Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 17 nregtmlilfoMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi. Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Atvinnuleysi á Þórshöfn Idesember og janúar höfðu menn nokkrar áhyggjur af því, að verulegs atvinnuleysis mundi gæta nú í vetur, Þessi ótti hefur reynzt ástæðulaus. Úr því sem komið er, verður að telja, að at- vinnuástand verði með eðlilegum hætti fram eftir árinu, hvernig sem málin svo skipast á næsta hausti og vetri. Enn stendur því óhögguð sú staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur tekizt það sem öðrum ríkis stjórnum í nálægum löndum hefur ekki auðnazt, að ná verðbólgu hraðanum mjög mikið niður án þess að atvinnuleysi skapaðist. Þannig er sýnt, miðað við tímabilið maí 1975 til febrúar 1976, að verðbólgan á ársgrundvelli nemur 26% Það er mikill árangur, þegar haft er í huga að á árinu 1974 komst verðbólgu aukningin yfir 50%. í öðrum Evrópu löndum hefur ekki tekizt að hægja á verðbólgunni án þess að komið hafi til verulegs atvinnuleysis og verður þetta því að teljast meiriháttar afrek hjá núverandi ríkisstjórn. Þótt atvinnuleysi ríki ekki almennt er þó um viss staðbundin vandamál að ræða. Slíkur vandi steðjar nú að Þórshöfn fyrst og fremst vegna fisk- leysis. Frá áramótum hefur sáralítill afli borizt á land á Þórshöfn og atvinna því verið mjög lítil. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dög- um skýrði oddvitinn á Þórshöfn frá því, að frá áramótum hefði aðeins verið landað um 1 30 tonnum af fiski á móti 500 tonnum á sama tíma í fyrra og þótti það þó slæmt ár þar sem ekki er talið óeðlilegt, að á þess- um árstíma sé landað þar um 1000 tonnum. Þessi hráefnisskortur hefur valdið því að aldrei hefur verið unn- inn heill dagur í frystihúsinu á Þórs- höfn á þessari vertíð og hefur oft þurft að safna hráefni í tvo daga til þess að fá vinnu í hálfan dag, en að jafnaði hefur aðeins verið unnt að vinna einn og hálfan dag i viku hverri. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann vanda sem þetta 500 íbúa byggðalag á i af þessum sökum og hafa forsvarsmenn þess nú snúið sér til ríkisstjórnarinnar með beiðni um aðstoð Ríkisstjórnin hefur tilmæli Þórs- hafnarbúa nú til athugunar og með- ferðar og er þess að vænta að hún geri það sem í hennar valdi stendur til þess að greiða fyrir aukinni hrá- efnisöflun til byggðarlagsins en það er bersýnilega lykillinn að lausn at- vinnuleysisvandans þar. Borgaryfirvöld og KR0N Alyktanaflóðið um hin margvís- legustu málefni er alþekkt fyrir- brigði en óneitanlega er dálítið kyndugt að fylgjast með ályktunum sem streyma að úr ýmsum áttum vegna þess, að borgaryfirvöld leyfðu ekki reksturá svonefndum stórmark- aði Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis í vöruskemmu, sem Sam- band islenzkra samvinnufélaga hefur verið að byggja við Sundahöfn og hefur þessi ákvörðun verið notuð til pólitískra árása á meirihluta sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykja- víkur og þvi haldið fram að pólitísk sjónarmið liggi að baki. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru sagði Ólafur B. Thors. for- maður hafnarstjórnar Reykjavikur, m.a. um þetta mál: „Ég vísa þeirri staðhæfingu, að hér sé um að ræða pólitiska afstöðu, algjörlega heim til förðuhúsanna því að af tali minni- hlutamanna í borgarstjórn má ein- mitt skilja, að afstaða þeirra sé um- fram allt pólitísk. Sú afstaða, sem hafnarstjórn og síðar borgarstjórn tók í málinu stafar eingöngu af því, að á hafnarsvæðinu er ekki gert ráð fyrir annarri starfsemi en þeirri, sem beinlínis tengist