Morgunblaðið - 05.09.1975, Page 33

Morgunblaðið - 05.09.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 33 \/elvakandi svarar t síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Tíðarfarið og tilbeiðslan Guðjón á Stóra-Hofi skrifar: „Enginn atvinnuvegur er eins háður sól og regni og land- búnaðurinn, og aldrei hafa bænd- ur á Islandi eytt öðrum eins fjár- munum í áburð á tún sín og í vor. Sólarleysið í sumar hefur verið með eindæmum, og nú er kominn september. Nú brást höfuð- dagurinn og það mætti segja mér, að ekki komi þurrkur fyrr en með fjallferðarsunnudeginum. Vissulega er athyglisverð ábending Friðfinns Finnssonar um tilbeiðslu til almættisins, en það er önnur tilbeiðsla, sem ég hefði viljað koma á framfæri, og hún er sú, að þegar þurrkur kem- ur, þá taki bæjarfólkið sig saman um að koma og hjálpa bændum að koma upp heyjum, þvi að nú er timinn orðinn naumur og styttast fer til fjallferðar. Ég er viss um, að það yrði upplyfting fyrir margan manninn eða konuna að komast eina helgi í heyskap og hjálpa til með lífs- björg sveitafólksins um leið og þetta gæti aukið skilning milli fólks, sem þvi miður er oft að manni virðist takmarkaður. Með þökk fyrir birtinguna og vonandi góðar undirtektir. Guðjón á Stóra-Hofi.“ Hugmyndin er góð, en hvernig ætli upplitið á bændum yrði þegar túnið hjá þeim fylltist af fákunnandi malarbúum, sem þvældust fyrir hinum stórvirku heyvinnuvélum, «f svo óliklega vildi til, að þurrkurinn kæmi nú allt í einu? 0 Trúmálin enn Borgari á Seyðisfirði skrifar: „Siðan birtar voru I dagblöðun- um glefsur úr endemisgreininni „Tilvera til dauða — trúin hrein“ hefur almenningur á Islandi fengið um margt að hugsa. Auðvitað hryllti allt venjulegt fólk við tómhyggju-boðskap greinarinnar, en þó öllu fremur við þeim hugsunarhætti for- dæmingar og ofstækis, sem þar kom fram. Fólk spurði hvert annað, hvort mannaval Islenzku þjóðkirkj- unnar væri svo fátæklegt, að þurft hefði að setja klerk með slfkan hugsunarhátt og skoðanir í það starf uppalanda, sem áformað var að hefja i Skálholti á vegum kirkjunnar. Fólk spurði einnig, hver væri afstaða biskups lands- ins gagnvart þeim ósköpum, sem þarna birtust. endurskoða sannanaefni yðar, Link. Rciðin fékk roða til að hlaupa fram f kinnar Davids. — Ég talaði við þcnnan mann f sfma á mánudagskvöld. — Töluðuð þér við hann á mánudagskvöld? Það lá við Meredith horfði á hann með vorkunn i svipnum. Framkoma læknisins var svo af- dráttarlaus að David varð á báðum áttum. Svo svaraði hann fastmæltur: — Viljið þér gjöra svo vel að láta mig vita jafnskjótt og þér hafið rannsakað þetta nánar. Meredith kinkaði kolli þegjandi og gaf mönnunum bend- ingu um að bcra lfkið á brott. — Er eitthvað sem við gætum hjálpað yður með, Link, spurði Pettet f föðurlegum tóni. David varð fokvondur rauk upp á nef sér. — Hvernig getið þér sagt um að þetta sé Talmey prófessor? Þekkti einhver viðstaddra hann persónulega? Pettet rétti honum tvö bréf og utan á þau var nafn og heímilis- fang hans skrifað. — Þau fundust f vasa hans. — En engin önnur skilrfki? spurði David hranalega. Eg býst við, að svarið hafi átt að birtast I samþykkt prestastefnu á Skálholti i júnf þar sem fslenzk alþýða var vöruð við dultrúarfyr- irbrigðum. Sú samþykkt var auðvitað gerð undir handarjaðri biskups — og þar með að vissu leyti tekin afstaða með skólastjór- anum margumtalaða og hans fylgifiskum, sem illu heilli virðast fjölmennari í