna hafa viljað fá stað- festingu á því frá yfirstjórn raf- magnsmála á Akureyri, að þeir mættu ræsa stöðvarnar, en þá er ekki hægt að hringja þangað, því að sfminn í Hrísey fer úr sambandi um leið og rafmagns- laust er orðið. Og engin taistöð er i Hrísey í opinberri þjón- ustu, t.d. hjá Landssímanum, og kveðst Ólafur hafa þurft að fara um borð f skip í höfninni til að ná sambandi við land og spyrja um bilanirnar. „Þetta er ákaflega bagalegt og vítavert," segir Ólafur. Telur hann, að það þyrfti ekki að vera dýrt fyrir Landssímann að hafa talstöð á símstöðinni, enda framleiðir Landssíminn mikið af slíkum stöðvum. Samgöngur milli Hríseyjar og lands eru ágætar á sumrin, þvf að þá genguí ferjan tvisvar á dag að jafnaði og fer margar aukaferðir. En á vetrum eru ferðir ferjunnar færri og þótt fátítt sé að þær falli niður vegna veðurs, þá er hitt algengt, að þeir, sem komast í land með ferjunni, komist seint á áfangastað vegna snjóþyngsla og ófærðar. Flóabáturinn Drangur fer reglubundnar áætlunarferðir á vetrum til Hrfseyjar og á sumrin annast hann einnig þungaflutninga fyrir Hríseyinga. Þá hafa skip Skipaútgerðar ríkisins einnig komið með varning til Hrfseyjar, þegar þess hefur verið óskað. En kostir búsetunnar í Hrísey eru líka margir: „Snertingin við náttúruna er náin,“ segir Ólafur. „Fegurðin er mikil, tignarlegur fjalla- hringur í kring og sjórinn fram- undan húsunum. Hann er oft lognsléttur dögum og vikum saman. Og sumarnóttin er ótrúlega falleg hér. Það væri þess virði að vaka á nóttunni og sofa á daginn bara til að verða hennar aðnjótandi. Hér er enginn hávaði af ökutækjum. Það er fyrst núna, að elnn og einn bíll hefur komið út í eyna. Ég minnist þess, að skömmu eftir að ég kom hingað fyrst, sprakk dekk á dráttarvél, sem ég var að nota. Ég fór að bisa við að skipta um dekk, en skömmu siðar komu vinnu- félagarnir og sögðu mér að koma í kaffi. Ég sagðist þá ætla að færa dráttarvélina til hliðar á veginum, en þá hlógu þeir og sögðut „Strætó kemur ekki fyrr en hálf ellefu ....“ Þá gerði ég mér grein fyrir því, að dráttar- vélin gæti staðið þarna á miðri götunni tímunum saman án þess að vera fyrir neinum." Og Ólafur heldur áfram: „Það er líka mikill kostur að geta átt sitt fjölskyldulíf trufl- unarlítið. Hér er lítið sem glep- ur og maður getur verið með fjölskyldunni miklu meira en maður á að venjast syðra. Hér gefst líka mikill tími til að sinna áhugamálum, t.d. veiðum við silung f net nánast fyrir utan stofugluggann. Það er ákaflega mikil upplyfting að vitja um netin. Hér eru líka góðir möguleikar á að vera með bát og sigla um fjörðinn á kvöldin. Hér gefst næði til að lesa og ég hef gert mikið af því. Þannig eru miklir möguleikar til að sinna hugðarefnunum, enda þótt ég hafi ekki notið þeirra sem skyldi vegna þess að ég hef verið að vinna við húsið, sem við búum í. Raunar get ég sagt, að þótt ég yrði hér allt mitt líf, þá gæti ég ekki fram- kvæmt allt það sem mig langar til.