eðlilegum athöfnum á hafnarsvæði. Höfnin hefur yfir tak- mörkuðu landssvæði að ráða og eftirspurn eftir aðstöðu vegna hafnarstarfssemi er mjög mikil. Því væri óhyggilegt að þrengja að slíkri starfsemi með því að leyfa þar aðra óskylda. Þegar SÍS fékk lóðina á sínum tíma var það að sjálfsögðu fullkomlega eðlileg og sjálfsögð ráð- stöfun með tilliti til þeirrar starf- semi, sem þar átti að fara fram, en hins vegar gegnir allt öðru máli með smásöluverzlun. Aðrir aðilar, Eim- skip og fleiri, hafa fengið þarna lóðir en væri SÍS leyft að framleigja aðstöðu sína á þessum stað til annarra nota en ráð var fyrir gert í upphafi er líklegt að fleiri kæmu á eftir. Slíkt mundi hafnarstjórn aldrei fallastá.” Þá upplýsir Ólafur B. Thors í nefndu viðtali við Morgunblaðið, að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hafi fengið lóð í fyrsta áfanga nýja miðbæjarins og segir í því sambandi: ,,Sá áfangi verður líklega byggingar- hæfur, þegar á þessu ári, þess vegna m.a. er athyglisvert hve mikla áherzlu KRON virðist leggja á það að fá leyfi til að reka stórmarkað á hafnarsvæðinu. Því er haldið fram, að með því að hafa stórmarkað i beinum tengslum við vörugeymslur og uppskipun megi takast að lækka vöruverðið til almennings verulega. Það er því ekki úr vegi að spyrja, hvort KRON muni þá hækka vöru- verð um það sem slakri verðlækkun nemur, þegar það flytur verzlunina en aðeins hefur verið sótt um, að' verzlunarrekstur þessi verði á hafnarsvæðinu til bráðabirgða. Því er líka borið við, að SÍS þurfi ekki á öllu þvi húsnæði, sem nú er i byggingu, að halda i einu og þurfi því að nýta það með einhverjum öðrum hætti. En eins og ég sagði áðan, er ásókn í aðstöðuna á þessum stað svo mikil af þeim aðilum, sem eru með atvinnurekstur beinlinis tengdar höfninni, að SÍS ætti ekki að verða skotaskuld úr því að fá leigjanda sem uppfyllir sett skilyrði" Eins og af þessum rökum Ólafs B. Thors má ráða, er hér um algerlga málefnalega ákvörðun að ræða og formaður hafnarstjórnar hefur jafn- framt lýst þvi yfir, að hér sé um stefnumarkandi ákvörðun að ræða, önnur starfsemi en sú, sem beinlínis tengist höfninni, verður ekki leyfð á hafnarsvæðinu hver sem i hlut eigi. En ef marka má ályktanaflóðið frá aðilum tengdum Kaupfélagi Reykja- víkur og nágrennis og samvinnu- hreyfingunni, mætti ætla, að þessir aðilar teldu sig eiga rétt á forréttind- um fram yfir aðra. Einar Sigurðsson, háskólabókavörður: Grein þessi er upphaf- lega erindi, sem höfund- ur flutti fyrir skömmu á fundi Kótarvklúbbs Revkjavíkur, en birtist hér lítillega brevtt. Þegar talaö er um íslensk rannsóknarbókasöfn, er annars vegar átt víö hin stærri visinda- legu bókasöfn, Landsbókasafn og Háskólabókasafn, en hins vegar svokölluð sérfræðibókasöfn, sem starfrækt eru í hinum ýmsu stofnunum. Þau spanna yfirleitt fremur þröngt svið og sérhæft, en leggja jafnframt kapp á að veita upplýsingaþjónustu á því afmarkaða sviði. Eitt einkenni flestra þessara safna er það, að bækur eru ekki meginhluti safn- kostsins, heldur ýmislegt annað efni, fyrst og fremst timarit, en líka rannsóknaskýrslur, sérprent, stjórnarprent, staðiar, verðlistar, vöruskrár o.fl. Söfn af þessu tagi eru t.d. í Hafrannsóknastofnun, Iðnþróunarstofnun, Orkustofnun og helstu sjúkrahúsum. Ef allt er talið nema slík söfn fáeinum tug- um að fjölda til, en einungis örfá hafa bókavörð í fullu starfi. Húsnæðisskortur er sá vandi, sem er sameigínlegur nálega öll- um sérfræðibókasöfnum. Þess vegna hefur verið mikið um það rætt að koma upp sameiginlegu gevmslubókasafni, sem kallað er, fyrir bæði þessi og önnur rannsóknarbókasöfn. Slíkt