Morgunblaðið - 24.11.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.11.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976 * Ljósmæðraskóli Islands: 200sóttu um ínngöngu í haust en 15 komust að 386 nemendur hófu nám í heilbrigð- isgreinum í skólum landsins í haust í HAUST hófu 386 nemendur nám f heilbrigðisgreinum f skólum landsins, að sögn Ingibjargar R. Magnúsdóttur, deildarstjóra f heil- brigðisráðuneytinu. 1 suma skólana fengu mun færri nemendur inn- göngu en þess æsktu, t.d. komust 15 nemendur f Ljósmæðraskóla tslands en umsækjendur voru 200 og 20 nemendur komust að í Þroskaþjálfaskóla tslands en umsækjendur voru 76. Að sögn Ingí- bjargar er vfða kennaraskortur í heilbrigðisgreinunum og einnig tilfinnanlegur skortur á aðstöðu fyrir verklega kennslu. Ingihjörg sagði að yfirleitt væri skortur á menntuðu fólki f heilbrigðisstofnun- um landsins, sjúkrahúsum og heilsugæzlustöðvum og væru því næg verkefni fyrir þann fjöida, sem nú stundar nám f heilbrigðisgreinum. Eftirfarandi upplýsingar veitti Ingibjörg Mbl. um nemendur í einstökum heilbrigðisgreinum: í haust innrituðust 212 stúdent- ar í heilbrigðisgreinar við Háskóla íslands. 45 innrituðust í hjúkrunarfræði, 19 í lyfjafræði, 113 í læknisfræði, 18 í sjúkra- þjálfun og 17 í tannlækningar. i Hjúkrunarskóla Íslands voru teknir 78 nemendur í haust, en umsækjendur voru um 150 að tölu. Nemendur í skólanum eru hátt á þriðja hundruð. Í Ljósmæðraskóla Íslands voru c Fíkniefnamálið: Aðeins einn eftir í gæzlu NU ER aðeins einn maður eftir f gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar fíkniefnamálsins mikla. Einum manni var sleppt f fyrrinótt, en sá hafði setið inni rúma viku. teknir 15 nemendur í haust, en umsóknir voru um 200. Þar af var hópur ungmenna, sem ekki upp- fyllti inntökuskilyrði. Nemendur í skólanum eru nú 29 í tveimur árgöngum. I Sjúkraliðaskóla Islands hófu 62 nemendur nám nú í haust og eru þá nemendur í skólanum sam- Axel V. Tulinus. AXEL V. Tulinius, fyrrverandi sýslumaður, andaðist á Borgar- spftalanum að morgni s.l. mánu- dags, 58 ára að aldri. Axel var fæddurf Reykjavík 4. aprfl 1918, sonur Hallgríms A. Tulinius stórkaupmanns þar og fyrri konu hans, Hrefnu. Hann var stúdent úr M.R. 1936, og cand. juris frá Háskóla Islands 1941. Hann rak heildverzlun með föður sínum 1941—’45 en gerðist þá blaðamaður við Vfsi part úr ári. Haustið 1945 varð hann lögreglu- stjóri í Bolungarvík en 1953 var hann skipaður bæjarfógeti á Nes- kaupsstað og 1960 sýslumaður f Suður-Múlasýslu. Honum var veitt lausn að eigin ósk haustið 1966 og frá 1. janúar 1967 til dauðadags starfaði hann sem full- trúi við borgarfógetaembættið í Reykjavik. Axei dvaldi um tíma við nám f París og Kaupmanna- höfn. Þá átti hann um hrið sæti í stjórnum Dómarafélags tslands og Félags héraðsdómara. Eftirlifandi kona Axels er As- laug Kristjánsdóttir Tulinius. Þeim varð f jögurra barna auðið. Axel V. Tulinius var um fjölda ára fréttaritari Morgunblaðsins og færir blaðið aðstandendum samúðarkveðjur sínar. tals 132. Ekki varð að vísu stórum hópi umsækjenda frá að þessu sinni. Fleiri nemendum verður bætt í skólann fljótlega á næsta ári. 1 Lyfjatæknaskóla íslands voru teknir 9 nemendur í haust en umsækjendur voru um 50. Nemendur skólans eru nú 34 í þremur árgöngum. í Röntgentæknaskóla Islands eru nemendur nú 10 að tölu og mun skólinn brautskrá nemendur í febrúar. Nýir nemendur verða teknir í skólann fljótlega eftir áramót. í Þroskaþjálfaskóla Isleds voru 20 nemendur teknir inn í haust, en