Morgunblaðið - 24.11.1976, Síða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Námslánin
Mikið hefur verið rætt og ritað um námslánin að undanförnu.
Sýnist þar sitt hverjum, enda eru ýmsar hliðar á því máli, ef grannt er
skoðað. Þau sjónarmið virðast vera nokkuð ráðandi hjá almenningi, að
námsmenn eigi að mestu að sjá um sig sjálfir, eins og algengast var fyrr á tíð,
en þó eru þeir áreiðanlega margir — og einkum þeir sem einhver kynni hafa
af námskostnaði — sem eru þeirrar skoðunar, að nútfmaþjóðfelag eigi að
rétta námsmönnum höndina og gera þeim námið auðveldara með þvf að
styðja þá f erfiðleikunum. Fyrrnefnd andúð almennings á m.a. ræturað rekja
til baráttuaðferða núverandi forystumanna námsmanna.
Það er rétt sem fram hefur komið að ósamræmi og mismunun er enn milli
skóla og ekki síður hitt, að mönnum er yfirleitt ekki auðið að lifa neinu
lúxuslffi af tekjum sínum og námslánum. Á það er einnig að Ifta að námslánin
eru vísutölubundin í endurgreiðslu, en slfkt er ekki regla f okkar þjóðfélagi.
Aftur á móti bentu sumir viðmælendur Morgunblaðsins á, að námslánatil
högun sé með þeim hætti, að hún gæti dregið úr áhuga námsmanna að
vinna, og benti Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri meðal annars á, að lán
hefði alltaf verið minnkað þegar námsmaður, honum vandabundinna var
„duglegur að vinna sér inn á sumrin", eins og hann segir. Þá kom einnig
fram f samtölunum hér f blaðinu, að námslánin eru enn að einungis litlu leyti
sniðin fyrir svokallaða verkskóla.
Það er fráleitt að námsmenn séu settir hjá, vegna þess að þeir hafa unnið
fyrir meiri tekjum en lánasjóður ákveður, að sé fjárþörf námsmanna, og
kemur þetta að sjálfsögðu við ýmsa í sjómanna- og iðnskólum, svo að dæmi
séu tekin, en auðvitað vinna margir háskólastúdentar baki brotnu allt
sumarið og er þeim svo refsað með því, að þeim er sagt, að þeir hafi fengið of
miklar tekjur, þá mánuði. sem þeir unnu
Pétur H. Pálsson f Stýrimannaskólanum sagði m.a., að reglurnar um
vinnutekjur með tilliti til lána, séu hæpnar, þar sem „ þær draga úr löngun
manna til að vinna, og einnig koma þær oft illa niður á þeim, sem virkilega
þurfa að vinna fyrir sér", eins og hann komst að orði.
Það gefur auga leið, að við eigum ekki að halda í kerfi, sem dregur úr þvf
,að íslenzkir námsmenn hafi löngun til að vinna fyrir sér, kynnast lifnaðar
háttum þjóðar sinnar og atvinnulffi um land allt. Sem betur fer er ekki heldur
mikið um. að svo sé, því að námsmenn eru drjúgur vinnukraftur og sýna oft
og einatt mikinn dugnað, ekki sfður en fyrr á árum, þegar þeir hlutu hvorki
styrk né stuðning af opinberri hálfu og urðu að bjarga sér upp á eigin spýtur.
En sú fullyrðing að framhaldsnám hlyti að falla niður, um leið og námslán
væru afnumin hefur verið afsönnuð með mörgum dæmum, bæði fyrr og
sfðar. Margir vinna nú fyrir sér með námi án slfkra námslána. En f
mannúðarþjóðfélagi eins og okkar hlýtur að vera unnt að hlúa að námsmönn-
um með glaðara geði en oft kemur fram f samtölum manna f milli.
