Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 Stefán 2 brotum frá Olympíu- lágmarkinu EINS og skýrt var frá ! Morgunblaðinu ! gær setti Stefán Hallgrímsson, KR. nýtt glæsilegt Islandsmet I 400 metra grindahlaupi á innanfélagsmóti KR sem fram fór á Laugardalsvellinum. Hljóp Stefán á 51,8 sek. og bætti þar með eigið íslandsmet um 6/10 úr sek. og var hann aðeins 2/10 úr sek. frá Olympiulágmarkinu ! þessari grein, en það er 51,6 sek. Afrek Stefáns er þeim mun betra, að brautirnar á Laugardalsvellinum eru nú mjög þungar eftir langvarandi rigningu. I byrjun hlaupsins i fyrrakvöld fylgdust þeir að Stefán og Vilmundur Vilhjálmsson og héldu uppi miklum hraða. Vilmundur hætti síðan hlaupinu eftir 200 metra, en Stefán hélt sinu striki og kom vel frá seinni hluta hlaupsins þótt keppnislaus væri. Annar ! hlaupinu varð Þorvaldur Þórsson, UMSS, sem hljóp á sinum bezta tima, 59,0 sek., þriðji varð Gunnar Árnason, UNÞ, á 62,4 sek og Stefán Gislason, HSS, varð fjórði á 62,8 sek. Skemmtileg keppni var i 100 metra hlaupinu á móti þessu, en i þvi sigraði Sigurður Sigurðsson A, sem varð sjónarmun á undan Vilmundi Vilhjáimssyni, KR. Báðir hlupu á 10,8 sek. Björn Blöndal, KR, varð þriðji á 11,3 sek. í kúluvarpinu náði svo Stefán Hallgrimsson sinum langbezta árangri. Hann átti fjögur köst yfir 15 metra og eitt, sem var dæmt ógilt. var um 15,40 metrar. Lengsta löglega kast hans i keppninni var 15,22 metrar. Guðni Halldórsson, HSÞ, Sigraði i kúluvarpinu. varpaði 15,88 metra. Stefán varð annar, Vilmundur Vilhjálmsson þriðji, varpaði 13,16 metra og Valbjörn Þorláksson, KR, varð fjórði, varpaði 12,34 metra. f stangarstökki börðust þeir Stefán og Valbjöm jafnri baráttu og stukku þeir báðir 4,00 metra. Valbjörn sigraði. f þriðja sæti varð Gunnar Árnason, UNÞ, sem stökk 3,00 metra. — Á mótinu var svo keppt i siðustu grein fslandsmeistaramótsins, 3000 metra hlaupi kvenna. I þvi sigraði Anna Haraldsdóttir, FH, sem hljóp á 11:49,2 min.. en Sólveig Pálsdóttir úr Stjörnunni varð önnur á 11:49,5 min. Sjálfsagt má eitthvað að stíl þeirra ungu manna sem þarna spreyta sig f grindahlaupi finna, en allt stendur til bóta, og þessir ungu piltar eiga framtfðina fyrir sér. GÓÐUR ÁRANGUR UNGA FÓLKSINS Stefán keppir á tveimur mótum á Bislet f Osló á næstunni og er Ifklegt að þar nái hann Olvmpfulágmarkinu. UNGHNGAKEPPNI Frjáls- fþróttasambands tslands fór fram á Laugardalsvellinum um sfðustu helgi. Þrátt fyrir erfið skilyrði, kulda og regn náði unga fólkið góðum árangri, og þarna mátti sjá í keppni margan efnilegan ungl- ing sem vafalaust á eftir að láta að sér kveða í framtfðinni. Annars hefur það viljað brenna við, að margir fslenzkir unglingar hafa aldrei náð að verða annað en efnilegir f frjálsum fþróttum. Þegar alvara æfinganna tekur við virðist svo sem alltof margir helt- ist úr lestinni, og sést þetta bezt þegar úrslit úr unglingamótum fyrri ára eru athuguð. Þar má sjá nöfn margra ungmenna er náðu bærilegum árangri, en sfðan hefur ekkert heyrzt frá meira. 