umsækjendur voru 76 að tölu. 1 skólanum eru nú 78 nemendur. I Tækniskóla islands voru tekn- ir 20 nemendur í meinatækni í haust en umsækjendur voru 40. Nemendur í meinatækni eru nú 40 talsins í tveimur árgöngum. I Nýja hjúkrunarskólann voru engir nemendur teknir í haust. Nemendur þar eru nú 80 að tölu, nær eingöngu hjúkrunarfræðing- ar og ljósmæður í framhaldsnámi. Axel V. Tulinius fyrr- verandi sýslum. látinn Enn góð loðnuveiði GÓÐ loðnuveiði var hjá þeim þremur bátum, sem voru á loðnu- miðunum undan Vestfjörðum 1 fyrrinótt. Súlan fékk þar 530 lest- ir, sem skipið fór með til Bol- ungarvfkur, Ársæll Sigurðsson fékk 230 lestir og fór til Siglu- fjarðar og Árni Sigurður 260 lest- ir og fór til Akraness, en skipið sprengdi nótina 1 mjög stóru kasti, sem fékkst f gærmorgun. Vitað var um einn eða tvo báta, sem áttu að bætast i flota loðnu- skipa í gærkvöldi, en það voru Hilmir SU og Bjarni Ólafsson AK. Berglind Ásgeirsdóttir Háskóla- ráðskosn- ingar I DAG fara fram f Háskóla Islands kosningar á fulltrúum stúdenta f háskólaráð. Kosnir eru tveir fulltrúar til eins og tveggja ára. Er hér um að ræða kosningu á viðbótarfulltrúum stúdenta í ráðinu, sem þeir fengu við breytingu á háskóla- lögunum sl. vor. Kosningin hefst klukkan 9 fyrir hádegi og stendur til klukkan 18. Kosið er í hátfðarsalnum f aðalbyggingu Iláskólans við Suðurgötu. í kjöri eru tveir listar. A- listi, sem er listi Vöku, Félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og B listi vinstri manna. Fram- bjóðendur Vöku eru þau Berg- lind Ásgeirsdóttir, Dögg Páls- dóttir, Jónas Ketilsson og Anna Jónsdóttir. Á lista vinstrimanna eru Gylfi Árna- son, Kristín Ástgeirsdóttir, Lárus Guðjónsson og Hörður Þorgilsson. Að sögn Berglindar Ásgeirs- dóttur, sem skipar 1. sætið á lista Vöku hefur kosningabar- áttan verið með daufara móti að minnsta kosta af hálfu vinstri manna. Vaka hefur hins vegar bæði gefið út sér- stakt blað helgað málefnum háskólaráðs og dreifibréf um Framhald á bls. 21 Steinar J. Lúðvfksson RÖNTGENTÆKNAR við Borgar- spítalann og rfkisspftalana lögðu niður störf 20. þessa mánaðar, þegar venjulegur uppsagnarfrest- ur, þrfr mánuðir, var liðinn frá þvf þeir sögðu upp störfum sfn- um. Samkvæmt lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna geta vinnuveitendur fram- legt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, þegar um f jöldauppsagn- ir er að ræða. Það var gert, en þrátt fyrir það hafa röntgentækn- arnir hætt störfum, enda þótt þrfr mánuðir séu eftir af starfstíma þeirra. Alfaveizla í Haukur Benediktsson forstjóri Borgarspitalans agði í samtali við Mbl. í gær, að hjá honum hefðu 9 röntgentæknar í 8 störfum hætt og 5 röntgentæknar á Landspítal- anum. Sagði Haukur að brott- hvarf röntgentæknanna skapaði mikil vandamál á spítalanum en reynt yrði að sinna mjög aðkall- andi verkefnum t.d. á slysadeild. Síldveiði lýkur ann- að kvöld StLDVEIÐI lýkur hér við land annað kvöld, 25. nóvember, en þær hófust f lok september. öll þau hringnótaskip, sem leyfi fengu til veiða, hafa nú lokið veiðum og nemur heildarafli þeirra um 10 þús. lestum. Þá var gert ráð fyrir, að reknetabátar myndu afla um 5 þús. lestir af sfld, en afli þeirra mun nú vera orðinn aðeins meiri enda hafa þeir fiskað mjög vel sfðustu daga. Að undanförnu hefur verið salt- að af miklu kappi á Höfn í Horna- firði og nemur heildarsöltun þar nú yfir 22 þúsund tunnum. Guð- mundur Finnbogason matsmaður á Söltunarstöðinni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mikill