Sigrfður Jónsdóttir á ísafirði, segir m.a „Það virðist vera, að þeir, er
stóðu að þessum logum um námslánin, hafi látið giepjast af áróðri, sem
haldið hefur verið uppi nú á seinustu árum gegn námsfólki og menntamönn-
um yfirleitt, en eiknum þó á sviði hugvfsinda og lista. Það hafa dunið yfir
mann f útvarpi og blöðum yfirlýsingar um það, hvflfkur feiknabaggi þeir séu á
þjóðinni og hvers konar eyðsluseggir og letingjar þeir séu og óþurftarlýður f
þjóðfélaginu. Veit ég að vfsu. að til eru menn f röðum námsmanna, sem hafa
svikizt um nám og misnotað sér námsaðstöðu og lán, en þeir eru áreiðanlega
sárafáir miðað við þá mörgu, sem rækja nám sitt og skila góðum árangri."
Hún segir ennfremur, að þvf sé mjög á loft haldið, að þjóðfélagið hafi ekki
efni á að kosta menn til mennta, en spyr jafnframt, hvort það hafi efni á að
hjálpa ekki hverjum þeim til náms, sem hefur löngun, vit og vilja til að
menntast og mannast á hvaða sviði sem er, eins og hún kemst réttilega að
orði.
Það kemur fram f úttekt Morgunblaðsins, að meðallán greidd f haust, eru
137,4 þúsund á hvern lánþega hér heima, en erlendis 226,4 þúsundir.
Meðallán f Háskóla íslands er 136.3 þúsund, 195.8 í Kennaraskólanum,
184,3 f Tækniskóla íslands, 85.7 þúsund í Stýrimannaskólanum og 76.3 f
Vélskóla íslands. Meðallán erlendis eru 226.2 þúsund krónur og mest f
Danmörku 235 þúsund.
íslenzkum námsmönnum erlendis veitir áreiðanlega ekki af þeirri aðstoð,
sem þeir fá með námslánum og sá tvískinnungur vekur athygli, sem fram
kemur f úttekt Morgunblaðsins, að jafnvel þótt framfærslukostnaður á
mánuði f Danmörku sé talinn vera 69 þúsund krónur á mánuði er sú
gjaldeyrisyfirfærsla, sem leyfileg er á mánuði, aðeins rúm 53 þúsund krónur.
Slfkt smásmygli ætti ekki að rfkja í opinberu Iffi á íslandi.
í úttekt blaðamanna Morgunblaðsins á námslánum, segja þeir, að það séu
einkum tvö atriði sem Kjarabaráttunefnd námsmanna berst fyrir: í fyrsta
lagi, að eðlilegt tillit sé tekið til fjölskyldustærðar, en f reglugerð varðandi
útreikning haustlána segir, að taka skuli tillit til framfærslukostnaðar barna,
en aðeins ef námsmaður er einstætt foreldri. . . Hvemig f ósköpunum er
hægt að hafa :.Jikar reglur f nútfmaþjóðfélagi? Á að refsa námsmönnum fyrir
að eignas' börn, svo að ekki sé nú talað um, ef þeir eignast börn f
hjónabr .di! Slfku verður að breyta, svo fáránlegt sem það er. Morgunblaðið
tekur undir þær kröfur námsmanna, að þessu atriði verði vikið til hliðar og
réttlæti komið á, hvað þetta snertir.
Námsmenn eru fullorðið fólk, en engin börn. Sumir Ijúka ekki námi fyrr en
um þrftugt. Slfk ákvæði, sem fyrr eru nefnd, brjóta hreinlega í bága við ef
ekki heilbrigða skynsemi, þá a.m.k. allar aðstæður í þjóðfélagi okkar.