safn mætti vera í mjög einföldu húsnæði, þar sem saman yrði skipað hinum eldra bóka- og tíma- rítakosti frá mörgum söfnum og veitt þjónusta í formi lána eða ljósrita. Til starfsemi af þessu tagi gæti hentað vel gamalt iðnaðarhúsnæði, verksmiðju- eða verslunarhúsnæði eða eitthvað slíkt, sem falt væri til kaups eða leigu. Landsbókasafn Islands er lang- elst íslenskra rannsóknarbóka- safna, stofnað 1818. Það var um langa tíð nánast eina fræðibóka- safn landsins. Samkvæmt lögum ber Landsbókasafni ,,að annast söfnun og varðveizlu íslenzkra rita og rita, er varða Island eða íslenzk efni, fornra og nýrra, prentaðra og óprentaðra". Þetta er aðalhlutverk Landsbókasafns, en samkvæmt næstu grein lag- anna ber því enn fremur ,,að afla erlendra rita í öllum greinum vís- inda, bókmennta, lista tækni og samtíðarmálef na“. Þetta má virðast býsna rúmt hlutverk, enda hagar Landsbóka- safn ekki bókaöflun sinni sam- kvæmt þessari lagagrein nema að nokkru leyti. Með tilkomu annarra rannsóknarbókasaf na hefur ritaöflun í einstökum fræði- greinum í æ ríkara mæli færst yfir á þau, einkum Háskólabóka- safn. Landsbókasafn kaupir þó stöðugt verulegt magn erlendra rita, einkum í ýmsum greinum hugvísinda og félagsvísinda. Bæði sakir þess og eins hins, að hin erlenda deild safnsins stendur á gömlum merg, er Landsbókasafn mjög til styrktar kennslu og rannsóknum í Háskólanum, svo og hvers konar fræðastarfsemi annarri. HÁSKÓLABÓKASAFN Háskólabókasafn á rætur að rekja til safna í eigu embættis- mannaskólanna gömlu, sem lögð voru að mestu til Háskólans og síðan við þau aukið smám saman. Safnið var hins vegar ekki form- lega stofnað fyrr en við flutning i hina nýju aðalbyggingu Háskól- ans árið 1940. Við opnun bókasafnsins var bókaeign þess um 30 þús. bindi, en er nú talin um 180 þús. bindi. Meðalaukning bókakosts síðustu árin hefur verið um 6000 bindi á ári. Erlend tímarit og ritraðir, sem safnið fær nú reglulega, eru um 1200. Háskólinn hefur fyrr og síðar þegið að gjöf mörg mjög verðmæt einkabókasöfn. Meðal hinna helstu má nefna söfn Finns Jóns- sonar prófessors, Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns, Einars Benediktssonar skálds, Sigfúsar Blöndals bókavarðar og orðabókarhöfundar og Stefáns Einarssonar prófessors. Varðandi starfslið er það að segja, að háskólabókavörðurinn var lengi framan af eini fastráðni starfsmaður safnsins, árið 1964 urðum við tveir bókaverðirnir, en siðan hefur starfsliði fjölgað jafnt og þétt samfara hinni miklu þenslu, sem orðið hefur i öllu háskólastarfi. Fastráðnir starfs- menn eru nú 9—10, en að starfi lausráðins fólks meðtöldu svarar vinnuaflið á þessu ári til um 12 heils dags starfsmanna. Um húsnæðismál safnsins er fátt gott að segja. Aðalsafnið hefur frá öndverðu verið í aðal- byggingu háskólans og hefur nú til umráða mestalla bakálmu hennar, og til viðbótar hefur verið um nokkra landvinninga að ræða í kjallara byggingarinnar. Talsvert af hinum minna notaða tJr handbóka- og spjaldskrársal Háskólabókasafnsins. Islenzk rann- sóknarbókasöfn Staða þeirra og framtíðarhorfur bókakosti hefur verið flutt í kjallara og á háaloft annarra bygginga Háskólans, og getur sumt af því efni vart talist aðgengilegt. Hefur þetta sumpart verið gert til að búa starfsliðinu aukið vinnurými. Þá er þess ekki hvað síst að geta, að með tilkomu nýbygginga eða leigu á húsnæði fyrir hinar ýmsu háskólagreinar hefur verið komið upp safnúti- búum á mörgum þessara staða. Ég nefni sem dæmi útibú í Arna- garði, Raunvísindastofnun Háskólans, Lögbergi og Jarð- fræðahúsi, auk allmargra smærri handbókasafna i lesstofum