Morgunblaðið - 03.04.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRtL 1976
15
Umræður um orkumál í borgarstjórn:
Frestun eða stöðvun málmblendi-
verksmiðju hefur ekki áhrif á
framkvæmdir við Sigöldu
— en kann að hafa áhrif á tímasetningu næstu
virkjunar Landsvirkjunar, sagði borgarstjóri
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur í fyrrakvöld
urðu allmiklar umræður í
tilefni af fyrirspurnum frá
Davíð Oddssyni, borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins til borgarstjóra. Hér
fer á eftir svar borgar-
stjóra við þessum fyrir-
spurnum, en eftir helgi
verður skýrt nánar frá um-
ræðum, sem fylgdu í kjöl-
farið.
Borgarfulltrúi Davíð Oddsson
hefur borið fram svohljóðandi
fyrirspurnir:
1. Nú virðist ljóst, að geysileg-
ur halli verði á rekstri Kröflu-
virkjunar og byggðalínu til við-
bótar við árvissan og vaxandi
hallarekstur Rarik. Því er spurt,
hver geta áhrif þess orðið á raf-
orkuverð til Reykvíkinga og
annarra orkuneytenda Lands-
virkjunar?
2. Hvaða áhrif hefur frestun
og/eða stöðvun framkvæmda
vegna Málmblendiverksmiðju á
Sigöldu og raforkuverð væntan-
legra neytenda þeirrar raforku,
sem þaðan mun fást?
3. Er ekki æskilegt að efna nú
þegar til sérstaks fundar með
þingmönnum Reykjavíkur vegna
þróunar þessara mála?
Svar við fyrirspurn nr. 1:
Ég vil í fyrsta lagi vekja athygli
á því, að í núgildandi lögum eða
reglugerðum er ekkert sem segir
fyrir um það, að notendur raf-
magns í Reykjavík eða Lands-
virkjunarsvæðinu þurfi að taka á
sig byrðar vegna aukins halla-
reksturs Rafmagnsveitna ríkisins,
eða annars þess aðila, sem komi
til með að reka Kröfluvirkjun.
Hinu er hins vegar ekki að leyna,
að tilhneiging hefur verið í þá átt
að jafna út raforkuverði á land-
inu með svokölluðu verðjöfnunar-
gjaldi, sem nú er 13% á raforku-
verð í smásölu.
Fyrirspyrjandi óskar væntan-
lega svars við því, hver verða
myndi hækkun á raforkuverði til
Reykvikinga, ef hallarekstri
vegna Kröfluvirkjunar og byggða-
lfnu auk þess haliareksturs, sem
nú er þegar hjá Rarik, verði
dreift á alla raforkunotendur í
landinu. Svar við þessari
spurningu er ekki alveg einfalt,
þar sem miða verður við ákveðnar
forsendur sem ekki er víst að
standist i raun. Þessar forsendur
eru í meginatriðum sem hér seg-
ir:
Að Kröfluvirkjun og byggða-
lína verði tekin í rekstur að hálfu
í árslok 1976 og að fullu í árslok
1977.
Að lán vegna Kröfluvirkjunar,
stutt lán Rarik og lán vegna
byggðalínu í árslok 1976 ■verði
lengd til 15 ára með 9'A% ársvöxt-
um.
Að greiðslubyrðinni verði jafn-
að út milli ára á timabilinu
1977—1981, og að aukinni
greiðslubyrði þessara ára verði
mætt með því að jafna henni nið-
ur á alla raforkusölu til
almenningsnota i landinu með
sömu krónutölu á hverja
kílóvattstund.
Að ekki komi nein framlög úr
ríkissjóði til þess að létta greiðslu-
byrðina.
Að tekið sé tillit til orkusölu til
stóryðju, sem þegar hefur verið
samið um.
Reiknað er með greiðslubyrði
raforkukerfisins eins og hún kom
fram í töflu I í erindi Jóhannesar
Nordals um stöðu i fjármálum
raforkufyrirtækja á Islandi sem
flutt var á miðsvetrarfundi SlR á
dögunum.