í öðru lagi er þess óskað, að ekki sé gerður sá greinarmunur, sem nú er, á
framfærslukostnaði námsmanns, sem býr utan foreldrahúsa annars vegar, og
r msmanns, sem býr enn f foreldragarði hins vegar, en sá sfðarnefndi fær nú
- ðeins 40% námslána. Það mun talið eðlilegt að námsfólk, sem nýtur
ókeypis fæðis og húsnæðis f heimahúsum, fái lægri lán. En hér er ekki tekið
tillit til þeirra mörgu, sem verða að greiða fyrir uppihald sitt til foreldra; með
þvf er börnum efnalftilla foreldra torveldað að halda áfram námi eins og bent
er á f fyrrnefndri úttekt. Þannig er háttað hjá mörgu námsfólki, að það á ekki
efnaða foreldra, og verður að borga með sér. í raun og veru er það
óskiljanlegt, að slfku fólki skuli refsað fyrir að búa í heimahúsum, því að það
getur jafnvel verið þjóðfélagslega hagkvæmt, vegna þess að þetta námsfólk
tekur ekki húsnæði frá öðrum og á því ekki hlut að því að auka á
húsnæðisvandræði hér á landi, sem nóg eru fyrir. Að sjálfsögðu á það
námsfólk, sem býr hjá efnalitlum foreldrum, að fá tækifæri til að sitja við
sama borð og aðrir. Annað samrýmist ekki jafnréttis- og réttlætiskröfum.
Hér virðist því ýmsu þurfa að breyta til batnaðar og hvetur Morgunblaðið
til þess, að mál þetta sé skoðað í heild, vankantar sniðnir af og augljóst
óréttlæti afnumið. Hitt er svo annað mál, að námsmenn mega ekki grfpa til
baráttuaðferða, sem vekja tortryggni á hagsmunum þeirra og andúðalmenn-
ings f landinu.
17
Frá ráðstefnu Sambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar í Reykjavík um áfengis- og fíkniefnamál:
Frá fundi Landssambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar á Hótel Sögu.
Þjóófélags-
vandamál, sem
leiðir böl
yfir þúsundir ísl.
heimila
Laugardaginn 23. október s.l. var haldin í
Reykjavík ráðstefna um áfengis- og fikniefnamál á
vegum Landssambands Sjálfstæðiskvenna og
„Hvatar", félags Sjálfstæðiskvenna i Reykjavík.
Ráðstefnan stóð frá kl. 9:30 til kl. 17. með
hádegisverðarhléi. Flutt voru fimm framsöguerindi
fyrir hádegið, en síðdegis fóru fram pallborðsum-
ræður.
Ráðstefnan, sem var öllum opin, var fjölsótt,
umræður miklar og áhugi á, að öll ábyrg öfl í
þjóðfélaginu, ekki hvað sízt stjórnmálaflokkarnir,
sameinuðust í baráttunni gegn því þjóðfélagsmeini,
sem neyzla áfengis og annarra fikniefna er orðin í
dag í landinu.
um þessi mál víðar um landið á vegum
Sjálfstæðiskvenna Skipaði fundarrit
ara Jónínu Þorfinnsdóttur og Margréti
S.Einarsdóttur.
Utan við
pólitiska
flokkadrætti
Formaður Landssambands Sjálf
stæðiskvenna frú Sigurlaug Bjarna-
dóttir, alþm , setti ráðstefnuna og bauð
gesti velko'mna Ræddi hún mikilvægi
þess að stjórnmálaflokkar og félaga-
samtök tækju til meðferðar málefni af
sllku tagi sem hér yrði nú fjallað um.
Taldi hún að pólitískir flokkadrættir
ættu að vera slíkum málefnum óvið-
komandi og lagði áherzlu á nauðsyn
þess, að sameinast í átaki, þar sem
átaks væri þörf til úrbóta I ýmsum
þjóðfélagsmálum Líkti hún varnarað-
gerðum í áfengis- og fíkniefnamálum
við aðgerðir í slysavarna- og björgunar-
málum Taldi hún að ef konur tækju
sig saman gætu þær áorkað miklu í
vörn gegn þessum málum sem og á
öðrum sviðum þjóðlífsins Minntist
hún á að fyrirhugaðar væru ráðstefnur
var Jó
Áfengi mest
misnotaði
vímugjafinn
Fyrstur framsögumanna
hannes Bergsveinsson, læknir.