stúd- enta. Og nú á þessu ári liggur fyrir að koma upp safndeild í nýbyggingu Verkfræði- og raunvísindadeildar. HNITUÐÞJÖNUSTA EÐA DREIFÐ Þessi mikla dreifing safnkosts- ins er að nokkru sprottinn af því, að i aðalsafninu eru ekki nema örfá lessæti handa stúdentum. Lesstofum hefur því verið dreift á ekki færri en ellefu byggingar, og eru lessæti alls á áttunda hundrað. Því miður verður að segja, að nýting á þessum sætum ér ekki svo góð sem skyldi, og stafar það af því, hve samnýting er lítil, hver grein fær úthlutað sætum fyrir sig, stúdentar helga sér þar viss sæti, en skiptast litið á um not þeirra. Þetta hlyti að breytast mjög til batnaðar með nýrri safnbyggingu og riflegum sætafjölda, þar sem skilyrði til að hafa stjórn á nýtingunni yrðu allt önnur. Þó yrði eflaust eftir sem áður talsvert um lesstofur fyrir einstakar greinar, svo og safnúti- bú í föstum rekstrarlegum tengsl- um við aðalsafn. Er ég þar með kominn að allmiklu álitamáli, jafnvel deilumáli, í skipulagningu bókasafnsþjónustu fyrir háskóla almennt, þ.e. í hve rikum mæli safnþjónustan skuli vera sentraliseruð, hnituð, eins og við höfum kallað það, eða desentralis- eruð, þ.e. dreifð. Sumir háskóla- menn telja gjarnan, að vandinn verði best leystur með því, að hver grein dragi'sinn bókakost i námunda við sig, „hafi hann við höndina", eins og það er kallað. En málið er ekki svo einfalt. Greinar skarast á margvíslegan hátt og í sívaxandi mæli, mikill fjöldi dýrra handbóka og uppsláttarrita er jöfnum höndum tíl notkunar fyrir margar, jafnvel allar greinar, rekstur allur verður dýr, og óhægt er um vik að koma við ýmsum nýjungum í bókasafns- þjónustu. Eigi að síður er rétt- lætanlegt í sumum tilvikum að hafa nokkurn bókakost í námunda við vinnustofur Einar Sigurðsson. kennara og kennsluhúsnæði einstakra greina. SAMSKRÁR Með tilliti til þeirrar ákvörð- unar að sameina Landsbókasafn og Háskólabókasafn hafa þau söfn leitast við að efla samstarf sin á milli og standa sameiginlega að verkefnum. Má þar til nefna útgáfu Samskrár um erlendan rit- auka íslenzkra rannsóknarbóka- safna, þar sem birt er tvisvar á ári í fjölrituðum heftum skrá um allar þær erlendu bækur, sem bætast í þessi tvö söfn, svo og sérfræðibókasöfn. Og nú vinna söfnin sameiginlega að undirbún- ingi Samskrár um erlend timarit í íslcnskum bókasiifnum. Mun hún veita upplýsingar um tímarita- eign 70—80 bókasafna og stofn- ana, og vænti ég þess, að skrá þessi komi út fjölrituð á þessu ári. FRÆÐSLÁ UM SAFNNOTKUN Það er skylda safnmanna að leitast við að gera sér grein fyrir því, í hvaða mæli menn notfæri sér þá þjónustu, sem söfnin bjóða upp á. Að því er Háskólabókasafn varðar, benda útlánstölur til þess, að bæði kennarar og stúdentar noti safnið í vaxandi mæli. Þó er ljóst, að of margir stúdentar nota safnið lítið sem ekkert, og má telja vist, að sumir þeirra hafi alls ekki komist upp á lag með að nota bókasöfn yfirleitt. Þessu veldur, að ég hygg, einkum tvennt: I fyrsta lagi vöntun á bókasöfnum í þá skóla, sem stúdentarnir hafa stundað nám í fram að stúdents- prófi. Þeir hafa því ekki vanist umgengni við bókasafn í námi sínu og vantar allt frumkvæði til að notfæra sér slíka stofnun, þegar í háskóla er komið, eru ráð- litlir um heimildaleit og jafnvel ráðvilltir frammi fyrir bókanna röðum. Nokkurrar breytingar í þessu efni ætti að mega vænta með fjölgun og eflingu skólabóka- safna. — I öðru lagi eru kennslu- hættir í Háskólanum ekki ævin- lega með þeim hætti, að þeir hvetji til sjálfsnáms og um leið meiri safnnotkunar. Einkum á þetta við i þeim tilvikum sem kennararnir eru litlir safnnotend- ur