Með þessar forsendur í huga er
liklegt, að áhrif á smásöluverð í
Reykjavík verði sem hér segir:
Meðalverð á raforku i smásölu
ijReykjavík er áætlað kr. 9.90 á
kwst., skv. fjárhagsátælun fyrir
árið 1976. Meðalgreiðslubyrði
áranna 1977—1978 er kr. 4.13 á
kwst. en greiðslubyrðin 1976 var
kr. 2.51 á kwst.
Hækkunin nemur því kr. 1.62 á
kwst. Við það bætist 13% verð-
jöfnunargjald og 20% söluskatt-
ur, þannig að heildarhækkunin
verður kr. 2.15 á kwst, þ.e. smá-
söluverð í Reykjavik myndi
hækka um 21.7%.
Hér hefur ekki verið tekið tillit
til þess, að rekstrar-kostnaður raf-
orkukerfis landsins lækkar á
þessum árum með tilkomu
Kröfluvirkjunar og byggðalinu
vegna minni olíunotkunar til
orkuvinnslu á Norður- og Vestur-
landi, en þann sparnað má áætla
um kr. 310 millj., miðað við að
22.500 mwst séu unnar með olíu á
ári á Norðurlandi og 7.600 mwst á
ári á Vesturlandi. Ekki þykir rétt
að taka tillit til olíusparnaðar á
Austurlandi, þar sem á móti
honum kæmi fjármagnskostnaður
vegna tengilínu milli Norður- og
Austurlands, sem byggja yrði til
þess að geta dregið úr oliunotkun
austanlands. Ef tekið er tillit til
olíusparnaðar að fjárhæð kr. 310
millj. á ári, lækka útgjöldin sem
svarar til 0.32 kr. á hverja selda
kwst, og nemur þá hækkun smá-
söluverðs i Reykjavík 17,5% í stað
21.7 % sem áður getur.
Ef eingöngu er litið á hækkun-
ina milli áranna 1976—1977, án
þess að jafna greiðslubyrðinni
milli ára á 5 ára tímabili,
1977—1981, verða hækkanirnar
meiri. Greiðslubyrðin hækkar þá
úr kr. 2.51 á kwst, 1976 i kr. 5.13 á
kwst 1977, sem samsvarar 35.2%
hækkun smásöluverðsins i
Reykjavík, ef ekki er tekið tillit
til olíusparnaðar, og 30.1%, ef
olíusparnaður er dreginn frá.
Hækkun á raforkuverði i smá-
sölu hjá rafveitum sveitarfélaga
utan Reykjavikur yrði því sem
næst hin sama og i Reykjavík, þar
sem meðalverð hjá þeim er svipað
og i Reykjavík, eða 17.5—21.7% á
tímabilinu 1977—1981, eftir þvi
hvort tekið er tillit til olíusparn-
aðarins eða ekki. Ef eingöngu er
litið á hækkunina milli áranna
1976—1977 eru tilsvarandi tölur
30.1—35.2%.
Hjá Rafmagnsveitum ríkisins
eru hækkanirnar nokkru minni í
prósentum reiknað, þar sem
meðalverð þeirra er 15—20%
hærra en meðalverð hjá rafveit-
um sveitarfélaga. Miðað við 5 ára
timabilið 1977—1981 verður smá-
söluverðhækkun þeirra ca.
14.9—18.5%, eftir því hvort olíu-
sparnaður er dréginn frá eða
ekki. Tilsvarandi tölur, ef ein-
göngu er litið á hækkunina miili
áranna 1976—1977, verða
26.3—29.9%. Eins og fram kom
hér á undan er hér byggt á
ákveðnum forsendum, sem ekki
er víst að standist.