í upphafi ræddi hann um hina ýmsu
vímugjafa sem menn hafa fundið upp
— upphaflega í læknisfræðilegum til-
gangi — en eru nú orðnir skaðlegir
sem vímugjafar og eru vaxandi vanda-
mál í hinum vestræna heirrii. Sagði
hann áfengi vera þann vímugjafa sem
mest væri misnotaður hérlendis hing-
að til Minntist hann á gerð og efna-
samsetningu áfengis og sagði að etan-
ol væri það efni sem skaðlegast væri í
áfenginu.
Ræddi hann síðar um áhrif vinand-
ans á líkamann og þá skaðsemi sem
það veldur Svo sem skemmd á hinum
ýmsu heilafrumum og lifraskemmdir.
Miðtaugakerfið verður háð áfenginU og
skortur þess veldur óróa, kvíða, skjálfta
og jafnvel krampa. Sálræn þörf verður
einnig mikil — enda áfengi oft notað
upphaflega til þess að draga úr feimni,
óframfærni og vanmáttarkennd. Sé um
langvarandi drykkjusýki að ræða koma
fram líffæraskemmdir
Þá ræddi hann um „gæsluvistar-
sjóð", sem hann taldi að nauðsyn bæri
að efla Gæsluvistarsjóði er ætlað að
standa undir rannsóknum á neyslu-
venjum íslendinga hvað varðar áfeng-
isneyslu. Áfengisneysla hefur aukist
gífurlega frá árinu 1965—1975, og
er áberandi hvað aldurinn hefur færst
neðar og einnig hve áberandi áfengis-
neysla hefur aukist meðal kvenna og
unglinga Meðalaldur karla sem
byrjunaraldur áfengisneyslu er 1 6,5 ár
en kvenna 1 7,9
Áfengisneysla leiðir iðulega til mikils
heilsu- og eignatjóns og félagslegs
skaða Drykkjusýki er geðsjúkdómur
sem í eðli sínu er ólæknandi en unnt
að halda niðri Veigamikill þáttur í
starfsemi geðsjúkrahúsa er meðferð
drykkjusjúkra.
Lagði hann áherslu á að til þess að
draga mætti úr áfengisneyslu þjóðar-
innar væru fyrirbyggjandi aðgerðir það
sem athygli manna hlyti að beinast að
Taldi hann að gera ætti áfengi minna
aðgengilegt, m a méð þvi að hafa fáa
útsölustaði, hátt verð á sterkum
drykkjum og stuðla fremur að neyslu
léttra drykkja en sterkra.
Vinna bæri að breyttu almennings-
áliti t.d með fræðslu í skólum sem
miða að þvi að einstaklingurinn finni
ánægju I lífinu án neyslu áfengis eða
annarra fíkniefna Með aukinni fræðslu
í fjölmiðlum sem vinna á móti áróðri
beinum og óbeinum Efla geðvernd
með þvi að draga úr .þáttum uppeldis
sem stuðla að sálrænum truflunum
Lauk hann máli sinu með því að
ræða byggingu geðdeildar við Land-
spitalann sem hann taldi mjög mikil-
væga
Hækkun sekta við
áfengislagabrotum
Þá tók til máls næsti framsögumaður
Ingibjorg Benediktsdóttir, fulltrúi i
Sakadómi Reykjavíkur.
Ræddi hún fyrst um efni núgildandi
áfengislaga, skýrði þau — tilgang
þeirra og refsiákvæði
Þá ræddi hún um frumvarp til breyt-
inga á áfengislögunum sem borið var
fram á AIÞ'ngi s.l. ár. Taldi hún fulla
ástæðu til þess að hækka sektir við
brotum á áfengislögunum. Sagði frá
því að 2586 einstaklingar hefðu gist
fangageymslur lögreglunnar vegna
áfengisneyslu á s.l. ári Flestir þeirra
væru „fastagestir" hjá lögreglunni.