sjálfir. Breyting til batnaðar er þó mjög vel greinanleg í þessu efni hin síðari ár. En ég held raunar, að við fjárveitingar til Háskólans hafi lengst af verið lögð of einhliða áhersla á kennslu, en aðstaðatil sjálfstæðra athafna stúdentanna verið van- rækt að sama skapi. Á ég þá ekki síst við það, að með góðu bóka- safni og virkri bókasafnsþjónustu má halda stúdentunum þangað til beitar, ef svo má að orði komast, meira að segja láta þá ganga meira og minna sjálfala. Til þess að notkunarhættir megi færast í slikt horf, er mikils- vert, að upp sé tekin fræðsla um safnnotkun. Nægra fyrirmynda má leita um slíka fræðslu erlend- is, þar sem henni er skipulega sinnt í æ fleiri háskólabókasöfn- um. Við f Háskólabókasafni höfum ekki til þessa haft aðstöðu til frumkvæðis um að veita stúdent- um fræðslu sem þessa, einungis tekið á móti hópum til stuttrar kynningar, þegar um er beðið. En nú höfum við uppi áætlanir um að sinna þessum þætti skipulega og hyggjumst leita um það samvinnu við kennara hinna ýmsu greina. SAMEININU LANDSBÓKASAFNS OG HÁSKÓLABÓKASAFNS Ég mun nú vikja nokkrum orðum að þeirri ákvörðun að sam- eina Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn og byggja yfir slíkt sam- einað safn í nágrenni Háskólans. Aðdragandi þeirrar ákvörðunar er býsna langur og verður ekki rakinn hér. En árið 1968 var komið þar sögu, að stofnaður var Byggingarsjóður þjóðarbókhlöðu með litlu byrjunarframlagi. Sama ár var húsinu ákveðin lóð í næsta nágrenni Háskólans, nánar tiltekið sunnan Hringbrautar og austan Birkimels, þ.e. við norð- austurhorn íþróttavallarins á Melunum, en eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir, að hann víki í framtíóinni. Hófu forstöðumenn Landsbókasafns og Háskólabóka- safns og aðstoðarmenn þeirra undirbúning málsins, og síðla árs 1969 voru fengnir hingað tveir erlendir sérfræðingar fyrir til- styrk Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco). 30. apríl 1970 samþykkti Alþingi nær einróma eftirfarandi þings- ályktun: „Alþingi ályktar, að í tilefni af 1100 ára afmæli Islands- byggðar 1974 skuli reist þjóðar- bókhlaða, er rúmi Landsbókasafn Islands og Háskólabókasafn." 15. júli sama ár var skipuð bygg- ingarnefnd. Arkitektarnir Man- freð Vilhjálmsson og Þor- valdur S. Þorvaldsson voru ráðnir til að teikna bókhlöðuna, en þeim til ráðuneytis var ráðinn breskur arkitekt, sem mikla reynslu hefur á sviði bókasafnsbygginga. Hófust arkitektarnir handa um undir- búningsvinnu að gerð teikninga 1972, en áður höfðu bókaverðir samið allítarlega forsögn um gerð hússins. Þann tíma, sem síðan er liðinn, hefur Alþingi árlega veitt nokkra fjárhæð til undirbúnings- vinnu við bygginguna, og hefur teiknivinnu og öðrum undirbún- ingi verið haldið áfram með nokkrum hléum. Eru nú teikn- ingar komnar það vel á veg, að þeim mætti ljúka á tiltölulega skömmum tima, ef séð yrði fram á, að byggingarframkvæmdir gætu hafist. En þótt illa ári nú um sinn, verður að fulltreysta því, að þjóðin standi við það að gefa sjálfri sér þessa byggingu í afmælisgjöf, ekki vegna fordildar eða til að reisa margrómaðri íslenskri bókhneigð veglegan minnisvarða, heldur af menn- ingarlegri nauðsyn, og kemur þá hvort tveggja til: efling bóka- safnsþjónustu i þágu Háskólans og þörfin á góðu þjóðbókasafni. Skal nú fyrirhugaðri byggingu og skipulagi þeirrar starfsemi, sem þar á að fara fram, lýst í meginatriðum. SKIPULAU ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU Byggingin verður 11—12 þúsund fm, á 5 hæðum, þar af ein algjörlega neðanjarðar, sem verður mestmegnis geymslur. Alls á byggingin að rúma 800 þús- und