stéttinni. Prestastéttin virðist hafa áhyggjur af minnkandi kirkju- sókn. Skyldi nú nokkur vera undrandi þótt islenzk þjóð væri ekki ginnkeypt fyrir þvf að ganga f guðshús inn til þess að hlusta á boðskap líkan þeim, sem borizt hefur frá Skálholti. Fólk er nú einu sinni svo heil- brigt f hugsun, að þvf finnst mannfyrirlitning, hroki og for- dómar eigi ekki að sitja f fyrir- rúmi hjá þeim, sem hafa tekið að sér að flytja boðskap Krists. Höfuðinntak boðskapar hans er umburðarlyndi og fyrirgefning. Er ekki meirihluti islenzkra presta á villigötum árið 1975? „Borgari".“ O Skrifstofu- báknið og sparnaðarþörfin Árni Helgason í Stykkishólmi skrifar: „Það er mikið rætt um sparnað það þurfi að spara á öllum svipum, og kemur þá ekki til annað en rfkið, rikisfyrirtæki og þeir, sem þeim ráða, verði að ganga á undan með góðu for- dæmi. Auðvitað liggur það I aug- um uppi. En þá kemur spurn- ingin: Hvað á að spara og hvernig? Ekki ber flestum saman um og það er, að þetta blekiðju- og pappfrsbákn (kerfið) sé skógur, sem erfitt sé að rata um, og alltaf færist þetta f aukana, — sem sagt, þar sem einn og tveir unnu fyrir tæpum tveimur áratugum eru starfskraftar tvö- faldaðir og sums staðar meira. Þetta er tfmanna tákn. Nýjar nefndir og regfugerðir krefjast nýs starfsliðs, að maður nefni nú ekki grunnskólakerfið, og skóla- kerfið allt, sem kostar þjóðina meira en nokkuð annað. Tölur veit maður ekki, en þær eru svimandi háar. En hvernig má draga úr kostnaði? Margt smátt gerir eitt stórt, segir einhvers staðar. Hugs- um okkur allar skrifstofurnar og skriffinnskuna í kringum skatta- kerfið. Allur sá pappir og öll þau burðargjöld! Fyrst sendir maður sfna skattskýrslu. Svo fær maður næst stórt plagg sem heitir úr- vinnsluskrá. Þetta fær hver þegn hvort sem ástæða er til eða ekki. Allt póstlagt og minnsta gjald á bréf er 23 kr. Næst kemur staðfesting á úrvinnslunni. Allir fá bréf. Kærufrestur, og svo allt eftir því. Þá kemur álagningar- seðill til allra frá skattstjóranum og síðan skattseðill með alveg sömu tölum frá sýslumanni. Auðvitað til aflra. Hvað kostar t.d. prentun slfkra plagga? Þetta er eitt dæmið um sparnað fsl. ríkis- ins. Alltaf fjölgar starfsliðinu, sem svo vinnur að þvf að fá verkfalls- rétt til að stöðva vélina, ef kaupið verður ekki nógu hátt þótt jafnvel afköstin segi annað. Ég lærði eitt sinn vers sem endaði svona: Meira kaup og meiri hvíld. Banda- rfkjaforseti sagði eitt sinn í ræðu að spurningin væri, hvað þegn- arnir gætu gert fyrir þjóðina. En hér virðist spurningin vera hvað þjóðin (ríkið) gæti gert fyrir þegnana. Það er meira segja svo, að hvað illa sem einhver atvinnu- rekstur gengur, þá spýta stjórnar- völd í hann, án tillits til þess hverjir lffsmöguleikar eru. En hvað er hægt að spara í þvi þjóðfélagi þar sem allir heimta og engum finnst hann fá nóg, og stjórnmálamennirnir hafa ekki við að hjálpa upp á sakirnar? En ef við nú reyndumst að brjóta það beint, sagði Þorsteinn Erlingsson í sínu ágæta kvæði Brautin. En hvenær verður það? Arni Helgason.** HÖGNI HREKKVÍSI Nú hann renndi færinu út og var á sömu stundu búinn að húkka einn. NÝ SENDING AF SÆNSKUM LOFT LÖMPUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 IGNH IGNIS IGNIS Nú fylgir ekki kjötskrokkur meö í IGNIS kistunni... En viö bjóöum betruverö en aörir. Nýjar sendingar komnar, einniqúr rvÓfrfu stóliqó innan. RAFIÐJAN RAFTORG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.