Væri þetta ósvipaður fjöldi nú og árið
1 972. Þá ræddi hún um hin svoköll-
uðu áfengiskaupaskírteini sem væru
eitt af ákvæðum áðurnefnds frum-
varps. Taldi hún litlar líkur til þess að
þau myndu megna að koma i veg fyrir
leynivinsölu eða kaup barna á áfengi
sem þó væri tiigangur þeirra
Þá ræddi hún nokkuð um ólöglega
áfengissölu og taldi lögregluna hafa
unnið Þ^r mikið og gott starf við að
upplýsa slík mál Sagði hún að meðal-
verð á brennivinsflösku hjá leynivín-
sala myndi nú vera um kr. 6 000 -
10.065 kærur bárust Sakadómi
Reykjavíkur á siðasta ári vegna ölvunar
við akstur. Sagði hún það um-
hugsunarvert hversu mikið er um ölv-
un við akstur hér i borg miðað við
íbúafjölda. Þá sagði hún þátt ölvunar í
afbrotum svo sem innbrot og likamsár-
ásir vera mræddi hún um framkvæmd
áfengislaganna sem hún taldi ábóta-
vant. Og taldi aðstöðuleysi t.d. á
sjúkrahúsum koma þar til Benti hún á
mikilvægi þess að efla framkvæmd
áfengislaganna og auka fordómalausa
áfengisfræðslu Taldi hún aukið sam-
starf félaga og einstaklinga sem áhuga
hafa á þessu málefni mikilvægt spor í
rétta átt.
Varhugavert að
berja niður áfengi
með vímugjöfum
Næstur flutti framsöguerindi Hauk
ur Kristjánsson, yfirlæknir slysadeild-
ar Borgarspítalans
Hóf hann mál sitt með því að þakka
það tækifæri sem sér hefði verið boðið
með þvi að ræða þetta mikilsverða
mál. Kvaðst hann taka það fram að
hann teldi sig enga sérþekkingu hafa á
áfengismálum yfirleitt, en byggði er-
indi sitt á fenginni reynslu sem yfir-
læknir slysadeildar. Taldi hann varla
réttlætanlegt að tala um áfengisdrykkju
sem sjúkdóm frá læknisfræðilegu sjón-
armiði heldur fremur frá félagslegu
sjónarmiði
Þá ræddi hann um nauðsyn þess að
auka fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerð-
ir sérstaklega með tilliti til æskunnar.
Læknisfræðilegar aðgerðir geta oft ver-
ið erfiðar vegna ástands þeirra sem
koma ofurölvi og slasaðir á slysadeild
Taldi hann varhugavert að berja niður
áfengisneyslu með öðrum vímugjöfum
sem gæti oft orðið til þess eins að
skapa vítahring
Þá taldi hann áberandi hversu kon-
um hefur fjölgað meðal hins svokallaða
„útigangsfólks". Ræddi hann síðar
nokkuð skýrslur um áfengisneyslu og
benti á að ekki kemur þar fram neysla
smyglaðs áfengis. Benti hann á að vel
gæti verið að þjóðfélagsleg ögun væri
minni hérlendis en annars staðar og
ylli það jafnvel því að íslendingar
drekka mun verr en aðrar þjóðir
Þá sagðist hann telja vinnutímastytt-
inguna skapa ákveðið tómarúm hjá
fólki sem kemur jafnvel fram í aukinni
áfengisneyslu. Sagði hann reynslu sína
benda á þá staðreynd að drykkjusiðir
hér I Reykjavík og nágrenni hafa farið
versnandi þegar fólk hætti að vinna á
laugardögum. Það virtist sem viss
„tómstundaleiði" angraði fólk. Þá taldi
hann einnig hið gífurlega peningaflóð
ýta undir drykkjuskap
Kynslóðabilið svokallaða sagði hann
vera hinn mesta bölvald og taldi að
samheldni fjölskyldunnar gæti komið I
veg fyrir drykkjuskap
Skemmtanir megi teljast til lífsnauð-
synja og þarf að færa skemmtanir I
betra horf en nú er, brúa þarf kynslóða-
bilið með áfengislausum skemmtun-
um
Áfengisneysla er mikið tískufyrir-
brigði í dag og þarf að breyta þar
almenningsálitinu Gróði af áfengis-
sölu er þess eðlis að ríkiskassinn þolir
ekki að hún falli niður. En þá má benda
á að hið opinbera verður I flestum
tilvikum að bæta það sem drukkin
veldur sjálfum sér eða öðrum Reyna
verður að reisa þar skorður við of-
drykkjunni þannig að þessi þjóðar-
plága hverfi.