til 1 milljón binda, eftir því hvernig rýmið er nýtt, og lessæti verða fyrir am.k. 800 manns. Fátt verður þó um stóra lestrarsali af hefðbundinni gerð, heldur verður lesrými dreift sem mest um húsið, þannig að á skiptist bókasvæði og spildur með lessætum. I þessu felst það jafnframt, að meginhluti bókakostsins verður á opnum svæðum. Siík tilhögun er á ensku kölluð „open access“, við höfum kallað það sjálfbeina. Gera má ráð fyrir því, að aðal- notkunarþunginn komi frá Háskólanum, að því er lesenda- fjölda varðar, háskólamönnum gefist þannig kostur á yfir 500 sætum. Það hlýtur að hafa þann kost í för með sér, að Háskólinn geti fækkað hinum dreifðu lesstofum stúdenta, sem áður var um getið og sumar hverjar eru í leiguhús- næði viðs vegar um borgina. Af hálfu þeirra, sem undirbúið hafa þessa byggingu og sam- einingu safnanna, hefur verið lögð megináhersla á, að hér verði ekki einungis um það að ræða, að tvær stofnanir verði færðar undir sama þak, heldur verði um raun- verulega sameiningu að ræða með sem fæstum fyrirvörum. Hins vegar mun hið nýja þjóðbókasafn skiptast í nokkrar allumfangs- miklar deildir, og verður svo- kölluð þjóðdeild eða Islandsdeild ein þeirra. Hún mun rækja þær meginskyldur sem Landsbóka- safn hefur nú varðandi söfnun og varðveislu íslensks efnis, útgáfu þjóðbókaskrár o.s.frv. Þá verður i safninu handritadeild, líkt og nú er í Landsbókasafni. Helstu deild- ir aðrar verða aðfangadeild, skráningardeild og deild lesenda- þjónustu. Undir þá deild mun falla afgreiðsla, upplýsingaþjón- usta, umsjón með útibúum í há- skóladeildum, svo og fræðsla við stúdenta i safnnotkun. 1 byggingunni er gert ráð fyrir fundar- eða fyrirlestrarsal, svæðum til sýningarhalds, einnig svokallaðri hljóðdeild, þar sem fullkomin aðstaða yrði til flutn- ings tónlistar og talaðs orðs af hljómplötum og böndum; einnig yrði aðstaða fyrir notendur til upptöku á efni. Þess var áður getið, að við hefð- um við undirbúning allan notið ráðgjafar kunnáttumanna erlendra, en auk þess hafa arki- tektar og bókaverðir kynnt sér fjölda safna, einkum i Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norður- löndum. Mikill stuðningur hefur einnig verið hafður af ritum, sem fjalla gagngert um gerð bygginga fyrir rannsóknarbókasöfn. Allt hefur þetta hjálpað okkur til að móta væntanlega byggingu, en vitanlega með innlendár aðstæður og þarfir í huga. Bókasafnsbyggingar, a.m.k. hinar stærri, eru nú á dögum gjarnan byggðar upp af föstum stærðareiningum, módúlum, eða mátum, eins og það hefur verið nefnt á íslensku. Miðar sú til- högun að því að ná sem allra mestum sveigjanleika, þannig að hvert einstakt rými byggingar- innar megi hafa til fjölþættra nota, ef þvi er að skipta, t.d. hvort heldur fyrir bækur, lesendur, sem vinnurými starfsliðs o.s.frv. Reynsia annarra þjóða siðustu áratugi hefur sýnt, að þessa er þörf, enda breytingar verið griðarlega örar í safnrekstri og safnnotkun. Ætlað er, að okkar safn verði því í öllum megin- atriðum miðað við þetta bygg- ingarlag. NEFNDARSTARF TIL EFLINGAR UPPLÝSINUA- ÞJÓNUSTU Mér þykir rétt að geta þess hér, að undanfarna mánuði hefur starfað á vegum Rannsóknaráðs rikisins nefnd til að athuga, hvernig efla megi upplýsinga- þjónustu í þágu atvinnuvega, tækni og rannsóknastarfsemi á sviði raunvísinda. Auk aðildar Rannsóknaráðs er nefndin skipuð starfsmönnum nokkurra rannsóknastofnanæ en af hálfu bókasafna á Háskólabökasafn aðild að nefndinni. Kannar nefnd- in m.a„ hvort hagkvæmt sé að koma upp hér á landi upplýsinga- miðstöð, væntanlega í tengslum eða a.m.k. í nábýli við bókasafn. Væri þá kominn aðili, er