1 unglingakeppni FRÍ voru veitt sérstök verðlaun þeim þrem- ur einstaklingum sem stighæstir urðu. Hlaut Ásta B. Gunnlaugs- dóttir verðlaun þessi í stúlkna- HSI á alla sökina segja forystumenn FH t tilefni fréttar f Morgunblaðinu 2. september sl. hefur blaðinu borizt svohljóðandi yfirlýsing frá stjórn handknattleiksdeildar FH: „í Morgunblaðinu þann 2. september s.l. er birt frétt frá stjórn HSÍ, þar sem segir að staðfest sé að FH fái að taka þátt i Evrópukeppni bikarmeistara, en tilkynning frá FH hafi ekki komið á réttum tima. Allt er þetta gott og blessað en neðan við þetta er svo bætt að stjórn HSI sé ekki á nokkurn hátt ábyrg vegna hinnar siðbúnu þátttökutilkynningar FH, sem eingöngu stafi af mistökum forráðamanna FH. Einnig er þess getið að undanfarin ár hafi þau félög sem tekið hafi þátt i Evrópu- keppninni sent sinar þátttökutil- kynningar sjálf og stjórn HSÍ aðeins lagt blessun sina yrir þær, „formsins vegna". Þar sem við i stjórn handknatt- leiksdeildar FH viljum ekki liggja undir þessum ásökunum, visum við þeim beint til föðurhúsanna og lát- um það koma fram sem rétt er i þessu máli. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur í allmörg ár annast fram- kvæmd Evrópukeppninnar og svo er einnig i ár. Evrópukeppnin í ár var auglýst i bréfi dagsettu 30. júni til allra handknattleikssambanda. í þvi bréfi segir að nú fari fram i fyrsta skipti Evrópukeppni bikarmeistara, jafnhliða keppni meistara hvers lands, bæði i karla og kvennaflokki, og er handknattleikssambandið beðið um að bjóða bæði meisturum og bikarmeisturum að taka þátt i viðkomandi keppni. Einnig er þess getið, að með bréfinu fylgi reglur keppninnar, þátttökubeiðnir og leik- mannaskrár. Allt er þetta sent i 5 eintökum (til þess að sjálfsögðu að viðkomandi samband geti sent þeim félögum sem unnið hafa sér rétt til þess að taka þátt i keppninni). Allt er þetta mjög skýrt tekið fram í um- ræddu bréfi, þannig að ekkert hefur átt að fara á milli mála. En hvað gerist svo? i viðtali við framkvæmdastjóra HSf þann 25. ágúst sagði hann við undirritaðan að hann hefði sent bæði Viking og Val. sem eru íslandsmeist- arar i karla- og kvennaflokkum, þau skjöl sem til þarf, til að geta sótt um þátttöku i Evrópukeppninni. Hins vegar var honum ekki kunnugt um að nokkur slik gögn hefðu borizt vegna þátttöku i keppni bikarmeist- ara. Bað þá undirritaður fram- kvæmdastjórann að lesa aftur um- rætt bréf. sem hann og gerði og komu þá mistökin i Ijós. Nú voru góð ráð dýr, þvi að i bréfinu stóð að tilkynningar yrðu að berast i siðasta lagi 15. ágúst. Krafðist undirritaður þá að málin yrðu leiðrétt svo fljótt sem unnt væri og kvaðst framkvæmdastjórinn myndu gera allt sem I hans valdi stæði, þar sem mistökin væru greini- lega af hálfu HSÍ. en bréfið hefði verið lagt fyrir fund HSf, en enginn tekið eftir þvi að þarna var einnig um að ræða þátttökutilkynningar i Evrópubikarkeppni bikarmeistara. Sendi hann samdægurs telexskeyti til aðalstöðva alþjóðahandknatt- leikssambandsins og i þvi skeyti tekur hann þrisvar sinnum fram að mistökin séu af HSI hálfu og biður hann alþjóðasambandið að bjarga málinu, þar sem það geti haft „óheppilegar afleiðingar" i för með sér HSf vegna. Gott og blessað! En ekki er látið staðar numið við svo búið heldur er hringt i einn af stjórnarmönnum alþjóðasambands- ins, Erik Larsen og hann beðinn um að hafa samband við skrifstofu al- þjóðasambandsins og leggja inn góð orð. En ekki ef allt búið enn! Þennan sama dag er haldinn fundur i stjórn HSf og eftir að honum er lokið kemur einn af stjórnarmönn- um HSf til undirritaðs, þar