Hann lauk máli sínu með þeim orð-
um að mikið væri nú rætt um verndun
gróðurs og dýra gegn mengun og
nauðsyn væri að vernda menn ekki
síður en annað I llfríkinu gegn mengun
og þá
blaði
yrði áfengisneysla þar efst á
siðgæði fólks fyrir heilbrigðum
skemmtunum. Unglingar komast upp
með að brjóta lög, með því áð útivistar-
tími er ekki almennt virtur og þeim er
hleypt inn á skemmtistaði þó þeir hafi
ekki aldur til.
Þá ræddi hann þátt fjölmiðlanna
sem hann taldi mjög áhrifamikla Frétt-
ir í fjölmiðlum væru oftast um það
neikvæða svo sem stríð, morð, rán og
slys Æsifréttir virtust vera látnar sitja í
fyrirrúmi I stað þess að flytja meira af
jákvæðum fréttum. Almenningsálitið
er afar mikilvægt þegar rætt er um
áfengis- og fíkniefnamál og fjölmiðlar
eru þar glfurlegir áhrifavaldar.
Fjöldasamtök svo sem foreldrafélög.
kennarar, íþróttafélög, kirkjufélög og
kvennasamtök þurfa að taka höndum
saman til að stöðva þá óheillavalda
sem eyðileggja þjóðlíf okkar. í lokin
lagði hann ríka áherslu á að fjölskyldan
yrði áfram að vera hornsteinninn I
þjóðfélaginu
Besta vórnin
athafnasemi í
leik og starfi
Næstur tók til máls Ásgeir Guð-
mundsson, skólastjóri.
Ræddi hann um mikilvægi sam-
skipta innan fjölskyldunnar sem hefðu
verið mikil hér áður fyrr en hefði smá
saman breytzt með breyttu þjóðfélags-
fyrirkomulagi
Þá ræddi hann starfsemi skólanna
sem hann taldi vanbúna að ýmsu leiti
og benti á nauðsyn þess að búa betur
að skólunum sem I æ ríkara mæli væri
ætlast til að tækju að sér hlutverk
heimilanna I uppeldismálum. Þá sagði
hann breytingar á námsefni margar og
miklar Samkvæmt grunnskólalögun-
um er nú gert ráð fyrir auknum félags-
málaþætti sem ætti að geta orðið til
góðs. Slíkt myndi t.d. auka ábyrgð
nemenda fyrir félagsstörfum innan
skólans.
