Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 35 FRAKKAR HAFA NU VON UM SIGUR JÓHANNES Eðvaldsson mun ekki Ieika með Islenzka lands- liðinu gegn Belgíumönnum f Liege á morgun. Félag hans I Skotlandi, Celtic, hafði gefið vil- yrði fyrir þvf að Jóhannes fengi að leika með landsliðinu álaugar- daginn, ef Islendingar sigruðu f Frakklandi, en þá áttu þeir gðða möguleika á sigri í riðlinum og sæti f úrslitakeppninni. Þá er einnig óvfst hvort Gísli Torfason getur leikið með lands- liðinu á morgun, en hann varð fyrir meiðsium seint í Frakka- leiknum. Erfitt er að segja um hvaða menn Tony Knapp kýs að taka inn í liðið f stað Jóhannesar og Gisla, en ekki er ólíklegt að það verði Akurnesingarnir Jón Gunn- laugsson og Björn Lárusson. Eftir leikinn í fyrrakvöld hafa öll liðin f riðlinum nema Island möguleika á sigri. Auk leiksins á morgun eru þrir leikir eftir: Belgía og A-Þýzkaland leika 27. sept. A-Þýzkaland og Frakkland Afrekskeppni FI HIN árlega afrekskeppni Flug- félags íslands í golfi fer fram nú um helgina á golfvelli Golfklúbbs Ness. Rétt til þátttöku í keppni þessari eiga sex menn: íslands- meistarinn Björgvin Þorsteins- son, sigurvegarinn i Coca-Cola keppninni í Reykjavík, Júlíus R. Júlíusson, sigurvegarinn í Coca- Cola keppninni í Vestmanna- eyjum, Haraldur Júlíusson, sigur- vegari í meistarakeppni Golf- klúbbs Akureyrar, Arni Jónsson, sigurvegar í meistarakeppni 'Golfklúbbs Suðurnesja, Þórhallur Hólmgeirsson og sigurvegarinn f meistarakeppni Golfklúbbs Ness, Hannes Þorsteinsson. Leiknar verða 72 holur, og hefst keppni kl. 14 á laugardag. 11. október og Frakkland og Belgía 15. nóvember. Ur þessu stendur keppnin væntanlega milli Belgfu og Frakklands, þar sem möguleikar A-Þjóðverja eru nánast fræði- legir. Mjög mikilsvert er fyrir Frakka að Islendingar standi sig vel f leiknum í Belgíu á morgun, nái stigi og helzt stigum, en færi svo má segja að erfitt væri að sjá fyrir um úrslit í riðlinum. Belgíu- menn hafa sennilega á að skipa sterkasta liðinu f riðlinum, en þeir eiga hins vegar eftir að leika við Frakka á heimavelli, og þar verða þeir örugglega ekki auð- veldir viðfangs, ef mikið er i húfi. Hópferð á leik Vals í Skotlandi ÁHANGENDUR Valsliðsins hafa ákveSið að efna til hópferðar á leik liðsins við Celtic I Skotlandi 1. október n.k. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða form verður á hópferð þessari, en sennilega mun ferðin standa I þrjá daga, farið á miðvikudegi og komið aftur heim á föstudegi. Upplýsingar um ferð þessa er unnt að fá hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali. I síðustu Evrópubikarkeppni landsliða komust Belgíumenn í undanúrslit en töpuðu þar fyrir Vestur-Þjóðverjum 1—2. I leik um þriðja sætið sigruðu þeir hins vegar Ungverja 2—1. Hafa Belgíumenn nú látið hafa það eft- ir sér að þeir ætli sér ekkert minna en sigur í Evrópubikar- keppninni að þessu sinni, og á þann hátt ætli þeir að sýna að það hafi ekki verið „16 beztu“ sem tóku þátt í lokakeppni HM í knatt- spyrnu í Þýzkalandi í fyrra. Vetrarstarf TBR VETRARSTARF TBR er að hefj- ast. Þeir sem aetla að iðka badminton hjá félaginu í vetur þurfa að hafa samband við Garðar Alfonss’on í sima 82266 í hinu nýja húsi félagsins við Gnoðavog 1 milli klukkan 17 og 19 í þessari viku og fram í miðja næstu viku. ISLENZKIR blakmenn fá ærin verkefni næsta vetur. M.a. munu þeir taka þátt f undankeppni Olympfuleikanna á Italfu. BLAKLANDSUDID TIL ITAIiU Keppir þar í undankeppni Olympíuleikanna Firmakeppni HIN árlega firmakeppni Gróttu í innanhússknattspyrnu hefst laugardaginn 20. september n.k. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Garðars Guðmunds- sonar í síma 85471 fyrir sunnu- daginn 14. sept. ÍR fær Real Madrid r og Armann Playboy Tvö Islenzk lið taka nú þátt I Evrópubikarkeppninni I körfuknattleik. Eru það Islandsmeistarar ÍR sem taka þátt I keppni meistara og bikarmeistarar Ármanns sem leika I bikarmeistarakeppninni. Nú hefur verið dregið I keppninni og fá ÍR-ingar spænsku meistarana Real Madrid, en Ármenningar fá finnska liðið Playboy. Lið Real Madrid er tvlmælalaust eitt bezta félagslið I Evrópu, og hefur jafnan náð langt í Evrópubikarkeppninni, en hins vegar er litið vitað um finnska liðið. Körfuknattleikur er mjög vinsæl iþróttagrein I Finnlandi og standa Finnar framarlega i iþróttinni, þannig að óhætt er að gera því skóna að einnig finnska liðið sé mjög sterkt og vel leikandi. ÞÁTTTAKA íslands í undankeppni Olympiuleikanna i blaki hefur verið ákveðin. Leikirnir I þeim riðli, sem íslendingar eru i. fara fram á Ítalíu i janúar n.k. Auk þess mun svo is- lenzka blaklandsliðið leika tvo leiki við Englendinga I Reykjavík nú fyrir jól, tvo leiki við Færeyinga og enn- fremur er ráðgert að koma við I Englandi á leiðinni frá italiu og leika þartvo leiki við heimamenn. Landsliðshópur var valinn s.l. vor og leikmönnunum kynntar æfingar liðsins og þeir beðnir um að reyna að æfa sjálfir i sumar. Nú innan tlðar munu svo hefjast reglubundnar landsliðs- æfingar en í desember n.k. kemur1 hingað sænski þjálfarinn Erik Skær- beck, og mun hann þjálfa landsliðið i lokaundirbúningnum fyrir Olympíu- keppnina, svo og þau félagslið, sem áhuga hafa á að nýta starfskrafta hans Ofangreint kom fram i viðtali sem Morgunblaðið átti 1 gær við dr. Ingi- mar Jónsson formann Blaksambands íslands. Þegar Ingimar var ,að þvi spurður hvort ekki væri I nokkuð mikið ráðizt að senda blaklandsliðið til ítaliu, þar sem lítil sem engin von væri til þess að það megnaði að veita keppi- nautum sinum þar nokkra keppni, svaraði hann því til, að það væri álit stjórnar Blaksambandsins að nauðsyn- legt væri að sjá blakmönnum okkar fyrir nægjanlegum verkefnum og ein- hverju sem þeir hefðu að keppa að. Blakíþróttin hér væri ung og ætti í samkeppni við aðrar íþróttagreinar og helzta vonin til þess að kynna íþróttina og auka útbreiðslu hennar væri að leika landsleiki og fá þannig m.a. um- tal um iþróttina. — Við gerum okkur það auðvitað Ijóst, að við munum ekki verða sigursælir i keppninni á l'taliu, sagði Ingimar. Hann sagði ennfremur að ferðin myndi kosta um 1 milljón króna þegar allt væri tekið með I reikninginn. — Ég tel að við getum klifið þetta fjárhags- lega, sagði Ingimar, — jafnvel þótt það verði auðvitað erfitt. M.a. fáum við styrk frá Olympíunefndinni. Þegar þetta mál kom þar fyrir, lýsti ég þvi yfir, að við værum tilbúnir að hætta við Olympiuþátttöku okkar, ef verja ætti fjármunum þeim sem nefndin hefur yfir að ráða skynsamlega til ákveðinna verkefna. Það sjónarmið virðist hins vegar allsráðandi að hver oti sínum tota, og þvi sáum við ekki ástæðu til þess að gefa okkar hlut eftir. Annars mun Blaksambandið fá mun minni styrk hjá nefndinni en sum önnur sér- sambönd. Nýtt snið verður nú haft á keppni (slandsmótsins i blaki í 1. deild munu sex lið keppa, en önnur deildin verður opin til þátttöku, m.a fyrir b-lið þeirra félaga sem sendS flokka I deildirnar Munu b-liðin njóta fullra réttinda og geta t.d unnið sig upp i 1. deild. Sá háttur verður hafður á, að neðsta liðið I 1. deild fellur niður i 2. deild, en næst neðsta liðið I 1 deild verður að leika við liðið sem ve'ður i öðru sæti I 2 deild um rétt til þátttöku i 1. deild. Þannig er möguleiki á því að tvö lið færist milli deilda á hverju ári. Þá mun Blaksambandið einnig efna til (slandsmóts I „öldungaflokki" Þar eiga þátttökurétt lið, sem eru skipuð leikmönnum, sem eru 30 ára og eldri og ekki leika með liðum I deildunum. — Við höldum þetta mót til þess að gefa þeim, sem iðka blak sér til hress- ingar og heilsubótar, kost á einhverj- um verkefnum, sagði dr. Ingimar Jóns- son. Ertu seinn í startinu? Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því, þótt þú sért ekki búinn að sjá sýninguna, þeir sem eru seinir í startinu eru oftast drjúgir á endasprettinum, og nú stendur einmitt endaspretturinn yfir, því við lokum á sunnudag. NÚ ER AÐ LÁTA VERÐA AF ÞVÍ AÐ SJÁ SÝNINGUNA. 3 DAGAR EFTIR. HAPPDRÆTTISVINNINGURINN í DAG ER: Vikudvöl I landnámi Hrafna-Flóka. Vinningshafi og gestur hans dvelja næsta sumar í viku á hinu glæsilega hóteli, Flókalundi í Vatnsfirði á fríu fæði. Tískusýningar kl. 4.30 og 8.45. Karon — samtök sýningarfóiks sýna. Q ALÞJÚÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVlK 1975

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.