sem hann var að fylgjast með æfingu hjá FH, og afhendir þau gögn sem berast áttu i júli Fylgdi gögnunum sú beiðni frá þessum fundi HSI að FH sendi strax i skeyti beiðni um að fá að taka þátt í keppninni og að upp- haf skeytisins yrði þannig orðað: „Vegna óskiljanlegra mistaka af hálfu HSf. hefur þátttökutilkynning- in ekki borizt á réttum tima," og urðum við að sjálfsögðu við þeirri beiðni. Snemma morguns næsta dag barst svo telexskeyti frá alþjóðasam- bandinu þar sem staðfest er að FH fái að taka þátt i keppninni og beðið er um skriflega umsókn. Voru nú allir glaðir og ánægðir, hver með sitt við FH-ingar yfir þvi að fá að taka þátt i keppninni og þeir HSÍ menn yfir að hafa fengið mistök sin leið- rétt. Tekizt var i hendur og skilið i sátt og samlyndi. Á fundi stjórnar handknattleiks- deildar FH að kvöldi þess 26. ágúst var samþykkt að gera ekkert veður út af málinu, þar sem svo skjótt var við brugðið af hálfu HSf en áður höfðu menn verið bæði hissa, sárir og reiðir. Féll svo málið niður. Það var þvf að vonum að okkur brá illi- lega er frétt þessi birtist i Morgun- blaðinu 2. september s.l. og héldum við reyndar fyrst að þarna væri ein- hver vitleysa á ferðinni þar sem þetta var eina blaðið er birti þessa „frétt frá HSÍ". En hún reyndist komin frá HSf. það fór ekkert á milli mála. En hvað hafði valdið þessum stökkbreytingum hjá stjórn HSf á einni viku? Þvi verður stjórn HSf að svara. Ef hún stafar af þvi að þeir hafa glatað bréfunum frá alþjóða sambandinu þá höfum við eintök sem við getum Ijósritað og látið þá fá. og sömuleiðis getum við látið þeim i té Ijósrit af skeytum sem fóru milli HSf og alþjóðasambandsins. — En hvað sem þvi liður, þá kærum við okkur ekki um að vera bornir ósannindum, og töldum nauðsynlegt að almenningur fengi að vita það sem sannara væri. Þetta er ekki í fyrsta og alls ekki í síðasta skipti sem FH tekur þátt i Evrópukeppni og munum við hér eft- ir sem hingað til hafa þann hátt á að biða þess að HSI tilkynni félaginu um þátttöku og sendi viðeigandi gögn. Við vitum að mistök eru mann- leg og treystum þvi lika að menn læri af mistökunum. Með vinsemd og virðingu, f .h. handknattleiksdeildar FH Ingvar Viktorsson." flokki, Einar P. Guðmundsson, FH, f drengjaflokki og Jakob Sigurólason í sveinaflokki. Meðal úrslita í mótinu má nefna að í stúlknaflokki sigraði Ástá B. Gunnlaugsdóttir, IR, í 100 metra hlaupi á 13,0 sek., Þórdís Gfsla- dóttir, IR, í hástökki, stökk 1,60 metra, Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK, í 400 metra hlaupi á 63,3 sek., Björk Eiríksdóttir, IR, í 100 metra grindahlaupi á 18,2 sek., Ásta B. Gunnlaugsdóttir í kringlukasti, kastaði 27,95 metra, Sigríður Kjartansdóttir, KA, í 200 metra hlaupi á 25,9 sek., María Guðnadóttir, HSH, í spjótkasti, kastaði 33,32 metra. I sveinaflokki sigraði Jakob Sigurólason, HSÞ, í 100 metra hlaupi á 12,3 sek., og í 400 metra hlaupi á 54,0 sek., Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, sigraði f 1500 metra hlaupi á 4:28,6 mín., Guðmundur R. Guðmundsson, FH, f hástökki, stökk 1,80 metra, Jónas Kristófersson, HSH, í lang- stökki, stökk 5,78 metra, Stefán Halldórsson, iR, í spjótkasti, kastaði 58,30 metra., Guðmundur R. Guðmundsson FH, sigraði í 100 metra grindahlaupi á 15,3 sek., Jónas Kristófersson HSH, í