Þá ræddi hann fjölgun frldaga skóla-
nemenda sem annarra sem fjölgað
hefði um helming á síðustu árum
Taldi hann bestu vörnina gegn óheil-
brigðu líferni fyrir unga sem aldraða
vera vinnu og athafnasemi I leik og
starfi
Þá taldi hann skemmtanavenjur eldri
borgara hafa áhrif á skemmtanir barna
og unglinga Benti I því sambandi á
afstöðu fólks til vinveitingalausra
skemmtistaða
Vanræksla heimilanna virðist fara
vaxandi og tími fjölskyldunnar til sam-
eiginlegra tómstunda fara minnkandi
Nauðsyn þess að hefja áróður fyrir
bættu fjölskyldulífi er aðkallandi
Skemmtanaiðnaðurinn brýtur niður
Frá pallborðsumræðunum: Ingibjörg Benediktsdóttir, Ásgeir Magnússon, Lilja Harðardóttir,
Jóhannes Bergsveinsson, Ásgeir Friðjónsson, Elín Pálmadóttir, Helga Gröndal, Ólafur Haukur
Árnason og Jónas Jónasson.
þó þeir séu langt leiddir. Ég veit um
lækningu sem ekki bregst — Það er
trúin á Jesum Krist. Sú trú gefur nýtt
líf án áfengis. Vinir mínir ég er sjálfur
lifandi dæmi um slíkt
Sigurlaug Bjarnadóttir þakkaði
framsögumönnunum frábær erindi og
sagði ma Það væri sannarlega
ástæða til bartsýni ef þær tillögur og
ábendingar sem hér hafa komið fram
yrðu að raunveruleika. En orð eru til
alls fyrst
Þá gaf hún orðið laust.
Til máls tóku Steinar Guðmunds
son, sem kvaðst telja það merkilegt
framtak af hálfu stjórnmálaflokks að
ríða á vaðið með ráðstefnu sem þessa
og skoraði á sjórnmálamenn að koma á
stofn leiðbeiningastöð Jóhanna
Jónasdóttir, sem kvað það m.a. nauð-
synlegt að breyta almenningsálitinu,
meðal unglinga þætti það sjálfsagt að
neita áfengis á skemmtistöðum og I
heimahúsum. Og Maren Guðleifs-
dóttir, sem kvaðst vilja láta presta
húsvitja.
Áfengisvandinn
erfiðasti þáttur
prestsstaf*fsins
Siðasti framsögumaður var séra
Halldór Gröndal
Ræddi hann áféngisvandamálið út
frá þeirri reynslu sem hann hefur I sinu
starfi. Sagði hann stærsta og erfiðasta
þáttinn I prestsstarfinu vera afskipti af
áfengissjúklingum og vandamönnum
þeirra. Sagði hann það algengt að
sjúklingurinn sjálfur leitaði sjaldnast
eftir aðstoð heldur náinn ættingi eða
vinur. Enda sagði hann áfengissjúkl-
ingur er meistari I að blekkja aðra.
Hann sagði það mikið vandamál
hversu seint væri yfirleitt leitað hjálpar
Heimilið væri jafnvel komið í rúst
Þessi mál eru viðkvæm fyrir maka og
börn hins sjúka og það er skref að taka
fjárræði og sjálfræði af mönnum Það
er eitt sem oft vill gleymast þegar rætt
er um þessi mál, en það er fjölskylda
þess sem hér á hlut að máli Allt snýst
um að koma þeim sjúka á réttan kjöl en
hver sinnir niðurbrotnum aðstandend-
um. Börn og unglingar eru afar við-
kvæm, finna fljótt að eitthvað er að
Hvernig eiga börn að skilja loforð á
loforð ofan sem sí og æ eru svikin
Siðan ræddi hann ýmiss samtök
drykkjumanna og aðstandenda þeirra.
Minntist sérstaklega á Al-Anon samtök-
in sem eru samtök aðstandenda
drykkjusjúklinga Tvær slíkar deildir
eru hér starfandi önnur I safnaðarheim-
ili Langholtssóknar hin I Grensássókn.
Þá sagði hann frá samtökum táninga
Al-Aten sem viða eru starfandi erlendis
og starfa á svipaðan hátt og Al-Anon
samtökin.