Svar við fyrirspurn Davfðs
Oddssonar nr. 2:
Frestun eða stöðvun fram-
kvæmda við Málmblendiverk-
smiðju á Grundartanga getur haft
tvenns konar áhrif. Annars vegar
á virkjunarframkvæmdir Lands-
virkjunar og hins vegar á raforku-
verð frá fyrirtækinu. Frestun eða
stöðvun Málmblendiverksmiðju
mun ekki hafa nein áhrif á fram-
kvæmdir við Sigöldu. Það verk er
það langt á veg komið og allir
samningar fullgerðir og því verki
verður lokið eins og fyrirhugað
hafði verið og er reiknað með, að
fyrsta vélasamstæðan þar verði
tekin i notkun á þessu hausti,
enda benda orkuspár til þess, að
það sé nauðsynlegt til að tryggja
fullt öryggi á markaðnum hér
næsta vetur. Hins vegar kann
stöðvun framkvæmda við Málm-
blendiverksmiðju að hafa áhrif á
timasetningu næstu virkjunar
Landsvirkjunar, en þar koma
einnig fleiri atriði til eins og nú
skal rakið.
Landsvirkjun hefur á undan-
förnum árum unnið að athugun-
um á því, hvar ætti að virkja næst
og hvaða tímasetning á þeirri
virkjun yrði rétt. Á siðasta ári var
reiknað með, að Málmblendiverk-
smiðjan á Grundartanga tæki til
starfa á árinu 1978 og jafnframt
að virkjunin við Kröflu yrði full-
búin í árslok 1976. Að þessum
forsendum gefnum og fleirum var
komizt að þeirri niðurstöðu, að
Hrauneyjafossvirkjun væri álit-
legasti kostur fyrirtækisins um
orkuöflun í framhaldi af Sigöldu-
virkjun og jafnframt að 1. áfangi
þeirrar virkjunar þyrfti að vera
tekinn til starfa á árinu 1981. Nú
hefur hins vegar svo skipazt í
orkumálum, að meiri óvissa ríkir
um veigamikil atriði, sem þau
varða. T.d. er ekki hægt að slá
föstu, hversu lengi framkvæmd-
um Málmblendiverksmiðju veröi
frestað. Það mál mun nánar skýr-
ast, að sögn forráðamanna verk-
smiðjunnar, að loknum stjórnar-
fundi, sem haldinn verður í mai-
mánuði. Þá er óvissa um Kröflu-
virkjun. Enn virðist ýmislegt geta
skeð á Kröflusvæðinu. Þó að jarð-
skjálftavirkni hafi minnkað að
undanförnu, halda jarðvisinda-
menn því fram, að gos geti hafizt
að nýju, og taka þar Mývatnselda
á 18. öld til samanburðar. Lands-
virkjun hefur því gert athugun á
þeim afleiðingum, sem óvissan
um þessar framkvæmdir getur
haft i för með sér fyrir tima-
setningu Hrauneyjafossvirkjun-
ar. Niðurstöður þessara athugana
eru að sjálfsögðu mismunandi
eftir mismunandi forsendum
varðandi framvindu Málmblendi-
verksmiðjunnar og Kröflu.
Ef lúkningu Kröfluvirkjunar
frestaðist verulega, svo dæmi sé
tekið, myndi orkuþörf á Norður-
landi ekki verða fullnægt á næstu
árum með vatnsafli, nema með
orkusölu að sunnan. Ef Málm-
blendiverksmiðjan hæfi rekstur
innan næstu þriggja ára þyrfti að
flýta Hrauneyjafossvirkjun
þannig, að hún yrði komin i rekst-
ur sem fyrst, svo að ekki komi til
orkuskorts eda óhóflegrar
notkunar dieselstöðva á hinu sam-
tengda orkuveitusvæði. Yrði
þróunin aftur á móti sú, að
Kröfluvirkjun kæmist i rekstur
samkv. áætlun, en Málmblendi-
verksmiðjan frestaðist verulega,
mætti fresta Hrauneyjafoss-
virkjun til 1983 eða 1984 ef ekki
yrði komið á fót nýjum orkufrek-
um iðnaði fyrir þann tima.
Auðvelt á að vera að hraða eða
hægja á framkvæmdum við
Hrauneyjafossvirkjun i samræmi
við slikar breytingar á orkueftir-
spurn en með því er tryggður
sveigjanleiki samfara öryggi í
orkuöflun á hinu samtengda
orkusvæði.