“ Ólafur er spurður, hvort hon- um finnist hann ekki vera einangraður í Hrísey? „Landfræðilega einangrunin er ekki svo mjög þungbær. Ég finn meira fyrir andlegu einangruninni hérna. Ég er iðn- menntaður maður og hef mikinn áhuga á tæknimálefn- um, en það er ákaflega erfitt að fylgjast með þessum hlutum hér I Hrísey. Þegar ég bjó í Reykjavfk, keypti ég talsvert af tæknitfmaritum og bókum, en hér er slikt ákaflega erfit't. Það fæst lítið af slfku á Akureyri og ekki er heppilegt að gerast áskrifandi að tfmaritunum, því að þá fær maður mikið, sem mann langar ekkert í. Fyrir sunnan gat maður gengið í bókabúð og flett blöðunum Qg valið úr það sem maður vildi, en ef maður er áskrifandi, þá er slíkt ekki hægt, ekki unnt að velja og hafna. Ég hef enga aðstöðu til að fylgjast með þvf nýja sem er að koma fram f minni iðn, skipasmíðinni. Ég get skoðað nýja báta, sem hingað koma, og séð þannig hvað kemur frá kollegunum, en ég þekki þetta ekki og veit ekki hvað býr að baki þessu. — Ég hafði aldrei gert mér grein fyr- ir því, að andlega einangrunin gæti orðið svona þrúgandi." Jafnvel þögnin getur orðið þrúgandi í Hrísey: „Við áttum ekki þljómflutningstæki, þegar við komum hingað,“ segir Ólafur, „en eftir fyrsta vetur- inn keyptum við slík tæki til að geta rofið þögnina. Hún varð stundum svo þung, að maður varð að geta hlustað á hljómlist eða eitthvað annað. En að öðru Ieyti lfkar mér mjög vel hér,“ segir Ólafur. „Fólkið hér er eins og fölk f öðrum sjávarþorpum, hjálp- samt og vingjarnlegt. Hér eru hlutirnir ekki felldir f kerfi. Það sem gerir búsetu hér erfiða er hvað öll þjónusta er takmörkuð. Þó er ótrúlegt hvað kaupfélagið hér getur veitt mikla þjónustu. Ég var enginn sérstakur stuðningsmaður kaupfélaga áður fyrr, en ég er sannfærður um, að enginn einstaklingur gæti veitt eins góða þjónustu hér og kaupfélagið gerir, með sína litlu verzlun.“ Ólafur er umsjónarmaður hitaveitunnar f Hrfsey og annast viðhald og viðgerðir, t.d. á dælum henn-ar. „Það er regin- munur á að leysa vanda hita- veitunnar hérogfyrir sunnan. Hér getur maður ekki bara kallað á verkfræðing eða tækni- menntaðan mann, þegar eitt- hvað bjátar á. Maður verður að vera sjálfum sér nógur, gera allt sem maður getur og helzt vera jafnvígur á allar iðngreinar í senn.“ Viðhorf Ólafs hafa breytzt mikið á þeim tfma, sem hann hefur búið í Hrísey: „Ég horfi á samfélagið á fastalandinu og í þéttbýlinu allt öðrum augum en fyrr og skilningur minn á takmörkuðum möguleikum dreifbýlisins hefur aukizt mjög mikið. Það er nauðsynleg lífs- reynsla hverjum sem er að búa f dreifbýlinu einhvern tíma. Það er ákaflega ánægjulegt að finna og vita að maður er virk- ur þátttakandi f uppbyggingu dreifbýlisins með því að vinna úti á landi í nokkur ár. Það væri ekki vitlaus stefna af hálfu stjórnvalda að veita sér- staka fyrirgreiðslu þeim menntamönnum, iðnaðarmönn- um og öðrum, sem vildu leggja dreifbýlinu lið með nokkurra ára starfi, t.d. með því að tryggja þeim sama söluverð fyr- ir eignir sínar úti á landi og fengist fyrir þær í Reykjavfk.“ Talið berst loks að sumargest- um f Hrísey, eins og blaða- manninum sem er að ræða við Ólaf. „Þessir farfuglar eru kær- komnir .gestir,“ segir Ólafur, „en það er líka jafn nöturlegt að horfa á eftir þeim á haustin. Þá veit maður, að erfiðleikar vetrarins eru framundan.” — sh. Einkaritaraskólinn Starfsþjálfun skrifstofufólks Pitmans-próf í ENSKU Enska — ensk bréfritun — verzlunarenska. Þrjú átta vikna námskeið. Þrjár kennslustundir á dag fjóra daga vikunnar. (má. þr. fi. og fö.). Á miðvikudögum er kynnt notkun skrifstofuvéla. Enska 1: próf lau. 1 5. nóv. Enska 2: próf lau. 7. febrúar. Verzlunarenska: próf lau. 3. apríl, Jólafrí 1 2. des. — 1 2. janúar. Yfirkennari er til viðtals kl. 4—7 daglega. Mímir Brautarholti 4 — sími 11109.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.