hörgull væri á fólki, og hefði hann fengið lánaðan heilan bekk úr gagnfræðaskólanum til að hægt væri að salta f gær. Veiði reknetabátanna var mjög misjöfn i fyrrinótt, en þeir bátar, Sem á annað borð fengu afla, mok- fiskuðu. T.d. fékk Steinunn SF milli 700 og 800 tunnur,, sem er einn mesti afli sem reknetabátur hefur fengið til þessa. Röntgentæknar hættir störfum Allt að 7 dollarar fást nú fyrir hverja proteinein- ingu af mjöli NOKKUR fslenzk fyrirtæki hafa að undanförnu selt loðnumjöl til Evrópulanda á mjög góðu verði og fengið allt að 483 dollara fyrir tonnið eða 7 dollara fyrir protein- einingu. Morgunblaðinu er kunnugt um að Bernhard Petersen h.f. seldi fyrir þremur vikum milli 2000 og 3000 lestir af mjöli til Finnlands og fékk yfir 6.95 dollara fyrir proteineiningu. Þá hefur verið selt nokkurt magn til V-Evrópu á 7 dollara proteineininguna. Þá er vitað að Andri h.f. gekk frá sölu á loðnu- og fiskmjöli til Ungverjalands fyrir skömmu á um 483 dollara tonnið. Þrautgóðir j Breiöafjarð- á raunastund 8. bindi er komið út BÓKAÚTGÁFAN örn og örlygur — Hraundrangi — hefir gefið út 8. bindi hins míkla bókaflokks björgunar- og sjóslysasögu ts- lands, ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNARSTUND, eftir Steinar J. Lúðvfksson. Þetta bindi fjallar um árin 1920—1924 og segir frá mörgum minnisverðum atburð- um, svo sem strandi þilskipsins Talismanns við Kleifarvfk, Kross- messugarðinum mikla 1922 og strandi Sterlings við Brimnes, auk fjöhfa annarea trtbnrða. Sjó- slysasagan er rakin aftur f tfm- ann og er nú komið að þeim mikla sess. í bókinni eru margar tugir mynda frá þessu tfmabili, sem auka verulega á gildi hennar. Svo sem f fyrri bókum í þessum flokki eru atburðirnir raktir í tfmaröð-og í upphafi hvers árs er stutt yfirlit, þar sem greint er frá því helzta sem gerðist á árinu. Þá er i bókinni nafnaskrá. Bókin er filmusett f Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð hjá Offsetmyndum h.f., og bundin í Arnarfelli. Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helgason. areyjum, Stykkishólmi 23. nóv. MENN, sem voru að vinna við sjúkrahúsið hér f Stykkis- hólmi og ennfremur menn f Klofningshreppi, sáu tor- kennileg ljósfyrirbæri hér f gærkvöldi. Voru þetta blossar, Hkast þvf þegar vitaljós kvikna og virtust Ijós þessi speglast f haffletinum. Sýndist mönnum þessi Ijósagangur vera yfir Fremri-Langey eða Arney. Ljósin sáust fyrst um sex- leytið og alveg fram yfir kvöld- mat. Þar sem jafnvel var talið að einhver hætta væri á ferð- um, var flóabáturinn Baldur Framhald á bls. 21 ^ - • — Björgólfur Guð- mundsson kjör- inn form. Varðar Á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar, sem haldinn var f Sjálf- stæðishúsinu á mánudagskvöld, var Björgúlfur Guðmundsson kos- inn formaður félagsins f stað Ragnars Júlfussonar, sem verið hefur formaður undanfarin ár, en gaf nú ekki kost á sér. Fundurinn var mjög fjölmennur. Sóttu hann 213 manns. Fundarstjóri var Ólaf- ur B. Thors. Ræðu flutti Guð- mundur Garðarsson alþingismað- ur. I upphafi fundar flutti fráfar- andi formaður Ragnar Júlfusson skýrlsu sjtórnarinnar, og kom þar fram, að félagið hafði starfað með miklum blóma á árinu, efnt til ráðstefna og funda um málefni, Björgúlfur Guðmundsson sem ofarlega voru á baugi hverju grein fyrir reikningum og Hilmar sinni, Varðarferðar, sem var fjöl- jólfur Bjarnason gjaldkeri gerði mennari en nokkru sinni og utan- landsferða fyrir félaga sfna. Bryp- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.