Rétt er að geta þess, að Lands-
virkjun hefur haft i huga að
byggja Hrauneyjafossvirkjun
hægar, en bæði Búrfellsvirkjun
og Sigölduvirkjun, og miða að þvi
að nýta innlenda' verktaka sem
allra mest til þess verks. Enginn
vafi er á því að bæði frá sjónar-
miði Landsvirkjunar og þjóð-
félagsins í heild væri það hag-
stæðara að byggja virkjunina
hægar. Þá mætti komast hjá þeim
toppum við notkun á vinnuafli,
sem gert hafa mikla erfiðleika,
bæði við byggingu Sigöldu-
virkjunar og Búrfellsvirkjunar.
Með hliðsjón af þvi, sem hér
hefur stuttlega verið rakið, hefur
stjórn Landsvirkjunar sent iðn-
aðarráðherra og borgarstjóra
ýtarlega greinargerð um orku-
öflunaráform fyrirtækisins, og
var sú greinargerð lögð fram í
borgarráði fyrir allnokkru síðan.
Jafnframt hefur verið beðið um
formlegt virkjunarleyfi fyrir
fyrstu tveimur áföngum Hraun-
eyjafossvirkjunar, þ.e.a.s. 140 mw
virkjun. Helztu ástæður fyrir
virkjunarleyfisumsókninni voru
taldar þessar:
1. Hrauneyjafoss er ódýrasti
virkjunarvalkostur sunnanlands.
2. Mjög vafasamt er talið, að
orkuöflunarfyrirtæki utan Lands-
virkjunarsvæóisins geti nógu
tímanlega séð fyrir viðbótarorku-
þörf á Landsvirkjunarsvæðinu
eftir að núverandi orkuöflunar-
kerfi svæðisins að Sigöldu meðtal-
inni er-fullnýtt.
3. Talið er að stefnt sé í nokkra
tvisýnu um orkuöflun á stærsta
orkuveitusvæði landsins, ef ekki
verður unnt að hefja virkjunar-
framkvæmdir við Hrauneyjafoss í
svo til beinu framhaldi af fram-
kvæmdum við Sigöldu.
4. Til að tryggja að áfram verði
stefnt með öryggi að virkjun
Tungnaár við Hrauneyjafoss
telur stjórn Landsvirkjunar nauð-
synlegt að fá nú þegar virkjunar-
leyfi iðnaðarráðherra lögum sam-
kvæmt, enda þótt ekki sé að svo
stöddu unnt að ákveða, hvenær
tímabært sé að hefja framkvæmd-
ir við virkjunina sjálfa. Stjórn
Landsvirkjunar hefur tekið skýrt
fram, að ekki muni i fram-
kvæmdir við virkjunina ráðizt,
nema að höfðu samráði við
eignaraðila, þ.e.a.s. ríkið og
Reykjavíkurborg.
Hér hefur verið rakið hvaða af-
leiðingar frestun Málmblendi-
verksmiðju gætu haft á fram-
kvæmdahraða Hrauneyjafoss-
virkjunar. Nú verður reynt að
gera grein fyrir því, hvaða
þýðingu frestun Málmblendiverk-
smiðju getur haft á afkomu
Landsvirkjunar og þar með al-
mennings á orkuveitusvæði fyrir-
tækisins. Þetta var athugað á sín-
um tima, þegar orkusölusamning-
ur við Málmblendifélagið var
gerður. Þeir reikningar eru nú í
endurskoðun, en þar sem forsend-
ur hafa lítið breytzt frá þeim
tíma, þegar þær athuganir fóru
fram, skal hér rakið hvað þá var
reiknaðút:
1. Ef Málmblendiverksmiðjan
hefði hafið rekstur í árslok 1977
eins og til stóð og unnið með áætl-
uðum afköstum yfir samnings- .
timabilið, 20 ár, hefði Lands-
virkjun fengið orkusölutekjur
sem hér segir:
Núvirði orkusölutekna 1976
svarar til u.þ.b. 22 millj. $. Þessar
tekjur eru þvi ekki hreinar um-
framtekjur, því með tilkomu
Málmblendiverksmiðjunnar þarf
að flýta framkvæmdum við næstu
virkjanir, sem kostar peninga, og
einnig þarf að reisa háspennulinu
í Grundartanga, sem annars hefði
ekki þurft að gera.