Taldi hann nauðsyn á afvötnunar-
stöð hér á landi Að lokum sagði sér
H: lldór Gröndal
Það er álit mitt að enginn áfengis-
sjúklingur sé vonlaus. Við höfum eng-
an rétt til þess að dæma menn úr leik
Líflegar
pallborðsumræður
Eftir hádegið setti Ólöf Benedikts-
dóttir form Hvatar fundinn Þá hófust
pallborðsumræður sem Elin Pálma-
dóttir stýrði. Auk framsögumannanna
Jóhannesar Bergsveinssonar, Ingi-
bjargar Benediktsdóttur og Ásgeirs
Guðmundssonar, tóku þátt I þeim Lilja
Harðardóttir hjúkrunarfræðingur á
Slysadeild, Ásgeir Friðjónsson saka-
dómari I ávana- og fikniefnamálum,
Helga Gröndal húsmóðir, sem á sæti I
Æskulýðsráði Reykjavikur, Ólafur
Haukur Árnason formaður Áfengis-
varnaráðs, og Jónas Jónasson, út-
varpsmaður Var borinn fram fjöldi
fyrirspurna, sem pallborðsmenn svör-
uðu og ræddu.
Hófust fyrst umræður um fíkniefni,
enda höfðu þau minna komið inn í
myndina í framsöguerindum. Skýrði
Ásgeir Friðjónsson m a frá þvi, að
síðan í maí hefði verið unnið að mjög
umfangsmiklum smyglmálum. Ef hægt
væri að slá því föstu að öllu þvi magni,
sem á þeim tima hefur verið smyglað
til landsins, hefði verið dreift, þyrfti
verulega að endurskoða afstöðuna til
þessa máls, m a hvað snerti stærð
markaðarins. Ástandið væri þó enn
mun betra en í öðrum löndum.
Jóhannes Bergsveinsson upplýsti
að á geðdeild og slysavarðstofu þekktu
menn þessi fikniefni — þau leyndu sér
ekki Sagði hann að á Kleppsspítala
væri þó nokkur hópur af fólki, sem
neytti fíkniefna Langflest tilfellin væru
þó blönduð, þ.e. áfengi og önnur efni.
Lilja Harðardóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, sagði að margir kæmu á slysa-
deild undir áhrifum lyfja, sem fengið
hefðu þau út á lyfseðil frá læknum. Oft
væri öllu blandað saman Helga
Gröndal sagði m a að fyrir nokkrum
árum hefðu meðlimir Æskulýðsráðs
fengið kynningu á útliti og lykt fikni-
efna á ráðstefnu En þá hefði orðið sú
stefna að ræða þau ekki mikið opinber-
lega, þar sem reynslan frá Bandaríkj-
unum hefði verið að því meira sem um
þau var rætt, þvi meiri neyzla
Ólafur Haukur Árnason sagði m a
að áfengi væri fiknilyf Gegn því réði
viðhorf samfélagsins. fræðslan ein sér
breytti þar ekki um Jónas Jónasson
sagði m a að barist væri við þennan
vanda á mörgum vigstöðvum Lagði
hann áherzlu á að þekking væri undir-
staða i þessum efnum.
Ekki er rúm til að rekja umræður
frekar Yfir 30 fundarmanna lögðu fram
skriflegar spurningar, sem pallborðs-
menn svöruðu og ræddu sin á milli
Dugði timi varla til, en að pallborðsum-
ræðum loknum var orðið gefið frjálst,
og tóku til máls séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli og Maren Guðleifsdóttir.
Var þá orðið mjög áliðið og sleit Ólöf
Benediktsdóttir ráðstefnunm
Abendingar og
niðurstöður
Hér fara á eftir nokkrar ábendingar
sem fram komu á ráðstefnunni og
niðurstöður i stuttu máli
Áfengi verður ekki útrýmt úr þjóðfé-
laginu, til þess er það of rótgróið En
þjóðarheill krefst þess. að dregið verði
verulega úr neyzlu þess og. að viðhorf
Framhald á bls. 21