Alþýðublaðið - 17.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla Maðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað «ia í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. ^llþýðubranðgerðin. Guðjón: Hvernig er með þessa blessaða Aiþýðubrauðgerð, er það satt að þeir séu búnir að kaupa bana Jón og Ágúst? Skúli: Það er ekki eitt orð satt í því, það er að eins sagt til þess að reyna að spilla fyrir henni, það á enginn einstakur maður i henni, heldur er hún eign verka- iýðssambandsins í Reykjavík og undir þess yfirstjórn, samkvæmt hinni staðfestu regiugerð Alþýðu- brauðgerðarinnar. Guðjón: En er þá nokkuð betra að verzia við Alþýðubrauðgerðina en við önnur bakarí? Skúli: Já eg held nú það, brauðin eru þó dálítið ódýrari þar en annarsstaðar. Það munar núna io aurum á heilum brauð- um, en á boilum og snúðum og þess háttar tiltölulega ennþá meira. Samtals er alt bað brauð sem Alþýðubrauðgerðin selur yfir árið milli io og 12 þús. krónum ódýr- ar en ef það væri keypt hjá hin- um bökurunum, og er þó efnið sem notað er í Alþýðubrauðgerð- inni líklegast heldur vandaðra en í hinum bakaríunum, að minsta kosti sumum þeirra. Þú sérð á þessu hvern ábata almenningur, bæði þú og eg hafa á því að Alþýðubrauðgerðin er til. Guðjón: Nei, eg hef engan ábata haft á henni, því eg hef ekki verzlað þar. Eg hef bara keypt þar einu sinni tvo snúða. Skúii: En þú hefir þó étið brauð veit eg, eins eftir að Al- þýðubrauðgerðin var stofnun eins og áður? Guðjón: Það heid eg nú bara, eg kaupi aitaf tvö rúgbrauð á viku, auk annars brauðs. Skúli: Manstu eftir því hvernig brauðin stigu von úr viti fyrstu stríðsárin ? Guðjón: Jú eg heid eg muni það. Skúli: Manstu það þá ekki líka, að það var tvisvar sett hámarks- verð á brauðin? Guðjón: Jú, jú! Skúli: Og manstu hvað bakara- meistararnir gerðu þá? Guðjón: Jú eg held eg muni eftir þeim, bölvuðum. Þeir neituðu að baka, og svo var hámarks- verðið numið úr gildi, því stjórnin hafði ekki kjark til þess að taka bakaríin eignarnámi. Skúli: Eg sé þú ert betur inni í málinu en eg hélt. Þú manst að brauðin svo að segja hættu að stíga veturinn 1917—18. Guðjón: Það er rétt! Skúli: Hversvegna hætti þessi óeðlilega hækkun á brauðunum? Guðjón: Og eg býst nú við að orsökin hafi verið það, að Alþýðu- brauðgerðin tók til starfa. Skúli: Það er eimnitt það! Hefði hún ekki verið stofnuð hefðu brauðin haldið áfram að stíga, og rúgbrauðin sjálfsagt farið upp í 2 kr. 50 aura. Guðjón: Já eða meira! Þeir voru komnir svo vel upp á lagið bakarameistararnir. Skúli: Þú sérð á þessu, að þú hefir grætt 50 aura (eða réttara sagt sparað þá) á hverju rúg- brauði sem þú hefir keypt frá því Alþýðubrauðgerðin var stofn- uð. Þú kaupir tvö rúgbrauð á viku og hefir því grætt 52 krónur á ári á því að Alþýðubrauðgerðin varð til, þó þú hafir aldrei keypt þar annað en þessa tvo snúða, og þetta er að eins það, sem þú hefir sparað á rúgbrauðinu! Guðjón: þetta er satt, eg viður- kenni það fyllilega, því eins og þú veitst þá beygi eg mig æfin- lega fyrir skynsamlegum rökum. Og mér þykir nú bara vænt um að eg skyldi tala þetta við þig, og eg íer hér eítir að kaupa brauð í útsölu frá Alþýðubrauðgerðinni, þó það sé dálítið úr vegi. Mig munar reyndar ekki sérlega mikið urn þessa aura sem brauðin eru ódýrari þar en annarsstaðar, en eg sé að það er sjálfsagt að styrkja svona fyrirtæki, því hver veit líka nema, ef allir gerðu það, að verkalýðsfélagasambandið gæti stofnað samskonar fyrirtæki til þess að halda nyðri rojólkurokrinu. Eða heldurðu ekki? Skúli: Ja, hver veit ! Knattspyrnan í Vestm.eyjum Jafn leikur, 3 : 3, Eins og til stóð áttust Víkingar og Vestmannaeyingar við í knatt- spyrnu á laugardaginn var, og hefir Alþbl. fengið þær fréttir, að félögin hafi gengið jöfn frá borði. Skoruðu Eyjarskeggjar 3 mörkr og „Víkingar" 3, eða þó öllu heldur „Framarar", því Gísli Pals- son skoraði 2 og Eiríkur eitt, Má því segja, að hér hafi fanð öðru- vísi en búast mátti við, og mun óhætt að telja Eyjarskeggja hættu- lega keppinauta Reykjavíkurfélag- anna, ef þeir ofmetnast ekki af þessum sigri sínum og hætta að“ æfa. En við sjáum nú til næsta ár. Ingi. Borið til baka. Fyrir fáum, dögurn var það tekið upp í Morgunblaðið eftir útlend- um blöðum, að Trotsky hermála- ráðherra Rússa, hefði sagt um Pólland, að það ætti að verða brú fyrir. boisivismann, að eyði- leggja ætti Pólland og fleira þessu líkt. Eftir nýustu blöðum að dæma er þetta einhver uppspuni, soðmn saman til þess að reyna að gera Rússa tortryggilega í augum inanna. Skeyti fra Moskva kveða slíkan rógburð lítt sæmandi heið- virðri blaðamensku. Annað var og rangt sagt í Morgunblaðinu tyrir nokkuð löngu, en það var, að skip með 2000 herföngum hefði sokkið á Neva- fljótinu. Um sama leyti sem þetta kom út í blaðinu var sagt frá því, t. d. í „Politiken", sem þá var hér nýjust, að skip þetta heíði að vísu sokkið, en allif' rnenn hefðu bjargast. Þetta hefir ekki verið leiðiétt hér, vegna þess að beðið var eftir því, að Morgunblaðið gerði það sjálft. En En hví skyldi það vera að leið- rétta það frekar en önnur rang- hermi? Togararnir Apríl og Jón For- seti komu frá Englandi í gær og í morgun, hlaðnir kolum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.