Núvirði fjárfestingarflýtingar-
innar og kostnaður við háspennu-
línu í Grundartanga áætlast að
kosta sem svarar 14 millj. $, að
núvirði 1976, þannig að Málm-
blendiverksmiðjan hefur áætlast
skila u.þ.b. 8 millj. $ í betri af-
komu Landsvirkjunar i pening-
um, að núvirði 1976, auk þess sem
fyrirtækið ætti háspennulínu i
Grundartanga umfram það, sem
Landsvirkjun fær í sinn hlut, ef
af þessari sölu verður ekki.
Hér skal bætast við, að ekki
hefur verið tekið tillit til verð-
hækkunarákvæða í orkusölu-
samningum um málmblendi, sem
hugsanlega gætu haft veruleg
áhrif til aukins ábata Lands-
virkjunar.
Ef áðurnefndur ábati á orku-
sölu til Málmblendiverksmiðj-
unnar væri látinn skila sér í lækk-
uðu orkuverði til almennings-
veitna, yrði lækkunin að meðal-
tali um 7%. Þetta þýðir aftur á
móti, að til þess að fá sömu
rekstrarútkomu. án orkusölu til
Málmblendiverksmiðju, þarf
Landsvirkjun að hækka verð til
almenningsveitna u.þ.b. 7%.
2) Ef Málmblendiverksmiðjan
greiðir tryggó orkukaup 396 gwst
á ári, þ.e. 80% af meðalorkukaup-
um frá og með 1978, hefur frestun
verksmiðjunnar lítil áhrif á af-
komu Landsvirkjunar, ef um eitt
eða tvö ár er að ræða, en auðvitað
eftir því meiri áhrif sem tíminn
verður lengri.
3) Verðiagning á orku Lands-
virkjunar ræðst nú af arðgjafar-
kröfum í lánssamningi Alþjóða-
bankans og Landsvirkjunar, sem
segja má að hafi haft það mark-
mið, að fé úr rekstri Lands-
virkjunar næði að greiða
15—20% af stofnkostnaði
Sigölduvirkjunar.
Þar sem fjármögnun Sigöldu-
virkjunar er afstaðin er orkusala
til Málmblendiverksmiðjunnar
hefst er ekki gefið að hækka þurfi
orkuverð til almennings vegna
arðgjafakröfu Alþjóðabankans,
þó að ekki verði úr orkusölu til
Málmblendiverksmiðju.
Hins vegar er ljóst að greiðslu-
byrði Landsvirkjunar vegna lána,
sem tekin hafa verið vegna fram-
kvæmda fyrirtækisins, myndi
léttast verulega og eftir því meir,
sem orkusalan til Málmblendi-
verksmiðju hefst fyrr. Þetta
atriði er i nánari athugun einmitt
nú, en niðurstöður liggja ekki fyr-
ir.
Hægt er að láta þess getið, að
breyttur orkusölusamningur við
tsal og núverandi orkusölu-
samningur við Málmblendið geta
greitt u.þ.b. 34 af vöxtum og af-
borgunum af eftirstöðyum allra
útistandandi skulda Lands-
virkjunar vegna fjárféstingar
fyrirtækisins, að Sigöldufram-
kvæmdum meðtöldum.
Spurning nr. 3.
Æskilegt væri að ræða þessi
mál á fundi með þingmönnum
Reykjavíkur á næsta sameiginleg-
um fundi þeirra og borgarfull-
trúa. Slíkan fund á að halda í
apríl skv. samstarfsreglum, sem
útbúnar voru i vetur. Að vísu átti
að halda fund í febrúar, en vænt-
anlega er það mitt að hafa frum-
kvæði að þvi að boða til næsta
fundar og væri þá æskilegt að
taka þessi mál tíl umræðu þar.