sérfræð- ingar á sviði rannsókna og fram- leiðslustarfsemi gætu snúið sér til, og hann hlutaðist siðan til um útvegun umbeðinna upplýsinga. Hér yrði í rauninni sumpart um nokkurs konar varnaðarstarfsemi að ræða, þar eð komið yrði i ýms- um tilvikum í veg fyrir, að rannsóknarmenn eyddu tíma og fjármunum í könnun og tilraunir, sem þegar væri búið að gera annars staðar í veröldinni. Raunar hefur einn meginvandi þeirra, sem fást við bókasafns- rekstur og upplýsingasöfnun og -miðlun, orðið sá að hemja og gera aðgengilegt það mikla magn upplýsinga, sem á síðustu áratug- um hefur birst í formi bóka, tíma- ritsgreina og hvers kyns gagna annarra. 1 þvi skyni að ná tökum á upplýsingastreyminu hefur verið komið upp margvíslegum kerfum, sem hér er ekki kostur að gera grein fyrir. En vitneskjunni er síðan komið á framfæri í formi lykla eða indexa, útdrátta og bókaskráa, og birtist slikt efni venjulega í bókarformi, oft dýrum og umfangsmiklum verk- um, en oft er það jafnframt — og stundum einungis — geymt í vél- tæku formi. upplýsingagrunnum (databases), sem upplýsinga- stöðvar eru í beinu sambandi við. Og með þvi að beina fyrirspurn- um til upplýsingagrunnanna má t.d. á skömmum tíma fá fram tölvuskrifaðan lista um það, sem ritað hefur verið um tiltekið efni. Má í þessu sambandi nefna, að á Norðurlöndum vinnur Nordforsk (Nordiska samarbetsorgan- isationen för teknisk och natur- vetenskaplig forskning) að því að koma upp eins konar neti til slikrar upplýsingamiðlunar. Mörgum — einkum þeim sem lítið þekkja til — hættir við því að ofmeta slíka háþróaða tækni og álykta sem svo, að með þess háttar vélabrögðum verði allur okkar vandi leystur á tiltölulega auðveldan hátt. Það er þó mikill misskilningur. Athuganir hafa sýnt, að vegna fjarlægðar yrði beint samband við slíkar upplýs- ingastöðvar ytra afskaplega dýrt miðað við umfang notkunar okkar litla þjóðfélags. Hins vegar getum við notið mikils góðs af slikum upplýsingagrunnum með því að beina til þeirra fyrirspurnum á ódýrari hátt, t.d. bréflega. Og hinu má ekki gleyma, að hvað sem allri véltækni í upplýs- ingamiðlun líður, má ekki láta undan síga um eflingu hinna hefðbundnu bókasafna, því að þau geyma efnið sjálft, sem menn sækja þekkingu sina til, hvernig svo sem þeir hafa fengið tilvísun- ina til efnisins. SAMSTARF VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR Eg vil að lokum víkja stuttlega að fjölþjóðlegu samstarfi um mál- efni bókasafna og upplýsinga- þjónustu. Islenskir bókaverðir hafa sið- asta áratuginn haft nokkurt félagslegt samstarf við aðrar Norðurlandaþjóðir. En hin siðari ár hafa Norðurlandaþjóðirnar leitast við að efla með sér samtök á umræddum sviðum, er starfi með tilstyrk stjórnvalda og séu kostuð af opinberu fé. A sviði upplýsingaþjónustu hafa um ára- bil starfað norræn samtök, sem gengið hafa undir nafninu Norddok (Nordisk koordiner- ingsorgan för teknisk och natur- vetenskaplig information och dokumentation), en jafnframt hafa bókasöfnin haft með sér sér- staka samstarfsnefnd. Að hvor- ugtím þessum samtökum hafa Is- lendingar átt aðild. En nú hefur verið ákveðið, að frá næstu ára- mótum sameinist þessir aðilar i heildarsamtök, er nefnast munu Nordinfo (Nordiskt samarbets- organ inom omrádet forskn- ingsbiblioteksvásende, veten- skaplig information och dokumentation). Jafnframt hefur verið ákveðið, að Islendingar fái nokkra aðild að þeim samtökum. Þá vil ég geta þess, að sérstök deild innan Unesco starfar að málefnum bókasafna, skjaiasafna og upplýsingaþjónustu. Haustið 1974 sótti ég alþjóðlega ráðstefnu sem Unesco gekkst fyrir um þessi málefni í París. I skýrslu til menntamálaráðuneytisins um fundinn rifjaði ég upp nokkra þætti, sem umrædd deild Unesco hefur beitt sér fyrir og okkur gæti verið gagnlegt að taka mið af. Meðal þeirra eru eftirfarandi atriði: 1) Gefinn sé gaumur að því, hver fjárfesting þjóðinni er i greiðum aðgangi að þeirri þekk- ingu, sem þegar hefur verið aflað í heiminum með rannsóknum og hvers konar vísindastarfsemi. 