þrí- stökki, stökk 12,16 metra, Jakob Sigurólason, HSÞ, f 200 metra hlaupi á 23,9 sek., Óskar Reykdalsson, HSK, í kúluvarpi, varpaði 15,33 metra, Vésteinn Hafsteinsson, HSK, í kringlu- kasti, kastaði 55,52 metra og Ásgeir Þ. Eiríksson, IR, f stangar- stökki, stökk 3,10 metra, en þá hæð stökk einnig Eggert Guðmundsson, HSK. I drengjaflokki sigraði Sig- urður Sigurðsson, A, í 100 metra hlaupi á 11,8 sek. og í 400 metra hlaupi á 51,8 sek. I langstökki sigraði Rúnar Hjartar, UMSB, stökk 6,57 metra, Einar P. Guðmundsson, FH, sigraði í 1500 metra hlaupi á 4:28,3 mín., Ólafur Óskarsson, Á, í hástökki, stökk 1,75 metra, en þá hæð stökk Sig- urður Sigurðsson einnig. Sig- urður P. Sigmundsson, FH, sigraði í spjótkasti, kastaði 42,80 metra Sigurður Sigurðsson, A, sigraði í 200 metra hlaupi á 22,7 sek., Ágúst Gunnarsson, UBK, í 3000 metra hlaupi á 10:16,2 mín., Einar P. Guðmundsson, FH, sigraði í kringlukasti með 28,10 metra kasti og í kúluvarpi sigraði Kristján Bjarnason, UMSB, kastaði 11.19 metra. Fram Aðalfundur knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn 18. september n.k. i hinu nýja félagsheimili Fram- ara við Álftamýri. Hefst fundurinn kl. 20. Unnið við grasvöll FH NU ER langt komið að vinna hinn nýja Kaplakrikavöll FH-inga und- ir þökur, en sem kunnugt er, er völlurinn þessi við hlið malar- vallarins sem leikið hefur verið á f sumar. — Það stendur til að ljúka við undirbúninginn nú í þessari viku, og hefjast síðan strax handa við að koma þökum á völlinn, sögðu þeir Árni Ágústsson og Bergþór Jónsson, tveir hinna ötulu FH- inga sem unnið hafa að undirbún- ingi vallarins. Búast má við því að hinn nýi grasvöllur FH-inga verði mjög skemmtilegur þegar fram líða stundir, en áhorfendasvæðin verða steypt í hraunkambana sem eru umhverfis völlinn. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að betur hafi tekizt en á horfðist að leika á malarvellinum í Kaplakrika i sumar. Hafa FH-ingar lagt áherzlu á að hafa völlinn eins góðan og malarvöllur getur framast orðið, og reynt að hafa sem bezta aðstöðu fyrir áhorf- endur. Þá má ekki gleyma að geta þess, að FH-ingar hafa komið upp ágætri blaðamannastúku við malarvöllinn, — og er Kapla- krikavöllurinn eini völlurinn utan Reykjavíkur, þar sem blaða- menn hafa einhverja aðstöðu. Fyrir slfkt ber að þakka, og er vonandi að fleiri félög fylgi for- dæmi FH-inga á þessu sviði. — stjl. Heimsþekktur hlaupaþjálfari þjálfar hérlendis um tíma DAGANA 4.—7. september n.k. mun frjálsíþróttadeild IR gangast fyrir námskeiði fyrir millivega- lengda- og langhlaupara og þjálf- ara þeirra. Til námskeiðsins hefur deildin fengið Gordon Surtees, sem um þessar mundir er einn af þekkt- ustu hlaupaþjálfurum Englands, og mun hann, ásamt þjálfara ÍR- inga, Guðmundi Þórarinssyni, leiðbeina þátttakendum um æfingar og skipuleggja æfinga- kerfi þeirra fyrir komandi vetrar- æfingar. Mikill kostnaður fylgir slíku framtaki, þótt námskeiðið sé stutt, og þvi munu væntanlegir þátttakendur þurfa að taka þátt í honum með þvf að greiða krónur 2.500.00 í þátttökugjald f upphafi námskeiðsins. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig til Guð- mundar Þórarinssonar, eða Sig- fúsar Jónssonar, sem veita munu allar nánari upplýsingar um námskeiðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.