2) Tryggt skal, að þeir þættir, sem lúta að safnrekstri og upplýs- ingaþjónustu, sitji ekki eftir, þegar gerðar eru áætlanir um þróun atvinnuvega, rannsókna, menningarmála og félagsmála. 3) Tryggja ber fyllsta samstarf þeirra aðila innanlands, sem starfa að öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga, svo að full nýting verði á þeirri aðstöðu, sem fyrir er í landinu. , 4) Séð verði til þess, að tilteknir aðilar hérlendis fylgist vel með alþjóðlegri þróun á sviði upplýs- ingaþjónustu, svo að hér verði ekkert það aðhafst, sem beinlínis bryti í bága við hina alþjóðlegu viðleitni til samstarfs og samræm- ingar eða kæmi i veg fyrir hugsanlega þátttöku af okkar hálfu. Þórshöfn: Vilja fá nýjan togara MALEFNI Þórshafnarbúa og atvinnuleysið þar um slóðir er nú til athugunar hjá stjórn- völdum syðra, en Þórshafnar- húum hafa enn ekki borizt svör við orðsendingu þeirra til rfkisstjórnarinnar um að- gerðir þeim til aðstoðar. Pálmi Ólafsson, oddviti á Þórshöfn, tjáði Morgunblaðinu i gær, að vænzt væri svara f byrjun næstu viku. Að sögn Pálma setti hrepps- nefnd Þórshafnar fram tillög- ur í nokkrum liðum til lausnar á vandkvæðum þorpsbúa I orð- sendingu sinni, og er helzta inntak þeirra, að Þórshafnar- búar þurfi að eignast togara til að sækja fisk á fjarlægari mið og að það verði gert með ný- smíði hér innaniands. Hins vegar geri hreppsnefndin til- lögur um hvernig atvinnu- málefni staðarins verði leyst til að brúa það bil sem verður meðan togarinn er í smíðum. Pálmi sagði ennfremur, að ástandið nú hefði komið nán- ast sem reiðarslag fyrir íbú- ana. Menn hefðu talið að staðurinn væri að rísa upp úr öldudal, því að sæmilega hefði aflazt þaðan með minni bátum á sl. 5—6 árum en nú hefði svo brugðið við að svo virtist sem fiskurinn væri gersamlega horfinn af nálægum miðum. Hefðu þó gæftir verið ágætar og bátarnir sótt sjóinn stíft. Rauðmagi í tonnavís á suðurleið Siglufirði 30. marz. DAGNÝ var að landa 65 tonn- um í dag og Sigluvík 40 tonn- um eftir stutta útivist, en frétzt hefur af góðum afla á Selvogsbanka og ætla skipin að sækja þangað næsta túr. Nóg veiðist hér af rauðmaga um þessar mundir og hér var á ferðinni fiskkaupmaður úr Kópavogi sem keypti 3 tonn af rauðmaga, setti i kælibil og ók suður. Hann var að koma úr Húnavatnssýslu þar sem hann dreifði fiskmeti. —m.j. Sæmdir fálkaorðum FORSETI tslands hefir sæmt eftirtalda islenzka ríkis- borgara heiðursmerki hinnar fslenzku fálkaorðu: Alfreð Eliasson, forstjóra Flugleiða h.f„ stórriddara- krossi fyrir störf í þágu íslenzkra flugmála. Finn Jónsson, listmálara, stórriddarakrossi fyrir mynd- listarstörf. Val Gíslason, leikara, stór- riddarakrossi fyrir leiklistar- störf. Örn O. Johnson, forstjóra Flugleiða h.f., stórriddara- krossi fyrir störf í þágu islenzkra flugmála. Egil Hallgrímsson, fyrrv. kennara, riddarakrossi fyrir hlut hans að stofnun Vísinda- sjóðs og stuðning við hann. Frú Guðrúnu Vigfúsdóttur, vefnaóarkennara, Isafirði, riddarakrossi fyrir störf í þágu íslenzks ullariðnaðar. Hjört Hjartarson, fyrrv. for- mann Verzlunarráðs Islands, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum verzlunarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.